Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 37
okkar halda áfram út yfir gröf og dauða! Pétur. Fyrsta verkefnið sem við Maggi unnum saman var að ljósmynda eyðifjörðinn Loð- mundarfjörð í vetrarríki. Þetta var í febrúar í byrjun níunda áratugar síðustu aldar. Svifum við þar um á gönguskíðum í vetrarblíðu. Einn dag dvaldist okkur í fögrum afdal, og á heimleið til Stakkahlíðarhúss- ins sem við dvöldum í brast skyndilega á norðaustan frost- bylur. Okkur gekk hægt á móti veðrinu, sáum lítið frá okkur og svo kom myrkur. Uppgefnir að berja af okkur klakann og ég farinn að örvænta; þá kallar Maggi í gegnum veðurgnýinn og hermir eftir málfari Sigga gamla frá Stakkahlíð: „Ef veð fennum ekki höseð þá verðöm veð úte og Ásta gamla vandar þá okkur ekki kveðjörnar er hún kemör í vor, hve ella veð höfum gengeð frá hösenö.“ Svo hlógum við og hlógum þarna í myrkrinu og bylnum og hring- sóluðum þar til við fundum hús- ið. Eftir þetta vann Maggi með mér og Roth-fjölskyldunni ótal- mörg mikilvæg verkefni. Hann tók að sér að að festa á filmu margt úr arfleifð föður míns, Dieters Roth, svo sem að skrá- setja á filmu allar vinnustofur og hús Dieters. Ferðaðist með mér víða að setja upp sýningar og ljósmynda. Myndir hans eru í mörgum helstu listatímaritum heims. Maggi kom að gerð og ljós- myndun stórra sýninga t.d. hjá Hauser & Wirth-galleríinu í New York, Basel og Zürich; Museum Ludwig í Köln og Schimmelmuseum í Hamborg. Hann tók að sér, ásamt góðu fólki, að gera kópíur af verki Dieters „Reykjavík Slides“ þar sem er að finna myndir af hverri einustu byggingu í Reykjavík (1973-1993). 70.000 rammar, sem krafðist enda- lausrar þolinmæði. Þegar móðir mín Sigríður Björnsdóttir varð áttræð höfð- um við Maggi byrjað á að safna saman og ljósmynda myndverk hennar. Var það úrval sýnt á skjá í áttræðisafmælishófi hennar við fögnuð viðstaddra. Við systkinin, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Karl Roth, Vera Roth og ég, ásamt Magga, ákváðum þá að láta reyna á hvort hægt væri að ná saman myndefni í yfirlitsbók um feril mömmu sem myndlistarkonu. Það tók tíu ár að hafa uppi á því efni öllu, safna því, mynda, skrá og koma í prenthæft form. Bókin kom út á níræðisaf- mæli mömmu í lok síðasta árs. Við systkinin erum svo þakk- lát Magga að hann vann að þessu með okkur fram í rauðan dauðann. Ég var að setja upp sýningu í Museum Ludwig í Köln og að því kom kom að festa þurfti sýninguna á filmu fyrir fjöl- miðla. Ég tilkynnti að minn trúnaðarvin og ljósmyndari gerði það, ekki aðrir. Þessu var illa tekið en þó gefið eftir. Það var kvöldhóf hjá safninu og því starfsfólki sem hafði komið að gerð sýningarinnar. Maggi kemur frá Mongólíu þar sem hann hafði verið að vinna, í fylgd með vinum sínum úr far- andsmiðareglunni svartklæddu, og kemur á veitingahúsið sem við vorum á. Innkoman varð til réttlætingar á þessum ljós- myndara. Það sló þögn á safna- elítuna þegar Maggi kom inn, Mongóli í fullum skrúða, kufl- inn óaðfinnanlega bróderaður og ullarpottlokið eins og útflött geit, með svartklædda menn með pípuhatta á hvora hönd haldandi á farangri hans. Ég, móðir mín og systkin söknum þín, Magnús Reynir. Björn Roth. