Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við lítum á allt veggjakrot sem skemmdarverk á eigum borgarinn- ar. Þetta er mjög hvimleitt í okkar huga,“ segir Hjalti J. Guðmunds- son, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands hjá Reykjavíkurborg. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í vikunni voru skemmdir unnar á hljóðmön við Miklubraut á dögunum. Var starfsmönnum borg- arinnar falið að hreinsa vegginn. Algengt er að starfsmenn borgar- innar þurfi að þrífa veggjakrot af eignum Reykjavíkurborgar og fell- ur þó nokkur kostnaður til við hreinsunarstarfið. Ekki er hins vegar algengt að þeir sem valda skemmdunum náist. Fimm milljóna átak Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg skiptist hreinsun á veggjakroti í nokkra flokka. Stærsti einstaki flokkurinn er fast- eignir borgarinnar, þar á meðal grunn- og leikskólar. Í ár hafa 8,7 milljónir króna verið bókfærðar í kostnað sem fellur til vegna veggja- krots á þeim. Árið 2019 var kostn- aðurinn 12,3 milljónir yfir allt árið og árið 2018 var hann nær 10 millj- ónir króna. Kostnaður við hreinsun og yfirmálun á umferðarmannvirkj- um, götugöngum, leiktækjum og mannvirkjum á opnum svæðum var um 11 milljónir króna árið 2018, aðrar 11 milljónir í fyrra og það sem af er ári nemur kostnaðurinn rúmum 17 milljónum króna. Þar af eru fimm milljónir í tengslum við sérstakt átak í sumar sem borgin vann í samvinnu við íbúa og rekstr- araðila. „Við buðum rekstraraðilum í miðborginni og öðrum kjarnastöð- um fram okkar aðstoð. Við vorum með aðila sem veitti ráðgjöf varð- andi þrifin en þeir rekstraraðilar greiddu sjálfir fyrir þrifin. Þetta reyndist ágætlega,“ segir Hjalti um tilraunaátakið í sumar. Hjalti kveðst ekki hafa upplýs- ingar sem sýni að veggjakrot hafi aukist nýlega í borginni. „Þetta er viðamikið verkefni og það gengur oft á í gusum. Við reynum að þrífa eigur borgarinnar eins fljótt og auðið er, förum reglulega yfir ákveðna fleti eins og undirgöng sem eru mörg vinsæl til þessa brúks. Síðan fáum við ábendingar og bregðumst þá fljótt við þeim. Eina sem við getum gert til að pirra þessa einstaklinga er að leyfa þessu ekki að lifa lengi.“ Erfitt að finna sökudólga Jóhann Karl Þórisson aðstoðar- yfirlögregluþjónn kveðst ekki merkja aukningu í tilkynningum um veggjakrot til lögreglu. Hann telur að algengt sé að eigendur húsa máli yfir skemmdarverkin án þess að tilkynna um eignaspjöll. Erfitt sé að finna sökudólgana án þess að myndbandsupptökur eða aðrar sannanir liggi fyrir. Hann segir að í þeim tilvikum sem söku- dólgar náist sé stundum reynd sáttamiðlun, viðkomandi sé boðið að mála yfir skemmdarverkin. Ef það gengur ekki þurfi eigandi byggingar að kæra formlega og óska eftir að viðkomandi verði gerð refsing. 25 milljónir í þrif á veggjakroti í ár  Mikill kostnaður við viðhald vegna veggjakrots á ári hverju  Starfsmenn Reykjavíkurborgar þrífa undirgöng og fleiri staði reglulega  Átak í borginni í sumar  Erfitt að hafa hendur í hári sökudólga Morgunblaðið/Eggert Þrif Mikil vinna og kostnaður fer í að þrífa eigur borgarinnar vegna veggjakrots. Átak var gert í miðborginni í ár. Morgunblaðinu barst ábending frá lesanda um að svipaðar áletranir hefðu verið krotaðar á hljóðmön við Kringlumýrar- braut og á hljóðmön við Miklu- braut. Fylgir sögunni að sömu tákn hafi ítrekað verið krotuð þar. