Morgunblaðið - 19.11.2020, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
StýrivextirSeðlabank-ans voru í
gær lækkaðir um
0,25 prósentustig
niður í 0,75% og
hafa ekki verið lægri. Sú
ástæða var gefin upp fyrir
þessari lækkun að samkvæmt
nóvemberspá séu horfur á
meiri samdrætti á þessu ári en
áður var talið og sömuleiðis séu
horfur á að hagvöxtur verði
minni á næsta ári en vonir
hefðu staðið til.
Stýrivextir verða ekki mikið
lægri, en eins og Ásgeir Jóns-
son seðlabankastjóri benti á
þegar hann kynnti lækkunina
eru stýrivextir víða í Evrópu
komnir undir núllið.
Tilgangurinn með því að
lækka stýrivexti er að hleypa
lífi í atvinnulífið með því að
gera lánsfé ódýrara og ýta
þannig undir athafnasemi.
Ekki er þó gefið að lækkun
stýrivaxta hafi tilætluð áhrif.
Ingólfur Bender, aðalhagfræð-
ingur Samtaka iðnaðarins,
bendir á það í grein í Við-
skiptamogganum í gær að lang-
tímavextir hafi verið að hækka
hér á landi undanfarið og það
sé alls ekki það sem hagkerfið
þurfi á að halda í þessu árferði
og gangi þvert á þau markmið
að skapa öfluga viðspyrnu fyrir
efnahagslífið.
„Vextir hafa síðustu þrjá
mánuði hækkað um nær eitt
prósentustig, sem
verður að teljast
umtalsvert,“ skrif-
ar Ingólfur.
„Vaxtahækkunin á
sér stað á sama
tíma og fyrirtæki og heimili
landsins eru að takast á við
einn dýpsta og snarpasta sam-
drátt í íslenskri efnahagssögu.“
Fróðlegt verður að sjá
hvernig bankarnir bregðast nú
við. Eflaust mun heyrast að
meira þurfi til af hálfu Seðla-
bankans.
Hingað til hafa bankarnir
ekki verið feimnir við að lækka
innlánsvexti þegar stýrivextir
hafa verið lækkaðir.
Sparifjáreigendur hljóta að
spyrja sig hvers vegna annað
eigi að gilda um ávöxtun þess
fjár, sem þeir lána bönkunum,
en peninga, sem bankarnir lána
öðrum, ekki síst í ljósi þess að
tveir stóru bankanna þriggja
eru nýbúnir að hækka vexti á
húsnæðislánum.
Fróðlegt verður að sjá
hvernig bankarnir bregðast nú
við. Ljóst er að styttist í bólu-
efni við kórónuveirunni. Úti í
heimi tóku markaðir við sér er
það spurðist. Með slíkum tíð-
indum dregur úr óvissu fjár-
festinga og það verður tíma-
bært að greiða fyrir því að hjól
atvinnulífsins fari að snúast af
krafti á ný. Það er ekki bara
hagur efnahagslífsins heldur
bankanna líka.
Munu bankarnir
skila lækkun stýri-
vaxta áfram?}
Örvun efnahagslífs
Græddur ergeymdur eyr-
ir sagði á blokkinni
frá bankanum sem
barnaskólarnir
héldu utan um
forðum. Börnin
keyptu merki fyrir
aura sem foreldrarnir tíndu
flestir úr lúnu veski. Með fulla
síðu var farið í bankann og
beðið vaxta. Sá einn hafði eitt-
hvað upp úr krafsinu sem fékk
hagstætt lán hjá bankanum og
borgaði með verðbrunnum
krónum.
Þótt átakið hafi verið gallað
var það þó tákn um að ein-
hverjir töldu sparnað vera
dyggð. Og það er rétt og best-
ur reynist hann þegar allir
hafa nokkuð fyrir sinn snúð.
Síðar náðu hlutlausir embætt-
ismenn með lífsskoðun við ystu
brún vinstrakantsins að stýra
skattastefnu ríkisins allt of
lengi og næsta óháð því hverjir
sátu sem fjármálaráðherrar.
En auðvitað varð samspilið
mest og best þegar ráðherrann
og embættismaðurinn voru
jafnhlutlausir eins og í tíð
þeirra Steingríms og Indriða.
Tókst hlutleysingj-
unum þá að hækka
skatta 104 sinnum
og hafa þeir verið
að mestu blýfastir
síðan. Þetta gleði-
ríka og hlutlausa
samband endaði
unaðslega með því að kump-
ánar enduðu báðir í framboði
fyrir VG, sem undirstrikaði
hversu óhlutdrægir báðir voru.
