Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020 Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær hertar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins, en nýjum tilfellum hefur fjölgað ört í Bretlandi síðustu daga. Samkvæmt nýju reglunum mega nú ekki fleiri en sex manns hittast í einu. Þá verður smitrakning skylda á börum og öðrum stöðum þar sem fólk getur hist. Undanþágur verða veittar í viss- um tilfellum, svo sem í brúðkaupum og jarðarförum, og fyrir vinnustaði og fjölmennar fjölskyldur. Johnson sagði einnig á upplýsingafundi stjórnvalda að skimunum á fólki sem kæmi frá hættusvæðum yrði hraðað. Aðgerðirnar koma ekki til af góðu, þar sem daglega greinast um 3.000 ný tilfelli af kórónuveirunni í Bretlandi. Þeir sem nú smitast eru einkum ungt fólk, en sú hefur einn- ig verið raunin í flestum öðrum ríkjum Evrópu sem hafa þurft að glíma við „aðra bylgju“ kórónuveir- unnar. Johnson kynnti einnig „tungl- skots“-áætlun, þar sem skima mætti milljónir manna á hverjum degi fyrir veirunni til að leyfa þeim sem eru ósmitaðir að ferðast án takmarkana. Sagði Johnson að ef þessi aðferð gengi upp gæti það þýtt að sum svið bresks atvinnulífs sem hafa átt erf- itt uppdráttar, líkt og leikhús, gætu farið að nálgast „eðlilegt líf“, jafn- vel fyrir næstu jól. AFP Bretland Boris Johnson kynnti hertar aðgerðir stjórnvalda í gær. Herða mjög á sóttvörnum Breta  Stefna að fjöldaskimunum í lok árs Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þúsundir hælisleitenda í Grikklandi eru nú á vergangi eftir að eldur kviknaði í Moria-flóttamannabúðun- um á eyjunni Lesbos. Eyðilagði hann allar búðirnar, þar sem um 4.000 manns höfðust við, og að auki stórt tjaldsvæði, þar sem áætlað var að um 8.000 manns til viðbótar hefðu búið sér skjól. Engan sakaði svo vitað sé. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráð- herra Grikklands, sagði í gær að upptök eldsins mætti rekja til „of- beldisfullra viðbragða“ við niður- stöðum kórónuveiruprófa, en eldsins varð vart nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt hafði verið að 35 manns í búðunum hefðu greinst já- kvæðir fyrir kórónuveirunni. Hermdu fyrstu fréttir af vettvangi að hælisleitendur í sóttkví hefðu kveikt eldana vísvitandi. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, sagði að hún væri miður sín yfir tíðindunum og hét því að það væri í forgangi að tryggja öryggi þeirra sem þarna hefðu misst skjól. Þá hefur Evrópusambandið lofað því að borga fyrir flutning 400 ung- menna án foreldra til annarra ríkja. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagðist vilja að hin að- ildarríki ESB íhuguðu hvernig þau gætu aðstoðað. Norsk stjórnvöld hafa þegar heit- ið því að þau muni taka að sér 50 flóttamenn frá Sýrlandi, en óvíst er hvort grísk stjórnvöld muni heimila þeim flóttamönnum sem nú dveljast á Lesbos að yfirgefa eyjuna. Aðstæðurnar þóttu mjög lakar Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir í gær að hún væri að leita að öllum leiðum til þess að koma skjóli yfir flóttamennina, og hvatti stofnunin alla til þess að sýna stillingu, en spenna hefur ríkt á milli flóttamannanna og innfæddra íbúa Lesbos-eyjar undanfarna mán- uði. Flóttamannastofnunin hefur auk nokkurra mannréttindasamtaka löngum gagnrýnt aðbúnað fólksins í Moria-búðunum, sem voru þær stærstu í Grikklandi. Var hreinlæt- isaðstöðu ábótavant auk þess sem búðirnar voru byggðar með 2.800 manna hámarksfjölda í huga. Íbúar Moria-búðanna kölluðu þær „frumskóginn“, en áætlað var að um 20.000 manns hefðu þurft að hafast þar við þegar mest var. Vændi, kyn- ferðisofbeldi, slagsmál og morð voru þar sögð daglegt brauð, og hefur fjöldi fólks þar orðið fyrir hníf- stunguárásum eða öðru ofbeldi. Þúsundir flóttamanna á vergangi eftir eldsvoða  Stærstu flóttamannabúðir Grikkja brunnu til kaldra kola AFP Moria Ung stúlka stendur fyrir framan brunarústir í flóttamannabúðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.