Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020 ✝ Ásdís MagneaGunnlaugs- dóttir fæddist á Sólbakka í Önund- arfirði 18. mars 1939. Hún lést hjúkrunarheim- ilinu á Siglufirði 25. september 2020. Foreldrar Ásdísar voru Gunnlaugur Jónsson, f. 7. maí 1907, d. 25. okt. 1974, og Kristín Magnúsdóttir, f. 1. nóv. 1913, d. 25. sept. 1949. Bróðir hennar er Páll Gunn- laugsson, f. 28. feb. 1936. Frá Sólbakka flutti fjölskyldan til Raufarhafnar og þaðan til Siglu- fjarðar. Ásdís gekk í húsmæðraskól- ann í Löngumýri þegar hún var 15 ára. Árið 1955 hóf hún störf á Hótel Höfn á Siglufirði þar sem hún kynntist Sigurjóni Jóhanns- syni skipstjóra, f. 8. sept. 1928, d. 22. des. 2010, þau giftu sig þann 13. júlí 1957. Faðir hans var Jóhann Pétur Jónsson, f. 1. des. 1882, d. 11. okt. 1971. Móðir hans var Herdís Þorsteinsdóttir, f. 30. júní 1893, d. 23. nóv. 1968. Ásdís og Sigurjón áttu fjögur börn; 1) Kristín, f. 7. feb. 1958, gift Gunnari Smára Helgasyni. Hún á fjögur börn með fyrri ur, kvæntur Heather Sig- urjonsson. 3) Herdís, f. 8. des. 1965, gift Erlendi Erni Fjeld- sted. Börn þeirra: a) Ásdís Magnea, sambýlismaður Arn- finnur Rúnar Sigmundsson; b) Sturla Sær, sambýliskona Gígja Teitsdóttir; c) Sædís Erla. 4) Sigurjón Sigurjónsson, f. 23. jan. 1973, d. 26. jan. 1973. Ásdís var lengst af húsmóðir á heimili þeirra Sigurjóns, Laugarvegi 15 á Siglufirði, og taldi það forréttindi að sinna uppeldi barnanna. Hún varði miklum tíma í handavinnu og garðyrkju og ræktaði poodle- hunda um tíma. Hún vann í rækjuvinnslu um tíma en árið 2002 stofnaði hún, ásamt vin- konum sínum, Gallerí Sigló sem var starfrækt í tólf ár. Þar gerði hún glerlistaverk og málaði postulín sem hún seldi, auk korta sem hún gerði utan vinnu. Ásdís lét einnig til sín taka í fé- lagsstörfum á Siglufirði og var alltaf félagi í kvennadeild slysa- varnafélagsins. Auk þess var Ásdís ein af stofnendum Siglu- fjarðardeildar Garðyrkjufélags Íslands og var um tíð formaður þess. Útför Ásdísar fer fram í Siglufjarðarkirkju 17. október 2020, klukkan 14. Streymt verður frá athöfn- inni: https://www.youtube.com/embed/ aLMMWZZPGRg Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat manni sínum Þórði M. Sigurðssyni (þau skildu). Börn þeirra: a) Þórður Matthías, sambýlis- kona Sigríður Oddný Bald- ursdóttir, synir þeirra Haraldur Ív- ar og Matthías Baldur; b) Sigurjón Veigar, kvæntur Höllu G. Þórð- ardóttur, synir þeirra Kristján Gabríel, Engill Þór, Þórður Davíð og Óskar Máni; c) Sig- urður Freyr, sambýliskona Sylvía Rós Sigurðardóttir, synir þeirra Sigurður Karl og Jökull Logi; d) Ragnar Freyr, sam- býliskona Sara Valgerður Júl- íusdóttir, synir þeirra Mikael Erik og drengur Ragnarsson. Fyrir átti Ragnar Gabríel Reyni, f. 4. jan. 2011, d. 21. júní 2012, með Söndru Grétarsdóttur. 2) Jóhann, f. 5. des. 1960, kvæntur Shirley Sigurjónsson. Hann á þrjú börn með fyrri konu sinni Theresu Chu Sigurjónsson (þau skildu). Börn þeirra: a) Sarah Chu, gift Cory Vandervort, börn þeirra Emma Kristin, Finley Elizabeth, Owen Sterling og Ev- an Sterling; b) Kristín Chu, gift Nick Kirschner; c) Jóhann Pét- Elsku mamma. Samvera okk- ar síðastliðið ár hefur verið meira á rafrænu formi en við hefðum kosið. í ár ætluðum við að fara á Raufarhöfn og klára þennan stutta spotta sem þú átt- ir eftir að fara við Höfn. Við lét- um þó sóttvarnir og heilsuleysi ekki stöðva okkur um daginn við að fara í ferðalagið góða með að- stoð Google. Skemmtilegast var á Raufarhöfn. Þegar við brun- uðum um bæinn og út á Rauð- anúp og þú sagðir mér frá æsku- heimilinu sem var staðsett við síldarverksmiðjuna