Morgunblaðið - 19.11.2020, Page 8

Morgunblaðið - 19.11.2020, Page 8
Ljósmynd/Alþingi Undirritun Ragna Árnadóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Þorvaldur Giss- urarson rituðu nöfn sín undir samninginn við Alþingishúsið í gærmorgun. Samningur við ÞG verktaka ehf. um að byggja fimm hæða skrifstofuhúss á Alþingisreit var undirritaður í gær. Fjögur tilboð bárust í verkið og buðu ÞG verktakar lægst eða krónur 3.340.725.282 með vsk. Undir samninginn rituðu Stein- grímur J. Sigfússon, forseti Alþing- is, og Ragna Árnadóttir skrif- stofustjóri fyrir hönd Alþingis og fyrir hönd verktaka Þorvaldur Giss- urarson, forstjóri ÞG verktaka. Í þriðja og síðasta áfanga verksins felst uppsteypa og fullnaðarfrágang- ur. Flatarmál aðalbyggingarinnar verður 5.073 fermetrar að við- bættum 1.307 m² bílakjallara. Verk- takinn er þegar byrjaður að koma sér fyrir á svæðinu og eru verklok áætluð í lok apríl 2023. Framkvæmdasýsla ríkisins hefur umsjón með byggingarframkvæmd- unum en arkitektar Studio Granda hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína í hönnunarsamkeppni sem hald- in var árið 2016. Í byggingunni sem rís á Tjarnar- götu 9, á milli Kirkjustrætis, Von- arstrætis og Tjarnargötu, verða skrifstofur þingmanna, funda- og vinnuaðstaða fyrir þingflokka og starfsfólk þeirra, fundaherbergi fastanefnda, vinnuaðstaða fyrir starfsfólk nefndanna og mötuneyti. Öll þessi aðstaða er nú í leigu- húsnæði í miðbænum. sisi@mbl.is. Samið um byggingu húss á Alþingisreit  Kostnaður rúmir 3,3 milljarðar króna 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Suzanne Moore, pistlahöfundur áThe Guardian, hefur verið hrakin frá blaðinu. Ástæðan er sú að hún skrifaði pistil í blaðið í mars síðastliðnum þar sem hún hélt fram málstað kvenna, frá sínum fem- iníska sjónarhóli, og gagnrýndi öfg- ar. Hún nefndi í pistlinum dæmi um prófessor við Oxford-háskóla, konu sem hafði átt að flytja stutt kurteis- isávarp á viðburði á vegum háskóla sem snerist um kvenréttindi, en var meinað að tala þar sem hún hefði áður talað á fundi félags kvenna sem berst fyrir rétti kvenna til að njóta tiltekinna réttinda á grund- velli líffræðilegs kyns.    Og þar virðist hundurinn liggjagrafinn. Tal um líffræðilegt kyn er orðið svo mikið tabú í huga einhverra að það kallar á útilokun þeirra sem leyfa sér að nota þá skil- greiningu.    Pistlahöfundurinn Moore tókekki aðeins dæmi af prófess- ornum, heldur lýsti þeirri skoðun sinni að kyn væri í flestum tilvikum líffræðileg staðreynd, þó að sjálf- sagt væri að taka tillit til þeirra sem féllu ekki að hefðbundinni skil- greiningu. Sá fyrirvari dugði ekki og hundruð starfsmanna sendu rit- stjóra blaðsins bréf og kröfðust brottvikningar hennar. Og hún hef- ur greint frá því að hún hafi einnig mátt þola líflátshótanir og marg- víslegar árásir í netheimum.    Slíkar öfgar og útilokunarstefnahafa gengið allt of langt og öm- urlegt er að sjá blöð á borð við Guardian og New York Times gefa eftir gagnvart slíku í stað þess að standa með frjálsum og heil- brigðum skoðanaskiptum. Ekki á að líða öfgar og útilokun STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Þrátt fyrir að reglugerð sem til- greinir í hvaða tilvikum Sjúkra- tryggingar Íslands taki þátt í lækn- iskostnaði barna með skarð í vör hafi verið rýmkuð dugir það ekki til fyrir fjölskyldur tveggja barna sem hyggja á málsókn gegn ríkinu. Byggir málsóknin á ítrekuðum synjunum frá Sjúkratrygging- um Íslands um greiðsluþátttöku. María Heimis- dóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að þrátt fyrir að reglugerð hafi verið rýmkuð þurfi samt að uppfylla ákveðin skil- yrði. „Eftir sem áður eru ákveðin skil- yrði sem þurfa að vera uppfyllt,“ segir María. Hún segir að hluti frá- vika af þessu tagi vaxi af barninu og því skipti máli að skoða umfang vandans og að hefja upphaf með- ferðar á réttum tíma í stað þess að byrja of snemma. „Greiðsluþátttak- an byggir á því að vandamál sé til staðar sem fellur undir reglugerð- ina og að það sé tímabært að eiga við það vandamál. Því það er ekki alltaf rétt að grípa inn í tafarlaust,“ segir María. Eins og áður hefur verið greint frá ætla fjölskyldur tveggja barna sem fæddust með skarð í góm á næstu dögum í mál við íslenska rík- ið vegna neitana Sjúkratrygginga Íslands um greiðsluþátttöku. Ekki alltaf tímabært að grípa inn í María Heimisdóttir  Forstjóri Sjúkratrygginga segir dæmi þess að skarð í vör vaxi af börnum Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.