Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020 Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 ✝ Magnús ReynirJónsson fæddist í Ames í Iowa BNA 22. október 1956. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 28. ágúst 2020. Foreldrar hans voru Jón Reynir Magnússon, for- stjóri SR, f. 19. júní 1931, d. 25. janúar 2020, og Guðrún Sigríður Björns- dóttir húsmóðir, f. 30. júlí 1930, d. 24. janúar 2009. Systur Magnúsar Reynis eru Birna Gerður, f. 16. október 1958, maki Guðlaugur Gíslason, f. 11. febrúar 1956, og Sigrún Dóra, f. 22. júlí 1966, maki Jóhann Gunnar Stefánsson, f. 21. apríl 1964. Eiginkona Magnúsar Reynis er Bjarnveig Sigríður Guðjónsdóttir, f. 25. nóvember 1966. Foreldrar hennar eru Sigurlaug Una Björnsdóttir, f. 25. febrúar 1943, og Guðjón Bjarnason, f. 15. októ- ber 1944, d. 18. júlí 2006. Börn Magnúsar Reynis og Bjarnveigar eru: Vala Rún, f. 27. nóvember 1996, maki Hrafnkell Ásgeirsson, f. 6. maí 1993, og Dav- arblaðið og síðan Alþýðublaðið og Pressuna. Hann tók að sér verkefni í kvikmyndabransanum við myndatökur og leik- myndagerð og greip í ýmiss kon- ar smíðavinnu. Fyrir tíma netsins og meðan enn var tekið á filmur var hann hirðljósmyndari Ikea hér heima, tók lengi myndir fyrir Húsfreyjuna og Uppeldi og fram- kallaði filmur og ljósmyndir fyrir Hafró. Í gegnum árin vann hann mikið með og fyrir myndlist- armenn, mest með þeim Birgi Andréssyni heitnum og Birni Roth í tengslum við Dieter Roth estate. Magnús Reynir bjó lengi á Ljósvallagötu 32 en flutti þaðan með fjölskylduna í Víðihlíð 12 ár- ið 1997. Árið 2005 keyptu þau hjónin gamla hlöðu á Hellnum á Snæfellsnesi, gerðu hana upp og innréttuðu sem sumarbústað. Síðustu ár dvaldi Magnús Reynir töluvert í Hlöðu enda hans uppá- haldsstaður. Útför hans fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 10. september 2020, klukkan 15, að viðstöddum nánustu aðstandendum og vin- um. Vinir Magnúsar Reynis á Seyðisfirði ætla að hittast í Herðubreið og fylgjast með út- förinni þar saman. Streymt verður á www.so- nik.is/magnus. Virkan hlekk á streymið má nálgast á https:// www.mbl.is/andlat/. íð Steinn, f. 10. október 2005. Magnús Reynir eignaðist Jón Reyni, f. 2. maí 1990, með Maríu Jónsdóttur, f. 9. ágúst 1966, maki Jóns Reynis er Aldís Erna Pálsdóttir, f. 14. apríl 1992, sonur þeirra er Gauti Páll, f. 15. ágúst 2019. Magnús Reynir fór í MR og útskrifaðist þaðan 1976. Eftir að hafa prófað ýmsar námsleiðir fann hann sig í ljósmyndun og lauk námi í auglýsingaljósmyndun frá Bournemouth & Pool College í Bretlandi vorið 1984. Í ársbyrjun 1979 fór Magnús Reynir austur á Seyðisfjörð til vinnu í Síldarverksmiðju ríkisins, þar vann hann þar til hann fór ut- an til náms haustið 1980. Hann festi rætur fyrir austan og eign- aðist þar góða vini. Magnús Reynir starfaði við ljósmyndun mestalla sína starfs- ævi og meðan honum entist heilsa til. Eftir að námi lauk var hann mest sjálfstætt starfandi en um tíma vann hann fyrir Helg- Elsku litríki, uppátækjasami, orðheppni og skemmtilegi vinur minn, Maggi Reynir, hefur kvatt og skilið okkur eftir með minningar og myndir til að ylja okkur við. Eldhúsið á Ljósvallagötu í hlýjum grænum lit með kerta- ljósum, KK í græjunum, rauð- vín í glösunum, vinir að borða saman og seinna um kvöldið detta alls konar gestir inn, það er pláss fyrir alla, glatt á hjalla, mikið hlegið og Maggi er hrók- ur alls fagnaðar. Pabbahelgarnar, sem við vorum fyrir löngu búin að sam- stilla, við með strákana okkar í bíó eða bústað eða stússa eitt- hvað, hamingja hans þegar Jón