þar sem afi Gulli vann. Hvernig loginn í ofn- um verksmiðjunnar blasti við ykkur og hvað ykkur Palla þótti spennandi að fá að slökkva á bænum á kvöldin með rofa sem staðsettur var í eldhúsinu ykkar. Það var líka gaman að skoða aft- ur húsið sem við bjuggum í á Raufarhöfn veturinn 1969 og rifja upp eitt og annað frá þeim tíma. Mikið óskaplega þakka ég þér eljusemi við björgun þjóðarverð- mæta. Þín vegna er til gott safn af skjölum og myndum sem tengjast sögu fjölskyldunnar sem ég mun koma í öruggt skjól. Það er búið að vera einstaklega skemmtilegt að fara í gegnum safnið með þér. Það mun þó trú- lega taka mig nokkur ár og jafn- vel áratugi að ljúka verkefninu okkar. Allir sem þekktu Ásdísi Gull vita að hún var með græna fing- ur og elskaði tilraunir með fræ og græðlinga. Það var alvanalegt að mamma væri úti í garði að rótast í mold á kvöldin og því var það henni erfitt þegar hún gat ekki lengur sinnt garðinum við Laugarveg 15 og þegar gróður- húsið var farið. Verðskulduð verðlaun fékk hún fyrir garðinn, en það hnussaði þó í henni þegar pabbi, sjómaðurinn sem á þeim tíma hafði varla komið út í garð, var heiðraður fyrir garðinn. Það var alltaf jafn gefandi að fara með mömmu út í garð og róta í mold. Í ár var hún þó aðeins í mynd í símanum, en mikið voru þær stundir samt frábærar. Listakonan á Laugarvegi 15 skilur eftir sig mörg listaverkin; sængurföt, jóladiska, jólaföt og bolla, svo ekki sé talað um öll fal- legu kortin sem hún hefur unnið um dagana. Hún var listakokkur, kökugerðarmeistari og sannur brauðtertusnillingur. Páskarnir voru hátíðin þín og því verða páskar Rituhöfðafjöl- skyldunnar á Siglufirði tómlegir án ömmu á Sigló. Páskakakan, skreytt páskagrein, páskaegg og málshættir, páskaföndur, páska- bollar, páskadúkar og allt hitt. 2020 mæðradagskveðja til mömmu er hér endurbirt: „Ég á svo dásamlega mömmu sem ég elska endalaust. Hún Ásdís Magnea Gunn- laugsdóttir er falleg og hlý, ráða- góð, mann- og dýravinur með stórt hjarta, mikil listakona, fag- urkeri og elskar fallega tónlist. Mamma er með sérlega græna fingur og margverðlaunuð fyrir það. Hún er töffari, kaffifíkill og sú eina sem ég þekki sem fær sér kaffi þegar hún getur ekki sofið. Mamma hefur líka dásamlega nærveru og er algjörlega áreynslulaust að þegja með henni. Hún er góð vinkona, Amma með stórum staf, skemmtileg, sælkeri og besti kokkur í heimi. Mamma er ein af þessum sjómannskonum sem einfaldlega geta allt. Þú ert ekki bara góð fyrir- mynd, þú ert einfaldlega best.“ Takk fyrir allt og allt og ég lofa að gefa smáfuglunum. Herdís Sigurjónsdóttir. Móðir mín, þegar ég hugsa um hana finn ég fyrir ást, hlýju og þakklæti. Ásdís Magnea Gunnlaugsdótt- ir var mikill mann- og dýravinur, hún umvafði fólkið sitt og vini með miklum kærleik og góð- mennsku alla tíð. Foreldrar mínir voru gift í 53 ár og eftir að faðir minn Sig- urjón Jóhannsson lést árið 2010 flutti ég til Siglufjarðar. Er ég þakklát þeim árum sem við mamma áttum saman alveg fram í andlát hennar. Það er af nógu að taka þegar farið er í gegnum minningarnar, móðir mín var afar mikil lista- kona og má sjá verk hennar hjá öllum hennar afkomendum. Þar eru postulínsmunir, málaði hún á sængurföt og jóladúka barna sinna og barnabarna, prjónaði, vann með leður, útsaum og listi- lega gerð tækisfæriskort. Eitt af því sem er mér virki- lega minnisstætt er matargerð mömmu, henni tókst að gera listaverk úr öllum mat. Þar sem faðir minn fór oft í siglingar var frystikistan full af framandi mat- vörum sem hún framreiddi hversdags eins og á fínasta veit- ingahúsi, jólaboð þar sem borðið