Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is MÖGNUÐ MYND SEM GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI : ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ Roger Ebert.com San Fransisco Cronicle The Playlist 88% SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR. FORSÝNINGAR UM HELGINA. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Það er ágætis merki um að þúsért kominn eitthvað á veg ítónlistarferlinum þegar gest- ir á plötunni þinni eru annars vegar hin sænska Robyn – ekki bara ein merkasta poppstjarna Svíþjóðar heldur heimsins – og Elizabeth Frazer, fyrrverandi söngkona hinn- ar stórkostlegu Cocteau Twins. Hún söng inn á hið magnaða „Teardrop“ eftir Massive Att- ack og rödd henn- ar er ekkert minna en guð- dómleg. Þetta tvíeyki setur mark sitt á Shiv- er, nýútkomna plötu Jónsa, sem við ætlum að rýna aðeins í hér. Jónsi hefur alla tíð verið með virk- ari mönnum en meðfram starfi sínu í Sigur Rós hefur hann stundað alls kyns listastarfsemi og auk tónlistar hefur hann til dæmis látið sig hönn- un og myndlist varða. Hann hefur þá lagst í ilmkönnun sem má nálgast í Fischer, Fischersundi, verslun/sýn- ingarrými sem hann á þátt í ásamt m.a. systrum sínum þremur; Lilju, Ingibjörgu og Sigurrós (nánar á fisc- hersund.com). Eigi er hann maður einhamur en fyrir stuttu hélt hann sína fyrstu einkasýningu í hinu virta … en ég stend alltaf upp myndlistargalleríi Tanya Bonakdar Gallery í Los Angeles þar sem verk hans könnuðu áhrif hljóðs á fleiri skynfæri en bara eyrun. Síðustu ár hefur Jónsi þróað listsköpun sína í gegnum samstarfsverkefni með listamönnum á borð við Doug Ait- ken, Ólaf Elíasson og Merce Cunn- ingham og nú síðast listamanninum og tónskáldinu Carl Michael von Hausswolf, en með honum stofnaði Jónsi tónlistarverkefnið Dark Morph (Carl er faðir Önnu von Hausswolf). En að plötunni. Hana vann Jónsi með A.G. Cook og í fréttatilkynn- ingu segir Jónsi að eftir 30 ár í bransanum langi hann til að gera eitthvað nýtt, eitthvað ferskt, eitt- hvað öðruvísi. Jónsi var búinn að gera plötu nánast upp á eigin spýtur en á endanum sótti hann í fleiri eyru. Í tilkynningunni kemur og fram að Cook hafi tekið til við að strípa niður margt af því sem Jónsi var með klárt og gengið grimmilega fram í því verki, nokkuð sem Jónsi var ánægð- ur með. Svona fréttatilkynningar eru iðulega 20% staðreyndir og 80% ljóðrænt blaður (já, ég hef skrifað svona texta) en það er eitt í honum sem er alveg kórrétt, nokkuð sem maður heyrir glöggt þegar á er hlýtt. Og þetta er í raun réttri lykill- inn að plötunni: Hvernig melódískt nef Jónsa, færni hans við að mynda epíska hljóma og falleg ris sem fá hörðustu skógarhöggsmenn til að vikna, mætir tilraunakenndri, hvassri og á stundum bylmingslegri nálgun Cooks við upptökustjórn. Þessir tveir heimar togast á í plöt- unni – út í gegn – og gera hana. Um- slagið er í raun lýsandi fyrir inni- haldið, það er allt svart og hvítt hérna. Kalt og krómkennt. Engu að síður er giska mikið um fjölbreytni innan gefins ramma. Tökum dæmi. Fyrsta lagið, „Exhale“, er fallegt, liggur í zen-legri íhugun en er á líður verður taktframvinda æði hörð. Titillagið rennur í svipuðu fari og það er eitthvað miskunnarlaust við áferðina. Hún er nakin, jafnvel stuð- andi. Vélræn. „Sumarið sem aldrei kom“ myndar ákveðið tematískt hryggjarstykki plötunnar. Sungið á íslensku (Jónsi syngur á ensku og íslensku til skiptis) og fremur ólund- arleg kveðja til Fróns. Níðstöng í lagslíki. Rætt er um skammdegið, sólarleysið og þann dauða og djöful sem þrífst á þessu „skítaskeri“. Ég lái honum þetta ekki. En Jónsi kann líka þá list að bregða á leik. „Swill“ er grínaktugt, líkt og Einstürzende Neubauten hefðu loks ákveðið að reyna að komast inn á vinsældalista Bylgjunnar. Púkalegt, stríðið, rödd- in unnin, beygð og sveigð. En engar áhyggjur samt, það er nóg af mikil- úðlegum myrkraballöðum líka (en ætíð með þessum magnaða kulda- trekki Cooks). Annað dæmi um sprell er lagið sem Jónsi syngur með Robyn. „Salt Licorice“ nefnir „Scandinavian Pain“ og Robyn æpir „ónei!“ í þessu klúbbalagi frá helvíti. Snilldarlag. Eins skemmtilegt og það er tilraunakennt. Jónsi býr í Los Angeles í dag. Nýtur þar sólar, kannski enn frekar, komandi frá skítaskeri. Ég gæti leyft mér að fara út í ljóðrænt blaður um að ljósið og skuggarnir sem tak- ast óneitanlega á í lögunum séu birt- ingarmynd þessa tveggja íveru- staða. En ég held ég sleppi því. »Hvernig melódísktnef Jónsa, færni hans við að mynda epíska hljóma og falleg ris sem fá hörðustu skógar- höggsmenn til að vikna, mætir tilraunakenndri, hvassri og á stundum bylmingslegri nálgun Cooks við upptöku- stjórn. Shiver er sólóplata Jónsa sem einnig er þekktur sem söngvari og gítarleikari Sigur Rósar. Heil tíu ár eru liðin frá því hann gaf út fyrstu sólóplötu sína, Go, en fyrir hana hlaut hann Norrænu tón- listarverðlaunin. Einn Jónsi kann að hafa gefið út sóló- plötu en ýmsir koma þó við sögu á henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.