Á Íslandi hefur tekist að
tryggja að þegar vextir eru
komnir niður í næstum ekkert
þá heldur reglan að skatt-
leggja skuli „verðbólgugróða“
sparenda, sem þýðir að á verð-
tryggðum reikningum þar sem
ávöxtun er næstum engin
græðir ríkið með því að skatt-
leggja verðbólguna. En eins og
kunnugt er kemur sú aldrei til
frádráttar hjá almenningi.
Það mega íslensku stjórn-
málaflokkarnir eiga að nánast
enginn munur hefur reynst á
þeim í slíkum efnum og þess
vegna hefðu þeir Steingrímur
getað dreift sér á aðra flokka
sem hefði sjálfsagt verið sann-
gjarnt og enginn tekið eftir
neinu.
Af hverju sameinast
flokkarnir um að
bregða fæti fyrir þá
sem taka sparnað
fram yfir bruðl?}
Gufar upp geymdur aur
Þ
egar við heyrðum fyrst af nýju af-
brigði kórónuveiru um eða rétt eft-
ir síðustu áramót, sáum við líklega
fæst fyrir okkur að í nóvember
2020 hefðu aðgerðir yfirvalda til að
sporna við dreifingu veirunnar enn afgerandi
áhrif á okkar daglega líf.
Eftir því sem á líður heimsfaraldur upplifir
almenningur sóttvarnaaðgerðir yfirvalda
smám saman meira íþyngjandi og smám saman
minnkar áhugi fólks á að fylgja sóttvarnaleið-
beiningum. Þessu samfélagsástandi má lýsa
með einu orði; farsóttarþreyta.
Farsóttarþreyta getur einnig haft bein áhrif
á líðan fólks og aðstæður, og getur til dæmis
leitt til fjölþættra áhrifa á daglegt líf. Hreyfing
minnkar, svefn verður óreglulegur, mataræði
síðra, streita eykst og meiri hætta er á fé-
lagslegri einangrun og einmanaleika. Áhrifin geta einnig
falist í auknu ofbeldi, aukinni fátækt, auknu atvinnuleysi
og auknum geðheilbrigðisvanda. Þessara áhrifa farsótt-
arþreytunnar gætir víða hér á landi nú þegar, og Co-
vid-19-faraldurinn er sökudólgurinn.
Vísbendingar eru um að farsóttarþreyta færist í vöxt í
Evrópu. Brýnt er að bregðast við þessu ástandi og vernda
jafnframt þann árangur sem náðst hefur með sótt-
varnaaðgerðum, um leið og við hlúum að bæði andlegri og
líkamlegri heilsu almennings. Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin (WHO) hefur vakið máls á farsóttarþreytunni
og skaðlegum afleiðingum hennar og lagt til að stjórnvöld
geri allt sem í þeirra valdi stendur til að virkja
almenning og hvetja til þátttöku í sótt-
varnaaðgerðum á jákvæðan hátt. Einnig að
stjórnvöld stuðli að gegnsæi í aðgerðum og sjái
til þess að þær séu eins fyrirsjáanlegar og
kostur er og að skiljanlegt sé hvaða röksemdir
búi að baki þeim. Að mati WHO er einnig mik-
ilvægt að fylgjast með líðan fólks á þessum for-
dæmalausu tímum og byggja aðgerðir á gögn-
um.
Íslensk stjórnvöld og við í heilbrigðisráðu-
neytinu erum sérstaklega meðvituð um þessi
óbeinu áhrif Covid-19 á geðheilsu og líðan
fólks. Líkt og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
hefur haldið fram er áreiðanleg greining á
stöðunni forsenda þess að við getum brugðist
við þessum vanda. Heilbrigðisráðuneytið og
embætti landlæknis hafa frá upphafi farald-
ursins vaktað líðan almennings í nánu samráði við heil-
brigðisstofnanir og notendur heilbrigðisþjónustu, ekki síst
þau sem búa yfir eigin reynslu af geðheilbrigðisþjónustu.
Nú á dögunum voru að tillögu landlæknis auk þess settir á
laggirnar tveir stýrihópar; annars vegar hópur sem vaktar
óbein áhrif Covid-19 á lýðheilsu og hins vegar hópur sem
vaktar óbein áhrif Covid-19 á geðheilsu.
Við þurfum að halda vöku okkar áfram og ég er viss um
að vinna stýrihópanna mun nýtast vel í okkar flóknu bar-
áttu við veiruna og bein og óbein áhrif hennar.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Farsóttarþreyta
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Líflegt hefur verið á fisk-mörkuðum það sem af erári og salan 6,5% meirifyrstu tíu mánuðina held-
ur en á sama tíma í fyrra. Salan
nam rétt tæplega 100 þúsund tonn-
um og aðeins 2016 og 1996 fór sal-
an yfir 100 þúsund tonn á tíu mán-
aða tímabili, síðarnefnda árið var
talsvert selt af loðnu á mörkuð-
unum.
