Morgunblaðið - 19.11.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.11.2020, Qupperneq 20
ÚR BÆJARLÍFINU Margrét Þóra Þórsdóttir Eyjafirði Í Eyjafjarðarsveit er skemmti- legt samstarfsverkefni í gangi, en það setti sveitarfélagið í gang ný- verið til að stuðla að verslun í heimabyggð á þessum erfiðu tím- um. Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri segir að sveitarfélagið hafi útbúið gjafabréf fyrir alla sína starfsmenn upp á 5.000 krónur í þakklætisskyni fyrir sveigjanleika og jákvæðni á tímum heimsfarald- urs, en gjafabréfið virkar hjá þjónustuaðilum í sveitarfélaginu. Samhliða því var ákveðið að bjóða þeim sem áhuga hafa á að kaupa gjafabréf fyrir vini sína og/ eða vandamenn í jólagjöf eða við hvers lags tækifæri. „Tilgangurinn er að sjálfsögðu að örva atvinnu- lífið á svæðinu og þá frábæru frumkvöðlastarfsemi sem hér er til staðar,“ segir Finnur Yngvi. Gjafabréfið var kynnt á raf- rænum fundi í fyrrakvöld og var vel tekið í framtakið. Fjölmargir þjónustuaðilar í sveitarfélaginu hafa þegar skráð sig á lista þeirra sem taka við gjafabréfinu. „Í mín- um huga er þetta mikilvægt verk- efni því það gefur stórum og flott- um hópi fólks í sveitarfélaginu sem býður fram sinn varning eða þjónustu færi á að koma saman undir einu sameinuðu merki,“ seg- ir Finnur Yngvi.    Nýr hjólreiða- og göngustíg- ur er á teikniborðinu hjá Sval- barðsstrandarhreppi, en hann mun í framtíðinni tengjast stígakerfum Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar, ná frá bæjarmörkum við Akureyri, yfir Leirubrú og að Garðsvík þar sem hreppsmörk eru í norðri. Björg Erlingsdóttir sveitar- stjóri segir að þegar sé búið að vinna tillögur að legu stígsins eftir ströndinni. Hönnunargögn liggi fyrir en eftir sé að ákveða og fast- setja legu stígsins og fullhanna hann út frá því, þá á eftir að end- urskoða fjárhagsáætlanir og semja við landeigendur. Vegagerðin hef- ur óskað eftir áfangaskiptingu verksins. Áfangarnir verða þrír, einn liggur frá Leirubrú að Vaðla- heiðargöngum, annar frá göng- unum og að Svalbarðseyri og sá þriðji liggur þaðan og að Garðsvík. Björg segir ekki ákveðið á hvaða áfanga verði byrjað en líkur á að nyrsti hlutinn frá Svalbarðseyri og að Garðsvík verði síðastur í röð- inni. Björg segir þeim fjölga mjög sem hjóla sér til heilsubótar. „Við sjáum kippinn sem kom í umferð gangandi og hjólandi fólks þegar stígurinn fram að Hrafnagili var tekinn í notkun og allir íbúar á svæðinu geta nýtt sér til útivistar. Við verðum líka vör við vaxandi umferð hjólreiðamanna ár frá ári. Með göngu- og hjólastíg fáum við hjólandi umferð af erfiðum þjóð- vegi og gefum gangandi vegfar- endum tækifæri á að njóta náttúru og útivistar,“ segir hún. „Fyrst og fremst eru stígarnir gerðir fyrir heimamenn og íbúa í nágranna- sveitarfélögum en nýtast augljós- lega fyrir aðra gesti og ferða- menn.“ Stefnt er að því að ganga frá samningum við landeigendur og Vegagerð fyrir gerð fjárhagsáætl- unar ársins 2022 og að hægt verði að hefja framkvæmdir á því ári. Björg segir að í millitíðinni hafi verið unnið að gönguleiðum innan Svalbarðseyrar, meðfram stönd- inni, og nú sé verið að vinna kort þar sem gestir geti séð hvar hent- ugt er að leggja bifreiðum, hvar sé að finna borð og bekki, hversu langar gönguleiðir séu og hvað markvert ber fyrir augu á leiðinni.    