Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020 Opinberir arðsemisútreikn-ingar eru gjarnan meðal mestu meistaraverka skáldskap- argyðjunnar. Ósjaldan hafa rán- dýr og vitlaus verkefni verið rétt- lætt með slíkum útreikningum og ættu skattgreið- endur jafnan að hafa varann á þeg- ar þeir eru á borð bornir. Tilgangur slíkra útreikninga virðist iðulega vera sá að réttlæta óréttlætanleg verkefni og setja þau í „faglegan“ búning með því að fá sérfræðinga til að reikna sig niður á mikla arðsemi út frá fjarstæðukenndum forsendum. Út af fyrir sig standast útreikning- arnir yfirleitt, en þegar forsend- urnar ganga ekki upp hefur það enga þýðingu.    Þórarinn Hjaltason umferð-arverkfræðingur fjallar um nýbirta skýrslu um arðsemisút- reikninga fyrsta áfanga borg- arlínu og bendir á ýmislegt hæp- ið. Hann nefnir meðal annars að markmið um að auka hlutdeild ferða með strætó úr 4% í 12% hafi áður átt að gerast „á 25 ár- um, þ.e. 2015-2040. Núna á þetta að gerast á næstu 10 árum! Þetta hlýtur að vera prentvilla.“    Samkvæmt skýrslunni á arð-semi fyrsta áfanga borgarlín- unnar að vera 7%, eða 26 millj- arða ábati, sem gæfi óvænt tækifæri til að vinna efnahag landsins upp úr kórónukreppunni ef satt væri.    Eins og Þórarinn bendir á skil-ar borgarlínan nær engu í minni bílaumferð, jafnvel þótt miðað sé við forsendur verkefn- isins sjálfs. Borgarlínan er dæmd til að mistakast og ævintýralegir arðsemisútreikningar breyta engu þar um. Þórarinn Hjaltason Talnaleikir STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þing- flokksformaður Vinstri-grænna, hef- ur lagt fram þingsályktunartillögu um afnám 70 ára aldurstakmörkunar til opinberra starfa. Meðflutningsmenn eru úr sex flokkum, öllum nema Miðflokki og Viðreisn. Tillagan gengur út á að fela fjármála- og efnahagsráðherra í sam- ráði við félags- og barnamálaráðherra að hefja viðræður við samtök op- inberra starfsmanna um afnám þeirra ákvæða úr lögum sem takmarka starf opinberra starfsmanna við 70 ára ald- ur. Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 er kveðið á um að opinberir starfsmenn skuli láta af störfum við 70 ára aldur þ.e. að embættismanni skuli veita lausn frá og með næstu mánaða- mótum eftir að hann nær 70 ára aldri. Tillagan var lögð fram í fyrsta skipti á síðasta þingi en hlaut ekki brautargengi og er því nú endurflutt. Þá bárust umsagnir frá BSRB og Landssambandi eldri borgara. BSBR fögnuðu tillögunni auk þess sem sam- tökin lýstu sig reiðubúin til þess að taka þátt í vinnu sem í henni fælist. Landssamband eldri borgara tók undir tillöguna og ítrekaði nauðsyn endurskoðunar starfsloka vegna ald- urs m.a. í ljósi þess að lífaldur hefði hækkað til muna síðastliðna áratugi. Þá telja eldri borgarar 70 ára regluna bæði úrelta og í ósamræmi við mann- réttindi. Bjarkey segist vongóð um að tillagan nái fram að ganga í þetta skiptið, enda sé tillagan mikið jafn- réttismál. karitas@mbl.is Leggja til afnám 70 ára reglunnar  BSRB og eldri borgarar fagna tillögunni Morgunblaðið/Eggert Ríkisstarfsmenn Frá baráttufundi BSRB og BHM í Háskólabíói. „Það eru allir búnir að fá endurgreitt og að ég held alsælir,“ segir Elísabet Agnarsdóttir, einn eigenda ferða- skrifstofunnar Tripical. Morgunblaðið greindi frá því í gær að kærunefnd vöru- og þjónustu- kaupa hefði úrskurðað að ferðaskrif- stofan þyrfti að endurgreiða að fullu útskriftarferð nemanda við Borgar- holtsskóla til Krítar en nemandinn sendi kæru vegna málsins til nefnd- arinnar. Elísabet segir að fréttin hafi komið sér spánskt fyrir sjónir enda sé málið fyrir nokkru afgreitt. „Þegar ég fæ bréf frá þessari nefnd er hann löngu bú- inn að fá endur- greitt,“ segir hún. Jafnframt segir Elísabet að allir útskriftarnemar og aðrir sem áttu bókað hjá ferðaskrif- stofunni, fyrir utan örfáa sem hafi gefið upp rangar bankaupplýsingar, hafi fengið endurgreitt, alls 8-900 manns. Kórónuveiran og ferðatakmark- anir af hennar völdum hafa leikið ferðaskrifstofur grátt. Elísabet segir að Tripical hafi verið vel tryggt og getað sótt lán í ferðaábyrgðarsjóð stjórnvalda. Þótt hart sé í ári ætli fyrirtækið sér að verða til taks þegar rofar til í samfélaginu. „Þegar blessuð kórónan fer, já. Við erum þegar farin að finna fyrir eftirspurn vegna útskriftarferða á næsta ári, jafnvel frá hópunum sem ætluðu að fara í ár. Það verður kannski bara tvöfalt stuð á næsta ári.“ hdm@mbl.is Hafa endurgreitt hátt í 900 manns  Ferðaskrifstofan Tripical kveðst hafa endurgreitt allar útskriftarferðir í ár Elísabet Agnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.