Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 AFP Lögreglan í Berlín, höfuðborg Þýskalands, leysti í gær upp mót- mæli þar sem um 5.000 manns höfðu komið saman við Branden- borgarhliðið til þess að mótmæla hertum aðgerðum þýskra stjórn- valda gegn kórónuveirunni. Í tilkynningu lögreglunnar kom fram að tvö hundruð mótmælendur var ákveðið að beita piparúða og vatnsbyssum til þess að dreifa mannfjöldanum. Þetta eru ekki einu mótmælin sem hafa orðið í Evrópu undan- farna daga vegna hertra sóttvarna- aðgerða, en slík mótmæli hafa einn- ig sést á Spáni, Ítalíu og Grikklandi síðustu daga og vikur. hefðu verið handteknir í kjölfarið. Níu lögregluþjónar slösuðust í að- gerðunum. Höfðu mótmælendur fengið nokkrar viðvaranir um að þeir þyrftu að setja upp andlits- grímu en var því í engu sinnt. Lýsti lögreglan þá mótmælin ólögleg. Eftir að hluti mótmælenda hóf að kasta öllu lauslegu í lögreglumenn Óþreyjan að aukast mjög  Lögreglan leysti upp grímulaus mótmæli í Berlínarborg Berlínarmótmæli Ung kona með kross en enga grímu leitar skjóls undan vatnsgusum Berlínarlögreglunnar. Evrópuþingið lýsti því yfir í gær að það myndi ekki gefa eftir í deilu sinni við stjórnvöld í Ungverjalandi og Póllandi, en þau hafa beitt neitunar- valdi sínu á fjárlög Evrópusam- bandsins og neyðarpakka vegna kór- ónuveirunnar vegna ákvæða sem tengja fjármagnið við „virðingu fyrir réttarríkinu“. Sagði í yfirlýsingu þingsins að ekki yrði gengið lengra til þess að friðþægja Ungverja og Pólverja, en stjórnvöld í Slóveníu lýstu einnig yfir stuðningi sínum við afstöðu ríkjanna tveggja í gær. Leiðtogar Evrópusambandsríkj- anna munu funda í dag til þess að ræða ýmis málefni sambandsins, þar á meðal stöðu fríverslunarviðræðna við Breta sem og hvernig hægt verði að fá fjárlögin samþykkt. Mateusz Morawiecki, forsætisráð- herra Póllands, varði í gær ákvörðun sína um að beita neitunarvaldinu, og sagði að Evrópusamband þar sem „evrópsk yfirstétt“ gæti kúgað veik- ari aðildarríkin væri ekki í líkingu við það ESB sem Pólverjar hefðu gengið í á sínum tíma, og væri alls ekki það samband sem þeir vildu vera í. „Við segjum já við Evrópu- sambandinu, en nei við að vera refs- að eins og börn,“ sagði forsætisráð- herrann. Sagði Morawiecki að með því að tengja fjárlögin við stjórnmálalegt ástand út frá stöðlum sem ákveðnir væru í Brussel, væri sambandið komið á vegferð sem gæti á endan- um leitt til þess að það liðaðist í sundur. Leita „raunhæfra“ lausna Clement Beaune, Evrópumálaráð- herra Frakklands, sagði í gær að sambandið væri að skoða allar „raunhæfar“ lausnir til þess að höggva á þann hnút sem kominn sé upp, en bætti við að sambandið gæti, ef allar aðrar lausnir væru fullreynd- ar, reynt að láta fjárlögin ganga upp án þátttöku ríkjanna þriggja. Sagði Beaune að meðal þess sem væri verið að skoða væri nánari út- skýring á hugtakinu réttarríki og hvernig það væri metið hvort aðild- arríki sambandsins virtu það. Hins vegar kæmi ekki til greina að draga merkingu hugtaksins í efa. „Evrópu getur ekki verið haldið í gíslingu af nokkrum ríkisstjórnum sem vilja ekki horfa fram á veginn og virða ekki grunn stjórnmálaþróunar okkar,“ sagði Beaune. Evrópuþingið gefur ekki eftir  Leggst gegn mótbárum Ung- verja og Pólverja AFP ESB Morawiecki segir reglurnar ógna framtíð Evrópusambandsins. E N N E M M / S ÍA / N M 0 0 3 3 4 0 Hyundai | Kauptúni 1 | Sími 575 1200 |www.hyundai.is Spennandi Hyundai i20. Sýndu skynsemi.Veldu nýjan i20. Nýr i20 er fáanlegur með sjálfvirkri neyðarhemlun, akreinavara og sjálfvirkri hækkun og lækkun aðalljósa. Innréttingin hefur fengið nýtt og vandaðra yfirbragð, nýr 7” snertiskjár nýtir sér fullkomnustu margmiðlunartækni á borð við Apple CarPlay™ og Android Auto™. Hyundai býður viðskiptavinum sínum upp á eina víðtækustu ábyrgð sem völ er á. Öllum Hyundai bílum fylgir 5 ára verksmiðjuábyrgð og ótakmarkaður akstur. Heimsending á reynsluakstri Pantaðu tíma hjá okkur í síma 575 1200, við komummeð bílinn, sótthreinan og fínan, og sækjum hann svo aftur til þín. Hyundai i20.Verð frá: 2.590.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.