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020 ✝ Skúli Gestssonfæddist á Syðra-Seli í Hruna- mannahreppi 5. maí 1947. Hann lést á Hjúkrunar- og dval- arheimilinu Brák- arhlíð í Borgarnesi 27. ágúst 2020. For- eldrar hans voru Ása María Ólafs- dóttir, f. í Reykjavík 8. desember 1908, d. 21. maí 1994, og Gestur Guð- mundsson, f. á Sólheimum í Hrunamannahreppi 25. nóv- ember 1902, d. 11. janúar 1988. Þau voru bændur á Syðra-Seli frá 1934-1964, en þá fluttu þau í Vinaminni og síðar Heimaland á Flúðum. Systkini Skúla eru: 1) Ólafur Sigurgeirsson, f. 9. janúar 1932, d. 20.2. 2018, kvæntur Maríu dór Gestsson, f. 16. nóvember 1942, d. 28. maí 2008. Skúli ólst upp á Syðra-Seli og gekk í barnaskólann á Flúðum. Fyrri hluta ævinnar bjó hann á Flúðum og starfaði við ýmislegt, m.a. landbúnaðarstörf, sjó- mennsku frá Vestmannaeyjum og Grindavík, í Sláturhúsinu í Laugarási, hjá Hulu og í Límtré, var landvörður og í beitar- og girðingarvinnu inni á hálendinu. Skúli var sjálflærður véla- og viðgerðarmaður og starfaði síð- ast sem vélamaður hjá Myllunni 2003-2017. Hann bjó um tíma í Reykjavík en fluttist síðan til systur sinnar og mágs í Eskiholti 1 í Borgarhreppi þangað til hann fluttist í Borgarnes og dvaldi síð- ustu árin á Hjúkrunar- og dval- arheimilinu Brákarhlíð. Helstu áhugamál Skúla voru fjallaferðir, veiðiskapur og bílar. Útför hans fer fram frá Hrunakirkju í dag, 10. sept- ember 2020, kl. 14. að við- stöddum nánustu aðstandendum. Einarsdóttur, þau eignuðust þrjú börn, 7 barnabörn og 7 barna- barnabörn. 2) Guð- rún Gestsdóttir, f. 16. júní 1936, gift Sveini Finnssyni, þau eiga fimm dæt- ur, 9 barnabörn og 1 barnabarnabarn. 3) Ásgeir Gestsson, f. 27. ágúst 1937, var kvæntur Hrafnhildi Sigur- björnsdóttur, látin, þau eign- uðust sex börn, 20 barnabörn, þar af eru tvö látin, og 10 barnabarnabörn. 4) Hjalti Gests- son, f. 10. september 1938, d. 8. febrúar 1941. 5) Marta Gests- dóttir, f. 3. október 1940, gift Hauki Steindórssyni, látinn, þau eignuðust fimm börn og 5 barna- börn, þar af er eitt látið. 6) Hall- Okkur systurnar langar að minnast Skúla yngsta bróður mömmu sem flutti í sveitina til for- eldra okkar, að Eskiholti 1 í Borg- arhreppi, fyrir nokkru. Okkar fyrstu minningar um Skúla eru þegar hann bjó á Flúð- um hjá ömmu okkar og afa í Vina- minni. Einu sinni á sumri fórum við fjölskyldan alltaf úr Borgar- firðinum að heimsækja ætt- ingjana í hreppunum. Skúli stóri frændi var hár og myndarlegur, dökkur yfirlitum og var oft ein- hvers staðar inni á fjöllum, að veiða eða á leiðinni á sínum jeppa í einhver spennandi ævintýri. Á heimili ömmu og afa bjó þá líka Halldór bróðir Skúla en alltaf var nóg pláss í litla húsinu til að leyfa okkur fjölskyldunni að gista og við systur sváfum í flatsæng á gólfinu. Gjarnan sátu bræðurnir Skúli og Halldór við spil eða spjall í litlu stofunni, krossgátur og dagblöð lágu á borðinu, alltaf rólegt yfir- bragð og húmorinn ekki langt undan. Við hlustuðum með eftir- tekt á sögur í Vinaminni sem oftar en ekki voru af dýrum, kindum, forystufé, tófum og fjallaferðum sem lýstu vel áhugamálunum á heimilinu. Skúli var mikill dýravinur og átti nokkra hunda yfir ævina. Minnisstæður er einn hundurinn hans Skúla sem hét Hvað, eins og í gátunni: „Hvað hét hundur Karls í Koti sem í afdölum bjó? Nefni ég hann í fyrsta orði, þú getur hans aldrei þó.