Reynir dvaldist hjá honum, um- hyggja hans fyrir Atla mínum sem entist fram á síðasta dag. Veiga að koma heim úr vinnu, Maggi búinn að bjóða gestum í mat, von er á þeim eftir klukkutíma, það á eftir að vaska upp, taka til, kaupa í matinn, elda og Maggi hlær að stressinu í Veigu, hann er jú búinn að setja kerti í stjaka og fara í sturtu! Litskrúðugu fötin hans í skápnum, flauelsskyrtur, bolir, sokkar og nærur, öllu raðað í litapallettu, allt nema hvítt og svart, því að það eru ekki litir. Maggi með Völu Rún, skelli- hlæjandi því stelpuanginn kall- ar þau Veigu, mömmu og apa. Símtölin frá Magga þar sem hann reynir að plata mig og gera at í mér en mistekst alltaf og oftar en ekki næ ég að svara honum með meira bulli svo hann lætur blekkjast og heldur að hann hafi hringt óvart í ein- hvern annan. Ein af mörgum veislum í Víðihlíð, borðið uppdúkað og kræsingar í eldun, gestirnir mættir, Maggi kemur niður uppápússaður, örlítið of seinn, rekur augun í að einn gestanna er ekki með drykk, grípur bjór- flösku og það sem hendi er næst til að opna hana og um leið úðast grænt blek framan í hann, yfir fötin hans, veislu- borðið og gólfið í kring því upp- takarinn reyndist vera tús- spenni. Maggi stoltur og meyr að tala um öll börnin sín og hvað þau eru vel heppnuð og góðar manneskjur. Brúðkaup Magga og Veigu í Víðihlíð, gleðitár á hvarmi, veisluborð og auðvitað frábært partí sem stendur lengi nætur. Maggi í Hlöðu að smíða pall með Nafna, grilla, rökræða gluggasmíði við Veigu, bulla við Davíð, rifja upp gamla tíma, segja endalausar sögur af sér- vitringum og kverúlöntum, spyrja fregna af fólki, sam- gleðjast. Síðasta sumarið, veðurblíðan, Maggi úti í smók á Hælinu, eins og hann kallaði Líknar- deildina, að tana á svölunum heima, fá sér lúr með Lúnu í stofunni, gæða sér á kræsing- um sem Veiga og vinir kepptust við að reiða fram, Veiga að hjúkra og dekra endalaust, Maggi að spyrja um Veigu sína ef hún bregður sér frá í nokkr- ar mínútur, vill hafa hana hjá sér alltaf! Síðasta heimsóknin til mín, sólin skín, Maggi kemur gang- andi inn í garð í litríku fötunum sínum, með hattinn og út- breiddan faðminn, faðmar okk- ur öll, helvítis Covidið farið í bili og aftur hægt að hittast, gott kaffi og með’ðí á pallinum, Lúna að eltast við kettina, stríðnisbros á andliti hans, gleðistund í sólinni. Elsku hjartans vinur minn, góða ferð og takk fyrir sam- fylgdina. Allt í lagi bless! Aðalheiður Björk Olgudóttir. Í dag kveðjum við Magnús Reyni með hlýju og söknuði. Maggi eða Kútur eins og við bekkjarfélagarnir kölluðum hann var einn fyndnasti maður sem ég hef kynnst. Ég var einnig svo heppinn að eiga hann sem minn nánasta vin. Það segir mikið um Kút að oft þegar maður hitti fólk og komst að því að það þekkti hann einn- ig byrjuðu allir að brosa og hlæja. Þetta var sú gleði sem Kútur gaf frá sér. Ég kynntist Kút í 3. bekk í MR. Við fyrstu kynni urðum við strax góðir vinir. Ég man að fljótlega eftir þetta vorum við að fara í lokapróf í efnafræði. Kútur hringdi í mig daginn fyr- ir próf og stakk upp á því að við læsum saman. Þetta voru skemmtileg mistök. Við byrj- uðum alvarlegir að fara yfir einhver dæmi en fljótlega var Kútur byrjaður að geifla sig og gretta, segjandi brandara og í lokin lágum við emjandi á gólf- inu og próflesturinn fór fyrir lítið. Ekki lagaðist agaleysi okkar þegar leið á mennta- skólaárin. í 5. bekk R varð til Smándavinafélagið, sem var stofnað af okkur bekkjarfélög- unum og reyndist algjör mar- tröð kennara og rektors. Þetta reddaðist nú samt og vorið ’76 urðum við