svignaði undan fallega skreytt- um kræsingum í alls konar lit- um, tertur þar sem hún bjó til fallegar blómaskreytingar og alls konar marsípanfínerí. Ekki síst var öll sú aðstoð sem ég fékk á stóru stundunum í lífi mínu og minna, giftingu, skírnum, afmæl- um og fermingum barnanna minna. Hún var alltaf boðin og búin. Eitt sinn sendi hún ævin- týraeyju með manni og mús, sem hún bakaði og skreytti, í flugi frá Siglufirði til Reykjavíkur til að gleðja barnabörnin á afmælis- daginn. Móðir mín ræktaði ekki að- eins ættgarðinn sinn, heldur er garð- og blómarækt hennar eitt af því sem fylgdi henni alla ævi. Hún var alltaf umvafin blómum, bæði úti og inni. Þar á meðal er kaktus sem er yfir 50 ára og fal- legur garður fullur af trjám og alls konar blómum sem hafa fylgt henni alla tíð. Þegar ég hugsa til baka finnst mér móðir mín hafa getað allt, hún hugsaði alltaf í lausnum og var ekkert ómögulegt. Ég sé enn fyrir mér svipinn á rútubílstjór- anum þegar mamma var með okkur systkinin þrjú við vegar- kantinn í Haganesvík eftir sum- ardvöl í sumarbústaðnum okkar í Fljótum, með allt okkar haf- urtask eftir sumarið og „alla kartöfluuppskeruna“. Eitt af því sem veitti henni mikla gleði var Gallerí Sigló sem hún stofnaði ásamt „stelpunum“ og starfaði þar um árabil. Þang- að var alltaf gott að koma, ein- stakt andrúmsloft vináttu og frjórrar listsköpunar. Þegar heilsu móður minnar hrakaði fór hún mikinn á al- heimsnetinu, átti auðvelt með að nýta sér tæknina og átti sam- skipti við fólkið sitt úti um allan heim. Hún notaði facetime, messenger á facebook, deildi fal- legum myndum og góðmennsku á facebooksíðu sinni, skoðaði alls konar hugmyndir á pinterest, var að sækja sér þekkingu og læra allt til dauðadags. Í vor þegar mamma var á sjúkrahús- inu á Siglufirði spjallaði hún við okkur öll í einu í mynd; við Gunnar Smári á Kanarí, Jóhann og Shirley í Seattle og Herdís og Elli í Mosfellsbæ. Elsku hjartans móðir, minn- ingin um þig lifir um ókomna tíð í hjarta allra þinna afkomenda sem og annarra sem urðu á þín- um lífsins vegi. Kristín Sigurjónsdóttir. Árið 2016 kynntist ég Ásdísi Magneu tengdamóður minni, þegar við Kristín Sigurjóns fór- um að stinga saman nefjum. Ég hefði gjarnan viljað kynn- ast Ásdísi fyrr, því hún var ynd- islega hlý og góð kona. Við náð- um vel saman í sambandi við alls konar föndur sem hún lifði fyrir, og ég naut þess að spjalla við hana um ýmislegt varðandi föndrið, sérstaklega man ég vel eftir því þegar til stóð að raf- væða kortin sem hún gerði og hafa á þeim ljósaskreytingar, því hún var algjör snillingur í að búa til kort, hvort sem það voru jóla- kort eða önnur tækifæriskort, sem hvert og eitt var einstakt listaverk. Þegar ég heimsótti hana vakti það snemma athygli mína að sjónvarpið hennar talaði yfirleitt dönsku. Hún fylgdist vel með dönskum sjónvarpsþáttum sem hún hélt mikið upp á og var einn- ig áskrifandi að dönskum fönd- urblöðum. Stundum kom það í minn hlut að hjálpa henni við að hafa samband við útgefandann í Danmörku til að reka á eftir blöðunum ef þau bárust seint. Hún vafraði um netið eins og vindurinn á stóra iPad-inum sín- um og fann þar ótrúlegustu hluti þegar handverk og föndur var annars vegar. Margoft var hún á undan okkur Kristínu að frétta af áhugaverðum málum bæði í nærsamfélaginu og úti í hinum stóra heimi, hvort sem það var af netinu eða með öðrum hætti. Hún fylgdist með öllu sem var að gerast, allt fram á síðasta dag, og var mjög klár í kollinum, þótt líkaminn væri henni til trafala síðustu árin. Margoft á þessum örfáu árum sem við þekktumst glímdi hún við erfið