Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Baby er sko engin hornkerling!
Ást Swayze og Grey í kvikmyndinni Í djörfum dansi. Swayze er látinn en Grey mun snúa aftur í hlutverki Baby.
bragðmiklum dönsum. Sæbjörn tel-
ur Swayze að vísu of frummanns-
legan og sé það rétt hljóta slíkir
menn að höfða til kvenna, fyrr og nú.
Prýðisafþreying að mati gagnrýn-
andans góða sem gaf þrjár stjörnur
af fimm mögulegum. Líkt og fleiri
hefur hann varla grunað hversu mik-
il sprengja þarna var á ferðinni,
hversu ógnarmiklar vinsældir mynd-
arinnar ættu eftir að verða.
Nauðsynlegt uppeldi
En hvers vegna er ég að rifja
þessa ræmu upp hér í Morgunblað-
inu? Jú, það á að gera framhalds-
mynd, sem fyrr segir, og því ákvað
ég að láta undan þrýstingi frá eigin-
konu minni elskulegri og horfa á
myndina á kósíkvöldi fjölskyldunnar.
Hafði ég mótmælt því vikum saman,
líkt og synir okkar tveir, níu og
þrettán ára. Sá yngri mótmælti
reyndar bara af því sá eldri gerði
það, vissi ekkert hverju hann var að
mótmæla. Strax á fyrstu mínútum
fór unglingurinn að kveinka sér og
eftir því sem leið á myndina sökk
hann neðar og neðar í sófann. Teppið
var komið yfir haus og yfirlýsingar
heyrðust um að þetta væri mögulega
versta mynd sem hann hefði séð.
Létu foreldrarnir þetta sem vind um
eyru þjóta, klára skyldi myndina og
hananú! Einhvers konar listauppeldi
þar á ferð þótt ekki væri verið að
troða í börnin Ben Húr eða einhverju
þaðan af langdregnara. Stundum
þarf að horfa á kvikmyndir sem mað-
ur vill ekki horfa á, þannig er það nú
bara, börnin góð.
Forboðin ást
Í djörfum dansi er auðvitað barn
síns tíma. Baby er ung og saklaus en
Johnny á fertugsaldri og hefur
greinilega marga fjöruna sopið.
Dansinn djarfi sem þjónustufólkið
stígur er líkari forleik en dansi og
mögulega hefði skak Johnnys verið
illa séð í dag, hver veit? Johnny
skakar sér utan í nokkra sveitta
dansara á dansgólfinu áður en hann
er kynntur fyrir Baby. Hann virðir
hana vart viðlits og talar niður til
hennar. Hún veit ekkert í sinn haus,
er bara læknisdóttir í sumarfríi sem
þekkir ekki harða lífsbaráttu dans-
kennara á sumarleyfisstað. Þegar
vinkona hans, einnig danskennari,
þarf að fara í fóstureyðingu hleypur
Baby í skarðið. Þau Johnny áttu að
sýna dansatriði á öðru hóteli sem
enginn má vita af. Vandinn er að
enginn má heldur frétta af þessum
dansæfingum Johnnys og Baby því
gestir mega ekki vingast við þjón-
ustufólkið og hvað þá stunda með
þeim ástarleiki.
Hinn hinsti dans
Já, danskennslan þróast út í ástar-
samband en enginn má vita af ástum
þeirra Rómeós og Júlíu, nei ég meina
Johnnys og Baby. Þegar faðir Baby
kemst að hinu sanna bannar hann
henni auðvitað að hitta Johnny.
Hann heldur líka að Johnny hafi
barnað danskennarann sem fór í
fóstureyðingu. Enginn leiðréttir
þann misskilning og Johnny er á
endanum þjófkenndur og sagt upp
störfum. En hann mun ekki yfirgefa
þessa fjölskylduparadís fyrr en hann
hefur stigið hinn hinsta dans eins og
hann gerir alltaf að loknu sumarleyfi.
Sinn hinsta dans með Baby.
