Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 48
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Snyrtivörumerkin okkar eru:
M a d e i n I c e l a n d
VELÚRGALLAR
Ný sending
Vinsælu velúrgallarnir fyrir konur á öllum
aldri til í nokkrum litum og stærðir S-4XL.
Einnig eigum við stakar svartar velúrbuxur.
PóstsendumAnnar hluti sýningarverkefnisins „Latent Shadow“
verður opinn frá kl. 12 til 16 í dag, laugardag, í
sýningarsalnum Harbinger á Freyjugötu 1. Á sýningunni
eru verk eftir Elínu Hansdóttur, Anne Rombach, Berg-
lindi Hreiðarsdóttur og Chelsey Honders. Listamenn-
irnir vinna allir með ljósmyndaverk þar sem tekist er á
við form og yfirborð, bjögun, umbreytingu og bók-
staflega merkingu mynda. Sýningarstjórar eru Claudia
Hausfeld og Daría Sól Andrews. Vegna Covid-19 verður
engin formleg opnun og vel hugað að sóttvörnum.
Tekist á við form og yfirborð á
sýningu fjögurra í Harbinger
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 291. DAGUR ÁRSINS 2020
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.196 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Marco Rossi, þjálfari ungverska karlalandsliðsins í
knattspyrnu, segir að Ísland sé sigurstranglegri aðilinn
í úrslitaleik þjóðanna um sæti á EM sem fer fram í
Búdapest 12. nóvember. Hann hafi hins vegar grand-
skoðað íslenska liðið ásamt aðstoðarmönnum sínum
undanfarna átta til níu mánuði og það spili mjög árang-
ursríkan fótbolta og útfæri leikaðferð sína afar vel. »41
Hafa grandskoðað íslenska
liðið en segja það sigurstranglegra
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Lið Hjúkrunar- og dvalarheimilisins
Hlíðar á Akureyri varð í þriðja sæti
á eftir liðum frá Noregi og Kanada í
alþjóðlegri hjólakeppni aldraðra,
sem fram fór á dögunum með þátt-
töku um 120 liða. Liðsmenn Hlíðar
hjóluðu samtals 9.063 km og þar af
hjólaði Aðalheiður Einarsdóttir 832
km, lengst Íslendinga í keppninni.
„Ég varð í 6. sæti kvenna á heims-
vísu og þetta var ekki sérstaklega
erfitt, ég hjólaði um tvo tíma á dag í
20 daga,“ segir hjólreiðakappinn,
sem er 96 ára.
„Ég er sæmilega hress miðað við
aldur,“ heldur Aðalheiður áfram og
segist ekki hafa stundað hefðbundna
líkamsrækt, heldur „verið þrælandi
kerling“. Hún fæddist og ólst upp á
Djúpalæk í Bakkafirði, bjó lengi á
Þórshöfn og hefur í 42 ár átt heima á
Akureyri, þar sem hún vann lengi
hjá KEA. Eiginmaður hennar,
Tryggvi Sigurðsson frá Skálum á
Langanesi, dó 1992. Þau eignuðust
þrjú börn.
Rifjar upp ferðalög
Ásta Þorsteinsdóttir sjúkraþjálf-
ari hefur skipulagt þátttöku Hlíðar í
keppninni, sem fór nú fram í fjórða
sinn, en Hlíð var ekki með fyrsta ár-
ið. Keppendur hjóla á sérstökum
kyrrstæðum hjólum og á sama tíma
má fylgjast með myndum á sjón-
varpsskjám og ímynda sér að verið
sé að hjóla í landslaginu sem líður
hjá á skjánum. „Ég hef lengi verið í
sjúkraþjálfun hjá Ástu og meðal
annars í þessum hjólreiðum,“ segir
Aðalheiður, sem er sjóndöpur og
segist því ekki hafa horft mikið á
skjáinn. „Ég hef ferðast mikið um
Evópu og þegar ég leit upp kann-
aðist ég oft við staðina. Þetta rifjaði
því upp gamlar ferðir, mikil ósköp,
og það er gaman að hjóla um kunnug
svæði í þykjustunni.“
Áður en sjónin gaf sig var Aðal-
heiður mjög virk og saknar þess.
„Mig vantar svo eitthvað til að
gera,“ segir hún. „Það er svo hræði-
legt að missa sjónina, ég sé bara allt
í móðu. Ég var mikið í handavinnu,
las mikið, var sjúklega óð í kross-
gátur, málaði og spilaði mikið og
hafði alltaf nóg að gera eftir að ég
hætti að vinna. Ég er ákveðin í því
að vera aftur með í keppninni næsta
haust og stefni þá á 1.000 kílómetra,
ef ég verð ekki búin að leggja upp
laupana.“ Segist samt ekkert vera á
förum og þess sé vandlega gætt að
íbúar á Hlíð fái ekki kórónuveiruna.
„Þetta er eins og að vera í fangelsi,
við megum ekki einu sinni fara á
milli hæða. Svo vel er passað upp á
okkur gamlingjana, en þetta er
ósköp einmanalegt og ekki spenn-
andi.“
Aðalheiður heldur samt geðheils-
unni og þakkar það Ástu Sóllilju.
„Ég hef átt hana í mörg ár og hún er
afskaplega yndislegur köttur. Það er
feikilegur munur að hafa hana hjá
sér. Hún er mjög hænd að mér en
gengur inn og út um gluggann ef
henni sýnist svo. Við dólum hérna í
herberginu allan daginn og svo för-
um við út að ganga á hverjum degi.
Það er mikils virði að geta verið úti
og gengið.“
Árangur Aðalheiðar á hjólinu hef-
ur vakið athygli, m.a. hefur verið
sagt frá honum á N4 og í Frétta-
blaðinu, og hún segir að börnin sín
og barnabörn séu alveg bit. „Þau líta
á mig sem undraskepnu og einn
langömmustrákurinn segir að ég
hljóti að vera gerð úr öðru efni en
aðrir!“
Dólar með kettinum
Sigurvegari Aðalheiður Einarsdóttir er ánægð með árangurinn.
Aðalheiður Einarsdóttir, 96 ára, hjólaði 832 km og sigraði
Í Evrópu Íbúar á Hlíð á Akureyri skoða umhverfið á ferðalaginu.