allir stúdentar. Sögur af Kútnum eru marg- ar og alveg ógleymanlegar. Hann var hrókur alls fagnaðar, glaðvær og hleypti alltaf stuði í mannskapinn. Þessum karakt- ereinkennum hélt hann alveg til æviloka. Eftir stúdentspróf vann Kútur mikið á Seyðisfirði og tók ástfóstri við bæinn, sem varði alla ævi. Seinna fór hann til Englands og lærði ljósmynd- un, sem alltaf var hans helsta áhugamál. Eftir heimkomu setti hann upp stofu og fyllti hana af græjum af bestu gerð. Hann vann auglýsingamyndir fyrir fjölda fyrirtækja en tengdist einnig listageiranum, því Kútur var mjög listrænn í sér og abstrakt hugsandi. Boð og reglur voru honum alltaf sem fjötrar og er hægt að segja að hann hafi aldrei verið beint 9-5-maður. Kút skorti aldrei dugnað en hann var vandvirkur og tók sinn tíma. Það lýsir einnig Kútnum að jafn fé- lagslyndur og hann var þráði hann einnig einveru. Sem dæmi tók hann oft að sér veiðieftirlit í Loðmundarfirði. Þar var hann einn vikum saman í algjörri kyrrð og undi sér vel í faðmi náttúrunnar. Eftir að ég lauk námi við HÍ fór ég til Bandaríkjanna í fram- haldsnám og ílengdist þar. Þó svo að við Kútur byggjum víðs- fjarri hvor öðrum voru vina- böndin alltaf sterk. Fátt var skemmtilegra en að fá Kút, Veigu og krakkana í heimsókn. Þegar við svo heimsóttum Ís- land var það hápunkturinn hjá sonum okkar að hitta Kút, þar sem hann gantaðist í þeim og sýndi þeim alls kyns mynda- véladót. Fyrir tæpum 10 árum greindist Kútur með krabba- mein. Það var erfitt að fylgjast með þessu ferli. Þó svo að stað- an væri alvarleg gerði Kútur létt grín að öllu saman. Um- hyggjan sem hann fékk frá Veigu og fjölskyldu ásamt vin- um þeirra var alveg sérstök. Ég votta þeim öllum mína inni- legustu samúð. – Rétt áður en Kútur kvaddi þennan heim náði ég að sjá hann í síðasta sinn á facetime. Orkan var alveg farin en hann náði þó að horfa beint á mig, setti upp gamla glottið og sagði: „Kalli, ég hringi í þig á eftir!“ Ég bíð spenntur! Karl Ragnarsson. Fallinn er frá góður vinur og bekkjarfélagi, Magnús Reynir Jónsson, eftir margra ára bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Magnús nam við Menntaskól- ann í Reykjavík og í 5. bekk kom hann í R-bekkinn, sem varð að hinu fjörmikla Smánda- vinafélagi. Í þeim hóp vorum við sameiginlega nefndir Smándar og var Maggi þar kallaður „Kútur“ enda báru þar allir viðurnefni. Hann var manna skemmtilegastur, sögu- maður góður, vinmargur og gleðigjafi hvar sem hann kom. Maggi var mikill grínisti og í þurrum kennslustundum hafði hann gaman af að gantast í kennurum og vorum við fé- lagarnir ekki lengi að taka und- ir gauraganginn, sem oftar en ekki endaði með kómísku upp- þoti og kennarar flúðu á brott við mikinn fögnuð Smánda. Því miður fylgdi því þó oft að rekt- or, Guðni kjaftur, mætti í bekk- inn og las yfir okkur skamm- irnar, hótaði okkur jafnvel brottrekstri en við Smándar lofuðum bót og betrun, sem hvarf þó fljótt út í veður og vind. Eftir hin spræku mennta- skólaár vann Maggi mikið á Seyðisfirði og átti þar ætíð griðastað. Seinna lærði hann ljósmyndun í Englandi og starfaði við það án þess þó að festa sig á fastlaunaklafa. Má segja að lífsstíll hans hafi verið allt að því bóhemískur á köflum og þótt hann hafi orðið ráðsett- ari eins og við hinir, er vart hægt að segja að hann hafi lifað í hefðbundnum stíl daglauna- manna. Hann vann mikið með listamönnum við uppsetningu sýninga, m.a. fyrir Dieter Roth Akademíuna. Hann ferðaðist víða vegna verkefna, bæði inn- anlands og utan og var alla tíð sinn eigin herra. Ferðir hans báru hann