Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 50
FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fallbaráttan í Pepsi Max-deild kvenna er heldur betur orðin mögn- uð eftir að tvö neðstu lið deild- arinnar unnu sína leiki í gærkvöld og næstu tvö skildu jöfn. Þá var leik- in níunda umferðin sem frestað var fyrr í sumar. Segja má að nú séu sjö lið af tíu komin í fallslaginn. Einvígi Vals og Breiðabliks um meistaratitilinn heldur áfram, bæði lið unnu sína leiki og slitu sig enn lengra frá öðrum í deildinni. Valskonur tefldu þó á tæpasta vað en þær náðu að knýja fram sig- ur á Selfossi, 2:1, þegar Hlín Eiríks- dóttir skoraði í þann veginn sem uppbótartíminn var að hefjast. Hún skoraði bæði mörkin, bæði eftir sendingar frá Elínu Mettu Jensen, og Hlín hefur nú skorað 10 mörk í deildinni í ár. „Á svona augnablikum gleymist alveg að fagna án snertingar,“ skrif- aði Guðmundur Karl Sigurdórsson m.a. um sigurmark Hlínar á mbl.is.  Selfoss missti tvær helstu stjörnur sínar, Dagnýju Brynj- arsdóttur og Hólmfríði Magn- úsdóttur, meiddar af velli. Dagný lék aðeins fyrri hálfleikinn og Hólm- fríður fór af velli í byrjun þess síðari.  Sandra Sigurðardóttir mark- vörður Vals lék sinn 300. deildaleik á ferlinum á Selfossi og er fimmta ís- lenska knattspyrnukonan sem nær þeim áfanga. Nánar um það á mbl.is. Buðu hættunni heim Breiðablik þurfti líka að hafa tals- vert fyrir því að vinna Stjörnuna 3:1 á Kópavogsvelli en Sveindís Jane Jónsdóttir sá til þess að Garðabæj- arliðið færi tómhent suður yfir Arn- arnesið. „Oft er það þannig að takist ógn- arsterku liði Blika að skora snemma, þá gengur það á lagið og bætir við. Sú var ekki raunin þetta kvöldið á Kópavogsvelli. Heimakonur virtust slaka á klónni og buðu hættunni heim,“ skrifaði Kristófer Krist- jánsson um leikinn á mbl.is. Sveindís skoraði tvö fyrri mörk Blika og lagði það þriðja upp fyrir Rakel Hönnudóttur. Sveindís er nú búin að skora tíu mörk og tekur enn meiri ábyrgð í sóknarleiknum en áð- ur eftir að Berglind Björg Þorvalds- dóttir hvarf á braut.  Stjörnustúlkan unga Aníta Ýr Þorvaldsdóttir skoraði þriðja mark- ið sem Sonný Lára Þráinsdóttir markvörður Blika fær á sig á tíma- bilinu en þetta var fjórða mark Anítu í síðustu fimm leikjum. KR-ingar með inneign? KR situr áfram í fallsæti þrátt fyr- ir 3:0-sigur á ÍBV á Meistaravöllum en Vesturbæingar eiga enn sóttkvíar- leikina þrjá til góða á keppinautana. Eyjakonur gætu verið að dragast niður í fallbaráttuna á ný eftir þrjú töp í röð þar sem þær hafa ekki náð að skora mark. „Eftir skrautlegt sumar á KR-liðið væntanlega nokkuð inni en liðið er með marga reynda og frambærilega leikmenn í hópnum. Liðið er auk þess enn með í bikarkeppninni, sem getur lyft andanum,“ skrifaði Kristján Jónsson m.a. í grein um leikinn á mbl.is.  Katrín Ómarsdóttir skoraði sitt 40. mark í efstu deild hérlendis þegar hún kom KR í 2:0 á 18. mínútu leiks- ins. Þau eru öll fyrir KR enda hefur Katrín ekki leikið með öðru íslensku liði. Nafna hennar Katrín Ásbjörns- dóttir lék ekki með KR vegna veik- inda en það kom ekki að sök. Sigling á Browne og FH Phoenetia Browne landsliðskona eyríkisins Saint Kitts og Nevis í Kar- íbahafinu heldur áfram að setja svip sinn á lið FH og fallbaráttuna. FH virtist fast á botninum þegar hún kom en í gærkvöld vann Hafnarfjarð- arliðið óvæntan sigur á Fylki, 3:1, og er komið úr fallsæti í fyrsta skipti. Þriðji sigurinn í fjórum leikjum og Browne hefur gert fjögur mörk í þeim. Hún skoraði