Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 26
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stór hópur listamanna hefurorðið fyrir miklu tekjufallieða hreinu tekjuhruni átímum kórónuveirunnar að því er fram kemur í niðurstöðum könnunar sem BHM hefur kynnt. Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra kynntu eftir hádegi í gær tíu stuðnings- aðgerðir sem stjórnvöld hafa ákveð- ið að ráðist verði í til að bæta stöðu starfandi listamanna og menningar- tengdra fyrirtækja. Þar á meðal eru svonefndir tekjufallsstyrkir fyrir einyrkja og smærri rekstraraðila. Verja á rúmum 14 milljörðum til slíks stuðnings að því er fram kom. Algjört tekjuhrun hefur orðið hjá fjölda listamanna Hundruð listamanna hafa orðið fyrir algjöru tekjuhruni vegna áhrifa kórónuveirukreppunnar og hafa mátt horfa upp á tekjur sínar minnka um 75-100%. Þetta er tæp- lega fimmtungur þeirra um 1.700 listamanna sem náðist til í tveimur rafrænum könnunum sem BHM gerði í september og október á tekjufalli listamanna vegna krepp- unnar. Alls sögðust um 80% allra svar- enda í könnuninni hafa orðið fyrir tekjufalli vegna kreppunnar. Helm- ingur þeirra sagði heildartekjur sín- ar hafa minnkað um 50% og um 18% sögðu tekjurnar hafa minnkað um 75-100% eins og áður segir. Í tilkynningu BHM um niður- stöðurnar kemur fram að tekjur meirihluta svarenda eru nú undir framfærsluviðmiði og um helmingur þeirra segist eiga erfitt með að standa undir fjárhagslegum skuld- bindingum sínum. Ýmislegt bendi einnig til þess að núverandi bóta- úrræði séu óaðgengileg og nýtist illa þessum hópi. „Um 82% svarenda sögðu ástæðu tekjufalls vera afbókanir eða uppsögn verktakasamnings vegna samkomutakmarkana og annarra sóttvarnarráðstafana. Um 7% sögðu ástæðuna vera uppsögn úr launuðu starfi,“ segir í umfjöllun BHM um niðurstöðurnar. Bent er á að staðan sé sérstak- lega slæm meðal þeirra tónlistar- manna sem fyrst og fremst eru sjálf- stætt starfandi. 75-85% þeirra sögðust ekki myndu geta staðið und- ir fjárhagslegum skuldbindingum sínum á næstunni. „Um 67% svarenda hafa sótt um atvinnuleysisbætur eða segjast munu gera það. Staðan er misslæm eftir því hvernig staðið er að tekju- öflun en tveir af hverjum þremur sjálfstætt starfandi sögðust myndu þurfa að leita á náðir stjórnvalda. Ýmislegt bendir þó til þess að núver- andi bótaúrræði nýtist illa og séu óaðgengileg þessum hópi. Til dæmis má nefna að 60% svarenda sem eru sjálfstætt starfandi að hluta eða öllu leyti sögðust aðeins hafa fengið hluta bóta greiddan eða verið synjað um þau bótaúrræði sem sótt var um. Samsett form tekjuöflunar, miklar tekjusveiflur og óhefðbundin rekstr- arform í greininni virðast illa aðlög- uð að hefðbundnum vinnumarkaðs- úrræðum,“ segir í umfjöllun BHM. Haft er eftir Erling Jóhannes- syni, forseta Bandalags íslenskra listamanna, í fréttatilkynningu í gær um boðaðar aðgerðir stjórnvalda, að þær séu kærkomnar og bæti tap og brúi tíma sem allir voni að verði sem stystur. „Auk þess eru í þessum að- gerðum verkefni sem munu bæta framtíð greina og stöðu listamanna – bæði á vinnumarkaði og í þeirra mikilvæga hlutverki að lita heiminn bjartari litum,“ segir Erling. Kynna aðgerðir sem bæti stöðu listamanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Listir Ráðast á í tíu stuðnings- aðgerðir fyrir listamenn. 