Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 hafnasvæði Samskipa er við Voga- bakka við Elliðaárvog. Eins og fram hefur komið í fréttum er Eimskip um þessar mundir að taka í notkun ný og stór gámaskip. Þetta eru stærstu skip íslenska flotans, rúm- lega 26 þúsund brúttótonn að stærð. Samhliða framkvæmdum við nýja hafnarbakka og landfyllingar hyggj- ast Faxaflóahafnir ráðast í dýpkanir í Viðeyjarsundi og Kleppsvík og verður hluti efnisis sem þannig fæst nýttur í landagerðina. Þessi dýpkun er nauðsynleg vegna tilkomu nýrra og stærri skipa sem eru með meiri djúpristu en þau gömlu. Fyrsti áfanginn, dýpkun á Viðeyjarsundi fyrir framan Sundabakka, var boð- inn út nýlega og er áætlað að opna tilboð í verkið í dag, 15. október. Dýpkunarefni úr Viðeyjarsundi verður losað í aflagða efnisnámu á hafsbotni suðaustur af Engey en þar hefur verið losað efni síðan árið 2005. Alls hafa þegar verið haugsett- ir rúmlega 1.000.000 rúmmetrar af dýpkunarefni í þessa námu sem hætt var að nýta til efnistöku fyrir meira en 20 árum. Stefnt er að verk- lokum dýpkunar 1. apríl 2021. Hvar verður Sundabrautin? Nú stendur yfir vinna starfshóps sem samgönguráðherra skipaði til að endurmeta áætlanir um Sunda- braut. Starfshópurinn stefnir að því að skila niðurstöðu síðar í þessum mánuði. Verkefni starfshópsins er að endurmeta þá tvo kosti sem starfshópur um Sundabraut á veg- um ríkisins og Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) taldi fýsilegasta í skýrslu sinni sem kynnt var í júlí í fyrra. Það eru jarð- göng yfir í Gufunes og lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík. Verði lágbrú talin besti kosturinn mun Sundabrautin þvera hafnar- svæðið fyrir neðan Klepp. Sunda- brautin er ekki með í því umhverf- ismati sem nú er að hefjast og ekki verið að velta upp möguleikum sem gætu komið upp vegna hennar, upp- lýsir Inga Rut Hjaltadóttir for- stöðumaður tæknideildar Faxaflóa- hafna Morgunblaðið. Ráðist í stækkun Sundahafnar  Um er að ræða hafnargerð í Vatnagörðum, sem Faxaflóahafnir ætla að ráðast í á næstu árum  Viðamesta verkið er landfylling fyrir framan vöruhótel Eimskips  Dýpkað á Viðeyjarsundi Morgunblaðið/Eggert Sundahöfn Það verður ekkert smáræðis verkefni að fylla höfnina fyrir framan vöruhótel Eimskips við Vatnagarða- bakka. Fyrir miðri mynd eru byggingar Fóðurblöndunnar við Korngarða. Fyrirtækið mun víkja í fyllingu tímans. Fyrirhuguð þróun Sundahafnar Skarfabakki Klepps- spítali Sundabakki Vogabakki Lenging Skarfabakka Sæbraut Vatnagarðar Klettagarðar Lenging Sundabakka Viðeyjarsund Elliðavogur Lenging Vogabakka D ý p k u n a r s v æ ð i Dýpkunarsvæði Fyrirhugaðar landfyllingar Nýr Kleppsbakki BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrir dyrum stendur næsti áfangi þróunar Sundahafnar í Reykjavík. Um er að ræða hafnargerð í Vatna- görðum, sem Faxaflóahafnir sf. ætla að ráðast í á næstu árum. Þegar þessum framkvæmdum lýkur verð- ur hafnarsvæði Sundahafnar að mestu fullmótað. Þetta er mikilvæg- asta vöruhöfn Íslands og þangað koma langflestir farþegar með skemmtiferðaskipum. Við Sunda- höfn eru einnig mörg stærstu inn- flutningsfyrirtæki landsins með skrifstofur og vöruskemmur. Umhverfismat að hefjast Í sumar var boðin út vinna við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar- innar. Fimm tilboð bárust í verkið frá Mannviti, VSÓ ráðgjöf, Alta, Verkís og Eflu verkfræðistofu. Lægsta tilboðið var frá Eflu, 9,4 milljónir, og er búið að semja við stofuna um verkið. Hafnargerðin í Vatnagörðum fel- ur m.a. í sér lengingu Skarfabakka til suðurs að Kleppsbakka, uppfyll- ingu og landgerð og aflagningu eldri bakka í Vatnagörðum. Viðamesta verkið verður landfylling fyrir fram- an vöruhótel Eimskips. Áætlað er að í fyllinguna fari 1.125.000 rúmmetr- ar efnis. Við þessa framkvæmd verð- ur til 300 metra langur nýr hafnar- bakki en eldri bakkar, alls um 770 metrar, leggjast af. Með landgerð- inni verður til 75 þúsund fermetra svæði fyrir gáma og aðra hafnar- starfsemi. Efni í landgerðina mun að mestu fást með dælingu af hafsbotni en einnig mun hluti þess koma frá námum á landi. Áætlað er að hefja framkvæmdir haustið 2022. Fyrir liggur samþykkt aðalskipulag. Önnur atriði þróunaráætlunar- innar felast í færslu á Kleppsbakka til norðurs, lengingu Sundabakka til suðurs og lengingu Vogabakka til norðausturs. Athafnasvæði Eimskips er við Sundabakka gegnt Viðey en at- Gamla höfnin í Reykjavík var byggð á árunum 1913 til 1917 og var hún eins og gefur að skilja gríð- arlegt framfararskref fyrir höfuð- borg Íslands. En forystumenn Reykjavíkur gerðu sér grein fyrir því að sá dag- ur kæmi að höfnin myndi ekki duga fyrir þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fór fram og óx að umfangi á hverju ári. Inn- og útflutningur vöru jókst, togurum fjölgaði og skipin urðu stærri og stærri. Í stríðslok 1945 var farið að ræða um stækkun Reykjavíkurhafnar eða nýtt hafnarsvæði. Ýmsir mögu- leikar voru skoðaðir, svo sem að loka Engeyjarsundi með hafnar- garði frá Örfirisey út í Engey. Nýj- ar bryggjur áttu að koma við Kirkjusand, milli Höfða og Laugar- ness. En upp úr 1960 mótaðist hug- myndin um Sundahöfn, sem næði frá Laugarnesi inn að Gelgjutanga. Í maí 1966 voru tilboð opnuð í 1. áfanga Sundahafnar. Höfnin var tilbúin í júli 1968 og fyrsti farm- urinn losaður, úr skipinu Vatna- jökli. Síðan hefur höfnin þróast í takt við tímann. Hún er fyrir löngu orðin helsta „vörugátt“ landsins og þangað koma risastór skemmti- ferðaskip. Í fyrra voru 190 komur farþegaskipa til Faxaflóahafna með 188.630 farþega. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Skarfabakki Í eðlilegu heimsástandi hafa risaskip komið hingað árlega. Mikilvægasta höfnin fyrir fólk og vörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.