Alls skipti fiskur um eigendur
á mörkuðunum fyrir 26,5 milljarða
fyrstu tíu mánuði ársins og er það
hærri upphæð en nokkru sinni áð-
ur, eins og sjá má á meðfylgjandi
töflu, en þar er miðað við verðlag
hvers árs. Búið er að selja fyrir 2,3
milljörðum meira í ár heldur en í
fyrra og sex milljörðum meira
heldur en 2018.
Aldrei hefur meira verið selt
af þorski á mörkuðunum heldur en
það sem af er ári. Alls höfðu rúm-
lega 44 þúsund tonn verið seld þeg-
ar tveir mánuðir voru eftir af
árinu. Þorskur hafði verið seldur
fyrir tæpa 14,6 milljarða og með-
alverðið verið hærra en í fyrra.
Undanfarið hafa fengist um og yfir
400 krónur fyrir kílóið af óslægðum
þorski að meðaltali og suma daga í
september fór það vel yfir 500
krónur.
Nokkrar skýringar geta verið
á framboði á fiskmörkuðum í ár.
Aflaheimildir í þorski hafa verið
drjúgar í ár, þó svo að þær hafi
minnkað nokkuð á nýbyrjuðu fisk-
veiðiári frá árunum á undan. Mikið
framboð var á þorski í sumar og á
gott ár á strandveiðum frá maí til
ágústloka þar eflaust hlut að máli,
en megnið af þeim afla fer í sölu á
mörkuðunum. Þannig voru júní og
júlí þeir stærstu frá upphafi og
ágúst, september og október með
þeim stærstu.
Margt getur haft áhrif
Margt getur haft áhrif á sölu
og framboð á fiskmörkuðum og
hugsanlega hefur kórónuveiki-
faraldurinn breytt vinnslu hjá ein-
hverjum fyrirtækjanna í ljósi mark-
aðsaðstæðna og leitt til þess að
heldur meira hefur farið á mark-
aðina. Tímabundnar breytingar
geta síðan leitt til meiri sölu á
mörkuðum, ótengt faraldrinum.
Eyjólfur Guðlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Reiknistofu fisk-
markaðanna, áætlaði að sala ársins
yrði um 105 þúsund tonn, en segir
að niðurstaðan verði nær 110 þús-
und tonnum. Byggt á tölfræðiút-
reikningum reiknar hann með að
salan á næsta ári verði um 108 þús-
und tonn.
Hann segist oft heyra úrtölu-
raddir og spár um slæm ár á fisk-
mörkuðum, en staðreyndin sé sú að
salan síðustu ár hafi verið nokkuð
stöðug, yfir 100 þúsund tonn á ári,
og þróunin hafi verið upp á við.
Þriðja mesta sala frá
upphafi fiskmarkaða
Magn og verðmæti afl a á fi skmörkuðunum í jan.-okt. 2001-2020
100
80
60
40
20
0
Þús.
tonn
30
24
18
12
6
0
Heildarafl i á markaði (þús. tonn) Þar af þorskur Heildarverðmæti afl a (ma.kr.)
’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 ’20
Heimild: Reiknistofa fi skmarkaða
86
39
77
33
79
31
85
32
88
33
93
29
86
25
80
21
90
29
83
28
79
89
97
91 91
101
92
98
94
100 M
illj
ar
ða
r k
r.
27
34
40 38 37
43 43 42
36
44
12,6
13,7
9,6
25,1
26,5
18,2
Reiknistofa fiskmarkaða er
reiknistofa/tölvuþjónusta fyrir
íslensku fiskmarkaðina og teng-
ir 11 fiskmarkaði á 45 stöðum í
eitt uppboðsnet og heldur fisk-
uppboð þar sem 200-300 kaup-
endur kaupa fisk í fjarskiptum.
RSF heldur einnig utan um pen-
ingaflæðið á milli útgerða,
kaupenda, fiskmarkaða og hins
opinbera.
Reiknistofan er hlutafélag í
eigu þriggja fiskmarkaða, en
það eru Fiskmarkaður Suður-
nesja, Fismarkaður Íslands og
Fiskmarkaður Vestmannaeyja.
Auk uppboða á fiski starfrækja
markaðirnir víða slægingar-
þjónustu, sjá um löndun og
ýmsa aðra þjónustu við bátana.
11 markaðir
á 45 stöðum
STARFA UM ALLT LAND