Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Gamla höfnin í Reykjavík hefur gengið
í endurnýjum lífdaga á undanförnum
árum. Þar hafa risið íbúðarhús og hót-
el, afþreyingarfyritæki hafa tekið til
starfa, ný veitingahús verið opnuð og
svo mætti áfram telja. Höfnin hefur
mikið aðdráttarafl, bæði fyrir Íslend-
inga og erlenda ferðamenn.
Það þurfti því ekki að koma á óvart
þegar Morgunblaðið flutti af því fréttir
í júní í sumar að malasíski auðkýfing-
urinn Vincent Tan vildi byggja rúm-
lega 33 þúsund fermetra fjölnotabygg-
ingu á Miðbakka hafnarinnar. Send
var inn fyrirspurn þess efnis sem vísað
var til umsagnar verkefnisstjóra
skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar.
Vincent Tan var fyrst þekktur á Ís-
landi sem eigandi velska knattspyrnu-
félagsins Cardiff City, en með því liði
lék landsliðsfyrirliðinn Aron Einar
Gunnarsson um árabil. Tan komst aft-
ur í fréttirnar í fyrra, þegar hann
keypti meirihluta í Icelandair Hotels
af Icelandair Group.
Fimm stjörnu lúxushótel
Hinn 11. nóvember sl. birti Við-
skiptaMogginn viðtal við Tryggva Þór
Herbertsson fulltrúa Vincents Tans
hér á landi. Þar upplýsti Tryggvi Þór
að malasíski kaupsýslumaðurinn hefði
tryggt 40 milljarða króna fjármögnun
til þess að hefjast handa við uppbygg-
ingu hússins. Í hluta þess á að reka 150
herbergja fimm stjörnu lúxushótel
undir merkjum Four Seasons-
keðjunnar. Hún myndi einnig þjónusta
100 fimm stjörnu þjónustuíbúðir í hús-
inu, sem seldar yrðu einkaaðilum.
Nokkrum dögum áður en viðtalið
birtist, eða hinn 6. nóvember, hafði
embætti skipulagsfulltrúa Reykjavík-
ur tekið neikvætt í fyrirspurnina, m.a.
með tilvísan til lóðareigandans, Faxa-
flóahafna, sem tók neikvætt í erindið.
Gamla höfnin í Reykjavík var byggð
upp í áföngum á fyrri hluta síðustu ald-
ar, eða fyrir rúmlega hundrað árum.
Síðan þá hefur athafnarými verið auk-
ið stórlega með landfyllingum, ekki
síst í Örfirisey. Á árunum 1992-1993
var Miðbakki, fyrir framan hafnar-
húsið, fluttur fram með landfyllingum.
Mest var breikkunin næst Grófar-
bakka eða um 90 metrar en minnst
næst Austurbakka, 30 metrar. Á þessu
svæði eru lóðirnar Geirsgata 11-15,
þar sem malasíski milljarðamæring-
urinn vill byggja stórhýsið. Á lóðinni
Geirsgötu 11 stendur vöruskemma,
2.574 fermetrar, sem reist var árið
1982 úr forsteyptum einingum og er
varðveislugildi hennar ekki talið mikið.
Þar voru fyrst vörugeymslur Ríkis-
skipa, en síðar var þar fiskvinnsla Jóns
Ásbjörnssonar hf. og Fiskkaupa hf.
sem seldu Guðmundi Kristjánssyni í
Brimi húsið. Hann seldi svo félagi Vin-
cents Tans, Berjaya Corporation, hús-
ið á 1.670 milljónir í fyrra. Áður hafa
komið fram hugmyndir um stórfellda
uppbyggingu á lóðinni en þeim hefur
verið hafnað. Má nefna að Guðmundur
í Brimi sótti árið 2018 um að fá að
byggja tæplega 28 þúsund fermetra
hús á lóðinni.
