Morgunblaðið - 19.11.2020, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.11.2020, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bandaríski lyfjarisinn Pfizer og þýska líftæknifyrirtækið BioNTech greindu frá því í gær að loka- niðurstöður prófana bentu til þess að bóluefni þeirra verndaði um 95% fólks gegn kórónuveirunni, og að þau myndu sækja um leyfi til banda- ríska lyfjaeftirlitsins, FDA, fyrir því innan örfárra daga. Frumniðurstöður fyrirtækjanna, sem kynntar voru í síðustu viku, höfðu gefið til kynna að bóluefni þeirra sýndi um 90% virkni. Þá sýna lokaniðurstöður að bóluefnið sýni sambærilega virkni hjá öllum ald- urshópum, kynjum og kynþáttum. Prófanirnar, sem náðu til 44.000 manns í sex mismunandi ríkjum, benda enn fremur til að aukaverk- anir séu skammvinnar og í flestum tilfellum mildar. Ákveði FDA að veita leyfi fyrir bóluefninu verður það á grundvelli neyðarheimildar, þar sem lokapróf- anir geta oft tekið ár. Gert er ráð fyrir að hægt verði að byrja að veita fyrstu skammtana í byrjun desem- ber, en bandarísk stjórnvöld gera ráð fyrir að bóluefnið verði orðið að- gengilegt almenningi fyrir apríl á næsta ári. Huga að dreifingu og geymslu Annað lyfjafyrirtæki, Moderna, kynnti einnig í vikunni niðurstöður sinna prófana, en bóluefni þess sýndi 94,5% virkni. Bæði bóluefnin byggjast á sömu tækni, þar sem genaupplýsingar veirunnar, mót- andi-RNA (e. messenger-RNA eða mRNA), eru nýttar til þess að láta frumur líkamans mynda mótefni, þannig að ónæmiskerfið geti tekið á móti veirunni ef smit verður. Þetta er ný tækni við framleiðslu bóluefnis, og til þessa hefur ekkert bóluefni byggt á mRNA fengið sam- þykki hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu. En hinni nýju tækni fylgja vanda- mál og áskoranir sem þarf að leysa. Eitt af því helsta sem stendur í veg- inum fyrir almennri dreifingu bólu- efnanna tveggja er að þau þarf bæði að geyma við mikinn kulda. Bóluefni Pfizer og BioNTech þarf til að mynda að geymast við 70°C frost, en það er um það bil sami hiti og er á Suðurskautslandinu þegar þar er hvað kaldast á veturna. Bóluefni Moderna geymist hins vegar við 20 gráða frost, sem er nær því sem ger- ist í venjulegum frysti. Efnin flutt í „pítsukassa“ Ástæðan fyrir því að þennan mikla kulda þarf til þess að geyma efnin er að mRNA getur auðveldlega eyði- lagst og því þarf að hægja á efna- hvörfum þess, líkt og þegar matur er geymdur í frysti svo hann rotni ekki. Talsmenn Pfizer og BioNTech reyndu í gær að svara áhyggjum fólks vegna geymslunnar á bóluefn- inu, en fyrirtækin hafa hannað sér- staka frystikassa sem treysta á þurrís til þess að flytja efnið á milli staða. Þannig verður hægt að geyma það í allt að 15 daga án þess að vera með sérhannaðar frystigeymslur. Kassinn mun þegar hafa fengið við- urnefnið „pítsukassinn“, en sá bögg- ull fylgir skammrifi að einungis má opna hann tvisvar á dag, og þá þarf að loka honum innan mínútu svo að bóluefnið skemmist ekki. Tíu efni á lokastigi Allar líkur eru á því að ráðlegg- ingar Pfizer um geymsluþol efnisins muni breytast eftir því sem meiri reynsla kemst á það, en prófanir á hitaþoli taka jafnan langan tíma. Hin brýna þörf á bóluefni vegna heims- faraldursins hefur því komið í veg fyrir að þær prófanir hafi farið fram. Sú þörf endurspeglast svo aftur í því að bóluefnin frá Pfizer og Mod- erna verða vísast ekki þau einu sem verða fáanleg á næsta ári. Sam- kvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofn- uninni, WHO, er nú verið að þróa 42 mismunandi bóluefni gegn kórónu- veirunni, þar af tíu sem eru á loka- stigi prófana. Flest af þeim treysta hins vegar á hefðbundnari framleiðsluaðferðir en mRNA. Niðurstöður Pfizer og Mod- erna hafa hins vegar vakið athygli og er víst að þeirri aðferð verður beitt mun oftar í framtíðinni. Bæði bóluefnin með 95% virkni  Hin nýja framleiðsluaðferð á bóluefni vekur athygli  Ekkert bóluefni sem byggist á mRNA hefur áður fengið samþykki FDA  Bóluefni Pfizer þarf að geymast í sérstökum kassa við mikinn kulda AFP Bóluefni Bæði Pfizer og Moderna treysta á nýja tegund bóluefnis til þess að berjast gegn kórónuveirunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.