26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Horfur erudökkar íatvinnu- málum um þessar mundir. Á mið- vikudag var greint frá því í forsíðufrétt hér í Morg- unblaðinu að atvinnuleysi hefði verið 9,8% í september samkvæmt mælingu Vinnu- málastofnunar, væri nú sennilega komið yfir 10% og myndi enn aukast næstu mánuði. Verst er ástandið á Suður- nesjum þar sem atvinnuleysi mældist 19,8% í september og er því spáð að það verði 1komið í 21,9% í desember. Dekkst er spáin fyrir Reykjanesbæ. Þar er því spáð að atvinnuleysið verði komið í 24,6% í jólamán- uðinum. Í frétt í Morgunblaðinu á fimmtudag var fjallað um langtímaatvinnuleysi. Þar kom fram að einstaklingum, sem hafa verið á atvinnuleys- isskrá og án atvinnu lengur en í hálft ár, hefði fjölgað hratt upp á síðkastið og hefðu í september verið fjór- falt fleiri en í sumarlok í fyrra. Í Reykjavík höfðu 39% þeirra sem voru atvinnulaus- ir í ágúst verið án vinnu og á atvinnuleysisskrá í hálft ár eða meira og 19% í eitt ár eða meira. Hátt atvinnustig og mikil þátttaka á vinnumarkaði hef- ur löngum einkennt íslenskt atvinnulíf. Iðulega hefur hlutfallstala atvinnuleysis verið svo lág að segja hefur mátt að talan mældi aðeins fólk tímabundið á milli starfa og atvinnuleysi hér væri ekk- ert. Þetta litla atvinnuleysi ásamt mikilli virkni á vinnu- markaði hefur verið einn helsti styrkleiki íslensks at- vinnulífs. Atvinnuleysi getur verið mikið þjóðfélagsmein. Það þarf ekki að fjölyrða um neikvæð áhrif langvarandi atvinnuleysis, jafnvel kyn- slóð fram af kynslóð, á sálar- líf þjóða. Í sumum hagkerfum hefur meiri áhersla verið lögð á að koma í veg fyrir þenslu en að halda atvinnuleysi niðri. Í ríkjum Evrópusambandsins hefur atvinnuleysi löngum verið mun hærra en hér á landi og á evran sinn þátt í því mikla atvinnuleysi, sem er í sumum löndum þess. Meira að segja eftir að bankarnir féllu fyrir rúmum áratug og atvinnuleysi jókst hratt hér á landi voru fleiri at- vinnulausir í löndum ESB. Í ágúst var at- vinnuleysi á Ís- landi meira en í ESB eða 9,4% hér á landi, 8,1% á evrusvæðinu og 7,4% í ríkjum ESB. Það er mikið til vinnandi að festast ekki í því fari atvinnu- leysis, sem ráðið hefur ríkj- um í Evrópusambandinu og í meira mæli á evrusvæðinu. Hér áður fyrr var einfalt að fella gengið þegar ójafn- vægi skapaðist í efnahagslíf- inu. Þannig var hægt að þurrka út launahækkanir á einu bretti. Það komu kannski fleiri krónur í um- slagið, en minna fékkst fyrir þær. Þessu fylgdu hins vegar ýmsar óæskilegar aukaverk- anir og vitaskuld snúast kjaramál um að bæta kjör, ekki að skreyta sig með sýndarávinningum á meðan laun lækka í raun. Sveigjanleiki í kjaramálum hlýtur að ganga í báðar áttir. Þegar vel gengur er hægt að bæta kjör og auka kaupmátt. Á undanförnum árum hefur kaupmáttur aukist verulega. Nú þrengir að og fjöldi manns hefur misst vinnuna. Þá mætti ætla að áherslan hjá launþegahreyfingunni væri að verja störfin. Þess í stað er hamrað á því að hvergi megi koma til móts við atvinnurekendur líkt og for- svarsmenn stéttarfélaga lifi og hrærist í öðrum veruleika en við hin. Hættan við þessa afstöðu er að hún leiði til enn meira atvinnuleysis – kosti beinlínis skjólstæðinga stétt- arfélaganna vinnuna. Það er raunhæft að gera ráð fyrir því að ferðaþjón- ustan muni taka vel við sér þegar aftur verður hægt að slaka á sóttvarnaaðgerðum hér og annars staðar. Spurn- ingin er hversu lengi þurfi að bíða og hvernig bilið verði brúað. Meginatriði er að vinna gegn atvinnuleysi. Það verð- ur helst gert með því að auð- velda og létta rekstur fyrir- tækja þannig að þau þurfi ekki að rifa seglin og geti haldið í starfsfólk. Mörg fyrirtæki hafa átt fullt í fangi með að ráða við launahækk- anir undanfarinna missera, en það tókst án þess að verð- lag færi úr böndum. Nú þarf að afstýra bakslagi. Það verður að forðast að hér verði viðvarandi atvinnu- leysi. Það verður að forð- ast að atvinnuleysi verði viðvarandi á Íslandi} Dökkar horfur M iklar deilur hafa verið milli stjórnvalda og lífeyrisþega vegna búsetuskerðinga und- anfarin ár. Sú aðferð sem Tryggingastofnun hefur beitt við ákvörðun búsetuhlutfalls var borin undir umboðsmann Alþingis og taldi hann að að- ferðin væri ólögleg. Þar að auki komst Hér- aðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu í sumar að óheimilt hefði