Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 39
amma mín og afi og svo afi Torfi létust með nokkurra mánaða millibili árið 2015. Það er gott að elska eftir Bubba Morthens er eitt uppá- haldslag fjölskyldunnar og afi vildi að það yrði sungið til þín í veislum, enda var augljóst að hann elskaði þig afar heitt. Í þeim texta kemur þessi lína „og ef það er líf eftir þetta líf, þá mun ég elska þig líka þar“ en ég er þess fullviss um að afi hefur tekið vel á móti þér og elskar þig líka þar. Hvíl í friði. Þín nafna og fjölskylda, Aðalbjörg, Halldór Logi, Sigurbjörg Hall- dóra, Guðbjörg Ósk og Friðgeir Logi. Þegar ég settist niður að skrifa minningarorð um einstaka móður fór ég að hugsa hvað það var sem mótaði hana sem einstakling. Þá reikar hugurinn yfir heiðar og fjöll og staðnæmist í sveit við ysta haf, fyrst við mínar bernsku- minningar undir verndarvæng móður minnar og svo áfram inn í hennar bernskuheim þar sem hún naut verndar sinna foreldra. Sá andi sem einkenndi líf fólks snemma á 20. öldinni var leitin að sjálfstæði, þráin að byggja upp bú og yrkja jörðina var svo rík að þá vinnu sem því fylgdi taldi eng- inn eftir sér því umbun fyrir þá fyrirhöfn var tekin út í gleði yfir þeim ávexti sem lífið hafði upp á að bjóða. Mamma og hennar systkini uxu úr grasi eins og hver önnur jurt í Bæ í Trékyllisvík og döfnuðu vel, og þó mikið væri unnið var oft glatt á hjalla, sungið og dansað og farið í leiki. Rúm- lega tvítug ruglaði mamma sam- an reytum með kennaranum Torfa Guðbrandssyni og völdu þau að búa í Trékyllisvík allt til ársins 1983 er þau fluttu suður. Eftirminnilegt var að áður en hún fór suður gengum við saman fram á dal í síðasta sinn og fann ég þá hve dalurinn gjöfuli átti stóran hluta í hjarta hennar, þarna var lífæð bændanna sem stungu upp mó og þurrkuðu til að eiga brenni á köldum vetrarnótt- um. Þeir slógu engjarnar frammi á dal og allt hét þetta sínum nöfn- um, t.d. Sólteigar, Bolapartur og Kálfakrókur. Og þú sagðir mér frá þeysireið á Víkingi hans Guð- mundar afabróður er þú færðir vinnumönnum góðgæti á engj- arnar en í töskunni voru hnífapör í bland við bolla og losnaði um þetta í hnakktöskunni þannig að hesturinn rauk af léttu brokki yf- ir á harðastökk og þú slóst öll met að halda þér á baki í þessari eft- irminnilegu ferð. Sumarið kom og þá styttist í afa Albert, hann kom oftast í júlí og nú þurfti hann sífellt meiri hjálp því hann færðist smám saman í að vera bundinn við hjólastól því lömunarveikin fór sínu fram, en aldrei heyrði ég þig kvarta yfir því að þín biði mán- aðar umönnun í húsnæði sem hafði t.d. klósettið á palli við enda gangsins, þetta ber að þakka og víst er að afi beið eftir þessum mánuði eins og börn bíða jólanna, hann gerði líf okkar allra betra með nærveru sinni og þá var til- ganginum náð og það sást þú. Svo kom að því að þið pabbi fluttuð suður og þá hófst þáttur okkar Dóru og vart er hægt að hugsa sér betri stuðning fyrir unga foreldra en þig þegar kom að barnapössun og veislum. Pönnukökurnar þínar og risa- uppskriftir að kleinum bakað á 3. h. í blokk, sláturgerð var ómiss- andi þáttur og fylgdi hverju hausti þar til þú lagðir uppskrift og áhöld í okkar hendur. Kæra móðir, ég hef reynt að varpa ljósi á lífshlaup þitt og víst er að þú hefur snert mörg hjörtu með lífi þínu, um það vitna ótal fallegar kveðjur og símtöl til okk- ar systkinanna. Elsku mamma, við þökkum fyrir líf þitt og biðjum Guð að blessa þína minningu. Guðbrandur Torfason. MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020 ✝ Ásta KristínÞorleifsdóttir fæddist 7. október 1926 á Norðfirði. Hún lést 1. sept- ember 2020 á hjúkrunarheim- ilinu Hlévangi í Reykjanesbæ. Foreldrar henn- ar voru Þorleifur Ásmundsson út- vegsbóndi, f. á Karlsstöðum í Vöðlavík 11.8. 