Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Páll Óskar hélt uppi stuðinu eins og honum er einum lagið á Pallaballi sem sent var út í beinni útsendingu á K100 í gær. Stöðin notaðist reyndar við nafnið Bleikt100 í tilefni Bleika dagsins til þess að sýna samstöðu með konum sem greinst hafa með krabbamein. Kveðjurnar streymdu inn frá áhorfendum sem hlustuðu í útvarpinu og fylgdust með á k100.is, en Palli flutti öll sín þekktustu og bestu lög. Morgunblaðið/Sigurður Þorri Gunnarsson Palli hélt uppi stuðinu í beinni á Bleikt100 Útvarpsstöðin Jóla-Retró er komin í loftið á netinu og mun senda út bestu jólalögin alla daga fram að jólum. „Þessir skrýtnu tímar kalla á öðruvísi hugmyndir. Mér datt í hug að það gæti glatt einhverja að byrja að hlusta á jólalögin snemma þetta árið og því ákváðum við að setja jólastöðina okkar, Jóla-Retró, í loft- ið núna í október,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrár- og tónlistarstjóri útvarpsstöðva Ár- vakurs. Jóla-Retró hefur yfirleitt farið í loftið um miðjan nóvember og leyst útvarpsstöðina Retró af hólmi í nóvember og desember. Fyrst um sinn verður stöðin einungis send út á netinu en fer svo í loftið í stað Retró á FM 89,5 upp úr miðjum nóvember, svo aðdáendur Retró þurfa ekki að óttast að heyra jóla- lög þar í október. Jóla-Retró fer af stað á netinu í dag Jól Sigurður Gunnarsson dagskrárstjóri er klár í jólalögin, með grímu og jólahúfu. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, býður sig fram í embætti vara- forseta ASÍ á þingi sambandsins í næstu viku. Hann staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Miðstjórn ASÍ hefur lagt fram til- lögu sem taka á til afgreiðslu á þinginu um að varaforsetum ASÍ verði fjölgað úr tveimur í þrjá. Auk forseta ASÍ verði framvegis fyrsti, annar og þriðji varaforseti í yfir- stjórn sambandins. Jafnframt er lagt til að meðstjórnendum í miðstjórn ASÍ fækki úr tólf í ellefu. „Ég gef kost á mér í varaforseta. Ég vona að þetta sé hluti af þeirri vegferð að þétta raðirnar,“ segir Ragnar Þór. Hann segir að aldrei hafi verið jafn mikilvægt og nú fyrir verka- lýðshreyfinguna að menn snúi bökum saman og fari að vinna í eina átt. Viðfangsefnin séu gríðarlega stór um þessar mund- ir fyrir hag einstaklinga og heimila og samfélagið þurfi að vera samstiga vegna kórónuveirukreppunnar. Varaforsetum ASÍ var fjölgað úr einum í tvo á þingi sambandsins árið 2014. Í dag er Kristján Þórður Snæ- bjarnarson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins, 1. varaforseti ASÍ og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, 2. varaforseti en hún tók við þegar Vilhjálmur Birgisson, for- maður Verkalýðsfélags Akraness, sagði af sér sem varaforseti sl. vor. Framboðsfrestur er ekki liðinn en flestir virðast skv. heimildum blaðs- ins vera þeirrar skoðunar að Sólveig og Kristján muni gefa kost á sér áfram sem varaforsetar auk Ragn- ars Þórs. Markmiðið með fjölgun varaforseta er að stærstu sambönd og fylkingar eigi fulltrúa í æðstu for- ystu sambandsins. Ragnar Þór býður sig fram til varaforseta ASÍ  Miðstjórn leggur til að varaforsetum verði fjölgað í þrjá Ragnar Þór Ingólfsson D-vítamínbætt mjólk – eins og hollur sólargeisli Í nýjum þætti frá útgerðarfyrirtæk- inu Samherja er fjallað sérstaklega um hegðun Jóhannesar Stefánsson- ar á síðustu mánuðum hans í starfi fyrir fyrirtækið. Morgunblaðið hef- ur þáttinn undir höndum og í honum er fullyrt að Jóhannes, sem síðar ljóstraði upp um meintar mútu- greiðslur Samherja til namibískra stjórnmálamanna, hafi árið 2016 verið farinn að leggja á ráðin um að fara á bak við Samherja og hefja rekstur í Namibíu með öðru útgerð- arfyrirtæki og „nýta sér þau við- skiptasambönd sem félög tengd Samherja höfðu byggt upp í land- inu“. Samherji hefur afhent embætti héraðssaksóknara allar dagbækur Jóhannesar sem hann hélt á meðan hann stýrði félögum Samherja í Namibíu. Að sögn fyrirtækisins gef- ur ekkert í þess- um dagbókar- skrifum til kynna að Jóhannes hafi fengið fyrirmæli um mútu- greiðslur eða aðra óeðlilega viðskiptahætti frá Íslandi. Þess- ar dagbækur fundust á drifi sem fannst við starfslok Jóhannesar árið 2016. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, segir í þættinum að Jóhannes haldi því fram að hann hafi fengið fyrirmæli um ólöglegar greiðslur í gegnum aðrar leiðir en tölvupóst þar sem hann hafi ekki tölvupósta máli sínu til stuðnings. Þorsteinn segir það þó rangt að hann hafi nokkru sinni gefið slík fyr- irmæli. Mistök Samherja felist hins vegar í að að hafa ekki haft betra eftirlit með rekstrinum í Namibíu. „Við ákváðum það um mitt ár 2016 að segja Jóhannesi Stefánssyni upp störfum vegna þess að við töld- um ljóst að hann hefði farið á bak við okkur. Þegar við fórum að skoða reksturinn kom í ljós að það var regla í kringum rekstur skipanna, þ.e. úti á sjó, en því miður var mikil óregla á starfseminni í landi og því utanumhaldi sem Jóhannes Stefáns- son bar ábyrgð á,“ segir Þorsteinn jafnframt í þættinum. Ásakanir Jóhannesar á hendur fyrirtækjum, sem komu fram í þætti Kveiks í október 2019, eru til rann- sóknar hjá yfirvöldum í Namibíu og á Íslandi, en ekki hefur verið höfðað mál á hendur félaginu. Mistök að hafa ekki haft betra eftirlit  Samherji birtir tölvupósta þar sem fram koma áform Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara um að hefja eigin starfsemi í Namibíu  Þorsteinn Már neitar að hafa gefið fyrirmæli um ólöglegar greiðslur Ljósmynd/Skjáskot Samherji Þorsteinn segir ekkert liggja fyrir sem sýni að hann hafi gefið fyrirmæli um ólöglegar fyrirgreiðslur, eins og Jóhannes heldur fram. Jóhannes Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.