Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 42
BAKSVIÐ Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Þeim sem sóttu um listamannalaun sem til úthlutunar eru í janúar fjölg- aði um tæp 46% milli áranna 2020 og 2021. Frestur til að sækja um lista- mannalaun fyrir 2021 rann út í upp- hafi þessa mánaðar og alls bárust 2.253 umsóknir samanborið við 1.544 umsóknir fyrir janúarúthlutun 2020. Samkvæmt upplýsingum frá Rannís fjölgar umsóknum milli ára mismikið eftir listgreinum. Mest fjölgar umsóknum hjá sviðslistafólki eða um rúm 55%. Því næst koma tón- listarflytjendur, en umsóknum þeirra fjölgar um tæp 54% milli ára meðan fjölgun umsókna er tæp 46% hjá tón- skáldum, tæp 42% hjá myndlistar- mönnum, 27% hjá rithöfundum og rúm 26% hjá hönnuðum. Sótt um 28% fleiri mánuði Þegar horft er til fjölda þeirra mánaða sem sótt er um fyrir árið 2021 sést að þeim fjölgar samtals um rúm 28% milli ára. Fyrir úthlutunina í janúar 2020 var sótt um samtals 11.176 mánuði, en fyrir úthlutunina í janúar 2021 er sótt um alls 14.323 mánuði. Aukningin er mjög mismikil eftir listgreinum. Mest er hún hjá sviðslistafólki en þar fjölgar umsótt- um mánuðum um 51%. Næstmest fjölgun er hjá tónlistarflytjendum eða rúm 44%. Tónskáld sækja um tæp- lega 38% fleiri mánuði milli ára, myndlistarmenn tæplega 26%, hönn- uðir tæplega 14% og rithöfundar tæplega 9% fleiri mánuði. Framan- greindar tölur kallast á við ábend- ingar sviðslista- og tónlistarfólks þess efnis að heimsfaraldurinn hafi bitnað harðast á þessum tveimur list- greinum í fyrstu bylgju heimsfarald- ursins sem gekk yfir landið fyrr á árinu þegar sviðslista- og tónlistar- fólk var svipt atvinnumöguleikum sínum vegna samkomutakmarkana. Samkvæmt lögum um listamanna- laun nr. 57/2009 skulu samanlögð starfslaun miðast við 1.600 mán- aðarlaun, sem skiptast þannig að hönnuðir fá 50 mánuði, myndlistar- menn 435, rithöfundar 555, sviðs- listafólk 190, tónlistarflytjendur 180 og tónskáld 190 mánuði. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2021 sem lagt var fram fyrr í haust kemur fram að ætlunin sé að leggja til ný ákvæði til bráðabirgða við lög um listamannalaun þess efnis að samanlögðum starfslaunum árið 2021 verði fjölgað tímabundið um 550 mán- uði og fari þar með úr 1.600 mán- aðarlaunum árið 2020 í samtals 2.150 árið 2021. Samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu eru samtals 905,6 millj- ónir króna eyrnamerktar launasjóð- um listamanna 2021 en voru um 680 milljónir króna í fyrra. Í sama frumvarpi má sjá að fram- lög til starfsemi atvinnusviðslista- hópa, sem mennta- og menningar- málaráðherra úthlutar samkvæmt tillögu frá sviðslistaráði, hækka um tæp 46% milli ára, þ.e. fara úr tæpum 94 milljónum króna árið 2020 í 137 milljónir árið 2021. Samkvæmt upp- lýsingum frá Rannís hafa borist alls 143 umsóknir frá sviðslistahópum með 948 einstaklingum innanborðs vegna úthlutunar til sviðslistahópa í janúar 2021. Til samanburðar bárust fyrir ári alls 105 umsóknir með 761 einstakling innanborðs, sem þýðir að umsóknum hefur fjölgað um 36% milli ára. Ekki fást svör um skiptingu Í kjölfar heimsfaraldursins kom mennta- og menningarmálaráðu- neytið fyrr á þessu ári á aukaúthlutun til starfslauna listamanna, en um var að ræða sérstakt tímabundið fjárfest- ingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar kórónuveiru. Aukaúthlutunin úr launasjóðunum sex nam 600 mánaðarlaunum, sem samsvarar rúmum 244 milljónum, sem úthlutað var í júní. Fjöldi um- sækjenda var 1.390 sem sóttu alls um 5.747 mánuði. Þess utan bárust 190 umsóknir frá 170 atvinnuleikhópum og sviðslistafólki sem gátu sótt um styrk í sérstakt átaksverkefni til handa atvinnuleikhópum. Ákveðið var að veita 95 milljónir króna til 30 verkefna. Skrifleg fyrirspurn var send til að- stoðarmanns Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um miðja vikuna og spurt hvort fyrir lægi hvernig aukamánuðunum 550 á árinu 2021 yrði skipt milli launasjóð- anna sex, en engin svör fengust þar um. Rifja