Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020 ✝ Aðalbjörg Al-bertsdóttir fæddist 1. maí 1934 í Norðurfirði í Ár- neshreppi í Strandasýslu. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Ísafold 28. ágúst 2020. Foreldrar Aðal- bjargar voru Al- bert Valgeirsson frá Norðurfirði, f. 26.11. 1902, d. 28.10. 1983, bóndi í Bæ í Árneshreppi, og Ósk Samúelsdóttir frá Skjaldabjarnarvík, f. 26.7. 1902, d. 27.3. 1954, húsmóðir í Bæ. Systkini Aðalbjargar eru: Gísli, f. 10.3. 1936, d. 14.8. 2009, Kristján, f. 11.3. 1938, Jóhanna, f. 20.6. 1939, og Bjarnveig Sig- urborg, f. 20.8. 1940, d. 29.9. 1940. Uppeldisbróðir Magnús Þórólfsson, f. 6.8. 1927, d. 2.12. 2008. Aðalbjörg giftist Torfa Þ. Guðbrandssyni skólastjóra 16. júní 1957, f. 22.3. 1923, d. 21.11. rúnu Gunnarsdóttur þau eiga 3 börn og 3 barnabörn. 5) Fríða, f. 4.7. 1965, kennari í Reykja- vík, gift Jóni Magnúsi Krist- jánssyni framkvæmdastjóra þau eiga 4 börn og 3 barnabörn en auk þess á Jón eina dóttur. 6) Guðbrandur, f. 18.12. 1966, tré- smíðameistari í Kópavogi, kvæntur Dóru Björg Jóns- dóttur, þau eiga 3 syni og 2 barnabörn. Aðalbjörg stundaði nám í Barnaskólanum á Finnboga- stöðum. Hún vann ýmis störf áður en hún festi ráð sitt, m.a. ráðskona hjá fyglingum á Horn- bjargi, á sjúkrahúsinu Ísafirði og ráðskona í verbúð Hafnar- firði. Haustið 1955 er hún var ráðskona við Heimavistarskól- ann á Finnbogastöðum kynntist hún eiginmanni sínum. Hún bjó þar til ársins 1983, þar af 13 ár sem ráðskona. Eftir 28 ára dvöl á Finnbogastöðum fluttu þau hjónin til Reykjavíkur. Aðal- björg vann á Hrafnistu, hjá Heklu hf. og hjá Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Útför Aðalbjargar fer fram í dag frá Digraneskirkju kl. 13. Útförinni verður streymt á lok- aðri síðu, þeir sem óska eftir aðgangi hafi samband við að- standendur. 2015. Hann var sonur Guðbrands Björnssonar bónda á Heydalsá og Ragnheiðar Guð- mundsdóttur hús- freyju. Börn Aðalbjarg- ar og Torfa eru: 1) Björn Guðmundur, f. 14.11. 1956, bóndi á Melum í Árneshreppi, kvæntur Bjarnheiði Júlíu Foss- dal, þau eiga 5 börn og 11 barnabörn. 2) Óskar Albert, f. 26.5. 1958, framkvæmdastjóri á Drangsnesi, kvæntur Guð- björgu Hauksdóttur sjúkraliða, þau eiga 5 börn, 8 barnabörn og 1 barnabarnabarn. 3)Snorri, f. 22.7. 1959, vélvirki í Reykja- vík, kvæntur Ingu Dóru Guð- mundsdóttur, þau eiga 3 börn og 3 barnabörn, en fyrir átti Snorri einn son með Erlu Rík- harðsdóttur. 4) Ragnar, f. 18.4. 1963, trésmíðameistari í Reykjavík, kvæntur Ernu Guð- Elsku mamma mín hefur nú kvatt þennan heim eftir stutt veikindi. Í minni síðustu heim- sókn á Ísafold, fór ég með hana í hjólastólnum niður að ylströnd- inni Garðabæ. Það var yndislegt veður og henni fannst svo gaman að sjá lífið, þar voru börn að busla í sjónum og leika sér í sandinum, fólk í gönguferð eða hjólatúrum. Hún var svo glöð og þakklát, fannst þetta „stórkostlegt“. Árin sem við áttum heima í skólanum á Finnbogastöðum og hún var ráðskona, þá var hún eins og mamma allra krakkanna í skólanum, þau áttu hana með okkur systkinunum. Hún var með stórt hjarta. Það eru ófá skiptin sem fólk hefur sagt mér hversu mikilvæg hún var börn- unum í heimavistinni, allir gátu leitað til hennar ef heimþráin