1889, d. 10.10. 1956, og María Jóna Aradóttir húsfreyja, f. í Naustahvammi 4.5. 1895, d. 15.12. 1973. Ásta Kristín var 10. í röð 14 systkina. Þau eru: Þóra Aðalheiður, f. 18.10. 1912, d. 12.7. 2006, Ari Ásmundur, f. 3.11. 1913, d. 24.1. 2005, Guðni, f. 3.10. 1914, d. 10.10. 2002, Stefán Guðmundur, f. 18.8. Seyðisfirði. Kjartan og Ásta voru barnlaus. Skólaganga Ástu var ekki löng eins og títt var á hennar ungdómsárum. Hún var tvo vet- ur í barnaskóla og einn vetur í gagnfræðaskóla. Hún vann í fyrstu sem vinnukona á heim- ilum á Akureyri, síðan ýmis störf í Neskaupstað áður hún fluttist til Reykjavíkur árið 1951 ásamt tilvonandi eigin- manni. Þar vann hún í fyrstu á Landspítala í tvö ár en síðan við ýmis störf m.a. um hríð á skó- vinnustofu Kjartans að Bolla- götu 6. Hún réð sig til starfa í verslun Osta- og smjörsölunnar 1966 og vann þar í 6 ár. Síðan starfaði hún í barnafataversl- uninni Sísí á Laugavegi í um 10 ár. Þaðan fór hún aftur til Osta- og smjörsölunnar og að þessu sinni í ostapökkun. Þar vann hún fram að eftirlaunaaldri. Útför Ástu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 10. sept- ember 2020, kl. 13. Vegna sam- komutakmarkana munu aðeins verða viðstaddir fjölskylda og vinir sem boðað hafa komu sína. 1916, Ingvar, f. 8.10. 1917, d. 24.2. 1963, Gyða Fanney, f. 20.7. 1919, d. 15.8. 2009, Lukka Ingibjörg, f. 8.8. 1921, d. 11.5. 2016, Lilja Sumarrós, f. 30.10. 1923, d. 28.2. 2014, Guðbjörg, f. 1.12. 1924, Friðjón, f. 13.8. 1928, d. 26.1. 2004, Guðrún María, f. 27.10. 1930, Sigurveig, f. 14.2. 1933, d. 13.1. 2009, og Vilhjálmur Norðfjörð, f. 18.1. 1936. Hinn 27. júní 1953 giftist Ásta Kjartani Jenssyni, f. 6. júní 1927, d. 10.11. 2013. Foreldrar hans voru Jens Pétur Sveins- son, f. 17. október 1905 á Seyð- isfirði, og Esther Jóhann- esdóttir, f. 24. maí 1907 á Leiðir mínar og Ástu móð- ursystur minnar hafa legið saman frá fæðingu minni. Hún og Kjartan eiginmaður hennar bjuggu á heimili foreldra minna á fyrsta æviári mínu og vorum við síðan meira og minna ná- grannar næstu 50 árin, þegar þau bjuggu í Stóragerði, Háa- gerði og Ásgarði og einnig í sumarbústaðabyggðinni í landi Klausturhóla í Grímsnesi. Að auki vorum við vinnufélagar um tíma hjá Osta- og smjörsölunni á 10. áratugnum. Við bundumst þá æ sterkari böndum sem héldust allt til dauðadags henn- ar. Ásta var myndarkona á allan hátt. Hún vildi ávallt vera vel til höfð hvort sem var við heim- ilisstörfin, í vinnu og frístund- um hvað þá ef tilefnin voru að fara út á meðal fólks, í búðir, heimsóknir eða veislur. Hún og Kjartan bjuggu sér fallegt heimili sem var meðal annars prýtt nokkrum útsaumsverkum Ástu, s.s. stólum og veggmynd- um. Það var alltaf tilhlökkun að mæta í kaffihlaðborðin til henn- ar því hún var góð og iðin við bakstur. Litla fjölskylda mín naut oft góðs af því að vera í næsta nágrenni við Ástu, ekki síst við sumarbústað þeirra á okkar fyrstu árum í Klaustur- hólalandinu. Stutt var að skreppa í heimsókn til þeirra í Fögrubrekku og oft kíktu þau við hjá unga fólkinu til að at- huga hvernig gengi með gróð- urinn og annað vafstur. Þau voru sjálf mjög natin við garð- yrkjuna í Grímsnesinu og gáfu okkur tugi græðlinga sem í dag eru orðin myndarleg tré. Fyrir nokkrum árum áttum við Ásta langt samtal um lífs- feril hennar. Flest börn og ung- lingar í dag geta vart ímyndað sér þann mun sem var á lífs- kjörum og aðstöðu þá og nú. Æskuárin einkenndust af vinnu frá unga aldri, fyrst við barna- pössun og heimilisstörf á ýms- um heimilum í Neskaupstað og nærsveitum. Þetta