Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Heimurinnstendurframmi fyr- ir gríðarlegum efna- hagsvanda sem ekki sér fyrir endann á. Í Morgunblaðinu í gær var til að mynda rætt við Lee Buchheit, sem um árabil hefur aðstoðað ríki í skuldavanda og Íslendingar kannast við vegna ólögmætra krafna sem Ísland tókst á við fyr- ir um áratug. Buchheit benti á, sem þarf ekki að koma á óvart, að mörg ríki stæðu frammi fyrir al- varlegum skuldavanda vegna kórónuveirufaraldursins. Þrátt fyrir aðgerðir vegna far- aldursins sem hafa kostað ríkis- sjóð Íslands háar fjárhæðir og dregið úr landsframleiðslu með tilheyrandi vanda fyrir atvinnu- stig og velferð almennings, er út- litið hér á landi á margan hátt mun betra en víða. Ríkissjóður hér á landi skuldaði mun minna en þekkist víða í þeim löndum sem við berum okkur saman við, að ekki sé talað um öll hin, gjald- eyrisforðinn er sterkur og undir- liggjandi efnahagur sömuleiðis þó að brestir leyni sér ekki, eink- um í ferðaþjónustu sem á síðustu árum hefur orðið mikilvæg at- vinnugrein. Ólíkt ýmsum öðrum löndum hafa Íslendingar þess vegna ástæðu til að ætla að þegar hægt verður að koma böndum á kór- ónuveiruna og hjól atvinnulífs heimsins fara að snúast á eðlileg- um hraða, muni atvinnu- og efna- hagslíf hér á landi taka vel við sér og landið þrátt fyrir allt verða til- tölulega lítið skuldsett. Þetta er mikilvægt að hafa í huga í því svartnætti sem oft ein- kennir umræðuna um þessar mundir, sem von er. En það er ekki síður mikilvægt að nota tím- ann nú vel til að búa landið undir það að geta risið hratt þegar ástandið lagast og sömuleiðis til að draga sem mest úr högginu á meðan ástandið varir. Ýmsar vísbend- ingar eru um að verk sé að vinna í þessum efnum. Hér var í gær bent á að leyfisveitingamál atvinnulífsins stæðu uppbyggingu fyrir þrifum, ekki endilega vegna þess að starfsleyfi eða önnur nauðsynleg leyfi fengjust ekki, heldur fyrst og fremst vegna þess að það get- ur tekið óratíma að fá afgreiðslu mála. Annað þessu tengt kom fram í viðtali í Viðskiptamogganum í gær þar sem rætt var við fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins Hreint ehf., sem sagði að helsti galli rekstrarumhverfisins hér á landi lægi í „sívaxandi afskiptum hins opinbera og íþyngjandi ráð- stöfunum sem streyma þaðan“. Undir þetta geta eflaust flestir stjórnendur fyrirtækja tekið. Regluverk verður sífellt flóknara með tilheyrandi kostnaði fyrir fyrirtækin en auk þess með til- heyrandi kostnaði fyrir ríkið, sem á endanum lendir einnig á atvinnulífinu í landinu. Í orði kveðnu má segja að ríkisvaldið taki undir þetta, meðal annars með áformum um einföldun regluverks. Það hefur þó fjarri því skilað þeim árangri að at- vinnulífið upplifi minna reglu- verk og eftirlit. Ríkisvaldið verður að ganga ákveðið og hratt til verks og bæta rekstrarumhverfi atvinnu- lífsins að þessu leyti og einnig með lækkun skatta til að auð- velda fyrirtækjum að ráða fólk til vinnu og fjárfesta í nýjum at- vinnutækifærum. Takist vel til í þessum efnum mun það draga úr neikvæðum áhrifum faraldursins og örva batann þegar ytri að- stæður verða hagfelldar á ný. Ísland stendur tiltölulega vel en með réttum aðgerð- um má ná mun betri árangri til skemmri og lengri tíma} Sterk staða Íslands Sigríður And-ersen alþing- ismaður fjallaði um einkarekstur í heil- brigðiskerfinu og tengdi við kórónu- veirufaraldurinn í grein í Viðskiptablaðinu í liðinni viku. Hún benti á að einkaaðilar hefðu skipt sköpum í baráttunni við veiruna, bæði hér á landi og erlendis, og sagði að því yrði vart trúað að enn væru til þeir sem eftir þennan faraldur sæju ekki hversu mikilvægt framtak einkaaðila væri í heilbrigðis- málum. Þá sagði Sigríður að Land- spítalinn hefði tekið ákvörðun um að „fresta valkvæðum“ að- gerðum til þess að vera í stakk búinn til að takast á við holskeflu innlagna vegna veirunnar. Spít- alinn undirbjó þó þessa frestun með því að keyra skurðstofur á fullt stím, með tilheyr- andi álagi á starfs- fólk, og freista þess þannig að vinna nið- ur biðlista. Á sama tíma standa fullkomnar skurð- stofur úti í bæ sem hefði mátt semja við um að halda áfram að vinna verkin sem spítalinn sá sér ekki fært að vinna. Það má heita með ólíkindum að menn hafi ekki leitað eftir samstarfi á þessu sviði eins og var gert með rann- sóknarstarfsemina.