Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Útlendingastofnun bárust 80 nýjar umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi í september síðastliðnum. Alls eru þær orðnar 514 fyrstu níu mán- uði ársins. Það sem af er bárust flest- ar umsóknir í júlí þegar þær voru 107 talsins. Af umsóknum í september voru 35 frá umsækjendum frá Palestínu og voru þær þá orðnar alls 76 á árinu. Næstflestar voru frá Írökum eða tólf, en alls hafa borist 79 umsóknir frá ársbyrjun frá fólki frá Írak. Fyrstu þrjá mánuði ársins voru langflestar umsóknir frá Venesúela- búum en mjög dró úr þeim í sumar. Þær voru sex í september og voru orðnar alls 102 alls á þessu ári í lok mánaðarins. Útlendingastofnun veitti sex um- sækjendum vernd í september, 26 fengu viðbótarvernd og fimm mann- úðarleyfi. Kærunefnd útlendinga- mála veitti auk þess tveimur vernd í mánuðinum og sjö mannúðarleyfi. Tveimur aðstandendum flóttamanna var veitt vernd sem gerir samtals 48 leyfisveitingar í september sl. Oftast er um að ræða maka eða börn. Á heimasíðu Útlendingastofnunar (utl.is) kemur fram að samkvæmt lögum um útlendinga eigi sá sem sætir ofsóknum í heimalandi sínu vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóð- ernis, aðildar að tilteknum þjóðfélags- hópi eða vegna stjórnmálaskoðana rétt á alþjóðlegri vernd sem flótta- maður hér landi. Í viðbótarvernd felst að „sá sem á á hættu dauðarefsingu, pyndingar eða ómannúðlega eða vanvirðandi með- ferð eða refsingu eða að verða fyrir al- varlegum skaða af völdum árása í vopnuðum átökum þar sem ekki er greint milli hernaðarlegra og borg- aralegra skotmarka verði hann send- ur aftur til heimalands síns, án þess þó að sæta eða eiga á hættu ofsóknir af einhverri af fyrrgreindum ástæð- um, hefur rétt til alþjóðlegrar vernd- ar sem flóttamaður“. 80 umsóknir um vernd í september  Flestir umsækjenda í september komu frá Palestínu  Það sem af er ári hafa flestar umsóknir komið frá fólki frá Venesúela  Alls var 46 umsækjendum og tveimur aðstandendum veitt leyfi í september Umsóknir um vernd í september 2020 H ei m ild : Ú tle nd in ga st of nu n 80 nýjar umsóknir bárust Jan.-sept.: 514 alls 37 var veitt vernd í mánuðinum Jan.-sept.: 405 alls 57 umsóknir voru afgreiddar Jan.-sept.: 658 alls 278 umsóknir voru óafgreiddar í lok mánaðarins 5 fl utningar voru í september Jan.-sept.: 64 alls UMSÓKN Borgarráð hefur heimilað umhverf- is- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við stígagerð við Rauðavatn. Þetta svæði hefur notið vaxandi vinsælda útivistarfólks. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 140 milljónir króna. Samkvæmt kynningu skrifstofu framkvæmda og viðhalds felst verk- ið í því að gera nýja göngu- og hjóla- stíga ásamt færslu reiðstíga sunnan og austan við Rauðavatn. Stígarnir verða upplýstir með snjalllýsingar- búnaði með tilliti til orkusparnaðar og öryggis. Stígagerðin er í sam- ræmi við samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Verkið er hluti af áætlun um að flýta fjárfestingarverkefnum Reykjavíkurborgar með það að markmiði að veita viðspyrnu við at- vinnuleysi af völdum Covid-19. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í nóvember næstkomandi og ljúki í desember 2020. sisi@mbl.is Bjóða út stígagerð við Rauðavatn  Reykjavíkurborg veitir viðspyrnu við atvinnuleysi af völdum Covid-19 Nýir stígar við Rauðavatn Loftmyndir ehf. Nýr göngu- og hjólastígur Færsla reiðstígs Rauðavatn Vesturlands- vegur Frystitogarinn Hrafn Sveinbjarn- arson GK klauf ölduna glæsilega á útleiðinni frá Grindavík í fyrradag. Í áhöfn skipsins eru 52 menn og skiptast þeir á um að vera um borð, 26 í hverjum túr sem tekur þrjár til fjórar vikur. Eiríkur Dagbjartsson, útgerð- arstjóri togara hjá Þorbirni hf. í Grindavík, sem gerir skipið út, sagði að áhöfnin hefði farið í kór- ónuveirupróf áður en lagt var úr höfn og sem betur fer allir reynst neikvæðir. Það er orðin regla að senda áhafnirnar í slíkar prufur. Hrafn var við veiðar á Vest- fjarðamiðum í gær ásamt fleiri tog- urum. Togararnir fara oft hringinn í kringum landið í túrunum, allt eft- ir veðri og aflabrögðum. Eiríkur sagði að þorskurinn væri þeirra mikilvægasta tegund en einnig veiða þeir annan bolfisk eins og ufsa, ýsu, karfa og djúpkarfa auk grálúðu og gulllax. gudni@mbl.is Allir neikvæðir um borð! Ljósmynd/Eyjólfur Vilbergsson Pantið tíma í einkaskoðun í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími 570 4824 hakon@valfell.is | valfell.is STILLHOLT 21 - AKRANESI Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð. Aðeins örfáar íbúðir eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.