Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020 Frakkland Lyon – Guingamp .................................... 4:0  Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn á sem varamaður á 63. mínútu og skoraði þriðja mark Lyon. Staðan: Lyon 18, París SG 13, Montpellier 10, Bor- deaux 8, París FC 7, Reims 7, Fleury 7, Di- jon 6, Soyaux 6, Le Havre 4, Guingamp 3, Issy 0. Ítalía B-deild: Brescia – Lecce ........................................ 3:0  Birkir Bjarnason og Hólmbert Aron Friðjónsson voru ekki í leikmannahópi Brescia. Holland B-deild: Excelsior – Maastricht............................ 2:0  Elías Már Ómarsson lék allan leikinn og skoraði annað mark Excelsior. Volendam – Jong PSV ............................ 5:1  Kristófer Ingi Kristinsson lék fyrstu 62 mínúturnar með PSV. Danmörk B-deild: Hvidovre – Silkeborg.............................. 1:5  Stefán Teitur Þórðarson er í sóttkví og lék ekki með Silkeborg. Viborg – Fremad Amager...................... 3:1  Patrik Sigurður Gunnarsson er í sóttkví og lék ekki með Viborg. Noregur Lillestrøm – Avaldsnes ........................... 1:3  Hólmfríður Magnúsdóttir kom inn á sem varamaður á 62. mínútu hjá Avaldsnes.  Efstu lið: Vålerenga 31, Avaldsnes 31, Rosenborg 30, Lillestrøm 28, Sandviken 22, Arna-Björnar 16, Klepp 14. England B-deild: Derby – Watford ...................................... 0:1 Staða efstu liða: Bristol City 4 4 0 0 8:2 12 Reading 4 4 0 0 7:1 12 Bournemouth 4 3 1 0 8:4 10 Swansea 4 3 1 0 5:1 10 Watford 5 3 1 1 3:1 10 Luton 4 3 0 1 5:2 9 Blackburn 4 2 1 1 11:3 7  Svíþjóð Kristianstad – Lugi ............................. 38:24  Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson skoruðu báðir 7 mörk fyrir Kristianstad. Guif – Malmö........................................ 21:30  Daníel Freyr Ágústsson varði ekki skot í marki Guif.  Efstu lið: Kristianstad 14, Ystad IF 11, Malmö 10, Alingsås 9, Lugi 8, Skövde 8, Sävehof 8, IFK Ystad 7, Guif 6. Frakkland Créteil – Aix ......................................... 27:31  Kristján Örn Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir Aix. Danmörk GOG – Ribe-Esbjerg............................ 33:25 Viktor Gísli Hallgrímsson varði 2 skot í marki GOG.  Rúnar Kárason skoraði 5 mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Gunnar Steinn Jónsson 2 og Daníel Þór Ingason 1.  Efstu lið: Aalborg 15, GOG 14, Mors 11, Skjern 11, Tvis Holstebro 10. Þýskaland B-deild: Aue – Hamburg ................................... 32:35  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 3 mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson varði 6 skot í marki liðsins.   Afturelding hefur dregið lið sitt úr keppni í Evrópubikar karla í hand- knattleik en liðið átti að mæta Granitas-Karys frá Litháen heima og heiman í 2. umferð keppninnar dagana 14. og 21. nóvember. Gran- itas er þar með sjálfkrafa komið í þriðju umferðina þar sem FH-ingar eru skráðir til leiks en þeir sitja hjá í annarri umferðinni. Í yfirlýsingu sem Afturelding birti í gær segir að vegna ferðatak- markana og sóttvarnaákvæða af völdum kórónuveirufaraldursins hafi stjórn handknattleiksdeild- arinnar ekki séð sér annað fært en að draga liðið úr keppni. Það væri í raun það eina ábyrga sem hægt væri að gera í ljósi ástandsins sem nú ríkti um allan heim. Afturelding hættir við við völlinn. Ótrúlegt en satt. Þar af leiðandi verður hann laus í sér. Fróðir menn hafa skoðað völlinn með mér og skilja þetta ekki. Við munum fara vel yfir þetta á næstu dögum til að völlurinn verði sem bestur næsta vor.