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfir- lögregluþjónn segir við Morg- unblaðið að erfitt hafi reynst að hafa hendur í hári krotara enda vinni þeir skemmdarverk sín oftast í skjóli nætur. „Besti möguleikinn til að vinna bug á þessari plágu er að standa þá að verki. Það er ekki auðvelt enda eru þeir oft með aðra menn til að líta eftir fyrir sig og komast þá í burtu ef einhver nálgast. En ef það eru vísbend- ingar þá fylgjum við þeim eftir.“ Sömu táknin finnast víða VEGGJAKROT Í BORGINNI Miklabraut Krotað var á grjótvegg á dögunum. Krotið var hreinsað. Kringlumýrarbraut Svipuð tákn hafa oft verið krotuð á hljóðmön. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég geri ráð fyrir að það verði mikil eftirspurn eftir þessu bólu- efni núna. Við reyndum hvað við gátum til að tryggja okkur meira en fengum ekki meira en þetta,“ sagði Þórólfur Guðna- son, sóttvarnalæknir, um bólusetningu gegn árlegri inflúensu sem nú er hafin. Íslendingar fá að þessu sinni 75.000 skammta af bóluefni gegn árlegri inflúensu. Það er meira en áður hefur fengist, að sögn Þórólfs. Hann sagði að gerður hafi verið samningur um 70.000 skammta af bóluefni árlega við franska bóluefnisframleiðandann Sanofi Pasteur fyrir nokkrum árum. Þá var ekki unnt að fá fleiri skammta. „Við höfum aldrei komið út svo mörgum skömmtum í fólk,“ sagði Þórólfur. Á undanförnum árum hefur spurn eftir bólusetningu gegn árlegri inflúensu farið vaxandi. Þrátt fyrir það hef- ur yfirleitt þurft að henda afgangsbóluefni á hverju ári. Nú gat tiltekið fyrirtæki herjað út 5.000 skammta til viðbótar. „Það er alltaf skortur á þessu bóluefni. Við fáum ekki meira en þetta,“ sagði Þórólfur. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) ákveður samsetningu bóluefnisins á hverju ári. Síðan er það framleitt í takmörkuðu magni. Áhersla á ákveðna hópa Þórólfur sagði að sem fyrr yrði lögð áhersla á að bólusetja þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma eins og hjarta- og æða- sjúkdóma, lungnasjúkdóma og skert ónæmiskerfi, fólk 60 ára og eldra, þungaðar konur og heilbrigðisstarfsfólk sem starfar í framlínunni. Þá er nokkuð um það að fyrirtæki bjóði starfsfólki sínu upp á bólusetningu og þannig verður það áfram. Ákveðnir aðilar hafa annast bólusetningar gegn árlegri inflú- ensu undanfarin ár. Bóluefninu er dreift til þeirra samkvæmt fyrirfram ákveðnum dreifingarlista. Aukaskammtarnir 5.000 eru þar til viðbótar og fara á almennan markað. „Það má ekki gleyma því að það er til lyf gegn inflúensu á markaðnum, Tamiflu, sem er hægt að nota þegar inflúensan kemur,“ sagði Þórólfur. Tamiflu er afhent gegn lyfjaávísun. Árlega inflúensan er eiginlega ekkert farin að stinga sér nið- ur. Hér á landi byrjar hún yfirleitt ekki fyrr en eftir áramót. „Það verður mjög fróðlegt að sjá hvað inflúensan gerir,“ sagði Þórólfur. „Það eru miklar takmarkanir og fólk er að passa sig. Almennt hefur verið mun minna af öndunarfærasýkingum eftir að COVID-19 byrjaði. Allar þessar aðgerðir, hreinlætisaðgerðir og annað, koma í veg fyrir sýkingar. Það verður fróðlegt að sjá hvort inflúensan verður minni við þessar aðstæður.“ Flensusprautan líklega eftirsótt  Íslendingar fá 75.000 skammta af bóluefni gegn árlegri inflúensu  Það er meira en áður  Ekki er meira í boði  Ákveðnir hópar fá forgang  Fróðlegt að sjá hvort flensan verður minni en áður Morgunblaðið/Árni Sæberg Bólusetning Fólk með undirliggjandi sjúkdóma, eldra fólk, þungaðar konur og heilbrigðisstarfsmenn fá forgang. Þórólfur Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.