Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 39
vík og það hefur gengið vel að aðlag-
ast borgarlífinu. Í stað þess að fylgj-
ast með flugvélunum taka á loft og
koma inn til lendingar sjáum við
borgina vakna þegar umferðin eykst
í Ártúnsbrekkunni og sömuleiðis
hvernig borgin sofnar þegar tekur
að kvölda. Börnin eru bæði farin að
æfa fótbolta með Fylki og búin að
eignast góða vini í hverfinu og þegar
þeim líður vel þá gengur allt vel.“
Nýjasta áhugamálið er utanvega-
hlaup. „Ég er félagi í hlaupa-
samfélaginu hjá Náttúruhlaupum.
Þar sem núna er síðasta vikan í mínu
lífi sem ég er þrjátíu og eitthvað ára
ákvað ég að setja mér það markmið
að hlaupa 40 kílómetra samanlagt í
vikunni og kláraði síðustu 10 kíló-
metrana í gær með frábærum
hlaupavinkonum.“
Fjölskylda
Eiginmaður Guðnýjar er Gunnar
Egill Sigurðsson, f. 18.6. 1980, fram-
kvæmdastjóri verslunarsviðs Sam-
kaupa. Foreldrar hans eru hjónin
Sigurður Aðalgeirsson, f. 19.12.
1945, fv. skólastjóri, og Sigurhanna
Jóna Salómonsdóttir, 16.3. 1946, fv.
forstöðukona. Þau eru búsett á
Akureyri en bjuggu lengst af á
Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Börn
Guðnýjar Maríu og Gunnars Egils
eru Arngrímur Egill, f. 19.4. 2006, og
Agla María, f. 25.8. 2010.
Bræður Guðnýjar Maríu eru Jón
Kristbjörn, f. 5.7. 1984, eigandi Fath-
omfish í Halifax í Kanada þar sem
hann býr ásamt konu sinni Thanh
Pung og dætrum sínum tveimur Míu
Kim, f. 15.10. 2015, og Aríu Rose, f.
9.8. 2018; og 2) Arnþór, f. 27.2. 1988,
sölu- og markaðsstjóri hjá Artasan, í
sambúð með Thelmu Dögg Ped-
ersen, f. 26.4. 1991, starfsmanni Ís-
landsbanka, og þau búa í Reykjavík.
Foreldrar Guðnýjar Maríu eru
hjónin Jóhann Arngrímur Jónsson,
f. 27.11. 1955, framkvæmdastjóri og
Rósa Daníelsdóttir, f. 9.8. 1960, hús-
móðir. Þau búa á Álftanesi.
Guðný María
Jóhannsdóttir
Steinunn Sesselja Steinþórsdóttir
húsfreyja, Þórshöfn
Leó Jósefsson
verkamaður, Þórshöfn
Dóra Björk Leósdóttir
verslunarkona, Þórshöfn
Daníel Jónsson
vélstjóri, Þórshöfn
Rósa Daníelsdóttir
húsmóðir, Álftanesi
Rósa Gunnlaugsdóttir
húsfreyja, Hrollaugsstöðum,
Langanesi
Jón Ólason
bóndi, Hrollaugsstöðum, Langanesi
Egill Jóhannsson
forstj. Brimborgar
Hreggviður Jónsson formaður
Viðskiptaráðs og aðaleig. Veritas Capital
Steingrímur J. Sigfússon
alþm. og fv. ráðherra
Sigfús A. Jóhannsson
bóndi á Gunnarsstöðum
Jóhann Jóhannsson
stjórnarform. Brimborgar
Stefanía Margrét Árnadóttir
húsfreyja, Þórshöfn
Sigurður Jóhann Jónsson
verkamaður, Þórshöfn
Guðný María Jóhannsdóttir
fiskvinnslukona, Þórshöfn
Jón Kristbjörn Jóhannsson
verslunarstjóri, Þórshöfn
Kristín Sigfúsdóttir
húsfreyja, Hvammi, Þistilfirði
Jóhann Ólafur Jónsson
bóndi, Hvammi, Þistilfirði
Úr frændgarði Guðnýjar Maríu Jóhannsdóttur
Jóhann Arngrímur Jónsson
framkv.stjóri, Álftanesi
DÆGRADVÖL 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020
BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6
TIMEOUT
Stóll + skemill
412.400 kr.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÁTTU ÍSSKÁP MEÐ HRINGHURÐ?”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... herra áreiðanlegur.
TIL HVERS ERTU AFTUR
FARINN Í BÓLIÐ?
TIL AÐ REYNA AÐ
SOFA AFTUR!
HVERNIG Á
ÉG AÐ GETA
SOFIÐ?
EN KÆRI HERRA, ÉG
LAGÐI HLJÓÐFÆRIÐ FRÁ
MÉR FYRIR TÍU MÍNÚTUM!
EINMITT!
„PILLURNAR HJÁLPA – EN ÉG ER SAMT
HRIFNARI AF STUNGULYFJUM.”
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Blasir nú við sjónum svað.
Sýslar með hann barnunginn.
Margur þetta klaufi kvað.
Kaffibolli og diskurinn.
Þetta er lausn Hörpu á Hjarð-
arfelli þessa vikuna:
Eftir regn er allt í leir.
Ungu börnin hnoða leir.
Illa kveðið kallast leir.
Kaffistellið –tau er leir.
Sigmar Ingason svarar:
Hollt er í volgum leir að liggja.
Leirinn er hægt að hnoða og móta.
Leirtauið er leiðinlegt að brjóta.
Leirskáld mættu betur að orðum sínum
hyggja.
Helgi Þorláksson leysir gátuna
svona:
Hestur lit af leirnum ber,
við leirinn barnið unir sér,
leirinn skálda leiður er,
leirtau brotnar, því er ver.
Guðrún B. á þessa lausn
Leirdrullu bölva, bílinn hem,
en börnin leira af krafti.
Á laugardögum leirburð sem
og leirtau mætir kjafti.
Hér kemur lausn Helga R. Ein-
arssonar úr Mosfellsbænum:
Í Leirvoginum leirinn er.
Með leirinn barnið dundar sér.
Leir er vísan líkast hér.
Leirtauið í skápinn fer.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Leirinn þarna líta má.
Leirinn hnoða börnin smá.
Leirburðinn er ljótt að sjá.
Leirtau borið gestum sá.
Þá er limra:
Með ásjónur mildar og meyrar
í makindum föndrar og leirar
og silfur í sátt
nú síst eldar grátt
bæjarstjórn Akureyrar.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund
nr. 50:
Létt er mér um strengjastrok,
stöku kveð í vikulok,
lengur ekki gefast grið,
gáta ný hér blasir við:
Í hringi gjarnan gengur sú.
Goðvera í ásatrú.
Sæll í henni situr þú.
Söngkona, og gettu nú.
Og að lokum eftir Skarða-Gísla:
Kaffibolla beindu mér
blíð og holl gulls-eikin
því að hrollur í mér er
eftir skollaleikinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ljótur er hann Leira-Mangi