Johnny arkar inn í veislusalinn og
sér hvar Baby situr með fjölskyldu
sinni við borð þar inni. Hún er úti í
horni og það fýkur í Johnny. „Eng-
inn lætur Baby sitja úti í horni!“
þrumar Johnny, greinilega vel lesinn
í Íslendingasögunum. Baby er sko
engin hornkerling! Stíga þau dans
sem er engum öðrum líkur og endar
ævintýrið farsællega því faðir Baby
kemst að því að Johnny barnaði ekki
danskennarann og virðist hinn
vænsti piltur, þrátt fyrir allt leðrið
og rokkhárið. Köttur úti í mýri.
Góð skemmtun
Og nú er komið að því að ég éti
hatt minn.
Eftir ítrekaðar yfirlýsingar um
hversu ömurleg þessi kvikmynd væri
skemmti ég mér bara ágætlega yfir
henni á kósíkvöldinu. Kannski er það
merki um aukinn þroska eftir því
sem aldurinn færist yfir, hver veit?
Það er auðvelt að öfunda Swayze af
hans mikla kynþokka og fagra lima-
burði en nær að minnast leikarans
góðhjartaða sem féll frá af völdum
krabbameins árið 2009, aðeins 57 ára
að aldri. Næst eru það Point Break,
Ghost og Road House. Hvernig
skyldu þær hafa elst?
»Einhvers konar listauppeldi þar
á ferð þótt ekki væri
verið að troða í börnin
Ben Húr eða einhverju
þaðan af langdregnara.
AF DJÖRFUM DANSI
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Þær fréttir bárust fyrr í sumarað til stæði að gera framhaldhinnar gríðarvinsælu dans-
og ástarmyndar Dirty Dancing eða Í
djörfum dansi eins og hún hét þegar
hún var sýnd hér í bíó árið 1987.
Sannkölluð gullhæna sú ræma sem
enn verpir gulleggjum, kostaði fimm
milljónir dollara að framleiða og skil-
aði 213 milljónum í miðasölu. Algjör
hittari, eins og sagt er, og költmynd.
Misheppnaðar tilraunir hafa verið
gerðar til að endurskapa þá töfra
sem Patrick heitinn Swayze og
Jennifer Grey kölluðu fram í hlut-
verkum Johnnys Castles og Frances
„Baby“ Houseman í dansinum
djarfa. Grey mun snúa aftur í hlut-
verki Baby en það er bara einn
Swayze og erfitt að feta í hans dans-
spor.
Swayze varð samstundis kyntákn
eftir frumsýningu myndarinnar og
þær miðaldra konur í dag sem tán-
ingar voru þegar myndin var sýnd
hér á sínum tíma, heillast enn af
þokkafullum hreyfingum hans og
dreymir um að vera í sporum Baby,
saklausu stúlkunnar sem hittir fyrir
lífsreynda leðurjakkatöffarann og
danskennarann sem kann ekki bara
að dansa heldur líka að elska, svo vís-
að sé í bráðskemmtilegan kvik-
myndadóm Sæbjörns heitins Valdi-
marssonar frá árinu 1987. Minntist
hann sumarsins 1963 og sagði það
vekja hjá sér ljúfar endurminningar
en sögusvið myndarinnar eru Banda-
ríkin um það leyti, þegar rokk og ról
var í algleymingi, koppafeiti í hári og
„bílar voru bílar“, eins og Sæbjörn
orðar það svo vel, átta strokkar og
tvö tonn af stáli. Fjölskylda nokkur
heldur í sumarfrí á fjallahótel þar
sem hægt er að spila golf, fara í leiki
og læra að dansa, svo fátt eitt sé
nefnt. Johnny, leikinn af Swayze, er
„glæstur foli“, eins og Sæbjörn lýsir
honum, og kennir Baby bæði að
elska og dansa.
Sæbjörn segir myndina yfirborðs-
kennda, sem hún vissulega er, en
knúna áfram af kraftmikilli tónlist og
Sjónvarpsþáttaröðin Jarðarförin
mín hefur verið valin í lokakeppni
Berlin TV Series Festival sem fram
fer í Berlín í Þýskalandi 23.-27.
september og verður nú haldin í
fjórða sinn. Er hátíðinni ætlað að
lyfta sjónvarpsmenningunni með
því að vekja athygli á því sem hæst
ber í gerð leikins efnis, að því er
fram kemur í tilkynningu en hátíð-
in fer fram á netinu út af Covid-19-
faraldrinum.