til ýmissa landa í þessum verkefnum, m.a. í mikla ævintýraferð til Mongólíu. Maggi stundaði útivist enda gamall skáti og hafði gaman af slarki ferðamannsins. Ásamt ljósmyndun hafði hann yndi af smíðum og vann slík verkefni, enda afi hans smiður og pabb- inn verkfræðingur og verkeðlið líklega í blóðinu. Maggi bjó fjölskyldunni litla paradís á Hellnum á Snæfells- nesi þar sem þau áttu góðar stundir og þangað var gott að fara þegar þrekið fór þverr- andi. Þrátt fyrir erfiða baráttu glitti alltaf í góða skapið þegar gamlir vinir áttu í hlut. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum okkar góða skóla- félaga en hann er sá þriðji sem hverfur úr þessum samheldna hópi Smánda úr 6-R í MR. Það er huggun í því, að á hvaða til- verustigi sem hann kann að vera nú, mun þar birta upp með gleði og góðri nærveru. Við bekkjarfélagar sendum Veigu, börnum og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. bekkjarfélaga 6-R MR 1976, Bjarki Júlíusson. Maggi litli var einn af þeim fyrstu sem við Þóra kynntumst eftir að við fluttumst til Seyð- isfjarðar 1984. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar og sam- verustundirnar óteljandi. Við höfum verið saman í svo mörg- um verkefnum að erfitt er að greina þau í sundur og ástæðu- laust að telja þau upp í þessu samhengi. Á þessum tæpu fjörutíu árum sem við þekkt- umst urðum við aldrei sundur- orða. Maggi gat léttilega komið býsna mörgu í kring sem öðr- um fannst flókið. Sem ljós- myndari var hann snillingur í að draga fram eiginleika fólks, hluta og náttúru sem ekki voru augljósir en samt afgerandi til að ná réttum „fíling“. Ljós- myndaferðir Magga voru æv- intýri þar sem ekki var augljóst að ljósmyndun hefði nokkuð með neitt að gera þótt árang- urinn sýndi greinilega að það var tilgangurinn. Málið var ekki að ljúka hlutunum af einn tveir og þrír. Með Magga fannst manni eðlilegt að tilver- an væri ferðalag, sögur, samtöl, sagnfræði, ættfræði, pólitík, drama, kómedía, skemmtiferð- ir, trúðaháttur og síst af öllu íþyngjandi vinna. Maggi trúði því nefnilega að mikilvægast væri að hafa gaman af því sem maður gerir ef almennilegur og áhugaverður árangur ætti að nást. Fyrir mér var Maggi maður ljóssins, ljósfangarinn sem geymdi bráðina í skrínu og galdraði síðan fram myndir í myrkrakompunni sinni svo úr urðu eilíf augnablik. Hann var hugfanginn af óendanlegum tilbrigðum ljóss- ins. Stundum í miðjum klíðum átti hann til að hætta öllu og horfa eins og dáleiddur út í loftið þannig að í augum manns vaknaði spurn. Þá sagði hann lágt „sjáðu“ og sem snöggvast vorum við einir með öllu og skildum allt. Engin orð ná yfir svona upp- lifun, en eitt er víst, að það þarf næman kennara til að opna þessar dyr. Hann var einlægur, ástríðufullur listamaður og yndislegur vinur. Hans verður sárt saknað og minnst með hjartahlýju. Svo dreymdi okkur drauminn um ljósið eina nótt, þegar myrkrið var þyngra og svartara en nokkurt sinn áður. Það var eitthvað, sem streymdi og rann með sælutitrandi sársauka gegn um sál okkar. Og augu okkar störðu sturluð og undrandi á fölleitan glampa, sem flökti um sviðið í óra fjarlægð. Og einn okkar spurði í feiminni ákefð: Hvað er það? Og annar svaraði fagnandi rómi: Ljósið, ljósið! (Steinn Steinarr) Við í Gíslahúsi sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu Magga og aðstand- enda. Petur Kristjánsson Seyðisfirði. Ástkær og tryggur vinur okkar, Maggi litli ljós, hefur nú haldið á vit feðra sinna og áður fallinna félaga. Það duldist eng- um að undir það síðasta var musteri hans farið að láta