“ Lagði Skúli gjarnan þessa gátu fyrir fólk og kímdi í kampinn ef fólk stóð á gati en Skúli hafði gaman af sniðugum til- svörum og gríni og var fróður og minnugur um margt. Skúli var eitt mesta náttúru- barn sem við höfum þekkt og var sérlega næmur á náttúruna. Hann gat komið auga á haförn sitjandi á steini marga kílómetra í burtu, þá tók hann eftir hvernig fuglar eða önnur dýr hegðuðu sér og fór að skima eftir hvað væri í gangi. Hann var einnig veiðimaður og fór oft í silungs- og laxveiði og á tó- fugreni eins og afi okkar Gestur gerði. Þegar við heimsóttum fólkið okkar í Vinaminni voru þar oft yrðlingar sem þeir feðgar höfðu haft með sér heim úr grenjaferð- um. Þetta var ekkert smá ævin- týralegt fyrir okkur systurnar. Skúli vann við margt um ævina og gat gengið í mörg störf. Hann vann sem vélamaður í Myllunni í 14 ár en hann hafði gott lag á vél- um og var sjálfmenntaður á því sviði. Honum þótti mjög gaman að bílum og fjórhjólum og naut þess að keyra um. Margar ferðir voru farnar inn á Hrunamannaafrétt og síðan inn á afrétt Borghrepp- inga að Langavatni þegar hann fluttist í Eskiholt. Skúli var pabba mjög hjálplegur við búskapinn, gerði við og hjálpaði til við hey- skap og fleira meðan heilsan leyfði. Skúli fór ekki vel með sig seinni hluta ævinnar og var ekki gott að horfa upp á hversu hratt honum hrakaði eftir að hann hætti störfum í Myllunni. Hann var samt alltaf ljúfur maður og sér- lega barngóður. Við minnumst Skúla með þakklæti og hlýju. Við sendum starfsfólki Brákarhlíðar bestu þakkir fyrir umönnun Skúla síðustu ár. Áshildur, Þórdís, Jóhanna, Sigrún og Gunnhildur. Í dag kveðjum við frænda okk- ar Skúla Gestsson og viljum við minnast hans með nokkrum orð- um. Skúli ólst upp í stórum barna- hópi og var yngstur af sínum systkinum. Bjuggu foreldrar okk- ar félagsbúskap að Syðra-Seli, voru 6 börn í vesturendanum og 6 börn í austurendanum og var oft ansi glatt á hjalla i leik og starfi. Skúli var ljúfur, mikill húmor- isti, handlaginn, sérstaklega ef vélar voru annars vegar, hann var mikill dýravinur og mikið náttúru- barn. Honum leið best inni á fjöll- um með veiðistöngina meðferðis. Gaman var að fara með Skúla inn á afrétt, þar var hann fróður um örnefni og staðhætti. Kallið er komið, komin er stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku frændi, við kveðjum þig með hlýhug og þökk fyrir sam- fylgdina í gegnum tíðina. Hvíl í friði, blessuð sé minning þín. Frændsystkinin frá Syðra-Seli, Elsa Sigrún, Guðrún, Guðmundur, Margrét, Kristrún og Agnes. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Í dag kveð ég kæran frænda minn Skúla Gestsson. Við Skúli vorum fædd sama dag á Syðra-Seli, vorum sem tvíburar og voru pabbar okkar bræður sem þar bjuggu félagsbúi. Vil ég þakka Skúla fyrir bernskuárin og þær stundir sem við höfum átt saman á fullorðinsárum. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir) Blessuð sé minning þín Skúli minn. Margrét. Ég er svo þakklát fyrir að hafa þekkt Skúla. Margar af mínum bestu minningum eru tengdar honum og iðulega ef við á Seli rifj- um upp liðnar stundir er hann tengdur þeim. Skúli var mikill húmoristi, ljúfur í framkomu, fróður um náttúruna og leið best inni á hálendinu. Hann bjó á Syðra-Seli þar til ég varð ungling- ur, svo að barnæskan litast af minningum um hann. Dýravinur- inn sem hann var gerði það að við fengum að þekkja Spora, hundinn hans, og eitt sinn kom hann heim með loðbolta sem mjálmaði, villi- kettling sem fékk nafnið Stór- Mjása. Nokkur sumur kom Skúli með Tobba tófu heim og var hann hjá okkur fram að haust. Tobbi tófa var yrðlingur (yrðlingar) sem Skúli fann í grenja-túrum. Við krakkarnir furðuðum okkur svo á því að alltaf strauk Tobbi að heim- an á haustin. Yrðlingarnir