“ Þrátt fyrir að taka megi undir að baráttan við veiruna ætti að sýna fram á mikilvægi einka- rekstrar á heilbrigðissviði er því miður fátt sem bendir til að af- staða heilbrigðisráðuneytisins íslenska hafi breyst til hins betra í þessum efnum, nema síður sé. Efasemdir um einkarekstur á heilbrigðissviði valda miklu tjóni} Einkarekstur og veirufaraldur Þ að er dapurt að sjá hvernig æðstu embættismenn þjóðkirkjunnar, með biskupinn sjálfan í broddi fylkingar, ala á upplausn og sundrungu trúbræðra sinna og -systra. Seint hefði ég trúað því að ég ætti eftir að sjá frelsarann Jesú Krist með varalit, kinnalit og brjóst. Sjálf þjóðkirkjan hefur blásið til auglýsingaherferðar þar sem sú mynd sem dregin er upp af frelsaranum sær- ir og hryggir marga þá sem trúa í einlægni á hann. Jesús breiddi út faðminn og elskaði alla jafnt. Samtímaheimildir eru til um hann. Þess vegna er undarlegt að því skuli jafnvel hafa verið fleygt að Jesús sé hugarburður og hafi aldrei verið til. Það var hann, alveg eins og heim- spekingarnir Platon og Sókrates, sem þó voru uppi mörgum öldum fyrir Krists burð, og speki þeirra enn í dag kennd við alla virtustu háskóla heims. Að staða kirkjunnar sé orðin svo veikburða að bisk- upinn sjálfur samþykki að ráðast í auglýsingaherferð fyrir kirkjuna sem byggist á skopmynd af Jesú er ólýs- anlegt með öllu. Við sem trúum á Guð vitum að Jesús er sonur hans. Mér var kennt að virða kristna trú, virða kirkjur og trúartákn, virða presta og annað starfsfólk kirkjunnar og að ég ætti að hegða mér í samræmi við kærleiksboðskap kristinnar trúar. Mér finnst eins og þjóðkirkjan sé að reyna að þvinga upp á mig þeirri sýn að Jesús Kristur hafi verið „alls konar“. Fallist ég ekki á slíkt hljóti ég að vera vond manneskja sem skilur ekki inntak kærleikans. Það sem hér er á ferð er innræting sem hefur ekkert með kristna trú að gera. Ég horfi á þessa nýjustu áróðursteikningu þjóðkirkjunnar og velti fyrir mér hvílíkt dómgreindarleysi hljóti að ráða för hjá bisk- upi Íslands og starfsfólki biskupsstofu. Boð- un kirkjunnar á að vera almenn, ekki sér- tæk. Til hvers þarf að ráðast að trúarvitund fólks með þessum hætti og um leið brjóta niður þá ímynd sem Jesús Kristur hefur haft í huga flestra þeirra sem telja sig kristinnar trúar? Hvaða markmið og tilgangur er hér að baki? Hvernig á það að þjóna kristni að efna til ófriðar og illdeilna sem hér er gert? Hér er biskup einungis að færa óvinum kirkjunnar vopn í hendur. Hún er að skemmta skrattanum. Mér finnst þetta rangt og lái mér hver sem vill. Inga Sæland Pistill Biskup skemmtir skrattanum? Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Munurinn á milli ís-lenskra karla ogkvenna á aldrinum 25til 34 ára, sem eru án framhaldsmenntunar, fer enn vax- andi samkvæmt nýjum samanburði OECD. Á seinasta ári höfðu 13% kvenna í þessum aldurshópi ekki lokið námi eftir grunnskóla. Þetta hlutfall meðal kvenna hér á landi hefur minnkað jafnt og þétt á um- liðnum árum. Það var 15% fyrir tveimur árum en 24% fyrir áratug, þegar sá hópur kvenna sem var án framhaldsmenntunar var jafn stór og hópur karla er í dag sem ekki hafa lokið námi eftir grunnskóla. Hlutfall kvenna án framhalds- menntunar hér á landi er nú orðið