fyrsta markið í gærkvöld og krækti í vítaspyrnu sem innsiglaði sigurinn en Andrea Mist Pálsdóttir skoraði úr henni. „Eftir að FH komst yfir var í raun aldrei að spyrja að úrslitum leiksins. Liðið var með fulla stjórn á leiknum og það er í raun ótrúlegt að fylgjast með breytingunum sem átt hafa sér stað í Hafnarfirði með tilkomu Browne,“ skrifaði Bjarni Helgason m.a. um leikinn á mbl.is. Akureyringar í vondri stöðu Þróttur situr eftir í neðsta sæti og Þór/KA er komið niður í sjöunda sæti eftir jafntefli liðanna, 1:1, í Laugar- dalnum. Akureyrarliðið hefur nú að- eins fengið tvö stig í síðustu sex leikj- um sínum og óhætt að segja að staða þess sé orðin alvarleg. „Jafnteflið gerði mjög lítið fyrir bæði lið,“ skrifaði Stefán Stefánsson m.a. um leikinn á mbl.is. Þróttur er fyrir neðan KR í fall- sæti á lakari markatölu en komst yfir með glæsimarki frá Stephanie Rib- eiro sem gerði sitt sjöunda mark í deildinni. Heiða Ragney Viðars- dóttir jafnaði með aðeins sínu öðru marki á ferlinum í efstu deild og þar við sat. Fallbaráttan er ótrúleg Morgunblaðið/Eggert Vesturbærinn Ingunn Haraldsdóttir fyrirliði KR-inga í baráttu við leikmann ÍBV í 3:0-sigrinum á Meistaravöllum í gær.  Sjö liða fallbarátta?  FH úr fallsæti í fyrsta skipti  Akureyringar komnir í slæma stöðu  Hlín bjargvættur Vals á Selfossi  Sveindís sá um Stjörnuna Morgunblaðið/Eggert Marksækin Sveindís Jane Jónsdóttir sækir að marki Stjörnunnar í leiknum í gærkvöld. Hún skoraði tvö marka Breiðabliks og lagði það þriðja upp. 50 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020 Pepsi Max-deild kvenna KR – ÍBV................................................... 3:0 Selfoss – Valur .......................................... 1:2 FH – Fylkir............................................... 3:1 Þróttur R. – Þór/KA................................. 1:1 Breiðablik – Stjarnan............................... 3:1 Staðan: Valur 13 11 1 1 33:10 34 Breiðablik 12 11 0 1 50:3 33 Fylkir 12 5 4 3 19:19 19 Selfoss 12 5 1 6 16:15 16 ÍBV 13 5 1 7 13:26 16 Stjarnan 13 4 2 7 22:30 14 Þór/KA 13 3 3 7 17:29 12 FH 13 4 0 9 13:30 12 Þróttur R. 13 2 5 6 18:31 11 KR 10 3 1 6 14:22 10 2. deild karla KF – Kórdrengir ...................................... 0:1 Dalvík/Reynir – Völsungur ..................... 3:3 ÍR – Þróttur V .......................................... 1:3 Víðir – Selfoss ........................................... 1:4 Njarðvík – Fjarðabyggð .......................... 2:1 Leik Kára og Hauka var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun og hann vantar í stöð- una hér fyrir neðan. Staðan: Kórdrengir 15 10 4 1 29:10 34 Selfoss 15 11 1 3 26:14 34 Njarðvík 15 9 3 3 29:19 30 Þróttur V. 15 8 4 3 26:16 28 Haukar 14 8 0 6 27:20 24 KF 15 7 1 7 27:28 22 Fjarðabyggð 15 6 3 6 23:20 21 Kári 14 5 4 5 22:18 19 ÍR 15 4 1 10 24:30 13 Víðir 16 4 1 11 19:41 13 Dalvík/Reynir 15 2 4 9 20:34 10 Völsungur 16 2 2 12 20:42 8 Evrópudeildin Undankeppnin, 1. umferð: Maccabi Haifa – Zeljeznicar Sarajevo ... 3:1  Maccabi Haifa mætir Kairat Almaty frá Kasakstan í 2. umferð.  Spánn Anaitasuna – Barcelona ..................... 18:31  Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Barcelona í fyrstu umferð deildarinnar. Danmörk Bjerringbro/Silkeborg – GOG .......... 31:36 Viktor Gísli Hallgrímsson varði 8 skot í marki GOG, þar af eitt vítakasts. Tvis Holstebro – Mors......................... 35:24  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk fyrir Tvis Holstebro. Ungverjaland Csurgoi – Pick Szeged........................ 