Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 11
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sú lausn á tengingu Arnarnesveg- ar við Breiðholtsbraut sem Vega- gerðin telur að sátt sé um að vinna áfram kemur fulltrúa í skipulagsráði Kópavogs á óvart. Virðist vera ágreiningur um málið, bæði í Kópavogi og Reykjavík. Til- lagan felur í sér að fallið verði frá fullbúnum mislægum gatnamótum og í staðinn verði ljósastýrð vega- mót. Tveir áfangar Arnarnesvegar, sem tengja á Kópavog og byggð- irnar þar fyrir sunnan við Breið- holtsbraut til móts við Fellahverfi í Breiðholti, hafa verið lagðir og nær vegurinn nú frá Reykjanes- braut að Rjúpnavegi. Tenging talin öryggisatriði Þrýst hefur verið á um að verk- inu verði lokið með lagningu vegar frá Rjúpnavegi að Breiðholts- braut, 1,3 km leið, meðal annars af öryggisástæðum. Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins hefur lagt áherslu á mikilvægi vegarins fyrir neyðarakstur og lengi hefur verið áhugi í Kópavogi á þessari teng- ingu. Lúkning Arnarnesvegar rataði inn í samkomulag ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu um skipulag og fjármögn- un uppbyggingar í samgöngu- málum og er eitt af forgangs- málunum á verkefnalista. Upphaflega var miðað við full mislæg gatnamót við Breiðholts- braut og féllst Skipulagsstofnun á niðurstöður umhverfismats með því fyrirkomulagi. Reykjavíkur- borg tók hins vegar mislæg gatna- mót út af aðalskipulagi sínu. Unnið með báðum aðilum Í tilkynningu Vegagerðarinnar um breytta útfærslu á gatnamót- unum kemur fram að unnið hafi verið náið með sveitarfélögunum Kópavogi og Reykjavík við undir- búning vegarins. Hæðarmunur á milli Breiðholtsbrautar og aðliggj- andi umhverfis takmarki hvaða lausnir komi til greina. Eitt af því sem leggja ber áherslu á við út- færslu framkvæmdarinnar er að hún samræmist eins og kostur er áætlunum beggja sveitarfélaga. Umrædd tillaga felst í hring- torgi við Vatnsendahvarf, einni brú yfir Breiðholtsbraut fyrir ak- reinar og stíga og umferðarljósum á tengingu við Breiðholtsbraut. Undirbúningur málsins og til- lagan var kynnt á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Þar létu fulltrúar þriggja af fjór- um flokkum meirihlutans, Sam- fylkingar, Viðreisnar og Pírata, bóka að tryggja þyrfti góðar teng- ingar fyrir gangandi og hjólandi milli sveitarfélaga, yfir áætlaðan Arnarnesveg. Samfelldur stígur þyrfti að liggja norðan og sunnan við veginn alla leið. Eins þyrfti viðbótarþverun á miðri leið, t.d. undirgöng sem fólk og dýr gætu nýtt. Verri kostur Júlíus Hafstein, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í skipulagsráði Kópavogs, segir að þessi nýja til- laga komi á óvart. Fyrir hafi legið þrjár tillögur. Hann segist ekki skilja af hverju Reykjavíkurborg vilji ekki breyta aðalskipulagi sínu svo hægt sé að koma þarna upp mislægum gatnamótum, eins og gert hafi verið ráð fyrir. Telur hann að sú tillaga sem nú liggur fyrir sé verri kostur og hægi veru- lega á umferðinni. Tekur Júlíus fram að eftir sé að leggja þessa nýju tillögu fram í skipulagsráði Kópavogs og vænt- anlega einnig umhverfis- og sam- göngunefnd. Þá segir hann nauð- synlegt að fá upplýsingar frá fagfólki um getu þessa mannvirkis til að taka við umferð. Stefnt að útboði á næsta ári Vegagerðin hyggst senda Skipu- lagsstofnun fyrirspurn um mats- skyldu þrátt fyrir að framkvæmd- in sé augljóslega umfangsminni en fyrri áform sem fengu blessun stofnunarinnar. Þá er stefnt að út- boði á for- og verkhönnun á næst- unni og útboði framkvæmdarinnar sjálfrar á næsta ári. Ágreiningur um breyt- ingu á gatnamótum  Vegagerðin vinnur að útfærslu gatnamóta Arnarnesvegar Morgunblaðið/Eggert Arnarnesvegur Tveir fyrri áfangar vegarins sem lagðir hafa verið á síðustu árum nýtast ekki til fulls fyrr en lokaáfanginn verður tekinn í notkun. Breiðholtsbraut Ar na rn es ve gu r Loftmyndir ehf. Tillaga að útfærslu vegamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar Hvörf Kórar Salir Seljahverfi Vatnsenda- hæð KÓPAVOGUR KÓPAVOGUR REYKJAVÍK Fell V atn sen d aveg u r Breiðholtsbraut Ar na rne sve gu r Mislæg gatnamót Vegagerðin lagði upp- hafl ega til að full mislæg gatnamót yrðu gerð Fyrri tillaga FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020 Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgdu okkur á facebook SKOÐIÐ NETVERS LUN LAXDAL. IS NÝTT VANDAÐUR VETRAR- FATNAÐUR FRÁ Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skoðið // www.hjahrafnhildi.is SKOÐIÐ hjahrafnhildi.is Haustsprengja 30% afsláttur af völdum vörum Ten Points 27.990 kr. Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is HrafnhildurBjörkBaldursdóttir Löggiltur fasteignasali Sími 862 1110 hrafnhildur@eignamidlun.is BRÁVALLAGATA12 121,1m2 101 REYKJAVÍK 59.000.000 kr. LAUS TIL AFHENDINGAR! Sígild 5 herbergja íbúð á fyrstu hæð í góðu húsi við Brávallagötu 12. Tvær stofur og tvö svefnherbergi innan íbúðar og stórt herbergi í kjallara, sem gæti nýst sem skrifstofa/vinnuaðstaða. Svalir út frá annarri stofunni. Sérgeymsla í kjallara og önnur minni utan við húsið. Sameiginlegt þvottahús. OPIÐ HÚS sunnudaginn18.októberkl.16:00-16:30 SALA FASTEIGNASÍÐAN 1957 GRENSÁSVEGUR 11 SÍMI 588 9090 WWW.EIGNAMIDLUN.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.