Fyrr í sumar samþykkti sveitarstjórn Hörgársveitar að hefja undirbúning að göngu- og hjólastíg frá Lónsbakka við sveit- arfélagamörkin við Akureyri og að Þelamerkurskóla. Samþykktin var gerð í tilefni af 10 ára afmæli Hörgársveitar. Hjólreiðafólk getur því hlakkað til að bruna á góðum stíg frá Þelamörk og út að Garðs- vík einn góðan veðurdag innan fárra ára.    Samþykkt var á fundi Sveit- arstjórnar Hörgársveitar nýverið að auglýsa tillögu að deiliskipulagi minjastaðar á Gáseyri og tekur það til uppbyggingar á aðstöðu svo hægt verði að taka á móti gestum á minjastaðnum. Skipu- lagssvæðið í heild er 33,6 hektarar að stærð og er að hluta til um að ræða friðlýst minjasvæði hins forna verslunarstaðar á Gáseyri. Innan skipulagssvæðisins er fyr- irhugað að útbúa aðstöðuhús, kirkju og koma upp salernum auk þess sem gert verður bílastæði og lagðir göngustígar um svæðið þannig að það verði aðgengilegra fyrir gesti og gangandi. Í núgild- andi aðalskipulagi Hörgársveitar er gert ráð fyrir að á Gásum verði uppbygging tengd miðalda- kaupstaðnum sem þar var og að þar verði reist tilgátuþorp. Hvatt til verslunar í heimasveit Morgunblaðið/Margrét Þóra Aftur í aldir Miðaldadagar hafa verið haldnir á Gásum frá árinu 2003, engir þó á liðnu sumri vegna heimsfaraldursins alræmda. Myndin er tekin í fyrra. Afmæli Akureyrarkirja er eitt helsta kennileiti bæjarins en hana teiknaði Guðjón Samúelsson á sínum tíma. Kirkjan fagnaði 80 ára afmæli sínu í vikunni en aðstæður í samfélaginu komu í veg fyrir að hnallþórur væru á borð bornar. Morgunblaðið/Margrét Þóra 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 LJÓSAKRÓNUR Í ÚRVALI Ármúla 24 • rafkaup.is Dreifð álagsárás, sem gerð var á mánudag og hefur verið sögð stór á íslenskan mælikvarða, beindist að Arion banka. Þetta staðfestir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskipta- sviðs bankans, í svari við skriflegri fyrirspurn blaðamanns. Árásin hafði afleiðingar víðar, svo sem hjá fjarskiptafélögunum, vegna bilunar í erlendri varnarþjónustu sem alla jafna hefði dregið mjög úr stærð hennar. Haraldur bendir á að árásir á borð við þessa hafi fyrst og fremst það markmið að gera fyrirtækjum erfitt fyrir með að veita viðskiptavinum sínum þjónustu. „Árásin hafði fyrst og fremst áhrif á netbankann okkar og appið í um klukkutíma,“ segir hann og bætir að- spurður við að varnir bankans hafi staðist. Póst- og fjarskiptastofnun sendi frá sér tilkynningu vegna árásarinn- ar á þriðjudag en þar var þess ekki getið hverjir hefðu orðið fyrir barðinu á henni. „[Árásin] hríslaðist um fjarskiptainnviði landsins og kom einnig niður á greiðsluþjónustu og auðkennisþjónustu hér á landi,“ sagði í tilkynningunni. sh@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Arion banki Árásin hafði fyrst og fremst áhrif á netbanka Arion banka, að sögn Haralds, sem bætir því við að varnir bankans hafi staðist árásina. Dreifð álagsárás gerð á Arion banka  Varnir bankans stóðust árásina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.