28:32  Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með Pick Szeged vegna meiðsla.   Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Milwaukee – Miami ............................ 94:103  Miami sigraði 4:1 og mætir Boston eða Toronto í úrslitum. Vesturdeild, undanúrslit: Houston – LA Lakers ...................... 102:112  Staðan er 2:1 fyrir Lakers.   KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 8-liða úrslit: Kaplakriki: FH – Stjarnan .................. 16.30 Origo-völlur: Valur – HK..................... 19.15 Kópavogsvöllur: Breiðablik – KR....... 19.15 2. deild kvenna: Framvöllur: Fram – Hamar ................ 19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Austurberg: ÍR – ÍBV............................... 18 Varmá: Afturelding – Þór.................... 19.30 Hertz-höllin: Grótta – Haukar ............ 19.30 Í KVÖLD! BREIÐABLIK – STJARNAN 3:1 1:0 Sveindís Jane Jónsdóttir 16. 1:1 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir 40. 2:1 Sveindís Jane Jónsdóttir 64. 3:1 Rakel Hönnudóttir 83. MM Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðabliki) M Andrea Rán Hauksdóttir (Breiðabliki) Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki) Kristín Dís Árnadóttir (Breiðabliki) Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjörnunni) Betsy Hassett (Stjörnunni) Jasmín Erla Ingadóttir (Stjörnunni) Dómari: Bríet Bragadóttir – 7. Áhorfendur: 224. SELFOSS – VALUR 1:2 0:1 Hlín Eiríksdóttir 12. 1:1 Tiffany McCarty 73. 1:2 Hlín Eiríksdóttir 90. MM Hlín Eiríksdóttir (Val) M Karitas Tómasdóttir (Selfossi) Magdalena Reimus (Selfossi) Áslaug Dóra Sigurbjörnsd. (Selfossi) Anna Björk Kristjánsdóttir (Selfossi) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Val) Elín Metta Jensen (Val) Málfríður Anna Eiríksdóttir (Val) Elísa Viðarsdóttir (Val) Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson – 6. Áhorfendur: 122. ÞRÓTTUR R. – ÞÓR/KA 1:1 1:0 Stephanie Ribeiro 44. 1:1 Heiða Ragney Viðarsdóttir 46. M Jelena Tinna Kujundzic (Þrótti) Mary Alice Vignola (Þrótti) Morgan Goff (Þrótti) Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þrótti) Stephanie Ribeiro (Þrótti) Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA) Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA) Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA) Berglind Baldursdóttir (Þór/KA) Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) Dómari: Guðmundur P. Friðbertss. – 8. Áhorfendur: 123. FH – FYLKIR 3:1 1:0 Phoenetia Browne 26. 2:0 Helena Ósk Hálfdánardóttir 30. 2:1 Bryndís Arna Níelsdóttir 66. 3:1 Andrea Mist Pálsdóttir 72.(v). MM Phoenetia Browne (FH) Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylki) M Rannveig Bjarnadóttir (FH) Valgerður Ósk Valsdóttir (FH) Maddy Gonzalez (FH) Eva Núra Abrahamsdóttir (FH) Taylor Sekyra (FH) Andrea Mist Pálsdóttir (FH) Dómari: Steinar Berg Sævarsson – 6. Áhorfendur: 143. KR – ÍBV 3:0 1:0 Sjálfsmark 6. 2:0 Katrín Ómarsdóttir 18. 3:0 Alma Mathiesen 86. MM Katrín Ómarsdóttir (KR) Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (KR) M Ingibjörg Valgeirsdóttir (KR) Ingunn Haraldsdóttir (KR) Lára Kristín Pedersen (KR) Kristín Erna Sigurlásdóttir (KR) Fatma Kara (ÍBV) Olga Sevcova (ÍBV) Dómari: Eiður Ottó Bjarnason – 8. Áhorfendur: Um 70.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar – mbl.is/sport/fotbolti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.