létti rekstur stóru fjölskyldunnar í Nausta- hvammi þótt laun væru ekki annað en fæði og húsaskjól hjá þeim fjölskyldum sem hún vann hjá. Þetta þótti eðlilegt hjá flestum börnum á þessum ár- um, vinna og aftur vinna og oft á kostnað skólagöngu. Ásta veiktist nokkrum sinn- um á ævinni það mikið að hún þurfti að leita lækninga í lengri eða skemmri tíma. Það var aðdáunarvert hvernig hún tókst á við eigin áföll og vildi sem minnst gera úr veikindum sín- um. Var henni frekar umhugað um heilsu annarra, einkum eig- inmanns síns, sem hún veitti alla athygli, alúð og umhyggju sem hún taldi hann þurfa með- an hans veikindi stóðu yfir. Síð- ustu tvö árin voru Ástu erfið þegar heilabilun tók smá saman af henni öll völd. Hún fékk inni á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í lok janúar á þessu ári. Skömmu síðar voru teknar upp aðgangstakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins og var það erfitt fyrir Ástu að missa á þessum tímapunkti sambandið við sína nánustu, sem í langan tíma var eingöngu í gegnum síma og glugga Hlévangs. Starfsfólk Hlévangs á miklar þakkir skilið fyrir þá alúð og umhyggju sem þau sýndu Ástu á þessu erfiða tímabili. Minnar kæru frænku verður sárt saknað. Blessuð sé minn- ing hennar. Halldór Ó. Sigurðsson. Elsku nafna mín. Það smá tínist úr systkina- hópnum frá Naustahvammi í Norðfirði, flest hafið þið náð háum aldri. Ég tók eftir því strax sem krakki hve mikill kærleikur var á milli ykkar, ef eitt var veikt þá sá einn á hverjum stað um að upplýsa hin sem bjuggu fjarri. Þar sem mamma var elst í þessum fjór- tán systkina hópi sagði hún okkur krökkunum oft sögur af ykkur systkinunum, sem gaf okkur tækifæri til að kynnast ykkur enn betur, þið áttuð til dæmis aldrei að hafa rifist sem við lögðum takmarkaðan trún- að á. Það liggja ófá útsaumsstykk- in eftir þig, nafna mín, sem vekja góðar minningar, öll jafn fallegt á réttu sem röngu, enda vandaðir þú allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Nú ertu komin til Kjartans þíns sem þú syrgðir mjög, og allra hinna og eflaust glatt á hjalla í Sumarlandinu, þar sem þið systkinin eruð sem þangað eruð komin. Mikið hefði ég viljað kveðja þig með stóru tertuhlaðborði að þínum hætti en því miður leyfir ástandið í þjóðfélaginu það ekki. Takk fyrir samfylgdina, elsku nafna mín, og hve góð þú varst mér alla tíð. Ásta Eggertsdóttir. Ásta frænka er nú búin að fá hvíldina sem hún hefur þráð. Það verða fagnaðarfundir þeg- ar þú og ástin í þínu lífi hittist á ný. Ég var svo heppinn að fá að njóta ykkar kærleika á minni lífsgöngu og mörg eru minningabrotin um ykkur. Ósjaldan var ég í pössun hjá ykkur í lengri eða skemmri tíma og alltaf var ég æstur að fá að fara til ykkar. Þú í eld- húsinu að taka fram dýrindis tertur eða að útbúa gómsætan mat. Nafni að spila en þó aðallega að tefla við mig. Það var gam- an að sjá hversu umhverfið í kringum sumarbústaðinn varð fallegra með hverju sumrinu. Ég man rauðu hjólbörurnar sem þið gáfuð mér til að leika með í sveitinni og voru í miklu uppáhaldi. Það var alltaf fastur punktur að koma til ykkar á háskólaárum mínum í Reykja- vík á hverjum miðvikudegi og þá var ósjaldan ef ekki alltaf borið fram hakkabuff með smjörsteiktum lauk og þá var setið og spjallað um lífið og til- veruna. Þú hafðir sterkar skoð- anir á mönnum og málefnum og oft vorum við ekki sammála en sjónarmið allra fengu að njóta sín. Maður fann svo vel væntumþykju ykkar og allt vilduð þið vita um manns hagi. Þegar árin liðu og ég kominn með fjölskyldu var reynt að koma reglulega við í Ásgarð- inum og seinna á Prestastígn- um. Ég vildi að mín börn fengju að kynnast þeim