var mikil eða þörf fyrir notalega nær- veru. Hún var „sérkennarinn“, sá um að láta þá lesa sem voru að ströggla við lesturinn, þá var set- ið í rólegheitum í eldhúsinu í skól- anum og hún notaði prjón til að krakkarnir týndu ekki línunni. Mamma hafði mikið yndi af því að lesa. Þegar hún var unglingur þótti það nú ekki gott að liggja inni í bókum. Hún fann fljótt það ráð að prjóna á meðan hún las. Bókin lá á borði fyrir framan hana og hún hallaði sér fram og las en prjónaði sokka eða vett- linga undir borði. Þá var ekki hægt að banna henni að lesa. Við fjölskyldan fluttum til To- kyo í Japan 1994. Mamma og pabbi sáu bara kosti þess að flytja utan þótt langt væri og drógu alls ekki úr okkur. Börnin voru þrjú og öll undir 5 ára. Við vorum svo heppin að hafa Svan- dísi elsta barnabarn þeirra með okkur fyrsta árið til að aðstoða okkur í nýjum heimkynnum. Vor- ið 1995 komu mamma og pabbi í heimsókn. Þar fengu þau að upp- lifa framandi menningu, nutu dvalarinnar og upplifðu mikið. Eftirminnilegt er þegar mamma og Svandís fóru með börnin á leikvöll seinnipart dags. Allt í einu uppgötva þær að það er búið að loka og læsa hliðinu að vell- inum. Hvernig átti nú að komast út? Svandís hjálpaði mömmu að klifra yfir hátt hliðið, síðan rétti hún mömmu börnin eitt af öðru og komst á endanum sjálf. Þarna kom sér vel að vera liðug sveita- stelpa. Við systkinin fórum öll í Hér- aðsskólann á Reykjum eftir fermingu. Eftir það komum við bara heim á sumrin og í jóla- og páskafrí. Þegar ég hafði verið tvö ár í Reykjavík í framhaldsskóla fluttu mamma og pabbi í bæinn. Þá vorum við Guðbrandur bróðir svo heppin að við gátum aftur flutt heim til þeirra. Það var ynd- islegt að vera sameinuð aftur. Báðir foreldrar mínir höfðu yndi af tónlist og hvers konar menningu og nýttu sér það vel eftir að þau komu til Reykjavík- ur. Þau fengu sér árskort í Þjóð- leikhúsinu og fóru á allar óperur sem settar voru upp, tónleika auk málverkasýninga. Eflaust þurfti að bæta upp fyrir allt sem þau höfðu ekki tækifæri til að gera meðan þau bjuggu fyrir norðan. Við hjónin fórum svo að fara með þeim eftir að við fluttum heim. Það voru dýrmætar samveru- stundir. Mamma var alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt og það þurfti ekki langan fyrirvara „ég verð tilbúin“. Síðustu árin fannst henni enn gaman að fara á menn- ingarviðburði, sagðist njóta augnabliksins því minnið var far- ið að svíkja hana. Hún tók því með miklu æðruleysi. Það var gott að heimsækja hana á Ísafold því hún var alltaf jákvæð og létt- lynd. Hún er mín fyrirmynd í lífinu. Hvíl í friði elsku mamma. Fríða. Ég fæddist og ólst upp í stórum systkinahópi á Finnboga- stöðum í Árneshreppi. Pabbi var skólastjóri og mamma hafði í nógu að snúast. Á þessum árum sá mamma um að mjólka kýrnar kvölds og morgna, ganga frá mjólkinni og öll önnur almenn heimilisstörf, sauma föt, bæta buxur sem gjarnan vildu rifna hjá strákaormunum. Það er mér minnisstætt hvað mömmu vannst þetta allt vel. Alla vega fengum við alltaf nóg að borða og höfðum föt til skiptanna. Mamma hafði mjög gaman af lestri bóka þrátt fyrir að sjónin væri ekki eins og best væri á kos- ið. Hún nýtti sér að prjóna sokka og lesa á sama tíma, og gengu