Lóðin Geirsgata 11 er í eigu Faxa-
flóahafna en Berjaya Corporation er
lóðarhafi. Fyrirtækið ræður ekki yfir
lóðunum númer 13 og 15, sem eru í
eigu Faxaflóahafna. Engu að síður
óskaði fyrirtækið eftir því við Reykja-
víkurborg að fyrirhugað stórhýsi yrði
skipulagt á lóðunum þremur. Kristín
Soffía Jónsdóttir, stjórnarformaður
Faxaflóahafna, brást hart við viðtalinu
við Tryggva Þór. Hún sagði í viðtali við
mbl.is að Vincent Tan hefði engin vil-
yrði fyrir því að hann geti byggt á Mið-
bakkanum. „Það sem áformin snúast
um er langt umfram skipulag, langt
umfram gildandi skipulagslýsingu og
það er enginn samningur til á milli
hans og hafnarinnar,“ sagði Kristín
Soffía. Þetta væri líkast því að vilja
byggja á lóð nágrannans án þess að
hafa nokkurt vilyrði þess efnis.
Í umsögn Magnúsar Þórs Ás-
mundssonar hafnarstjóra frá 27. októ-
ber sl. segir m.a. að að svo stöddu hafi
Faxaflóahafnir ekki áform um að fara í
uppbyggingu á Miðbakka umfram það
sem sýnt er í gildandi skipulagslýs-
ingu. Ekki verði hugað að uppbygg-
ingu þar fyrr en eftir að Vesturbugtin
vestan Slippsins hefur byggst upp og
að fenginni reynslu borgarbúa af
þeirri tegund byggðar.
Áhersla á hafnsækna starfsemi
Búið sé að byggja þétt í kringum
höfnina á þessu svæði og frekari upp-
bygging með háreistum byggingum
hindri sjónlínur til hafnar og sjávar.
Faxaflóahafnir leggi áherslu á að for-
gangsraða uppbyggingu á hafnar-
svæðum þannig að hún þjóni hafnsæk-
inni starfsemi og skerði ekki
framtíðartækifæri í þeirri starfsemi.
„Það er álit Faxaflóahafna að Mið-
bakkinn sé eitt af dýrmætustu svæð-
unum í hjarta Reykjavíkurborgar og
uppbygging þar muni ekki fara fram
nema að undangengnu ferli með hug-
mynda- og skipulagsvinnu, hugsanlega
hönnunarsamkeppni og útboði á þeim
framkvæmdum sem ráðist yrði í.
Faxaflóahafnir taka því neikvætt í er-
indið,“ segir Magnús hafnarstjóri.
Tvö undanfarin sumur hefur verið
fjölbreytt mannlíf á Miðbakka. Bíla-
stæði voru aflögð en þess í stað var
bakkinn málaður í áberandi litum. Á
svæðinu voru til að mynda hjóla-
brettavöllur, hjólaleikvöllur, körfu-
boltavöllur og matartorg.
Eftirsótt að byggja við höfnina
Faxaflóahafnir tóku neikvætt í ósk kaupsýslumanns í Malasíu sem vildi byggja 40 milljarða króna
stórhýsi á Miðbakka Slíkum óskum hefur verið hafnað áður Miðbakki á nýlegum landfyllingum
Tölvumynd/Yrki arkitektar
Miðbakkinn Fyrstu hugmyndir arkitektanna um það hvernig stórhýsið gæti litið út. Eins og myndin sýnir myndi húsið þekja stærstan hluta Miðbakkans.
Fjölnotahús Gert er ráð fyrir miðrými í húsinu með gróðri og útilistaverkum þar sem almenningur hefði aðgang.
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Glæsileg borðstofuhúsgögnum frá CASÖ
í Danmörku
Ryðfrítt vinnsluborð
og bandsagarblað
Vinnsluhæð: 240 mm
Vinnslubreidd: 250 mm
Færanlegt vinnsluborð 47
Mótor: 550 w
Hæð: 1.470 mm
Þyngd: 58 kg
Verð aðeins87
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, RE
DYNAMIX
Frábær k
með hakk
ARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
0x6
.9
YKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFN
jö
a
s
00 mm
00 kr.
tsög
fs.i