Morgunblaðið - 19.11.2020, Page 16

Morgunblaðið - 19.11.2020, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég er mjög ánægð með tæknibylt- ingu síðustu ára. Hún hefur gagnast mér vel,“ segir Vera Illugadóttir, út- varpskona á Rás 1. Vera er stjórnandi þáttarins Í ljósi sögunnar sem er á dagskrá gömlu gufunnar eftir níufréttir á föstudags- morgnum. Ekki er reyndar víst að allir viti að Í ljósi sögunnar sé út- varpsþáttur í línulegri dagskrá því hann hefur náð óhemjuvinsældum sem hlaðvarp. Hlustendur sækja sér þáttinn á ýmsar streymisveitur og hlusta á hann í snjalltækjum sínum þegar og þar sem þeim hentar. Hlaðvörp eru ekki nýtt fyrirbæri, hvorki hér á landi né annars staðar. Hins vegar hefur þeim fjölgað hratt síðustu misseri og breyttir lífshættir af völdum kórónuveirunnar hafa orð- ið til þess að nýir hlustendur hafa bæst í hópinn. Ekki vantar úrvalið; á hlaðvarpsvef mbl.is (mbl.is/hlad- varp) má finna á annað hundrað mis- munandi þáttaraðir. Nálgast fimm ára afmæli Vera byrjaði með Í ljósi sögunnar í ársbyrjun 2016 og margir hlustend- ur hennar virðast líta á þáttinn sem hluta af lífi sínu. Það sést vel á sam- félagsmiðlum því þegar stjórnand- inn dirfist að fara í frí kvarta marg- ir sáran. Vera fjallar um sögulega atburði í þáttunum, bæði atburði sem margir þekkja og muna en líka ým- islegt forvitnilegt sem ekki er á allra vitorði. „Þátturinn virðist alltaf vera vin- sæll og ég hef mjög gaman af þessu, þetta hentar mér afskaplega vel. Ég geri þetta nú varla að eilífu þótt það sé af nógu að taka í mannkynssög- unni. Ég verð alla vega ekki uppi- skroppa með efni,“ segir Vera sem hefur fundið góðan takt í frásögninni sem heldur hlustandanum við efnið. Frásögnin er svo gjarnan brotin upp með beinum upplestri og nýtur hún þá aðstoðar samstarfsmanna sinna í Efstaleiti. Hún segir nokkra þætti vera í uppáhaldi hjá sér. „Mér fannst mjög gaman að vinna þættina um hinn sænska Thomas Quick. Þeir voru dá- lítið umdeildir. Svo hef ég alltaf gam- an af hrakningasögum. Það var mjög skemmtilegt að vinna seríuna um kapphlaupið á suðurpólinn.“ Fær hugmyndir frá öðru fólki Í ljósi sögunnar er hugarfóstur Veru og hún ákveður sjálf umfjöll- unarefnin. „En ég fæ mikið af hug- myndum frá öðru fólki. Bæði fólki í kringum mig og frá fólki úti í bæ. Ég tek alltaf vel í það,“ segir útvarps- konan. Hún segist aðspurð sjálf ekki hafa gefið sig mikið að hlaðvörpum. Vissulega hlusti hún eitthvað á hlað- vörp, mest til að kynna sér ákveðin og afmörkuð efni og hvað hafi verið skrifað um þau. „Ég hlusta sjálf af og til en ég er alls ekki forfallinn hlað- varpshlustandi.“ Kvartað þegar stjórnandinn fer í frí Vera Illugadóttir  Íslensk hlaðvörp eru í mikilli sókn um þessar mundir  Sífellt fleiri framleiða efni og hlustendum fjölgar hratt í kófinu  Eitt vinsælasta hlaðvarp landsins er útvarpsþáttur Veru Illugadóttur á Rás 1 „Það sem mér finnst frábært við hlaðvarp er að ef þú hefur eitthvað að segja, þá geturðu það. Það er frábært að uppgötva klára sérvitr- inga sem búa til efni á eigin for- sendum, það er svo persónulegt,“ segir Baldur Ragnarsson, einn að- standenda Hljóðkirkjunnar sem framleiðir sex íslensk hlaðvörp í hverri viku. Baldur segir að hann hafi ekkert kunnað að taka upp fyrir tveimur árum en hann heillaðist af fyrirbær- inu og ákvað að „hjóla í þetta“, eins og hann orðar það, ásamt Snæbirni bróður sínum. „Grunnuppleggið hjá okkur bræðrum er að passa upp á að þetta hljómi ágætlega og framleiða efni af heilindum. Sjálfur hef ég hlustað mikið á hlaðvörp og verð leiður ef einhver er með frábært efni en ég heyri það ekki nógu vel.“ Gestir Hljóðkirkjunnar geta til að mynda hlýtt á þáttinn Kokkaflakk, þar sem Ólafur Örn Ólafsson spjall- ar við fólk um heim víns og matar, Drauga fortíðar, þar sem Baldur og Flosi Þorgeirsson ræða áhugaverða atburði úr fortíðinni, og Bestu plöt- una þar sem Arnar Eggert Thor- oddsen ræðir við þá bræður um áhugaverðar hljómplötur. Draugar fortíðar hafa vakið verð- skuldaða athygli enda er þar vandað til verka. Flosi Þorgeirsson, sem kunnur er sem gítarleikari hljóm- sveitarinnar Ham, en er jafnframt sagnfræðingur, leggur upp með frá- sögn af liðnum atburðum og Baldur býr til hljóðmynd utan um. Að því búnu spjalla þeir um umfjöllunar- efnið. „Við erum búnir að þekkjast svo lengi að það hefur myndast gott traust. Það er trikkið við að búa til eitthvað svona, að þekkja hvor ann- an nógu vel. Svo er Flosi minn uppáhaldssögumaður af vinum mín- um.