Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 50
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Fallbaráttan í Pepsi Max-deild
kvenna er heldur betur orðin mögn-
uð eftir að tvö neðstu lið deild-
arinnar unnu sína leiki í gærkvöld
og næstu tvö skildu jöfn. Þá var leik-
in níunda umferðin sem frestað var
fyrr í sumar. Segja má að nú séu sjö
lið af tíu komin í fallslaginn.
Einvígi Vals og Breiðabliks um
meistaratitilinn heldur áfram, bæði
lið unnu sína leiki og slitu sig enn
lengra frá öðrum í deildinni.
Valskonur tefldu þó á tæpasta
vað en þær náðu að knýja fram sig-
ur á Selfossi, 2:1, þegar Hlín Eiríks-
dóttir skoraði í þann veginn sem
uppbótartíminn var að hefjast. Hún
skoraði bæði mörkin, bæði eftir
sendingar frá Elínu Mettu Jensen,
og Hlín hefur nú skorað 10 mörk í
deildinni í ár.
„Á svona augnablikum gleymist
alveg að fagna án snertingar,“ skrif-
aði Guðmundur Karl Sigurdórsson
m.a. um sigurmark Hlínar á mbl.is.
Selfoss missti tvær helstu
stjörnur sínar, Dagnýju Brynj-
arsdóttur og Hólmfríði Magn-
úsdóttur, meiddar af velli. Dagný
lék aðeins fyrri hálfleikinn og Hólm-
fríður fór af velli í byrjun þess síðari.
Sandra Sigurðardóttir mark-
vörður Vals lék sinn 300. deildaleik á
ferlinum á Selfossi og er fimmta ís-
lenska knattspyrnukonan sem nær
þeim áfanga. Nánar um það á mbl.is.
Buðu hættunni heim
Breiðablik þurfti líka að hafa tals-
vert fyrir því að vinna Stjörnuna 3:1
á Kópavogsvelli en Sveindís Jane
Jónsdóttir sá til þess að Garðabæj-
arliðið færi tómhent suður yfir Arn-
arnesið.
„Oft er það þannig að takist ógn-
arsterku liði Blika að skora snemma,
þá gengur það á lagið og bætir við.
Sú var ekki raunin þetta kvöldið á
Kópavogsvelli. Heimakonur virtust
slaka á klónni og buðu hættunni
heim,“ skrifaði Kristófer Krist-
jánsson um leikinn á mbl.is.
Sveindís skoraði tvö fyrri mörk
Blika og lagði það þriðja upp fyrir
Rakel Hönnudóttur. Sveindís er nú
búin að skora tíu mörk og tekur enn
meiri ábyrgð í sóknarleiknum en áð-
ur eftir að Berglind Björg Þorvalds-
dóttir hvarf á braut.
Stjörnustúlkan unga Aníta Ýr
Þorvaldsdóttir skoraði þriðja mark-
ið sem Sonný Lára Þráinsdóttir
markvörður Blika fær á sig á tíma-
bilinu en þetta var fjórða mark
Anítu í síðustu fimm leikjum.
KR-ingar með inneign?
KR situr áfram í fallsæti þrátt fyr-
ir 3:0-sigur á ÍBV á Meistaravöllum
en Vesturbæingar eiga enn sóttkvíar-
leikina þrjá til góða á keppinautana.
Eyjakonur gætu verið að dragast
niður í fallbaráttuna á ný eftir þrjú
töp í röð þar sem þær hafa ekki náð
að skora mark.
„Eftir skrautlegt sumar á KR-liðið
væntanlega nokkuð inni en liðið er
með marga reynda og frambærilega
leikmenn í hópnum. Liðið er auk þess
enn með í bikarkeppninni, sem getur
lyft andanum,“ skrifaði Kristján
Jónsson m.a. í grein um leikinn á
mbl.is.
Katrín Ómarsdóttir skoraði sitt
40. mark í efstu deild hérlendis þegar
hún kom KR í 2:0 á 18. mínútu leiks-
ins. Þau eru öll fyrir KR enda hefur
Katrín ekki leikið með öðru íslensku
liði. Nafna hennar Katrín Ásbjörns-
dóttir lék ekki með KR vegna veik-
inda en það kom ekki að sök.
Sigling á Browne og FH
Phoenetia Browne landsliðskona
eyríkisins Saint Kitts og Nevis í Kar-
íbahafinu heldur áfram að setja svip
sinn á lið FH og fallbaráttuna. FH
virtist fast á botninum þegar hún
kom en í gærkvöld vann Hafnarfjarð-
arliðið óvæntan sigur á Fylki, 3:1, og
er komið úr fallsæti í fyrsta skipti.