prjónarnir ótt og títt undir borð- inu á meðan hún las. Foreldrar okkar voru mjög fé- lagslyndir og höfðu gaman af að fá gesti í heimsókn og eignuðust þau fjölda vina, bæði tengt skóla- starfinu og í bændaferðum sem þau fóru í. Því fengum við Gógó að kynnast þegar við vorum að ferðast með þeim og fjórum börn- um okkar um landið og þau bönk- uðu upp á, alls staðar var tekið á móti okkur eins og stórhöfðingjar væru á ferð. Mamma hafði gaman af dansi og á yngri árum þótti hún til- þrifamikil og því fengum við syn- ir hennar að kynnast. Á seinni ár- um þegar við fylgdum henni á þorrablót eða Árneshreppsmót þótti okkur vissara að vera minnst þrír til að geta skipst á að dansa við mömmu. Mamma var frekar beinskeytt og sagði það sem henni fannst, en hún virtist heyra vel og vera góð- ur hlustandi, því margir sem áttu erfitt um stundarsakir leituðu til hennar í skólanum og ekki síður þegar hún vann í eldhúsinu hjá Félagsmálastofnun í Reykjavík, og margir minnast þess oft hve gott hafi verið að leita til hennar þegar lífið gekk ekki eins og best var á kosið. Mamma var mjög næm og draumar hennar voru einstakir og vissi hún á undan öðrum ef von var á fjölgun í fjölskyldunni og í þessi 5 skipti sem barns var von hjá okkur Gógó vissi mamma það alltaf þegar við sögðum henni fréttirnar. Mamma var í góðu sambandi við miðla og ef veikindi voru í stórfjölskyldunni hafði hún gjarnan samband við Sálarrann- sóknarfélagið og kom þangað beiðni um aðstoð og oftar en ekki kom hjálp sem óskað var eftir. Mamma hafði gaman af mat- argerð og var mjög nýjungagjörn á því sviði og alltaf var hún tilbúin með mat og kaffi á réttum tíma. Á seinni árum þegar verið var að spá í verkaskiptingu kynjanna, sagði hún að sér fyndist það ekki karlremba í Torfa Guðbrands- syni að vilja fá mat og kaffi á rétt- um tíma. Henni var þetta allt mjög ljúft. Og ekki má gleyma hve vænt þeim þótt um hvort annað og létu það ávallt í ljós. Mamma dvaldi á hjúkrunar- heimilinu Ísafold síðustu 6 ár æv- innar. Þar fékk hún þá aðstoð sem þurfti og var hún mjög þakk- lát fyrir þá hjálp og veit ég að starfsfólkið hjálpaði henni með gleði og átti mamma góðan stað í hjarta þeirra og þakka ég öllum þeim fyrir frábæra umönnun. Að lokum þakka ég þér elsku mamma fyrir uppeldið og þau góðu áhrif og sem þú hafðir á börnin okkar og alla sem þú um- gekkst, gleðina og væntumþykj- una. Þinn sonur Óskar Albert. Elskuleg tengdamamma og vinkona! Nú þegar ég sest niður og skrifa nokkur orð um þig þá hrannast inn minningar um okk- ar góða samband. Árin sem við erum búin að þekkjast eru yfir fjörutíu og fimm ár og er því af nógu að taka úr minningabank- anum. Þegar ég kem með Birni inn í fjölskylduna, þá á átjánda ári og úr stórum systkinahópi, fannst mér ég alltaf vera ein af börn- unum ykkar Torfa. Þú varst mín fyrirmynd og hafðir einstaklega hlýja og góða nærveru. Þið Kitti hafið í gegnum tíðina þurft að nota þykk og mikil gler- augu. Var oft ansi strembið að fá góð gleraugu sem hentuðu. Áður en að ég kem til sögunnar þá dreymdi þig að loksins værir þú búin að fá góð gleraugu sem að fóru vel á nefinu, hvorki þung né klunnaleg og fara bara ansi vel. Þú veltir lengi vel fyrir þér hvað þessi draumur táknaði og barst það