Þáttaröðin mun keppa við seríur
á borð við Unorthodox, Perfect
Crime og Freud sem og þáttaraðir
frá Ástralíu, Argentínu, Mexíkó og
Austurríki. Fyrirtækið Glassriver
framleiddi Jarðarförina mína og
segir í tilkynningu að það eigi nú í
samstarfi við bandaríska fyrirtækið
Dynamic Television um alþjóðlega
dreifingu á þáttaröðinni.
Í þáttunum segir af eldri manni,
sem leikinn er af Ladda, sem fær
þær fréttir að hann sé með ólækn-
andi krabbamein og ákveður að
skipuleggja eigin jarðarför og
halda hana áður en hann deyr.
Leggst það illa í hans nánustu.
Jarðarför Laddi í Jarðarförinni minni.
Jarðarförin mín
í keppni í Berlín
Bandaríska leikkonan og leikstjórinn Regina King
braut blað í sögu kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum
nú í byrjun vikunnar því hún er fyrsta þeldökka,
bandaríska konan sem leikstýrir kvikmynd sem
frumsýnd er á hátíðinni í 88 ára sögu hennar. Þetta
kemur fram í frétt á vef The Guardian.
Kvikmynd King nefnist One Night in Miami og er
handritið skrifað eftir bók Kemps Powers um fund
Cassiusar Clays, sem síðar tók sér nafnið Múhameð
Ali, Malcolms X, Jims Browns og Sams Cookes. Fund-
urinn átti sér stað eftir að Clay sigraði Sonny Liston í
hnefaleikakeppni árið 1964.
King brýtur blað í sögu Feneyjahátíðar
Regina King
Evrópufrumsýning verður á kvik-
myndinni Á milli himins og jarðar
eða Between Heaven and Earth á
ensku, á Alþjóðlegri kvikmynda-
hátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst
24. september. Myndin er tilnefnd
til Evrópsku kvikmyndaverð-
launanna 2020 sem íslensk mynd
en hún var framleidd í samstarfi
hins íslenska framleiðslufyrirtækis
Oktober Productions og palest-
ínska framleiðslufyrirtækisins
Ustura Films, skv. tilkynningu frá
RIFF. Myndin var unnin í sam-
starfi tökuliðs frá Íslandi, Palest-
ínu og Lúxemborg og fóru tökur
fram á Vesturbakkanum, í Ísrael
og á hernámssvæðunum í Palest-
ínu.
„Við höfum unnið í áratug með
palestínsku kvikmyndagerðarkon-
unnni Najwa Najjar og er þetta
þriðja kvikmyndin sem við fram-
leiðum í samstarfi við hana. Mynd-
ir hennar fjalla oftast um venjulegt
fólk í óvenjulegu ástandi. Undir-
aldan er sterk og undir niðri
krauma sterkar tilfinningar sem
eru þó ekki látnar ráða för eða
neinu ýtt að áhorfandum um of,“ er
haft eftir Fahad Fali Jabali, kvik-
myndaframleiðanda og eiganda
Oktober Productions, en Najjar
hefur hlotið fjölda viðurkenninga
og verðlauna fyrir myndir sínar.
Á milli himins og jarðar er ást-
arsaga um skilnað þar sem áhorf-
andinn fær tækifæri til að fara í
bíltúr um Palestínu og Ísrael, segir
í tilkynningunni. Hjónin í myndinni
gáfu hvort öðru brúðkaupsferð til
Ísraels til að hitta fjölskyldu
mannsins en það hefur tekið fimm
ár að fá ferðaleyfi og nota þau
tækifærið til að skilja. „Ferðalag
hjónanna veitir okkur innsýn í hin-
ar ýmsu hliðar þessa samfélags
sem er rifið og tætt af árþúsunda-
gömlum skærum og stríði,“ segir í
tilkynningunni. Myndin verður
sýnd í Bíó Paradís og á vefnum
riff.is.
Ferðalag Úr kvikmyndinni Á milli
himins og jarðar eftir leikstjórann
Najwa Najjar. Myndin er íslensk-
palestínsk og tilnefnd til Evrópsku
kvikmyndaverðlaunanna í ár.
Íslensk-palestínsk
kvikmynd á RIFF