Þriðji sigurinn í fjórum leikjum og
Browne hefur gert fjögur mörk í
þeim. Hún skoraði fyrsta markið í
gærkvöld og krækti í vítaspyrnu sem
innsiglaði sigurinn en Andrea Mist
Pálsdóttir skoraði úr henni.
„Eftir að FH komst yfir var í raun
aldrei að spyrja að úrslitum leiksins.
Liðið var með fulla stjórn á leiknum
og það er í raun ótrúlegt að fylgjast
með breytingunum sem átt hafa sér
stað í Hafnarfirði með tilkomu
Browne,“ skrifaði Bjarni Helgason
m.a. um leikinn á mbl.is.
Akureyringar í vondri stöðu
Þróttur situr eftir í neðsta sæti og
Þór/KA er komið niður í sjöunda sæti
eftir jafntefli liðanna, 1:1, í Laugar-
dalnum. Akureyrarliðið hefur nú að-
eins fengið tvö stig í síðustu sex leikj-
um sínum og óhætt að segja að staða
þess sé orðin alvarleg.
„Jafnteflið gerði mjög lítið fyrir
bæði lið,“ skrifaði Stefán Stefánsson
m.a. um leikinn á mbl.is.
Þróttur er fyrir neðan KR í fall-
sæti á lakari markatölu en komst yfir
með glæsimarki frá Stephanie Rib-
eiro sem gerði sitt sjöunda mark í
deildinni. Heiða Ragney Viðars-
dóttir jafnaði með aðeins sínu öðru
marki á ferlinum í efstu deild og þar
við sat.
Fallbaráttan er ótrúleg
Morgunblaðið/Eggert
Vesturbærinn Ingunn Haraldsdóttir fyrirliði KR-inga í baráttu við
leikmann ÍBV í 3:0-sigrinum á Meistaravöllum í gær.
Sjö liða fallbarátta? FH úr fallsæti í fyrsta skipti Akureyringar komnir í
slæma stöðu Hlín bjargvættur Vals á Selfossi Sveindís sá um Stjörnuna
Morgunblaðið/Eggert
Marksækin Sveindís Jane Jónsdóttir sækir að marki Stjörnunnar í leiknum
í gærkvöld. Hún skoraði tvö marka Breiðabliks og lagði það þriðja upp.
50 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020
Pepsi Max-deild kvenna
KR – ÍBV................................................... 3:0
Selfoss – Valur .......................................... 1:2
FH – Fylkir............................................... 3:1
Þróttur R. – Þór/KA................................. 1:1
Breiðablik – Stjarnan............................... 3:1
Staðan:
Valur 13 11 1 1 33:10 34
Breiðablik 12 11 0 1 50:3 33
Fylkir 12 5 4 3 19:19 19
Selfoss 12 5 1 6 16:15 16
ÍBV 13 5 1 7 13:26 16
Stjarnan 13 4 2 7 22:30 14
Þór/KA 13 3 3 7 17:29 12
FH 13 4 0 9 13:30 12
Þróttur R. 13 2 5 6 18:31 11
KR 10 3 1 6 14:22 10
2. deild karla
KF – Kórdrengir ...................................... 0:1
Dalvík/Reynir – Völsungur ..................... 3:3
ÍR – Þróttur V .......................................... 1:3
Víðir – Selfoss ........................................... 1:4
Njarðvík – Fjarðabyggð .......................... 2:1
Leik Kára og Hauka var ekki lokið þegar
blaðið fór í prentun og hann vantar í stöð-
una hér fyrir neðan.
Staðan:
Kórdrengir 15 10 4 1 29:10 34
Selfoss 15 11 1 3 26:14 34
Njarðvík 15 9 3 3 29:19 30
Þróttur V. 15 8 4 3 26:16 28
Haukar 14 8 0 6 27:20 24
KF 15 7 1 7 27:28 22
Fjarðabyggð 15 6 3 6 23:20 21
Kári 14 5 4 5 22:18 19
ÍR 15 4 1 10 24:30 13
Víðir 16 4 1 11 19:41 13
Dalvík/Reynir 15 2 4 9 20:34 10
Völsungur 16 2 2 12 20:42 8
Evrópudeildin
Undankeppnin, 1. umferð:
Maccabi Haifa – Zeljeznicar Sarajevo ... 3:1
Maccabi Haifa mætir Kairat Almaty frá
Kasakstan í 2. umferð.
