Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020 Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is Bárður Sölustjóri 896 5221 Elín Urður Lögg. fast. 690 2602 Elín Rósa Lögg. fast. 773 7126 Lilja Viðskiptafr. / Lögg. fast. 820 6511 Kristján Viðskiptafr. / Lögg. fast. 691 4252 Halla Viðskiptafr. / Lögg. fast. 659 4044 Ólafur Sölu- og markaðsstjóri 690 0811 Ellert Lögg. fast. 661 1121 Sigþór Lögg. fast. 899 9787 Hafrún Lögg. fast. 848 1489 Telma Sif Lögfræðingur/ aðstoðarm. fast. 773 7223 Fjöldi manns kom saman framan við skrifstofur hérðaðsþings Katalóníu í Barcelona á Spáni í gær til að mótmæla nýjum sóttvarnaaðgerðum sem taka gildi um helgina og ætlað er að stemma stigu við vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar í hér- aðinu. Verða barir og veitingahús meðal annars lokuð næstu 15 daga. Gekk starfsfólk veitingastaða um götur Barcelona og barði potta og pönnur í mótmælaskyni og kastaði eggjum í stjórnarbygginguna. Kórónuveiran hefur verið að sækja í sig veðrið á Spáni að undanförnu en frá því faraldurinn hófst í vetur hafa nærri 940 þúsund manns smitast af veirunni og 34 þúsund látist af völdum hennar. Víðar í Evrópu verða sótt- varnareglur hertar um helgina, þar á meðal í Bretlandi en þar er viðbúnaður í Lancasterhéraði settur á hæsta stig frá og með deginum í dag. Krám verður lokað og strangt samkomu- bann sett en líkamsræktarstöðvar verða þó áfram opnar. AFP Lokunum í Barcelona mótmælt með eggjakasti Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer boðar að það muni síðari hluta nóv- ember sækja um neyðarleyfi til að hefja dreifingu á bóluefni gegn kór- ónuveirunni sem veldur Covid-19. Albert Bourla, forstjóri og stjórn- arformaður Pfizer, sagði í tilkynn- ingu að fyrirtækið myndi sækja um leyfi til að nota lyfið þegar niður- stöður lægju fyrir úr lokarann- sóknum, væntanlega í þriðju viku nóvember. Hlutabréf Pfizer hækkuðu um 2% á bandarískum verðbréfamörkuðum þegar tilkynningin birtist. Áður hefur bandaríska líftækni- fyrirtækið Moderna boðað að það stefni að því að sækja 25. nóvember um heimild til að dreifa bóluefni sem fyrirtækið er að þróa, Bandaríska matvæla- og lyfjaeft- irlitið gefur út leyfi til lyfjaframleið- enda að dreifa lyfjum innan Banda- ríkjanna. Í síðustu viku hvatti stofnunin þau lyfjafyrirtæki, sem eru að þróa bóluefni, til að verja að minnsta kosti tveimur mánuðum til að fylgjast grannt með því hvort al- varlegar aukaverkanir geti fylgt notkun lyfjanna. Pfizer boðar veirubóluefni  Ætlar að sækja um dreifingarleyfi síðari hluta nóvember AFP Bóluefni á næsta leiti Lyfjaverksmiðja Pfizer í Cork á sunnanverðu Írlandi. Breska ríkisstjórnin hafnaði óskum Evrópusambandsins (ESB) um auk- inn þunga í viðskiptaviðræðum vegna úrgöngu Breta úr sambandinu og segir þær tilgangslausar. Frost lávarður, aðalsamningamaður Breta, hringdi í Michel Barnier, aðalsamn- ingamanna ESB, og sagði honum að sleppa því að koma til viðræðna í Bretlandi eftir helgi. Þessi harða afstaða Breta kemur eftir að 15. október rann upp og leið án þess að nokkuð þokaðist í viðræð- unum, en Boris Johnson, forsætis- ráðherra Breta, hafði áður gert hana að úrslitadagsetningu ef takast ætti að koma á einhverskonar fríverslun- arsamningi Breta við ESB, sem tek- ið gæti gildi um næstkomandi ára- mót. Boris sakaði leiðtoga Evrópusambandsins um það í gær, að hafa fallið frá hugmyndinni um fríverslunarsamning við Bretland, og sagði löndum sínum að búa sig undir samningslausa úrgöngu úr ESB. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, brást við þeim orðum eins og ekkert hefði í skorist, hét því að ESB myndi reyna samninga til þrautar, og taldi ekkert því til fyrirstöðu að samningaviðræð- ur héldu áfram í Lundúnum í kom- andi viku. Hyggjast ræða saman í vikunni Þrátt fyrir kaldar kveðjur sögðust þeir Frost lávarður og Barnier myndu ræða saman snemma í vik- unni, sem viðheldur vonarneista um að ná megi samningum, þótt Bretar telji það um seinan. Talsmaður Johnson sagði frekari viðræður tilgangslausar, nema ESB- ríkin myndu breyta afstöðu sinni í lykilmálum og taka til við eiginlegar samningaviðræður um viðskipti Bretlands og ESB. Til þessa hefur strandað á kröfum ESB um reglu- gerðarjöfnuð og sameiginlegt sam- keppnisumhverfi, auk krafna Frakka um áframhaldandi fiskveiðar í breskri lögsögu. Hins vegar hefur lítið gengið að fjalla um hið eiginlega samningsefni um fríverslun. „Viðskiptaviðræðurnar eru búnar að vera,“ sagði talsmaðurinn í Down- ing-stræti 10. „Evrópusambandið hefur í raun bundið enda á þær með því að neita að hnika afstöðu sinni í nokkru.“ andres@mbl.is Boris vandar Barnier ekki kveðjurnar  Bretar telja fríverslunarviðræður við Evrópusambandið orðnar tilgangslausar AFP Brexit Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, telur fullreynt á samninga- viðræður við ESB um fríverslun að lokinni úrgöngu Breta úr sambandinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.