á sjá en ljósið sem einkenndi nær- veru Magga mun lýsa áfram í hjörtum okkar sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast honum. Leiðir okkar lágu fyrst sam- an fyrir 30 árum þegar ég fékk hann í ljósmyndaverkefni fyrir mig og á ótrúlega stuttum tíma tókst með okkur vinskapur sem einkenndist af gagnkvæmri virðingu, oft barnslegri forvitni og óendanlegum fíflaskap. Það var nánast sama hvað við tók- um okkur fyrir hendur; ástríða okkar beggja fyrir því hvernig væri hægt að finna og fara óhefðbundnar leiðir. Að kanna hinar ótroðnu slóð- ir kom okkur vissulega stund- um í klandur, en þegar vel tókst til þá var það sannarlega allt þess virði. Stóra myndin var okkar leikvöllur og við viss- um að leiðirnar sem við völdum að markmiðum okkar lágu oft að jaðri skynseminnar. Maggi var einstakur vinur vina sinna og í síðasta mat- arboði sem við áttum með Magga og Veigu rifjuðum við upp sögu sem lýsir því svo ein- staklega vel. Það eru komin 20 ár síðan ég gekk í gegnum erfið veikindi og það kemur oft í ljós þegar eitt- hvað bjátar á hverjir eru vinir manns og hverjir ekki. Maggi kom til mín oft í viku, sat og spjallaði um allt og ekk- ert. Svo gerist það einn laug- ardagseftirmiðdag að ég hringi í Magga og spyr hvort hann geti farið fyrir mig á KFC því ég sé orðinn þreyttur á sjúkra- fæðinu. Hann sagði að það væri nú lítið mál að bjarga því og klukkutíma síðar kom hann móður og másandi með kræs- ingarnar en sagðist ekki getað stoppað lengi því hann var með þorrablót heima hjá sér. Ég frétti síðar að Maggi hafi verið í verslunarferð fyrir Veigu þegar ég hringdi í hann. Hann hafði verið sendur í snar- hasti til að bjarga Veigu með það sem upp á vantaði svo hún gæti klárað að útbúa matinn fyrir veisluna. En í stað þess að bjarga konunni úr hremming- um skildi hann innkaupakörf- una eftir í búðinni þar sem hann stóð og fór beinustu leið á KFC fyrir mig. Hann kom svo heim til sín góðum hálftíma eft- ir að allir gestirnir voru mætt- ir. Hann var stórkostlegur vin- ur en þarna fann ég til sam- kenndar með Veigu og hugsaði ég með mér að það gæti mögu- lega stundum verið þrautin þyngri að búa með honum. Það sem einkenndi Magga var sköpunarkraftur sem átti sér engin landamæri, vand- virkni og þrautseigja markaði allt sem frá honum kom, hann sá tækifæri og lausnir þegar aðrir gáfust upp og síðast en ekki síst hafði hann einstaka og hlýja nærveru. Hann sýndi öðru fólki ósvikinn áhuga og umhyggja hans fyrir samferða- fólki sínu gerði að öllum þótti vænt um Magga. Ég kýs því að trúa því að viðurnefnið sem hann fékk snemma á sínum ferli, „Maggi litli ljós“, hafi minna haft að gera með þá staðreynd að hann starfaði sem ljósmyndari held- ur hafi það fest við hann vegna þeirrar hlýju og ljóss sem fylgdi honum og snerti okkur öll sem fengum að njóta sam- vista hans og vináttu. Innilegar samúðarkveðjur til Veigu og barna þeirra! Ingvar Jónsson og fjölskylda. Magnús Reynir Jónsson Eitt síðasta samtalið, sem við Kútundurrrrr áttum saman. „Hvernig er það með þig Pétundurrrrr, ætlar þú ekki að fara að koma þér upp kellingu? Búinn að vera guðsgeldingur í nær 19 ár?“ „Kellingu,“ svaraði ég. „Hvaða kelling heldur þú að vilji svona gamalmenni eins og mig. Kominn á elliheimilisald- urinn?“ „Heyrðu, þegar ég er kom- inn handan yfir til Herrans, þá skal ég senda þér eins og eina kellingu. Vertu viðbúinn.“ Þar sem Kútundurrrrr var skáti í hundgamla daga og ávallt viðbúinn, þá er ég bara ávallt viðbúinn núna, svo tengsl Magnús Reynir Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.