Spánn
Anaitasuna – Barcelona ..................... 18:31
Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir
Barcelona í fyrstu umferð deildarinnar.
Danmörk
Bjerringbro/Silkeborg – GOG .......... 31:36
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 8 skot í
marki GOG, þar af eitt vítakasts.
Tvis Holstebro – Mors......................... 35:24
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk
fyrir Tvis Holstebro.
Ungverjaland
Csurgoi – Pick Szeged........................ 28:32
Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki
með Pick Szeged vegna meiðsla.
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, undanúrslit:
Milwaukee – Miami ............................ 94:103
Miami sigraði 4:1 og mætir Boston eða
Toronto í úrslitum.
Vesturdeild, undanúrslit:
Houston – LA Lakers ...................... 102:112
Staðan er 2:1 fyrir Lakers.
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar karla, 8-liða úrslit:
Kaplakriki: FH – Stjarnan .................. 16.30
Origo-völlur: Valur – HK..................... 19.15
Kópavogsvöllur: Breiðablik – KR....... 19.15
2. deild kvenna:
Framvöllur: Fram – Hamar ................ 19.15
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Austurberg: ÍR – ÍBV............................... 18
Varmá: Afturelding – Þór.................... 19.30
Hertz-höllin: Grótta – Haukar ............ 19.30
Í KVÖLD!
BREIÐABLIK – STJARNAN 3:1
1:0 Sveindís Jane Jónsdóttir 16.
1:1 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir 40.
2:1 Sveindís Jane Jónsdóttir 64.
3:1 Rakel Hönnudóttir 83.
MM
Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðabliki)
M
Andrea Rán Hauksdóttir (Breiðabliki)
Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki)
Kristín Dís Árnadóttir (Breiðabliki)
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjörnunni)
Betsy Hassett (Stjörnunni)
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjörnunni)
Dómari: Bríet Bragadóttir – 7.
Áhorfendur: 224.
SELFOSS – VALUR 1:2
0:1 Hlín Eiríksdóttir 12.
1:1 Tiffany McCarty 73.
1:2 Hlín Eiríksdóttir 90.
MM
Hlín Eiríksdóttir (Val)
M
Karitas Tómasdóttir (Selfossi)
Magdalena Reimus (Selfossi)
Áslaug Dóra Sigurbjörnsd. (Selfossi)
Anna Björk Kristjánsdóttir (Selfossi)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Val)
Elín Metta Jensen (Val)
Málfríður Anna Eiríksdóttir (Val)
Elísa Viðarsdóttir (Val)
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson – 6.
Áhorfendur: 122.
ÞRÓTTUR R. – ÞÓR/KA 1:1
1:0 Stephanie Ribeiro 44.
1:1 Heiða Ragney Viðarsdóttir 46.
M
Jelena Tinna Kujundzic (Þrótti)
Mary Alice Vignola (Þrótti)
Morgan Goff (Þrótti)
Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þrótti)
Stephanie Ribeiro (Þrótti)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)
Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA)
Berglind Baldursdóttir (Þór/KA)
Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Dómari: Guðmundur P. Friðbertss. – 8.
Áhorfendur: 123.
FH – FYLKIR 3:1
1:0 Phoenetia Browne 26.
2:0 Helena Ósk Hálfdánardóttir 30.
2:1 Bryndís Arna Níelsdóttir 66.
3:1 Andrea Mist Pálsdóttir 72.(v).
MM
Phoenetia Browne (FH)
Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylki)
M
Rannveig Bjarnadóttir (FH)
Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)
Maddy Gonzalez (FH)
Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
Taylor Sekyra (FH)
Andrea Mist Pálsdóttir (FH)
Dómari: Steinar Berg Sævarsson – 6.
Áhorfendur: 143.
KR – ÍBV 3:0
1:0 Sjálfsmark 6.
2:0 Katrín Ómarsdóttir 18.
3:0 Alma Mathiesen 86.
MM
Katrín Ómarsdóttir (KR)
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (KR)
M
Ingibjörg Valgeirsdóttir (KR)
Ingunn Haraldsdóttir (KR)
Lára Kristín Pedersen (KR)
Kristín Erna Sigurlásdóttir (KR)
Fatma Kara (ÍBV)
Olga Sevcova (ÍBV)
Dómari: Eiður Ottó Bjarnason – 8.
Áhorfendur: Um 70.
Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar – mbl.is/sport/fotbolti.