“ Lögðu á sig mikla vinnu Kristinn segir að hann og annað starfsfólk Laugardalsvallar hafi lagt á sig mikla vinnu til að gera völlinn sem best úr garði í aðdraganda landsleikjanna. „Okkur þykir leiðinlegt að ekki skuli hafa tekist nógu vel til og það er erfitt að skilja ekki hvað gerðist. Þetta leit að sjálfsögðu illa út í sjón- varpi þegar stóru sárin mynduðust og eðlilegt að sé velt fyrir sér. Við eyddum ótrúlegum tíma í að vinna í vellinum síðan í september. Við vor- um í marga klukkutíma á milli leikja, jafnvel fram yfir miðnætti, til að láta þetta ganga upp. Ég er stolt- ur af mínu starfsfólki. Þau hafa staðið sig vel enda gaf ég þeim langt helgarfrí þegar þessari törn lauk,“ sagði Kristinn og hann bendir á að ekki hafi verið um nema 3% af vall- arfletinum að ræða. „Við náðum að spila þrjá leiki, sem var aðalmálið. Við starfsfólkið vonuðumst eftir því að völlurinn yrði betri. Bjuggumst við því en annað kom á daginn. Þetta tókst ágætlega miðað við aðstæður. 97% af vellinum eru í frábæru standi og við erum auðvitað ánægð með þann hluta vallarins. Sérstaklega miðað við sextíu ára gamlan völl á Íslandi í október,“ sagði Kristinn í samtali við Morgunblaðið. Laugardalsvöll- urinn er ekki alveg kominn í vetr- arfrí því fyrirhugaðir eru bikarúr- slitaleikir karla og kvenna á vellinum 6. og 8. nóvember, ef keppni verður ekki aflýst. Þjóðarleikvangurinn er ekki fyrirsjáanlegur  Ráðgata hvers vegna framkvæmdir á Laugardalsvelli drógu dilk á eftir sér Morgunblaðið/Árni Sæberg Völlurinn Svona leit Laugardalsvöllurinn út í gær, eftir þrjá landsleiki í október. Dökka rákin hægra megin í dekkri fletinum sýnir annan staðinn þar sem grafið var í gegnum völlinn til að koma vökvunarkerfinu fyrir. VÖLLURINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Óvenju mikil landsleikjatörn er nú yfirstaðin á Laugardalsvelli og það í október. Ekki er óalgengt að landsliðin spili tvo heimaleiki í einni hrinu en nú lék karlalandsliðið í knattspyrnu þrjá leiki fyrir utan æf- ingarnar á vellinum. Áhorfendur veittu því athygli að þökur rifnuðu upp á vissum stöðum á vellinum þar sem hann virðist ekki hafa jafnað sig eftir framkvæmdir í sumar. Morgunblaðið hafði samband við Kristin Jóhannsson vallarstjóra og spurði hann í hvaða framkvæmdir var ráðist í sumar. „Við ákváðum að leita til borg- arinnar til að fá að setja vökvunar- kerfi í völlinn. Sú framkvæmd hófst í lok júlí og lauk um 10. ágúst. Við eigum í erfiðleikum með ákveðin svæði á vellinum vegna þessara framkvæmda. Svo óheppilega vildi til að tæklingar urðu á þessum svæðum og þá komu stór sár í völl- inn. Ég taldi að þessar framkvæmdir myndu ekki hafa áhrif á landsleik- ina í september og október. Þeir að- ilar sem ég talaði við voru á sama máli, til að mynda Bjarni Hann- esson, doktor í grasvallafræði, sem starfað hefur með okkur. Við höfum klórað okkur í hausn- um yfir af hverju grasið festi sig ekki og höfum verið í stöðugu sam- bandi út af þessu. Hann hefur til að mynda rætt við kollega sína bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þeir hrista einnig hausinn yfir þessu. Þetta er óeðlilegt og við höfum ekki skýringar enn sem komið er. Vana- lega tekur þetta um viku að jafna sig en sú varð ekki raunin í þessu tilfelli. Ræturnar náðu ekki að gróa Erkifjendurnir í Everton og Liver- pool mætast