“ Baldur segir að hlaðvörp séu í mikilli sókn hér á landi og hann hafi orðið var ákveðna viðhorfsbreytingu síðustu tvo mánuði. „Ég held að fleiri og fleiri séu að kveikja á þessu út af ástandinu í þjóðfélaginu. Fólk er að leita nýrra leiða til afþrey- ingar,“ segir hann og kveðst merkja mikla aukningu í hlustun. Hljóðkirkjan er rekin með því að fá styrktaraðila á hlaðvörpin. Að- spurður segir Baldur að sífellt fleiri séu að átta sig á styrkleikum miðils- ins. „Það hefur verið skjálfti í mörg- um vegna árferðisins en fólk er farið að átta sig á því hvað þetta er stórt. Hver einasti hlustandi hefur tekið meðvitaða ákvörðun um hlustun og þarna má ná beinni tengingu við það fólk.“ Sex messur í Hljóðkirkjunni  Bræðurnir Baldur og Snæbjörn Ragnarssynir halda úti Hljóðkirkjunni sem framleiðir vinsæla hlaðvarpsþætti Morgunblaðið/Eggert Hljóðkirkjan Bræðurnir Baldur og Snæbjörn Ragnarssynir bjóða hlust- endum upp á sex hlaðvörp í viku hverri sem njóta síaukinna vinsælda. Dagskrá: Staða og starfsemi Gildis á COVID-19 ári Fjárfestingar Gildis Önnur mál Hægt verður að horfa á fyrirlestra á netinu og senda fyrirspurnir á frummælendur. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag fundarins verða birtar á heimasíðu sjóðsins viku fyrir fund. Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs 3. desember klukkan 16:00 Gildi–lífeyrissjóður Rafrænn sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundur ▪ ▪ ▪ Lífeyrissjóður www.gildi.is Hjörvar Hafliðason heldur úti hin- um vinsæla hlaðvarpsþætti Dr. Football þar sem töluð er tand- urhrein íslenska og velt við stein- um – svo vitnað sé til vinsælla frasa í þættinum. Hjörvar segir að hugmyndin að þættinum hafi sprottið upp í kringum HM í knattspyrnu árið 2018 þegar hann sá að umfjöllun í sjónvarpi rúmaði ekki allt sem hann vildi gera. „Ég hafði ákveðnar hugmyndir um það hvernig útvarpsþáttur um fótbolta ætti að vera enda hef ég víðtæka reynslu af fjölmiðlum, prenti, sjónvarpi og útvarpi. Svo hef ég byggt upp þáttinn þannig að fólki líkar,“ segir hann. Í fyrstu var um hliðarverkefni að ræða en síðar kom Hjörvar sér sjálfur upp hljóð- veri og tók hlaðvarpið fastari tök- um. Nú eru þættirnir orðnir yfir 350 talsins og óhætt er að fullyrða að doktorinn á sér traustan hóp aðdáenda. Mikil vinna að baki þættinum „Í dag fer mikil vinna í þetta. Að baki hverjum 70 mínútna þætti er kannski átta tíma vinna. Ég fylgist auðvitað mikið með fótbolta en þetta er líka utanumhald um tvær mjög stórar Facebook-síður og mikil samskipti við hlustendur. Ég er auðvitað allt of aðgengileg- ur náungi og fólk hefur bara sam- band, bæði þegar það er ánægt eða óánægt. Samtalið er virkt. Þegar ég var yngri horfði ég á Hemma Gunn en ég var ekkert að fara að hringja í hann. Þá hefði ég ábyggilega þurft að komast í gegnum svona sjö hliðverði.“ Leyfist meira en í sjónvarpi Hjörvar kveðst telja að vinsæld- ir þáttanna megi rekja til þess að í þeim geti stjórnendur leyft sér miklu meira en til að mynda er hægt í sjónvarpi. Bæði gagnrýni en líka smá hálfkæringur. „Við förum út í alls konar pælingar og teiknum upp sviðsmyndir. Um það snýst fótboltinn, 90 mínúturnar sjálfar eru bara brotabrot af þess- um leik.“ Þakklátur styrktaraðilum Það fer ekki fram hjá hlust- endum Dr. Football að þátturinn er kostaður og raunar gengur Hjörvar nokkuð langt í að boða fagnaðarerindi sinna samstarfs- aðila. Hann gengst fúslega við þessu. „Ég er þakklátur þeim sem eru með mér í liði. Yfirleitt þekki ég vörur þeirra mjög vel og því líður mér vel með að kynna þær. Auglýsendur kunna því enda vel að komast í Doc-fjölskylduna.“ Engan bilbug er að finna á Hjörvari og hann segist hafa sama áhuga á fótbolta núna, fertugur að aldri, og hann gerði þegar hann var sex ára. „Frá HM í Mexíkó hefur allt mitt líf verið skipulagt eftir knattspyrnudagatalinu og Dr. Football er komið til að vera.“ Samtalið er virkt hjá Dr. Football  Hjörvar Hafliðason á afar traustan hlustendahóp  Tandurhrein íslenska Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áhrif Hjörvar Hafliðason stýrir Dr. Football úr hljóðveri sínu í Kópavogi. Hann leitar oft innblásturs hjá sjálfum Járntúlípananum, Louis van Gaal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.