Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Harry Potter * Tröll 2 (ísl. tal) * Hvolpasveitin (ísl. tal) * The Secret : Dare to dream FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna.★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við þurfum að miða vetrarstarfið okkar við fjöldatakmarkanir sem fylgja covid, en við fögnum því að nú hefur verið fjölgað úr hundrað í tvö hundruð sem mega koma sam- an og að bilið milli fólks hefur ver- ið minnkað úr tveimur metrum í einn. Við þurfum því að hafa auð sæti á milli gesta sem sitja í Saln- um á viðburðum hjá okkur,“ segir Aino Freyja Järvelä, forstöðumað- ur Salarins í Kópavogi, og bætir við að þau séu með ákveðna covid- stillingu á miðasölunni, sem sé sannarlega betri kostur en að loka Salnum alveg. „Við ætlum að bjóða upp á fjöl- breytta dagskrá í vetur. Við erum stolt af sérstakri dagskrá sem er tengd 250 ára afmæli tónskáldsins Ludwigs van Beethoven. Þar munu píanóleikarar á Íslandi taka að sér að flytja allar 32 píanósónötur Beethovens á níu tónleikum. Þetta er þó nokkuð maraþon og ótrúlega skemmtilegt. Sumar af þessum sónötum hafa ekki mikið verið fluttar hér á landi og þykja erfiðar, en svo eru aðrar sem allir þekkja, eins og til dæmis Tunglskinssón- atan. Ég hef verið að hlusta á þetta hér í undirbúningnum og ég held að fólk átti sig ekki á hversu margt úr sónötum Beethovens er inngróið í tónheiminn okkar. Við þekkjum stef úr mörgum af þess- um sónötum til dæmis úr bíómynd- um og auglýsingum, án þess að hafa endilega áttað okkur á að þau séu frá Beethoven komin,“ segir Aino Freyja og bætir við að hið forna tónskáld eigi fullt erindi við nútímann, tónlistin sé bæði létt og leikandi en geti líka verið mjög krefjandi. „Fyrst og fremst er þetta ofboðslega falleg tónlist og jafn gaman að hlusta á hana núna og fyrir hundrað árum eða meira.“ Ókeypis á fyrstu tónleika Aino Freyja segir að 30 píanó- leikarar sjái um flutninginn á són- ötum Beethovens, bæði karlar og konur, og þau séu á ólíkum aldri. „Þetta er einstakt tækifæri til að heyra og sjá píanóleikara landsins leika á einleikstónleikum, því þeir hafa ekki oft tækifæri til þess, þeir eru oft uppteknir að spila með öðr- um. Fyrstu Beethoven-tónleikarnir verða 19. september og nokkuð óvenjulegir, því þá sjá þau Kristín Jónína Taylor og Bryan Stanley um píanóleikinn, en þau eru búsett í Bandaríkjunum og komast ekki hingað vegna covid. Þau munu senda okkur upptökur af sér að spila tvær sónötur sem við svo spilum á tónleikunum. Við ætlum að hafa ókeypis á þessa tónleika til að kynna tónleikaröðina til leiks. Draumurinn er að geta alltaf verið með píanótónleikaröð í framtíðinni, því Salurinn á tvo konsertflygla af bestu gerð, Steinway & Sons og Bösendorfer,“ segir Aino Freyja og bætir við að Beethoven- tónleikarnir verði annað hvert þriðjudagskvöld, á móti Tíbrár- tónleikaröðinni sem fer einnig af stað nú í september. Dreymandi kammerverk „Þriðjudagskvöld verða því klassísk kvöld í Salnum fram að jólum. Tíbrártónleikaröðin er flott og fjölbreytt í ár. Fyrstu tónleik- arnir í þeirri röð verða núna á þriðjudaginn kemur þegar flaut- leikarinn Melkorka Ólafsdóttir og hörpuleikarinn Katie Buckley ásamt góðum hópi tónlistarmanna flytja fögur og dreymandi kammerverk frá dögum impress- jónismans. Á efnisskrá tónleikanna er meðal annars verk Delibes, Le Rossignol, sem Þóra Einarsdóttir mun koma fram í auk fleiri glæsi- legra verka. Markmið okkar er að fá sem flesta á klassíska tónleika, klassískir tónleikar eru ekki aðeins fyrir sprenglærða í tónlist, heldur fyrir alla. Einmitt þess vegna höf- um við farið þá leið að vera með frekar ódýrt inn og bjóða á tón- leikaraðir með miklum afslætti í áskriftarsölu. Minn draumur er að alls konar fólk komi á klassíska tónleika, því Salurinn er fyrir alla.“ Góð leið til að kynnast Auk tónleikaraðanna Tíbrár og Beethovens er dagskráin afar fjöl- breytt í vetur í Salnum. „Til dæmis verða áfram vinsælu kvöldin með Jóni Ólafssyni, Af fingrum fram, þar sem hann fær tónlistarfólk í heimsókn og spjall- ar við það milli þess sem lagið er tekið. Í vetur verða meðal annarra gesta hjá honum Eivör, Diddú, Björgvin Halldórsson, Ágústa Eva, Jakob Frímann og Ellen Kristjáns. Þetta er frábær leið fyr- ir gesti til að kynnast tónlistar- fólki sem segir frá sjálfu sér og syngur og spilar þess á milli. Ari Eldjárn verður til dæmis gestur Jóns í október og það verður væntanlega áhugavert að heyra af tengslum hans við tónlist, en hann spilar á hljóðfæri og hefur heil- mikið verið í tónlist.“ Flytja lög Spilverksins Meðal annarra viðburða á dag- skránni eru tónleikar þar sem Jógvan, Vignir og Matti leika og syngja bestu lög Eagles. „Þetta eru endurteknir tón- leikar frá því í vor og við ætlum líka að endurtaka tónleika í þriðja sinn þar sem Valdimar, Hildur Vala og Skafararnir flytja lög Spil- verksins. Söngkonurnar Hansa og Sigríður Thorlacíus ætla einnig að syngja uppáhalds frönsku lögin sín á sérstökum tónleikum og svo verða tónleikar til heiðurs Sigfúsi Halldórssyni sem hefði orðið hundrað ára núna í september. Auðvitað verður svo dagskrá tengd jólunum þegar nær dregur þeim árstíma,“ segir Aino Freyja og ítrekar að allt sé þetta þó háð covid-reglum hverju sinni. Sjá nánar á salurinn.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Forstöðumaður Aino Freyja segir að draumurinn sé að geta alltaf verið með píanótónleikaröð í framtíðinni, því Salurinn eigi tvo konsertflygla af bestu gerð, Steinway & Sons og Bösendorfer, annar þeirra hér að baki henni. Ekki aðeins fyrir sprenglærða  Vetrarstarfið í Salnum háð covid-reglum hverju sinni  30 píanóleikarar skella sér í Beethoven- maraþon  Ari Eldjárn einn af gestum Jóns Ólafssonar á vinsælu kvöldunum Af fingrum fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.