má upp að sviðslista- og tónlistarfólk gagnrýndi það harðlega um mitt þetta ár að hlutfallsleg skipt- ing launasjóðanna sex héldist óbreytt þegar kom að aukaúthlutuninni á 600 mánuðum átaksverkefnis ríkisstjórn- arinnar. Þeirri spurningu var einnig beint til ráðherra hvort hún teldi fyrirhug- aða fjölgun mánaðarlauna á árinu 2021 og hækkun til framlaga gegnum sviðslistaráð nægilega til að mæta því mikla tekjutapi sem listafólk hér- lendis hefur orðið fyrir í kjölfar heimsfaraldursins, en engin svör fengust við þeirri spurningu. Samkvæmt fjárlögum 2020 voru starfslaun listamanna 407.413 kr. á mánuði og var þar um verktaka- greiðslu að ræða. Heildarumfang greiðslna til listamanna í upphafi síð- asta árs voru því tæplega 652 millj- ónir. Ekki er ósennilegt að mánaðar- launin muni hækka um 5% milli ára líkt og raunin hefur verið síðustu tvö árin til að halda í við þróun verðlags, en ekki reyndist unnt að fá það stað- fest hjá ráðuneytinu. Umsækjendum fjölgar um 46% Umsóknir um listamannalaun 2019-2021 Fjöldi einstaklinga sem sækja um eftir sjóðum Heimild: Rannís Dagsetning úthlutunar Janúar 2019 Janúar 2020 Júní 2020* Janúar 2021 Launasjóður tónskálda 140 155 217 226 Launasjóður tónlistarfl ytjenda 195 154 181 237 Launasjóður rithöfunda 208 232 279 295 Launasjóður myndlistarmanna 260 263 353 373 Launasjóður hönnuða 66 87 104 106 Launasjóður sviðslistafólks 674 653 256 1.016 Samtals 1.543 1.544 1.390 2.253 *Aukaúthlutun til starfslauna listamanna sem byggir á þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfi nu í kjölfar kórónuveirufaraldursins  Ráðgert að fjölga mánaðarlaunum tímabundið úr 1.600 í 2.150 árið 2021 Ljósmynd/ Ragnheiður Arngrímsdóttir Bera inn ljósið Bakkabræður í upp- færslu Leikhópsins Lottu voru eitt þeirra 30 verkefna sem hlutu styrk í aukaúthlutun ársins 2020. 42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Angústúra gefur út bland af frum- sömdum og þýddum bókum fyrir þessi jól. Frumsömdu bækurnar eru ætlaðar börnum og ungmennum, en þýddu bækurnar eru margar við hæfi þeirra sem eldri eru. Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring vöktu athygli fyrir fugla- bók sína fyrir tveimur árum, en sú bók seldist einkar vel og var einnig gefin út á ensku. Nú gefa þau ís- lenska hestinum gaum, í bók sem heitir einfaldlega Hestar, allt frá því fyrsta fylfulla merin steig óstyrkum fæti á íslenska strönd seint á níundu öld; laus við keppnisrembing, upp- hafningu og tildur. Nóra heitir bók fyrir yngstu börn- in eftir Birtu Þrastardóttur, en áður kom út eftir hana bókin Skínandi. Prófessor Ármann Jakobsson sendi frá sér sína fyrstu ungmenna- bók á síðasta ári og sagði frá bölvun múmíu Hóremhebs, sem ríkti yfir Egyptum fyrir þúsundum ára. Nú kemur út framhald þeirrar bókar og heitir einfaldlega Bölvun múmíunn- ar. Seinni hluti. Síðustu bók lauk þar sem múmían Hóremheb var í ræn- ingjahöndum en Júlía, María og Charlie ætla ekki að játa sig sigruð. Þau taka sér far með glæsilega skip- inu Henriettu, rekast þar á ýmsa óvini og fyrr en varir eru þau fangar. Við tekur æsispennandi atburðarás þar sem ekkert er sem sýnist. Af þýddum bókum má nefna Upp- ljómun í eðalplómutrénu eftir írönsku skáldkonuna Shokoofeh Az- ar í þýðingu Elísu Bjargar Þor- steinsdóttur. Fjölskylda Beetu flýr Teheran í kjölfar ofsókna í bylting- unni árið 1979 og sest að fyrir utan afskekkt þorp í von um að geta lifað í friði. Enginn fær þó komist undan brjálæðinu sem ríður yfir landið og snertir bæði lifandi og látna, aldna og unga. Uppljómun í eðalplómu- trénu er fyrsta skáldsaga Azar og hún hlaut fyrir hana tilnefningu til Alþjóðlegu Booker-verðlaunanna 2020. Japanska rithöfundinn Yoko Taw- ada þekka margir, enda er hún höf- undur bókarinnar Etýður í snjó sem kom út fyrir tveimur árum og var gestur Bókmenntahátíðar í Reykja- vík af því tilefni. Skáldsagan Sendi- boðinn, sem Elísa Björg Þorsteins- dóttir þýddi, segir frá Japan sem hefur verið lokað um hríð vegna ónefndra náttúruhamfara af