líkamleg veikindi svo ég hélt oft að hún væri komin að leiðarenda en alltaf reis hún upp aftur með einhverjum krafti sem erfitt var að útskýra, og aldrei heyrðist hún kvarta yfir nokkr- um hlut. Ég skildi stundum alls ekki úr hverju þessi kona var gerð, svo mikil var þrautseigja hennar og dugnaður. Ég minnist Ásdísar tengdamóður minnar með mikl- um söknuði og bið Guð að geyma minningu hennar í hjarta þeirra sem fengu tækifæri til að kynn- ast þessari frábæru konu. Gunnar Smári Helgason. Takk fyrir allt, amma Ásdís. Það er komið að því að kveðja eftir ástríka, ánægjulega veg- ferð. Þegar ég var að alast upp sem barn þá voru alltaf hornsteinar sem aldrei högguðust og voru þeir hjá ömmu og afa í Valhöll í Grindavík og ömmu og afa á Laugarvegi 15 á Sigló. Þegar ég kom til ömmu og afa á Sigló þá steig maður inn í æv- intýraland þar sem ótrúlega skemmtilegir og spennandi hlut- ir gerðust. Endalausar sögur frá afa gamla og allur heimsins fróð- leikur um allar tegundir af blóm- um, trjám, kryddjurtum og allt í sambandi við mat og matargerð frá henni ömmu. Ef ég hafði spurningu hafði amma í flestum tilfellum svarið. Ásdís Magnea Gunnlaugsdóttir Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.” Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJALTI GEIR KRISTJÁNSSON húsgagnaarkitekt, lést að morgni þriðjudagsins 13. október. Sigríður Th. Erlendsdóttir Ragnhildur Hjaltadóttir Kristján Hjaltason Rannveig Einarsdóttir Erlendur Hjaltason Aðalheiður Valgeirsdóttir Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir Guðmundur Magnússon og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI H. BJARNASON, fv. bankaútibússtjóri, lést á Hrafnistu, Skógarbæ fimmtudaginn 15. október. Birna G. Bjarnleifsdóttir Erla S. Árnadóttir Jón Finnbjörnsson Anna S. Árnadóttir Þorkell Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR KARL KARLSSON frá Flatey, Skjálfanda, lést á heimili sínu mánudaginn 5. október. Í ljósi aðstæðna verður útförin ekki auglýst. Helga, Laufey, Svala, Hanna Björg, Guðbjartur og fjölskyldur Bróðir okkar og mágur, REYNIR BJARNASON, Nýbýlavegi 70, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 8. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Erla Bjarnadóttir Ásgeir Sigurðsson Guðbjartur Bjarnason Sharon Fudge Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁRNI HELGI HÓLM RAGNARSSON, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki 12. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. október klukkan 13.30 en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir athöfnina. Streymt verður á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju; beinar útsendingar. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Sigurlaugar Gunnarsdóttur við Heilbrigðis- stofnun Norðurlands kt. 470395-2069, reikningsnúmer 0310-13-110325. Margrét Hulda Rögnvaldsdóttir Árni Bent Árnason Heiða Kristinsdóttir Katrín María Árnadóttir Fjóla Sigrún Árnadóttir Halla Bryndís Árnadóttir Inga Berglind Birgisdóttir Ívar Örn Björnsson og afabörnin fjögur Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og bróðir okkar, ÞÓRIR BARÐDAL, stofnandi Lótushúss og listamaður, lést á líknardeild Kópavogs miðvikudaginn 14. október. Í ljósi aðstæðna verður útförin ekki auglýst og mun hún fara fram með nánustu aðstandendum og vinum. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hugleiðsluskólann Lótushús, kt. 460804-2720, rkn: 0130-26-8882. Sara Barðdal Þórisdóttir Hákon Víðir Haraldsson Alexander Úlfur Hákonarson Baltasar Máni Hákonarson og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.