t.a.m. örlítið lægra en í Svíþjóð þar sem 14% kvenna á þessum aldri hafa eingöngu lokið grunn- skólanámi og í Noregi þar sem það á við um 15% kvenna í þessum ald- urshópi. Staða íslenskra karla er sem kunnugt er mun verri, brottfall drengja úr framhaldsskóla er mun meira en stúlkna og óvíða í Evrópu eru hlutfallslega jafn margir karlar á þessum aldri án framhaldsmennt- unar og hér á landi. Árið 2009 hafði um þriðjungur íslenskra karla 25 til 34 ára eða 33% ekki lokið námi eftir grunnskóla og hefur hlutfallið því lækkað um níu prósentustig á seinasta áratug en staðan hefur lítið breyst á seinustu árum. Hlutfall karla á þessum aldri sem eru án framhaldsskólamennt- unar var 24% á árinu 2017 og það hlutfall stóð óbreytt á síðasta ári. Gjáin á milli íslenskra karla og kvenna hefur því breikkað í 11 pró- sentustig. Tölur fyrir Danmörku og Nor- eg eru þó ekki mjög frábrugðnar Ís- landi en í báðum löndum eru 20% karla á þessum aldri án framhalds- menntunar og hlutfallið er 18% í Svíþjóð en 10% í Finnlandi. Í umfjöllun menntamálaráðu- neytisins um fyrri athuganir OECD hefur komið fram að munurinn á milli kynjanna er óvíða jafn mikill og hér á landi og hann fer vaxandi eins og áður segir. Vissulega hefur körlum sem ekki hafa lokið fram- haldsskóla þó fækkað yfir lengra tímabil eins og fyrr segir. Þessar upplýsingar má lesa út úr árlegri tölfræðiúttekt OECD um menntamál í aðildarríkjunum, Education at a Glance 2020, sem kom út fyrr í þessari viku. Meðaltal fólks á þessum aldri sem ekki hefur lokið námi eftir grunnskóla var 17% í fyrra í löndum OECD og 15% í löndum innan Evrópusambandsins. Nokkuð önnur mynd blasir við ef skoðað er hversu stór hluti fólks á aldrinum 25 til 34 ára hefur lokið háskólanámi. Þá kemur á daginn að 47% Íslendinga í þessum aldurshópi höfðu lokið einhverju námi á há- skólastigi á seinasta ári, sem er yfir meðaltali bæði meðal OECD- landanna og í Evrópu. Miklu stærra hlutfall kvenna en karla á þessum aldri er með há- skólamenntun eða 56% á móti 39% karla. En hlutföllin hafa hækkað mikið hjá báðum kynjum á seinustu tíu árum. Ef stærri aldurshópur, þ.e.a.s. fólk á aldrinum 25 til 64 ára, er tek- inn með í samanburði á háskóla- menntun í löndum OECD og sjón- um beint að þeim sem hafa lokið bakkalárgráðu (BA, BSc eða BEd) kemur á daginn að tæpur fjórð- ungur Íslendinga á þessum aldri hafði í fyrra lokið bakkalárgráðu og hefur það hlutfall hækkað um þrjú prósentustig á tveimur árum. Það er langt yfir meðaltali OECD- landanna (18%) og meðal ESB- landa (15%). 18% voru með meist- aragráðu hér á landi. Gjáin milli kynjanna fer enn stækkandi Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Alþjóðadagar í HÍ Staða menntamála í aðildarlöndum Efnahags- og fram- farastofnunarinnar OECD er kortlögð í árlegri skýrslu sem komin er út. Útgjöld til menntamála, þ.e. á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi, á Íslandi voru 5,8% af vergri landsframleiðslu á árinu 2017 og eru þau níundu hæstu í samanburði milli OECD- landanna skv. skýrslu OECD og 0,9 prósentustigum yfir með- altalinu innan OECD. Bent er á í umfjöllun um Ísland að á ár- unum frá 2012 til 2017 jukust útgjöld til skólastiganna í lönd- um OECD að jafnaði um 1,3% á ári en á Íslandi uxu útgjöldin að meðaltali um 4,6% á ári á þess- utímabili. Á sama tíma minnkaði fjöldi nemenda lítillega að jafn- aði og var því árlegur vöxtur út- gjalda á hvern nemanda á Íslandi 4,8% yfir þetta tímabil. OECD birtir líka samanburð á út- gjöldum á hvern nemanda á öll- um skólastigum umreiknað í bandaríkjadali og leiðrétt m.t.t. til kaupmáttar. Þar kemur fram að útgjöldin hér voru yfir með- altali OECD eða 13.819 dalir á nemanda á árinu 2017. Ísland í níunda sæti ÚTGJÖLD TIL MENNTAMÁLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.