Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 38
G uðný María Jóhanns- dóttir fæddist 17. októ- ber 1970 á Þórshöfn á Langanesi en þangað á hún ættir að rekja bæði í föður- og móðurlegg. „Það voru for- réttindi að alast upp í litlu þorpi úti á landi og njóta alls þess frelsis sem það bauð upp á.“ Guðný María fór í sveit á Syðra-Álandi þar sem hún fékk að kynnast sveitastörfunum og á Þórshöfn fór hún ung að vinna, m.a. við afgreiðslustörf og í fiski. Þegar kom að því að sækja fram- haldsskóla fluttist hún til Akureyrar þar sem hún hóf nám við Verk- menntaskólann og útskrifaðist það- an af hagfræðibraut. Einnig var hún einn vetur í söngnámi við Tónlistar- skólann á Akureyri auk þess að vera í kvöld- og helgarvinnu á Bautanum og svo síðar í sumarvinnu á Hótel Kea. Á Akureyri náði Guðný María sér ekki eingöngu í stúdentspróf, heldur kynntist hún eiginmanni sínum, Gunnari Agli Sigurðssyni, og þau fóru saman í Viðskiptaháskólann á Bifröst í viðskiptafræði. „Árin tvö á Bifröst voru ævintýri líkust en jafn- framt mjög krefjandi námslega.“ Síðasta árið til BS-gráðu tóku þau við viðskiptaháskóla í Otaru í Japan, fyrstu nemendurnir frá Bifröst sem fóru þangað. „Árið okkar í Japan var eitt af því besta sem við höfum gert í lífinu, samfélagið var gott og við ferðuðumst líka um Japan auk þess sem við fórum í tvær vikur til Taí- lands.“ Eftir útskrift lá leiðin til Dalvíkur, en fljótlega þaðan til Reykjanes- bæjar þau sem þau bjuggu næstu 16 árin. Guðný María hóf störf á Kefla- víkurflugvelli í apríl 2004 og starfaði fyrst hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem verkefnastjóri á fjármálasviði. Árið 2008 tók hún við starfi mark- aðsstjóra flugstöðvarinnar og ári seinna var hún ráðin framkvæmda- stjóri viðskiptasviðs Keflavíkur- flugvallar, en þá var starfsemi flug- stöðvarinnar og flugvallarins sameinuð undir hatti Keflavíkur- flugvallar ohf. Síðustu árin gegndi hún starfi forstöðumanns viðskipta- þróunar. „Það er eitthvað töfrandi við að vinna á flugvelli og í raun á það við um allt í kringum flugið. Tíminn í kringum hrunið var krefjandi en á sama tíma ákaflega lærdómsríkur. Ég var svo heppin að fá það hlutverk að markaðssetja landið okkar og flugvöllinn fyrir erlendum flug- félögum strax í kjölfar hrunsins og í október 2008 flaug ég til Malasíu þar sem ég settist fyrir framan forsvars- menn stærstu flugfélaga í heiminum og sýndi þeim á korti hvar Ísland væri staðsett. Þekkingin á Íslandi var bara ekki meiri á þessum tíma en strax í kjölfar eldgossins í Eyja- fjallajökli árið 2010 komst landið á kortið og hægt var að fá erlendu flugfélögin til að opna nýjar flug- leiðir til og frá landinu. Flugfélögin Delta, British Airways, Norwegian og easyJet hófu að fljúga til Íslands allt árið og framboð á heilsársflugi var meira en nokkru sinni áður.“ Tíminn á Reykjanesinu var góður og fjölskyldan óx. Börnin urðu eitt og síðan tvö og mikið var að gera. „Síðustu tvö ár hef ég ekki verið í fastri vinnu heldur ákvað að taka mér smá tíma til að sinna fjölskyld- unni og heimilinu og sinna stjórnar- störfum,“ en hún hefur setið í ýms- um stjórnum frá árinu 2013 og má þar nefna stjórn Fríhafnarinnar, Arcanum-fjallaleiðsögumanna, Logakórs, Samtaka atvinnurekenda á Suðurnesjum og Íslenska ferða- klasans. „Það eru forréttindi að geta tekið á móti börnunum sínum þegar þau koma heim úr skólanum og verið til staðar þegar þarf að skutlast og græja hitt og þetta sem snýr að þeim, fjölskyldunni og heimilinu.“ Þegar vinnunni sleppir hefur fjöl- skyldan mjög gaman af því að ferðast og segja að eftir námsdvölina í Japan hafi heimurinn stækkað til muna og þau hafa farið bæði til Kína, Singapúr, Malasíu og Dúbaí auk Taí- lands. Síðan er fjölskyldan hrifin af því að veiða. „Ég var svo heppin að giftast manni sem er forfallinn veiði- maður og á hverju sumri förum við saman að veiða auk þess sem við er- um með fjölskylduholl þar sem við veiðum öll saman, foreldrar mínir og bræður og fjölskyldur þeirra sem og föðurbróðir minn og hans fjölskylda. Þessar samverustundir eru svo dýr- mætar.