loks upp við Guðmund í Bæ, föðurbróður þinn og segir honum drauminn. Hann leggur vel við hlustir en segir svo „Jæja Alla mín, nú ertu að fá tengdadóttur sem að þér á eftir að líka vel við“. Við Björn byrjum síðan að búa á Melum á móti Kitta árið 1975 með dyggri aðstoð ykkar hjóna. Þið og öll ykkar börn hafa verið í gegnum árin mjög dugleg að leggja okkur lið við búskapinn. Persónuleikinn þinn var sér- stakur elsku Alla, þú hafðir trú á öllu sem maður tók sér fyrir hendur. Vildir að börnin fengju að taka þátt í öllu sem gert var annars myndu þau ekkert kunna þegar þau yrðu fullorðin. Sagðir alltaf, að aldrei að geyma til morguns sem hægt væri að gera í dag. Þrátt fyrir að á þínum síð- ustu árum væri minnið orðið brigðult þá varstu alltaf glöð og einstaklega jákvæð og naust hverrar stundar. Þú þekktir og fylgdist alltaf með öllum barna- börnunum og barnabarnabörn- unum þínum. Vissir alltaf þegar Björn og hinir bræðurnir þyrftu að fá ullarsokka og spurðir eftir hverjir kæmu í sauðburð að hjálpa til. Hugurinn var alltaf mikið fyrir norðan. Við fórum í mörg ferðarlög saman víða um land. Þá var menningin í hávegum höfð og far- ið með ljóð eftir helstu skáld eins og Sigvalda Kaldalóns, Davíð frá Fagraskógi og Gunnarshólma. Þú varst einstaklega mikill óp- eruunnandi, þegar heyrðist söng- ur í útvarpinu þá vissir þú alltaf hver var að syngja. Þegar þið hjón fluttuð suður árið 1983 var ykkar sárt saknað á Melaheimilinu en komuð kát og hress á sumrin. Þið opnuðuð heimilið ykkar fyrir okkar elstu sonum og hélduð áfram að taka þátt í uppeldinu með okkur. Þeg- ar við horfum til baka var það al- veg einstakt, að taka tvo unglinga að ykkur. Það var alltaf skemmtilegt að heimsækja ykkur í Bogahlíðina, við komandi með allan barna- skarann, en alltaf voruð þið með opinn faðminn og rausnarlegri gestgjafar eru vandfundnir. Við hvert tækifæri ef fjölskyldan kom saman, hvort sem um var að ræða fermingu, afmæli eða stúd- entsútskrift, þá var lagið alltaf tekið, alltaf glaumur og gaman. Nú er mál að linni elsku tengdamamma, við vitum að þú ert í góðum höndum þarna í efra, ég held að ég segi fyrir hönd okk- ar allra að minningin um ykkur Torfa mun aldrei gleymast. Guð geymi þig. Bjarnheiður Júlía Fossdal. „Mikið ertu nú glæsileg nafna mín, það mætti halda að þú værir að gifta þig,“ sagðir þú við mig á brúðkaupsdaginn okkar hjóna og þegar ég sagði þér að ég væri ein- mitt að því þá samgladdist þú mér svo innilega og fórst með okkur í smá myndatöku. Mikið þykir mér nú vænt um þær myndir. Þú talaðir einhvern tím- ann um við okkur að þú yrðir að lifa í núinu og það er frábær eig- inleiki og að þú skulir hafa verið svona jákvæð í gegnum öll þessi ár sem Alzheimer-sjúkdómurinn var hluti af lífi þínu. Alltaf þekkt- ir þú okkur þó og tókst okkur fagnandi þegar við komum í heimsókn. Mikið sem þú varst ánægð með fólkið þitt og það var ánægt með þig. Það sást vel hversu margir mættu í portið við Ísafold þegar þú áttir afmæli í vor. Við komumst því miður ekki en sátum fyrir framan sjónvarpið og horfðum á streymi. Ég fékk tár í augun þegar ég sá þig veifa fjöldanum glæsileg í rauðu káp- unni þinni eins og drottning. Þú varst alltaf svo glæsileg og vel til höfð, áttir þinn