á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta kl. 11:30 í dag. Er áratugur síðan Everton fagnaði síðast sigri á Liv- erpool í deildinni, en liðið er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og Liverpool með níu stig. Gylfi Þór Sigurðsson er klár í slaginn með Everton, en hann hefur nýtt tæki- færin sín afar vel það sem af er leik- tíðar. Klukkan 16:30 mætast Man- chester City og Arsenal í Manchester. Er Arsenal með níu stig en City aðeins fjögur. Byrjar Gylfi í grannaslagnum? AFP Liverpool Gylfi Þór Sigurðsson er klár í slaginn um Bítlaborgina. Freyr Alexandersson, aðstoð- arþjálfari íslenska karlalandsliðs- ins í fótbolta, er við það að sam- þykkja starfstilboð Al-Arabi í Katar, en hann verður aðstoð- arþjálfari Heimis Hallgrímssonar. Vefmiðilinn 433.is greindi frá í gærkvöld. Mun Freyr halda starfi sínu hjá landsliðinu áfram samhliða því að aðstoða Heimi. Unnu Heimir og Freyr saman hjá landsliðinu á sínum tíma og sá Freyr m.a. við leikgreiningu á meðan Heimir var landsliðsþjálfari. Aron Einar Gunn- arsson leikur með liðinu. Freyr aðstoðar Heimi í Katar Morgunblaðið/Eggert Katar Freyr Alexandersson mun að- stoða Heimi Hallgrímsson. Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evr- ópu, UEFA, hefur opnað fyrir þann möguleika að úr- slitakeppni EM karla sumarið 2021 verði ekki leikin í öll- um þeim tólf borgum þar sem fyrirhugað er að hún fari fram. Ceferin sagði við fréttastofu Reuters að UEFA hefði áhyggjur af stöðu mála víða í Evrópu vegna út- breiðslu kórónuveirunnar. „En við erum algjörlega sannfærðir um að EM muni fara fram. Stefnt er að því að keppnin verði með því fyrirkomulagi sem sett hafði ver- ið upp. En það er mögulegt að í stað tólf staða gætum við haldið keppnina í ellefu, átta, fimm eða jafnvel einu landi,“ sagði Ceferin. Hann sagði jafnframt að það væri alltof snemmt að fullyrða eitthvað um hvort leikið yrði með eða án áhorfenda. Keppnin á að fara fram dagana 11. júní til 11. júlí en henni var frestað um eitt ár vegna faraldursins. Keppn- isstaðir eru London, Glasgow, Dublin, Bilbao, Amsterdam, München, Róm, Kaupmannahöfn, Búdapest, Búkarest, Pétursborg og Bakú. Íslenska landsliðið leikur í Búdapest og München ef það kemst á EM. Leikið í færri borgum á EM? Aleksander Ceferin Danska knattspyrnufélagið Fredericia skýrði frá því í gær að aðalmarkvörður liðsins, Elías Rafn Ólafsson, hefði greinst með kórónuveiruna þegar hann sneri aftur til Danmerkur eftir að hafa spilað með 21-árs landsliði Ís- lands í Lúxemborg á þriðjudaginn. Fram kom að Elías væri frískur og einkennalaus en væri kominn í einangrun. Hann er hjá félaginu í láni frá dönsku meisturunum Midt- jylland og hefur spilað alla leiki þess í B-deildinni á yf- irstandandi tímabili. Ljóst er að Elías mun missa af a.m.k. þremur næstu leikjum því leikið er þétt á næstunni. Norska félagið Strömsgodset skýrði frá því að Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson, sem léku með Elíasi gegn Lúxemborg, væru komnir í sóttkví en þeir missa þar með af tveimur leikjum liðsins í norsku úrvalsdeild- inni. Patrik Sigurður Gunnarsson gat ekki varið mark Viborg gegn Fremad Amager í gær af sömu sökum og Stefán Teitur Þórðarson lék ekki með Silke- borg gegn Hvidovre. Lið Íslands í umræddum leik var eingöngu skipað leik- mönnum erlendra liða. Átta þeirra komu frá dönskum liðum. vs@mbl.is Markvörðurinn með smit Elías Rafn Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.