“ Í júlí síðastliðnum flutti fjöl- skyldan frá Reykjanesbæ í Ártúns- holtið í Reykjavík. „Þetta er í fyrsta skipti sem við hjónin búum í Reykja- Guðný María Jóhannsdóttir viðskiptafræðingur – 40 ára Fjölskyldan Gunnar, Arngrímur Egill, Agla María og Guðný María. Kílómetri fyrir hvert ár Syðra-Áland Guðný María að gefa heimalningnum Túttu að drekka, sem nafna hennar, (María Jóhanns- dóttir), og Viggi bóndi, (Vigfús Jós- ep Guðbjörnsson), gáfu henni. 38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020 Litirnir eru á netinu Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is Skoðaðu vinsælu litina okkar á slippfelagid.is 30 ára Saga fæddist í Reykjavík og ólst upp þar og í Svíþjóð. Hún er menntuð leikkona og er núna að læra við- skiptafræði í HÍ. Saga hefur mikinn áhuga á útivist, ferðalögum, matreiðslu, dansi og leiklist. Maki: Guðjón Hrafn Guðmundsson, f. 1985, kvikmyndagerðarmaður. Börn: Alexandra Ólöf, f. 2014, og Björn Andrés, f. 2018. Foreldrar: Guðjón Trausti Árnason, f. 1958, garðyrkjufræðingur, og Kerstin Andersson, leiðsögumaður, f. 1961. Þau, ásamt öðrum, stofnuðu Waldorf-skólann í Lækjarbotnum árið sem Saga fæddist, 1990, þar sem þau búa. Steinunn Saga Guðjónsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Lausnirnar sem leiða til betra lífs eru augljósar, svo augljósar að þú gætir hafa misst af þeim. Þú ert í einhverju basli með tilfinningar þínar. 20. apríl - 20. maí  Naut Sum reynsla er mjög dýrkeypt og vafasamt hvort það er þess virði að sækj- ast eftir henni. Gefðu þig alla/n í verkefnin þín hvort sem þú ert undirbúin/n eða ekki. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þeir eru margir sem vilja veðja á sköpunarkraft þinn og líða þér eitt og ann- að þess vegna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ekki láta telja þig á að gera eitt- hvað gegn vilja þínum. Gefið ykkur svolít- inn tíma til að sinna sjálfum ykkur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einhver kemur þér skemmtilega á óvart í dag. Ef plönin eru of smá í sniðum heilla þau ekki fólkið þitt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Reyndu að vera jákvæð/ur í dag, jafnvel þótt þú hittir fólk sem krefst greiðslu fyrir eitthvað. Líkur eru á að at- hyglin beinist að þér og því gott að vera undir það búin/n. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert svolítill einfari og getur skemmt þér vel ein/n. Ekki halda aftur af þér því aðrir eru tilbúnir að hlusta á fram- lag þitt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt þér finnist allt vera að fara úr böndunum skaltu ekki örvænta því útlitið er ekki eins slæmt og sýnist. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú munt áreiðanlega aldrei sjá sjálfa/n þig eins og annað fólk gerir. Leit- aðu lausnar í því sem þú þegar hefur undir höndum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver vill umfram allt hafa undirtökin í sambandinu við þig. Þú verður að viðurkenna að aðrir hafa jafn ákveðnar skoðanir og þú. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það reynir á þig þegar þú tekur að þér viðamikið verkefni sem margir samstarfsmenn þínir hafa ekki treyst sér í. Láttu þér hvergi bregða þegar þú færð umbun fyir vel unnin störf. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú gætir fengið tækifæri til að láta gott af þér leiða í dag. Hins vegar verð- urðu að leggja talsvert á þig til þess að ná markmiði þínu. Til hamingju með daginn Reykjavík Ármann Viðar Jökulsson fæddist í Reykjavík hinn 31. október 2019. Hann vó 3.150 grömm og var 51 cm. Foreldrar hans eru Kristín Eva Rögnvaldsdóttir og Jökull Viðar Gunnarsson. Eldri bróðir Ármanns er Þórarinn Viðar Jökulsson fæddur 5. janúar 2018. Nýr borgari 50 ára Steinunn er Hafnfirðingur en býr núna í Reykjavík. Hún er sérfræðingur í út- gáfudeild á skrifstofu Alþingis. Steinunn hefur mikinn áhuga á tónlist og les mikið. Síðan eru hjólreiðar einnig í uppáhaldi. Maki: Grétar Mar Hreggviðsson, f. 1974, verkfræðingur hjá Verkís. Dætur: Hildigunnur, f. 2005, og Matt- hildur, f. 2008. Grétar átti áður Daníel Frey, f. 1994. Foreldrar: Guðný G. Gunnarsdóttir, f. 1933, d. 2017, vanná bókasafni og Har- aldur J. Sigfússon, f. 1930, fv. verkstjóri hjá Aðalverktökum, búsett í Hafnarfirði. Steinunn Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.