mikla kærleik sem þið Nafni voruð svo örlát á að sýna og fann maður það á börnunum hvað þeim leið vel í nærveru ykkar. Og alltaf var borið fram það besta og allt svo snyrtilega sett fram. Þú hafðir gaman af því hvað þeir hámuðu í sig ostinn en þeim þótti hvergi betri ost- ur en hjá ykkur. Ekki var spenningurinn minni þegar þið ákváðuð að flytja suður í Reykjanesbæ í glæsilega íbúð með frábærri aðstöðu fyrir eldri borgara en við höfðum samt áhyggjur af því að þið væruð að flytja, orðin þetta roskin. Með góðri hjálp ykkar ættingja gekk þetta vel en maður fann að þetta tók á hjá ykkur. Nafni var ekki góður til heilsunnar á þessum tíma og var það stór hluti af þínu lífi að hugsa um ástina þína og létta honum lífið. Þegar Nafni fékk kallið 2013 þá var sorg þín mikil og í raun má segja að þú hafir aldrei náð að komast yfir hana. Þið voruð sem eitt og við hans fráfall misstir þú mikið og maður fann ákveðinn lífsneista hverfa. En dugleg varstu að bjarga þér og labbaðir allt, út í búð, í bankann og jafnvel á klippistofuna sem var töluvert frá þínu heimili. Ég átti það til að skamma þig þegar þú hittir mig í bankanum á köldum vetr- ardegi eftir göngutúr í pilsi, nælonsokkabuxum og með enga húfu og þú bentir mér á hettuna á úlpunni þinni sem þú settir samt ekkert upp. Þú varst svo mikil dama að ekki mátti setja húfu á hausinn því þá myndi hárið ruglast. En þannig varstu, þú vildir alltaf vera vel tilhöfð og þannig er minningin um þig geislandi, með breitt bros, í fallegum föt- um með fallegt skart. Þú varst stór hluti af mínu lífi sem ég verð ævinlega þakklátur fyrir og þín verður sárlega saknað. Takk fyrir allt, Ásta frænka. Kjartan Ingvarsson. Ásta Kristín Þorleifsdóttir ✝ Kristín AnnaGuðjónsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 10. sept- ember 1927. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Sólvangi 25. ágúst 2020. Foreldrar hennar voru Hermannía Markúsdóttir, f. 5. nóvember 1901, d. 19. maí 1995, og Pétur Sigurðsson Njarðvík, f. 8. október 1897, d. 28. nóvember 1957. Kjörforeldrar hennar voru Kristensa Arngrímsdóttir, f. 26. júlí 1898, d. 25. nóvember 1972, og Guðjón Sveinsson, f. 31. ágúst 1900, d. 26. maí 1944. Kristín á einn albróður á lífi, 1887, d. 9. ágúst 1936. Börn þeirra eru: 1) Guðjón, f. 4. sept- ember 1947, kvæntur Sesselju G. Sigurðardóttur, f. 16. ágúst 1950. Börn þeirra eru: a) Sig- urður Sören, f. 2. maí 1973, kvæntur Ásthildi Helgu Braga- dóttur, börn þeirra eru Sigurjón Daði og Kristín Helga; b) Krist- ín Anna, f. 28. apríl 1974, sam- býlismaður Jón Hlífar Guð- finnuson, synir hennar og Úlfars Sigurðssonar eru Vík- ingur og Sindri; c) Agnes, f. 10. apríl 1983, sambýlismaður Gunnar Karel Másson, dætur þeirra eru Ilmur, Urður og Embla. 2) Magnús, f. 25. apríl 1950, kvæntur Guðrúnu Ás- mundsdóttur, f. 14. apríl 1950. Synir þeirra eru: a) Þorkell, f. 3. maí 1974, kvæntur Helgu Huld Ingadóttur, börn þeirra eru Orri Freyr, Elín Klara og Magn- ús Logi; b) Pétur, f. 5. des. 1984, börn hans og Aðalheiðar Flosa- dóttur eru Karína Ísis, Aron Fróði og Hera Líf; c) Hilmar Ög- mundsson (uppeldissonur Magn- úsar), f. 30. maí 1969, sambýlis- kona Jóna Sveinsdóttir, þeirra börn eru Vilhjálmur Nanuk og Berglind Naja, með fyrri konu, Svanborgu Þóru Kristinsdóttur, á hann Friðrik Þór, Laufeyju og Evu Ósk. 3) Guðrún Íris, f. 15. febrúar 1956, gift Friðriki Guð- jónssyni, f. 11. apríl 1945. Kristín ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar alla tíð. Hún vann m.a. á saumastofu á sínum yngri árum og í Hampiðjunni. Eftir að Prentverk Þorkels Jóhannes- sonar og Bókaútgáfan Snæfell voru stofnuð sinnti hún ýmsum störfum við