Morgunblaðið - 15.10.2020, Síða 28

Morgunblaðið - 15.10.2020, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 hafnasvæði Samskipa er við Voga- bakka við Elliðaárvog. Eins og fram hefur komið í fréttum er Eimskip um þessar mundir að taka í notkun ný og stór gámaskip. Þetta eru stærstu skip íslenska flotans, rúm- lega 26 þúsund brúttótonn að stærð. Samhliða framkvæmdum við nýja hafnarbakka og landfyllingar hyggj- ast Faxaflóahafnir ráðast í dýpkanir í Viðeyjarsundi og Kleppsvík og verður hluti efnisis sem þannig fæst nýttur í landagerðina. Þessi dýpkun er nauðsynleg vegna tilkomu nýrra og stærri skipa sem eru með meiri djúpristu en þau gömlu. Fyrsti áfanginn, dýpkun á Viðeyjarsundi fyrir framan Sundabakka, var boð- inn út nýlega og er áætlað að opna tilboð í verkið í dag, 15. október. Dýpkunarefni úr Viðeyjarsundi verður losað í aflagða efnisnámu á hafsbotni suðaustur af Engey en þar hefur verið losað efni síðan árið 2005. Alls hafa þegar verið haugsett- ir rúmlega 1.000.000 rúmmetrar af dýpkunarefni í þessa námu sem hætt var að nýta til efnistöku fyrir meira en 20 árum. Stefnt er að verk- lokum dýpkunar 1. apríl 2021. Hvar verður Sundabrautin? Nú stendur yfir vinna starfshóps sem samgönguráðherra skipaði til að endurmeta áætlanir um Sunda- braut. Starfshópurinn stefnir að því að skila niðurstöðu síðar í þessum mánuði. Verkefni starfshópsins er að endurmeta þá tvo kosti sem starfshópur um Sundabraut á veg- um ríkisins og Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) taldi fýsilegasta í skýrslu sinni sem kynnt var í júlí í fyrra. Það eru jarð- göng yfir í Gufunes og lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík. Verði lágbrú talin besti kosturinn mun Sundabrautin þvera hafnar- svæðið fyrir neðan Klepp. Sunda- brautin er ekki með í því umhverf- ismati sem nú er að hefjast og ekki verið að velta upp möguleikum sem gætu komið upp vegna hennar, upp- lýsir Inga Rut Hjaltadóttir for- stöðumaður tæknideildar Faxaflóa- hafna Morgunblaðið. Ráðist í stækkun Sundahafnar  Um er að ræða hafnargerð í Vatnagörðum, sem Faxaflóahafnir ætla að ráðast í á næstu árum  Viðamesta verkið er landfylling fyrir framan vöruhótel Eimskips  Dýpkað á Viðeyjarsundi Morgunblaðið/Eggert Sundahöfn Það verður ekkert smáræðis verkefni að fylla höfnina fyrir framan vöruhótel Eimskips við Vatnagarða- bakka. Fyrir miðri mynd eru byggingar Fóðurblöndunnar við Korngarða. Fyrirtækið mun víkja í fyllingu tímans. Fyrirhuguð þróun Sundahafnar Skarfabakki Klepps- spítali Sundabakki Vogabakki Lenging Skarfabakka Sæbraut Vatnagarðar Klettagarðar Lenging Sundabakka Viðeyjarsund Elliðavogur Lenging Vogabakka D ý p k u n a r s v æ ð i Dýpkunarsvæði Fyrirhugaðar landfyllingar Nýr Kleppsbakki BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrir dyrum stendur næsti áfangi þróunar Sundahafnar í Reykjavík. Um er að ræða hafnargerð í Vatna- görðum, sem Faxaflóahafnir sf. ætla að ráðast í á næstu árum. Þegar þessum framkvæmdum lýkur verð- ur hafnarsvæði Sundahafnar að mestu fullmótað. Þetta er mikilvæg- asta vöruhöfn Íslands og þangað koma langflestir farþegar með skemmtiferðaskipum. Við Sunda- höfn eru einnig mörg stærstu inn- flutningsfyrirtæki landsins með skrifstofur og vöruskemmur. Umhverfismat að hefjast Í sumar var boðin út vinna við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar- innar. Fimm tilboð bárust í verkið frá Mannviti, VSÓ ráðgjöf, Alta, Verkís og Eflu verkfræðistofu. Lægsta tilboðið var frá Eflu, 9,4 milljónir, og er búið að semja við stofuna um verkið. Hafnargerðin í Vatnagörðum fel- ur m.a. í sér lengingu Skarfabakka til suðurs að Kleppsbakka, uppfyll- ingu og landgerð og aflagningu eldri bakka í Vatnagörðum. Viðamesta verkið verður landfylling fyrir fram- an vöruhótel Eimskips. Áætlað er að í fyllinguna fari 1.125.000 rúmmetr- ar efnis. Við þessa framkvæmd verð- ur til 300 metra langur nýr hafnar- bakki en eldri bakkar, alls um 770 metrar, leggjast af. Með landgerð- inni verður til 75 þúsund fermetra svæði fyrir gáma og aðra hafnar- starfsemi. Efni í landgerðina mun að mestu fást með dælingu af hafsbotni en einnig mun hluti þess koma frá námum á landi. Áætlað er að hefja framkvæmdir haustið 2022. Fyrir liggur samþykkt aðalskipulag. Önnur atriði þróunaráætlunar- innar felast í færslu á Kleppsbakka til norðurs, lengingu Sundabakka til suðurs og lengingu Vogabakka til norðausturs. Athafnasvæði Eimskips er við Sundabakka gegnt Viðey en at- Gamla höfnin í Reykjavík var byggð á árunum 1913 til 1917 og var hún eins og gefur að skilja gríð- arlegt framfararskref fyrir höfuð- borg Íslands. En forystumenn Reykjavíkur gerðu sér grein fyrir því að sá dag- ur kæmi að höfnin myndi ekki duga fyrir þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fór fram og óx að umfangi á hverju ári. Inn- og útflutningur vöru jókst, togurum fjölgaði og skipin urðu stærri og stærri. Í stríðslok 1945 var farið að ræða um stækkun Reykjavíkurhafnar eða nýtt hafnarsvæði. Ýmsir mögu- leikar voru skoðaðir, svo sem að loka Engeyjarsundi með hafnar- garði frá Örfirisey út í Engey. Nýj- ar bryggjur áttu að koma við Kirkjusand, milli Höfða og Laugar- ness. En upp úr 1960 mótaðist hug- myndin um Sundahöfn, sem næði frá Laugarnesi inn að Gelgjutanga. Í maí 1966 voru tilboð opnuð í 1. áfanga Sundahafnar. Höfnin var tilbúin í júli 1968 og fyrsti farm- urinn losaður, úr skipinu Vatna- jökli. Síðan hefur höfnin þróast í takt við tímann. Hún er fyrir löngu orðin helsta „vörugátt“ landsins og þangað koma risastór skemmti- ferðaskip. Í fyrra voru 190 komur farþegaskipa til Faxaflóahafna með 188.630 farþega. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Skarfabakki Í eðlilegu heimsástandi hafa risaskip komið hingað árlega. Mikilvægasta höfnin fyrir fólk og vörur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.