verið að skerða sér- staka framfærsluaðstoð þar sem reglugerð ráðherra hafi skort lagastoð. Eftir mikla baráttu eldri borgara sam- þykkti Alþingi í vor lög um félagslegan viðbót- arstuðning við aldraða. Þau lög veita öldr- uðum rétt á framfærslustuðningi sem nemur allt að 90% af fjárhæð fulls ellilífeyris. Þessi viðbótarstuðningur er ætlaður þeim sem vegna búsetu sinnar erlendis eiga ekki rétt á fullum ellilífeyri. Þrátt fyrir að veita kærkomna aðstoð þá eru skilyrðin fyrir aðstoðinni ströng. Þar er til að mynda aftur komið á „krónu á móti krónu“-skerðingu. Ekki var ríkisstjórnin með þessum búsetskerðing- arlögum bara að taka aftur upp ömurlega „krónu á móti krónu“ skerðingu heldur einnig krónufall. Það er þegar viðkomandi fer yfir 3.999.999 krónur í 4.000.000 króna í eign, er refsingin algjör og þá einnig með refsingu við dvöl erlendis lengur en 90 daga með endurgreiðslukröfu. Vegna baráttu lífeyrisþega gegn stjórnvöldum er nú búið að leiðrétta hlut nokkurra öryrkja sem liðu ólögleg- ar skerðingar árum saman. Eftir stendur þó að í fjöl- mörgum tilvikum viðgangast umfangsmiklar skerðingar á lífeyri almannatrygginga vegna búsetu lífeyrisþega erlendis. Auk þess eru þeir ellilífeyrisþegar sem fá greiddan viðbót- arstuðning aðeins að fá 90% af réttindum sín- um. Til þess að réttlætið nái fram að ganga þarf að breyta lögunum. Þessar búsetuskerðingar eru fram- kvæmdar óháð því hvort búseta viðkomandi erlendis veiti honum sams konar fjárhagsleg réttindi. Á milli Íslands og EES-ríkjanna gildir sérstakur samningur sem kveður á um að réttindi glatist ekki vegna flutnings til annars EES-ríkis. Það er eitt að lífeyrir skerðist vegna lífeyrisgreiðslna erlendis frá, en þegar lífeyrir er skertur vegna þess eins að einstaklingur hefur um tíma verið búsett- ur í öðru landi þá er það ekkert nema mis- munun. Frumvarp Flokk fólksins um breytingu á lögum al- mannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum (skerðing á lífeyri vegna búsetu) kemur í veg fyrir slíka mismunun og þar er lagt til að einungis verði heimilt að skerða réttindi almannatrygginga vegna búsetu þegar ljóst liggur fyrir að viðkomandi eigi rétt á og njóti sam- bærilegra réttinda erlendis frá vegna búsetu þar. Þannig yrði komið í veg fyrir grimmilegar búsetuskerðingar gagnvart öryrkjum og ellilífeyrisþegar áður búsettir er- lendis fengju 100% réttinda sinna en ekki 90%. Guðmundur Ingi Krist- insson Pistill Króna á móti krónu skerðing Þingflokksformaður Flokk fólksins. gudmundurk@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Meðal aðgerða til stuðnings listamönnum og menningarlífi sem kynntar voru í gær er stofnun Sviðslistamiðstöðvar og tónlistarmiðstöðvar. Hækka á tímabundið starfslaun og styrki fyrir árið 2021 og framlengja tímamörk verkefnastyrkja til menningarmála. „Sjálfstætt starfandi listamenn og menningartengd fyrirtæki geti sótt um rekstrarstyrki til að mæta tekjusamdrætti vegna Covid-19. Ráðgert er að fjármunir sem varið verður til almenns tekjufallsstuðnings nemi rúm- um 14 milljörðum króna,“ segir um helstu aðgerðir. Þá á að stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi lista og menningar. Menntamálaráðuneytið ætlar að halda áfram að kanna og kortleggja, í samvinnu við BÍL og BHM, aðstæður þeirra listamanna sem til þessa hafa ekki getað nýtt sér stuðningsúrræði stjórnvalda. Hærri starfslaun og styrkir HELSTU AÐGERÐIR STJÓRNVALDA 62% 81%82% 79% 39% 49%51% 50% Tekjufall hjá listamönnum vegna kórónuveiru Segja tekjur hafa minnkað milli 2019 og 2020 Segja tekjur hafa minnkað um meira en 50% 75-100% samdráttur tekna 50-75% samdráttur H ei m ild : K ön nu n B an da la gs h ás kó la m an na m eð al li st am an na Tónlist Sviðslistir Aðrar listir Alls Tónlist Sviðslistir Aðrar listir Alls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.