reksturinn. Frá 1978 vann hún á saumastofu Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó og í Borgarleikhúsinu við sauma og umsjón með bún- ingum þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Útför Kristínar Önnu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 10. september 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Árna Byron, og tvo hálfbræður í föð- urætt, Hallgrím Pétur og Njörð. Þá átti hún hálfsystur í móðurætt, Hlín, sem er látin, hún var búsett í Banda- ríkjunum. Krist- ensa og Guðjón eignuðust soninn Svein Davíð 15. júní 1929, hann lést 5. ágúst 1930. Kristín giftist 24. desember 1947 Þorkeli Jóhannessyni, f. 20. júlí 1925, d. 20. febrúar 2005. Foreldrar hans voru Guð- björg Oliversdóttir, f. 24. mars 1890, d. 8. apríl 1962, og Jó- hannes Magnússon, f. 10. apríl Heimskonan hún Stína, tengdamóðir mín, er farin í sína síðustu ferð. Stína var fædd og uppalin í Hafnarfirði og bjó þar alla ævi. Fæddist í Lækjar- hvammi, þriðja barn einstæðrar móður, var gefin yfir lækinn strax eftir fæðingu til barnlausra hjóna í Brautarholti, Kristensu og Guðjóns. Stína byrjaði sinn búskap á Tjarnarbrautinni með Ogga sín- um, síðan á Álfaskeiðinu og end- aði á Sólvangi sem var heimili hennar síðustu fimm árin. Fékk herbergi á nýja Sólvangi með glugga út yfir lækinn, þaðan sá hún alla þá staði þar sem hún hafði búið á. Hún vissi samt alltaf af blóðmóður sinni og systkinum hinum megin við lækinn og hélt samband við þau alla tíð. Þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir um hálfri öld var mér tekið opn- um örmum. Á þeim tíma voru þau hjónin í bókaútgáfu og prent- verki og nóg að gera. Ég fékk fljótlega að hjálpa til við það. Ég bjó á heimilinu í rúmt ár og náði því að kynnast þeim hjónum vel og sérstaklega Stínu og áttum við gott samband alla tíð. Stína hafði lært saumaskap. Hún hafði næmt auga fyrir því sem vel var gert, var afskaplega vandvirk og mikill fagurkeri. Húsið sem þau byggðu sér á Álfaskeiðinu var mjög nýtísku- legt að mér fannst, eldhúsinn- réttingin sérstök og baðherbergi var inn af svefnherberginu – þetta var sko flott. Hún hafði meðfædda hönnunarhæfileika og vissi hvað hún vildi. Stína var mikil áhugamanneskja um kvik- myndir og kvikmyndaleikara. Hún hafði eigin fatastíl, alltaf fín, svo til aldrei í síðbuxum eða svörtum fötum. Glæsileg kona! Hún naut þess að ferðast. Þau fóru á Ólympíuleikana í Róm 1960 og í mörg ár fóru þau til Mallorca á hverju sumri. Seinna meir var ekið á eigin vegum um Suður-Evrópu og víðar. Oftast var hún við stýrið. Slíkar ferðir voru vel undirbúnar. Hún átti mikið safn ferðabóka og landa- kortum lá hún yfir. Ítalía var í miklu uppáhaldi. Í lok áttunda ártugarins réð hún sig í vinnu á saumastofu Leikfélags Reykjavíkur og þar var hún á réttum stað. Ágúst Guðmundsson fékk hana lánaða í nokkra mánuði til að sjá um bún- ingana í kvikmyndinni Útlaginn og það fannst henni skemmtileg- ur tími. Hún var sú fyrsta til að fá starfsaðstöðu í Borgarleikhús- inu. Síðustu árin þar sá hún um búningadeildina. Stína hafði alltaf tíma fyrir barnabörnin og fylgdist með þeim í leik og starfi. Þegar við eignuðumst dóttur og spurðum hvort við mættum láta skíra í höfuðið á henni var það leyft með því skilyrði að hún yrði ekki köll- uð Stína – það gekk eftir. Síðast- liðin fimm ár var heimili hennar á Sólvangi. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast í kringum sig og með sínu fólki fram undir það síðasta. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson) Takk fyrir samfylgdina, elsku Stína. Sesselja G. Sigurðardóttir. Kristín Anna Guðjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.