Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég hugsaði mig vissulega um hvort ég ætti að fara út, vegna co- vid-heimsfaraldursins, en þú getur rétt ímyndað þér viðbrögðin hjá Kristjáni Jóhannssyni mínum söng- kennara þegar ég var eitthvað að efast. Hann tók ekki í mál að ég færi ekki, sagði mér að drífa mig eins og skot. Ég er heldur betur ánægður núna að Kristján skyldi hvetja mig til dáða,“ segir Gunnar Björn Jónsson, ungur tenór sem situr nú í sóttkví eftir heimkomu frá Salzburg, en þangað fór hann og gerði sér lítið fyrir og sigraði í söngkeppni um síðustu helgi. „Ég fann þessa keppni inni á appi sem heitir YAP Tracker og er hugs- að fyrir óperusöngvara til að finna söngprufur, keppnir, óperuhátíðir og fleira. Þetta kemur sér vel fyrir unga söngvara sem eru nýkomnir úr námi að leita fyrir sér og koma sér á framfæri. Ég sótti um að fá að taka þátt í keppninni og ég sendi inn hljóðupptöku, en Kristján var mér innan handar í því, enda þekkir hann vel mína rödd og hvað ég get, því hann var kennari minn í söng- námi mínu í Söngskóla Sigurðar Demetz. Við völdum að senda upp- töku þar sem ég syng aríu úr Mad- ama Butterfly, Addio fiorito asil, og það fleytti mér inn sem þátttakanda í keppninni. Aðeins 120 manns kom- ust í gegnum þá síu af þeim 300 sem sóttu um.“ Söng aríur með háa cé-inu Gunnar varð þá að taka stökkið og fara út til Salzburg í miðjum heimsfaraldri til að taka þátt í keppninni þar. „Eftir fyrstu og aðra umferð vor- um við níu söngvarar sem stóðum eftir til að taka þátt í lokaúrslit- unum og að þeirri keppni lokinni stóð ég uppi sem sigurvegari. Mig grunaði ekki að ég mundi sigra, enda vissi ég ekkert út í hvað ég var að fara. Ég hef verið að syngja hér heima á Íslandi en ekki á al- þjóðavettvangi, en auðvitað hafði ég trú á mér og markmið mitt var að komast í úrslitahópinn. Sigurinn var sannarlega óvæntur og virki- lega gaman að hafa stokkið út í þetta,“ segir Gunnar sem réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar kom að söngnum í úrslit- unum, hann söng þar tvær krefj- andi aríur, eina úr Faust-óperunni, Salut! Demeure chaste et pure, og aríu úr La Boheme, Che gelida manina. Báðar þær aríur skarta háa c-inu og þegar Gunnar er spurður hvort hann hafi ekki verið tauga- trekktur fyrir það segir hann svo ekki hafa verið. „Ég er heppinn með að það ligg- ur nokkuð vel fyrir mér að syngja háu tónana. Kristján hefur kennt mér að óttast ekki að fara upp á háa c-ið, ekki láta skelfingarsvip færast yfir mig þegar það nálgast, heldur reisa bara brjóstkassann og láta vaða,“ segir Gunnar og hlær. Reiknar með að fá hlutverk Gunnar segir að ekkert aldurs- takmark hafi verið í keppninni úti í Salzburg, en þau sem komust í úr- slit voru á aldrinum frá 25 ára til þrítugs. Gunnar er 32 ára, en hvað þýðir sigur í svona keppni fyrir hann, mun þetta opna einhverjar dyr? „Þessi keppni er haldin í tengslum við óperufestival í Salz- burg þar sem settar eru upp óperu- sýningar. Keppnin er í raun haldin til að leita að nýjum röddum í upp- færslur. Ég er að bíða eftir svörum með að fá að vita hvað verður í framhaldi af þessum sigri. Ég reikna með að fá hugsanlega hlut- verk í einhverri óperusýningu á þessu festivali.“ Þarf að spýta í lófa og stökkva Eftir að Gunnar lauk námi hjá Kristjáni Jóhannssyni í Söngskóla Sigurðar Demetz árið 2014 fór hann í framhaldsnám í söng til Ítalíu í tvö ár, í Civica Scuola di Musica Clau- dio Abbado, sem er í Mílanó. „Að því loknu þarf maður að selja sjálfan sig, en það er mikið hark að reyna að finna einhverjar leiðir til að komast eitthvað áfram. Vonandi opnar þessi sigur minn í Salzburg einhverjar leiðir fyrir mig,“ segir Gunnar sem hefur verið að stúdera og safna í sarpinn óperuhlutverkum undanfarið með Kristjáni Jóhanns- syni. „Ég þarf að vera tilbúinn með eitthvað ef og þegar kallið kemur. Þeir sem eru í þessum bransa segja að maður þurfi að hafa hraðar hendur ef maður er orðinn 32 ára, spýta í lófa og stökkva. Ég er á þeim stað núna að ég er tilbúinn til að sýna hvað í mér býr. Ég finn það innra með mér núna. Ég finn líka fyrir áhuga og velvild í minn garð hér heima, sem skiptir miklu máli. Þau eru ægilega ánægð með mig í mínum gamla skóla, Söngskóla Sig- urðar Demetz , og þar er frábær andi,“ segir Gunnar sem hefur verið að vinna í múrverki meðfram söngnum og segir það tvennt fara vel saman. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stórtenór Gunnar Björn kíkir fram af svölum á heimli sínu þar sem hann er í sóttkví eftir vel lukkaða söngferð til Salzburg. Þar stóð hann uppi sem sigurvegari í söngkeppni meðal 300 söngvara sem sóttu um að taka þátt í henni. Að reisa brjóstkass- ann og láta vaða  Tenórinn Gunnar Björn Jónsson sigraði í söngkeppni í Salzburg  Núna er ég tilbúinn til að sýna hvað í mér býr Breytingar verða gerðar á Óskars- verðlaununum fyrir bestu kvik- myndina frá og með árinu 2024 og er tilgangurinn að auka fjölbreytni og jafnrétti hvað tilnefningar varð- ar. Á það við um kyn leikstjóra, kyn- hneigð, kynþátt og fötlun. Verður þá litið til tökuliðs kvikmynda, persóna kvikmynda og tækifærum sem veitt eru þeim sem koma að gerða mynd- anna. Munu kvikmyndir þá þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði bandarísku kvikmyndaakademíunnar sem kýs um hvaða kvikmyndir eiga skilið að vera tilnefndar. Frá þessu er greint í enska dagblaðinu The Guardian. Sem dæmi um skilyrði er nefnt að í það minnsta ein persóna kvik- myndar, aðal- eða mikilvæg auka- persóna, verði að vera af kynþætti eða uppruna sem ekki hefur verið nægilega vel sinnt í kvikmyndum. Óskar Verðlaunastyttan víðfræga, tákn- mynd hinna bandarísku Óskarsverðlauna. Aukin fjölbreytni Óskarsverðlauna Tónleikunum með söngv- aranum Andrea Bocelli, sem halda átti 3. október, hefur verið frestað og verða þeir haldn- ir 10. apríl 2021 í Kórnum. Ástæð- an er útbreiðsla Covid-19 og afleiðingar hennar. Allir seldir miðar gilda áfram en ef nýja dagsetningin hentar ekki eiga miðahafar rétt á fullri endur- greiðslu. Til að fá endurgreitt þarf að senda tölvupóst á info@tix.is fyrir 23. september. Tónleikum Bocellis frestað til 10. apríl Andrea Bocelli Handritshöfund- urinn og leik- skáldið Ronald Harwood, sem hlaut m.a. Óskarsverðlaun- in fyrir handrit kvikmyndarinn- ar The Pianist árið 2003, er lát- inn, 85 ára að aldri. Hann skrifaði líka handrit The Diving Bell and the Butterfly, nokkrar bækur og af leikritum hans má nefna Quartet og The Dresser en það síðarnefnda var hans þekktasta leikrit og var sam- nefnd kvikmynd gerð eftir því. Ronald Harwood látinn, 85 ára Ronald Harwood Sýrlenskir kvikmyndatökumenn saka landa sinn, kvikmyndaleik- stjórann Feras Fayyad, um ósann- sögli. Þessu greinir danska dag- blaðið Berlingske frá. Þar kemur fram að Fayyad hafi ítrekað í við- tölum við fjölmiðla lýst því hversu erfitt hafi verið fyrir sig og hættu- legt að taka upp heimildarmyndina Last Men in Aleppo í Sýrlandi, en myndin var tilnefnd til Óskars- verðlauna 2018. „Feras hefur í við- tölum sagt að líf hann hafi verið í hættu meðan á tökum stóð. Það vor- um við sem vorum við það að deyja,“ segir Hassan Kattan sem vann með tökumönnum myndarinnar, sem segja að Fayyad hafi ekki verið á staðnum meðan á tökum stóð. Kvik- myndatökumenn- irnir segjast enn ekki hafa fengið greitt fyrir vinnu sína, en fyrir- tækið sem fram- leiddi myndina mun vera gjaldþrota. Hvorki Fay- yad né lögmaður hans vildu tjá sig við Berlingske þegar eftir því var leitað. Sigrid Dyekjær, núverandi framleiðandi Fayyad, segir ásak- anirnar tilraun til mannorðsmorðs. Feras Fayyad sakaður um ósannsögli Feras Fayyad Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Skapið varð jafnara og hitakófi „Ég er svo ánægðmeð Femarelle a mínar vinkonur og ég veit að nokk Femarelle hefur hjálpaðmér alveg líðanminni“. Valgerður Kummer Erlingsdóttir Femarelle vörurnar eru náttúruleg lausn fyrir konur sem finna fyrir einkennum vegna hormónabreytinga Háþróuð vara semmiðar á tauga- og innkirtlakerfið – hefur jákvæð áhrif á lund og dregur úr þreytu. Recharge Margar konur hafa upplifað eftirfarandi eftir að þær byrjuðu á FEMARELLE RECHARGE 50+ ■ Slær hratt á einkenni (hitakóf og nætursviti minnka) ■ Stuðlar að reglulegum svefni ■ Eykur orku ■ Eykur kynhvöt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.