tíma í lagningu á föstudögum og í gegnum árin dugleg að mæta í óperuna, leik- húsin og tónleika. Þegar ég hugsa til baka þá koma upp í hugann góðir tímar í Bogahlíðinni, harðfiskur og egg í morgunmat, að hlaupa eftir frönskum í Suðurver á sunnudög- um, liggja fyrir framan hillusam- stæðuna, sem er núna heima hjá mér, að hlusta á Rauðhettu og Hans og Grétu. Þolinmæði þín þegar ég fékk að setja rúllur í hárið á þér og smekkvísi þín þeg- ar kom að sundbolakaupum á Ítalíu. Mér fannst ég flottasta stelpan í heimi að eiga bláa sundbolinn með pilsinu. Síðar þegar kom að því að ég eignaðist kærasta tókst þú mjög vel á móti honum Hall- dóri mínum og varst ánægð með þennan mann sem kom af svona góðu fólki. Börnin mín eru svo heppin að hafa fengið að njóta þess að eiga góða langömmu sem alltaf var glöð að sjá þau og þú sagðir þeim sögur frá því í gamla daga og tókst þau í Herramann. Þú horfð- ir á Guðbjörgu mína litla og sagð- ir brosandi að hún væri alveg eins og afi hennar, hann pabbi minn, gat prílað um allt og datt aldrei. Fataval Sigurbjargar fannst þér til fyrirmyndar, en hún leit á þig sem nokkurs konar fyrirmynd í þeim málum og Friðgeir tókst þú í fangið og sagðir að hann væri svo fallegur. Mér langar að lokum að segja takk elsku amma, fyrir að hafa staðið við það sem þú sagðir við jarðarförina hans afa Torfa þar sem þú lofaðir að fara ekki alveg strax, við hefðum farið í nógu margar jarðarfarir, en móður- Aðalbjörg Albertsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, tengdadóttir og amma, JÓNÍNA INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, Ninna Bogga, Kirkjubraut 8, Njarðvík, lést á Landspítalanum v/Hringbraut laugardaginn 29. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 18. september klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://youtu.be/1Nrxy6VUQZs Ólafur Þórður Björnsson Íris Þóra Ólafsdóttir Elvar Ágúst Ólafsson Árni Björn Ólafsson Karen Rúnarsdóttir Arngrímur Anton Ólafsson Lovísa Hilmarsdóttir Árni Björgvinsson Jenný Bergljót Sigmundsd. Þóra Sigríður Jónsdóttir og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR G. EMILSSON, Drekavöllum 18, Hafnarfirði, lést föstudaginn 4. september á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 16. september klukkan 13. Vegna aðstæðna í samfélaginu verður athöfnin einungis fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Öðrum sem hafa áhuga á að vera viðstaddir athöfnina er velkomið að hafa samband við aðstandendur. Emil Sigurðsson Gerður Guðjónsdóttir Björgvin Sigurðsson Sigurbjörg M. Sigurðardóttir Ingvar Þór Sigurðsson Rósa Dögg Flosadóttir og barnabörn Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN Þ. GUÐBJARTSSON, fyrrverandi forstjóri Sólvangs, áður til heimilis í Klettahrauni 5, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu Hafnarfirði miðvikudaginn 1. september. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 17. september klukkan 15. Katrín Sveinsdóttir Kristján Rúnar Kristjánsson Hildur Dís Kristjánsdóttir Þorgeir Albert Elíesersson Sveinn Rúnar Þorgeirsson Svana Lovísa Kristjánsdóttir Andrés Garðar Andrésson Bjartur Elías Andrésson Birta Katrín Andrésdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.