Morgunblaðið - 19.11.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.11.2020, Qupperneq 8
Ljósmynd/Alþingi Undirritun Ragna Árnadóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Þorvaldur Giss- urarson rituðu nöfn sín undir samninginn við Alþingishúsið í gærmorgun. Samningur við ÞG verktaka ehf. um að byggja fimm hæða skrifstofuhúss á Alþingisreit var undirritaður í gær. Fjögur tilboð bárust í verkið og buðu ÞG verktakar lægst eða krónur 3.340.725.282 með vsk. Undir samninginn rituðu Stein- grímur J. Sigfússon, forseti Alþing- is, og Ragna Árnadóttir skrif- stofustjóri fyrir hönd Alþingis og fyrir hönd verktaka Þorvaldur Giss- urarson, forstjóri ÞG verktaka. Í þriðja og síðasta áfanga verksins felst uppsteypa og fullnaðarfrágang- ur. Flatarmál aðalbyggingarinnar verður 5.073 fermetrar að við- bættum 1.307 m² bílakjallara. Verk- takinn er þegar byrjaður að koma sér fyrir á svæðinu og eru verklok áætluð í lok apríl 2023. Framkvæmdasýsla ríkisins hefur umsjón með byggingarframkvæmd- unum en arkitektar Studio Granda hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína í hönnunarsamkeppni sem hald- in var árið 2016. Í byggingunni sem rís á Tjarnar- götu 9, á milli Kirkjustrætis, Von- arstrætis og Tjarnargötu, verða skrifstofur þingmanna, funda- og vinnuaðstaða fyrir þingflokka og starfsfólk þeirra, fundaherbergi fastanefnda, vinnuaðstaða fyrir starfsfólk nefndanna og mötuneyti. Öll þessi aðstaða er nú í leigu- húsnæði í miðbænum. sisi@mbl.is. Samið um byggingu húss á Alþingisreit  Kostnaður rúmir 3,3 milljarðar króna 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Suzanne Moore, pistlahöfundur áThe Guardian, hefur verið hrakin frá blaðinu. Ástæðan er sú að hún skrifaði pistil í blaðið í mars síðastliðnum þar sem hún hélt fram málstað kvenna, frá sínum fem- iníska sjónarhóli, og gagnrýndi öfg- ar. Hún nefndi í pistlinum dæmi um prófessor við Oxford-háskóla, konu sem hafði átt að flytja stutt kurteis- isávarp á viðburði á vegum háskóla sem snerist um kvenréttindi, en var meinað að tala þar sem hún hefði áður talað á fundi félags kvenna sem berst fyrir rétti kvenna til að njóta tiltekinna réttinda á grund- velli líffræðilegs kyns.    Og þar virðist hundurinn liggjagrafinn. Tal um líffræðilegt kyn er orðið svo mikið tabú í huga einhverra að það kallar á útilokun þeirra sem leyfa sér að nota þá skil- greiningu.    Pistlahöfundurinn Moore tókekki aðeins dæmi af prófess- ornum, heldur lýsti þeirri skoðun sinni að kyn væri í flestum tilvikum líffræðileg staðreynd, þó að sjálf- sagt væri að taka tillit til þeirra sem féllu ekki að hefðbundinni skil- greiningu. Sá fyrirvari dugði ekki og hundruð starfsmanna sendu rit- stjóra blaðsins bréf og kröfðust brottvikningar hennar. Og hún hef- ur greint frá því að hún hafi einnig mátt þola líflátshótanir og marg- víslegar árásir í netheimum.    Slíkar öfgar og útilokunarstefnahafa gengið allt of langt og öm- urlegt er að sjá blöð á borð við Guardian og New York Times gefa eftir gagnvart slíku í stað þess að standa með frjálsum og heil- brigðum skoðanaskiptum. Ekki á að líða öfgar og útilokun STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Þrátt fyrir að reglugerð sem til- greinir í hvaða tilvikum Sjúkra- tryggingar Íslands taki þátt í lækn- iskostnaði barna með skarð í vör hafi verið rýmkuð dugir það ekki til fyrir fjölskyldur tveggja barna sem hyggja á málsókn gegn ríkinu. Byggir málsóknin á ítrekuðum synjunum frá Sjúkratrygging- um Íslands um greiðsluþátttöku. María Heimis- dóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að þrátt fyrir að reglugerð hafi verið rýmkuð þurfi samt að uppfylla ákveðin skil- yrði. „Eftir sem áður eru ákveðin skil- yrði sem þurfa að vera uppfyllt,“ segir María. Hún segir að hluti frá- vika af þessu tagi vaxi af barninu og því skipti máli að skoða umfang vandans og að hefja upphaf með- ferðar á réttum tíma í stað þess að byrja of snemma. „Greiðsluþátttak- an byggir á því að vandamál sé til staðar sem fellur undir reglugerð- ina og að það sé tímabært að eiga við það vandamál. Því það er ekki alltaf rétt að grípa inn í tafarlaust,“ segir María. Eins og áður hefur verið greint frá ætla fjölskyldur tveggja barna sem fæddust með skarð í góm á næstu dögum í mál við íslenska rík- ið vegna neitana Sjúkratrygginga Íslands um greiðsluþátttöku. Ekki alltaf tímabært að grípa inn í María Heimisdóttir  Forstjóri Sjúkratrygginga segir dæmi þess að skarð í vör vaxi af börnum Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.