voru eins og hvolpar, gæfir og skemmtilegir. Ekki má gleyma Krumma, hrafnsunga sem Skúli kom með heim eitt vorið og var hjá okkur fram á sumar. Það var ævintýri og dásamlegt fyrir okkur krakkana að fá að kynnast þessum dýrum. Útskýrir jafnvel hversu miklir dýravinir krakkarnir á Seli eru. Fyrstu vasapeningarnir mínir komu frá Skúla. Ég þreif herberg- ið hans einu sinni í viku og fékk greitt fyrir. Það var alltaf svo spennandi að koma niður í her- bergið hans, sem kallað er enn í dag Skúlaherbergi. Þar var hann með skíði af hval, hljómplötur og myndaalbúm. Allt vakti þetta áhuga minn. Einhverntímann kom hann með risastóran krabba af sjónum sem var áhugavert fyrir heima- sætuna. Á hillu var hann með hníf sem Ásgeir bróðir hans notaði til að skera Skúla lausan úr veiðar- færum sem voru við það að draga hann út í sjó. Ég er þakklát fyrir þennan hníf, Ásgeir og björg- unina. Þær voru ófáar veiði- og há- lendisferðirnar sem við fórum með honum, ég og Gústi bróðir. Skúli þekkti hverja þúfu og alla bestu veiðistaðina. Hann var líka alltaf tilbúinn í eitthvert grín og glens og ég heyri í huga mér hlát- urinn hans. Þegar ég stundum var send niður af ömmu að sækja Skúla í mat þá spurði hann: „Er kominn étur?“ og oft kvaddi hann með „sjáustum“; þessar setningar nota ég enn í dag og hugsa til Skúla. Ég segi því elsku Skúli, hvíl í friði og við sjáustum. Fjóla Dögg Þorvaldsdóttir. Skúli Gestsson Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Elskulegur eiginmaður minn, sonur, bróðir og mágur, GUNNAR ÖRN SVAVARSSON frá Skörðum, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, 5. september. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Guðný Ágústa Skúladóttir Pálína Guðrún Gunnarsdóttir Sigríður Jóna Svavarsdóttir Jóhann Eysteinn Pálmason Guðgeir Svavarsson Kristín Ármannsdóttir Sigmar Svavarsson Valborg Reisenhus Margrét Svavarsdóttir Sigurður Helgason Elskuleg dóttir og systir, SIGRÍÐUR JENSÍNA GUNNARSDÓTTIR, lést 3. september. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 14. september klukkan 13. Ása S. Gunnarsdóttir Ásólfur Bjartmar Gunnarsson Guðrún Hlíf Gunnarsdóttir Berglind Ósk Gunnarsdóttir Ástkæri sonur okkar og bróðir, ÓSKAR VALENTÍN GRÖNHOLM, Grundarhvarfi 27, Kópavogi, lést þriðjudaginn 1. september. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hefur útförin farið fram í kyrrþey. Einlægar þakkir fyrir sýnda samúð, hlýhug og vináttu. Einar Óskarsson Lene Grönholm Anna Soffia Grönholm Ólöf Steinunnardóttir Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir, systir og amma, GUÐNÝ HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR, löggiltur endurskoðandi, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á líknardeild Landspítalans 5. september. Útför fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 17. september klukkan 13 að viðstöddum nánustu aðstandendum og vinum. Útförinni verður streymt á utforgudnyjarhelgu.is. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarreikning Ljóssins. Friðrik Smári Björgvinsson Andri Friðriksson Hrafnhildur Kristinsdóttir Gunnar Helgi Friðriksson Svava Stefanía Sævarsdóttir Alexander Elvar Friðriksson Bertha María Smáradóttir Kristófer Máni Friðriksson Kristín Dís Árnadóttir Inga Dóra Þorsteinsdóttir Guðmundur Helgi Guðjónsson Ingigerður Guðmundsdóttir Kristín Hrönn Guðmundsdóttir og barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.