manna- völdum. Eldra fólkið lifir lengi við hestaheilsu og annast um börnin sem eru viðkvæm og gömul fyrir aldur fram. Mumei býr með Yoshiro, fjör- gömlum langafa sínum. Drengurinn er veikburða og með hitasótt en hann er klókur og alveg laus við sjálfs- vorkunn og bölsýni. Yoshiro einbeitir sér að því að fæða og klæða Mumei, útvalinn sendiboða, þjakaður af sam- viskubiti vegna gjörða sinnar kyn- slóðar og afleiðinga þeirra. Tíkin heitir bók kólumbíska rithöf- undarins Pilar Quintana sem Jón Hallur Stefánsson íslenskaði. Hún segir frá Damaris sem þráir það heitast að verða móðir en þrátt fyrir töfradrykki, smyrsl og helgiathafnir geta þau Rogelio ekki eignast barn. Þegar henni býðst að taka að sér tíkarhvolp grípur hún tækifærið feg- inshendi en tíkin lætur ekki temja sig frekar en náttúran. Tíkin hlaut kólumbísku bókmenntaverðlaunin Biblioteca de Narrativa. Tíkin er komin út og eins bókin Litla land sem er fyrsta bók fransk- rúandíska rapparans Gaël Faye sem Rannveig Sigurgeirsdóttir sneri. Litla land segir frá Gabríel sem er 10 ára og lifir áhyggjulausu lífi í út- hverfi Bújúmbúra, í Afríkuríkinu Búrúndí. Allt hverfist um vinina og þeirra uppátæki í botnlanganum sem þeir hafa gert að ríki sínu. En þegar borgarastríð skellur á í landinu, og þjóðarmorð er framið í nágranna- ríkinu Rúanda, breytist allt. Falleg saga um vináttu og sakleysi æsk- unnar, en líka átakanlegur vitnis- burður um þau eyðandi áhrif sem stríð og ofbeldi hafa á líf og samfélög manna. Einnig er væntanleg bókin Jól í Sumareldhúsi Flóru eftir Jenny Colgan sem Ingunn Snædal þýðir, en fyrri bækur Jenny Colgan um Flóru hafa notið hylli. Nýjar í bókaraðir Angústúra hefur gefið út þrjár bókaraðir fyrir börn og ungmenni og væntanlegar eru nýjar bækur í þeim sagnabálkum. Þannig koma út fjórða og fimmta bókin af sex í danska bókaflokknum Villinorn eftir Lene Kaaberbøl. Bækurnar segja frá villi- norninni ungu Klöru og baráttu hennar við ill öfl. Fjórða Villinorn- arbókin nefnist Blóðkindin og segir frá glímu Klöru við Bestlu Blóðkind sem er að brjótast út úr prísund sem hefur haldið henni fanginni í 400 ár. Í fimmtu Villinornarbókinni, Fjanda- blóði, þarf Klara að hjálpa hrafna- mæðrunum, því tilvera þeirra er í hættu. Ofsafengni hrafnastormurinn er aðeins fyrsta áskorunin í hættu- legri för þar sem Klara verður að finna út hver er sannur vinur og hver raunverulegur fjandmaður. Jón St. Kristjánsson þýðir bækurnar. Þau Finn-Ole Heinrich og Rán Flygenring ljúka fráögninni af Pál- ínu Klöru Lind Hansen, stundum kölluð Brjálína, í bókinni Ótrúleg ævintýri Brjálínu. Endalok alheims- ins. Í bókinni er mamma hennar nán- ast rúmföst og Pálína reynir eftir bestu getu að vera henni innan hand- ar. Á æskuheimili Pálínu, Brjálivíu, gengur einnig mikið á því pabbi hennar og kærastan hans, Lúsía de Kleijn, hafa eignast tvíburastráka. Pálína fer með pabba sínum í leit að fjársjóði fortíðarinnar, lærir fornan ástargaldur, safnar minjagripum fyrir Klörusafnið á háaloftinu, kemur Páli besta vini sínum á óvart með heljarinnar afmælishátíð og sýður galdraseyði úr aðalbláberjum með hinni göldróttu Lúdmílu í von um að bjarga lífi mömmu sinnar. Jón St. Kristjánsson þýddi bókina. Væntanleg bók í bókaröðinni Seið- menn hins forna, Barið þrisvar, er þriðja bindi í sagnaröðinni eftir Cressidu Cowell, en þó ekki sögulok, þau koma á næsta ári. Í Barið þrisv- ar hafa stríðsmærin Ósk og seið- strákurinn Xar verið gerð útlæg og eru á flótta undan seiðmennum, stríðsmönnum og öðru mun hættu- legra, nornum. Tekst þeim að finna síðustu hráefnin í nornaförgunar- seyðið áður en nornakóngurinn læsir klónum í járnvirka galdurinn? Jón St. Kristjánsson þýddi eins og svo margar aðrar Angústúrubækur. arnim@mbl.is Blanda af frumsömdum og þýddum bókum  Bækur um hesta, Hóremheb og Pálínu Brjálínu  Jólabók frá Colgan  Fjölbreytilegar þýðingar Rán Flygenring Ármann Jakobsson Cressida Cowell Birta Þrastardóttir Shokoofeh Azar Yoko Tawada

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.