Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Tjörn Ýmsir gengu út á frosna Reykjavíkurtjörn í fallegu sólsetri í gær. Kristinn Magnússon António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að aldrei fyrr í sögunni hafi orðið eins mikil truflun á menntun og nú í heimsfaraldrinum. Skólum var lokað í meira en 160 löndum með áhrifum á um milljarð nemenda. Þetta hefur haft mikil áhrif, bæði bein og óbein, á ein- staklinga, fjölskyldur og samfélög sem verða fyrir félagslegum og efna- hagslegum kostnaði. Áhrif og áskor- anir eru misjöfn en eins og margt sem tengist þessari veiru, þá hittir hún þá sem standa höllum fæti verr fyrir, hvort heldur einstaklinga eða samfélög. Heimsfaraldur Covid-19 UNESCO hefur útlistað áhrif af lokun skóla á ýmsa þætti sem hafa bein og óbein áhrif á lýðheilsu. Þar má nefna röskun á námi, félagslega einangrun og áhrif á geðheilsu, auk- ið brotthvarf, verri næringu, aukna hættu á útsetningu fyrir ofbeldi, misnotkun og vanrækslu ásamt áhættuhegðun. Þá er faraldurinn mikil áskorun fyrir kennara, for- eldra og virkni samfélagsins, t.d. hafa heilbrigðisstarfs- menn sem eiga börn átt erfiðara með að mæta til vinnu þegar skóla- starf er takmarkað. Hérlendis hefur orðið minni röskun á skóla- starfi en í mörgum öðr- um löndum og ber að þakka yfirvöldum, skólastjórnendum og kennurum sem hafa staðið sig frábærlega við krefjandi aðstæður. Á tímum farsóttar leggja Sameinuðu þjóðirnar áherslu á að skólar haldist opnir, að for- gangsraða fé til menntunar, að ná til jaðarsettra hópa og að leita nýrra leiða til að veita og efla menntun til framtíðar. Mikilvægi menntunar Menntun og skólastarf skiptir miklu fyrir lýðheilsu. Grunnþekking og færni, þar með talin rökhugsun, félags- og tilfinningafærni, eru allt mikilvægir þættir fyrir heilsuna. Þar að auki er menntun grundvöllur fyr- ir heilsulæsi, þ.e. að geta aflað og unnið úr upplýsingum um þá þætti sem hafa áhrif á heilsu; hvernig má bæta hana, koma í veg fyrir sjúk- dóma og greina réttmæti upplýs- inga. Þá er fræðsla til verðandi for- eldra lykill að góðu lífi barna en grunnur að heilsu er lagður þegar í móðurkviði. Loks er ótalið gildi menntunar er kemur að því að afla sér lífsviðurværis. Gildi menntunar fyrir einstaklinginn er þannig mikið. Menntun er einnig eitt það mik- ilvægasta fyrir samfélag og fram- þróun þess. Fyrir utan þýðingu þekkingar þá auðgar menntun menningu, gildi, þrótt þjóðar og efnahag. Menntun stuðlar að jöfnuði sem er einn af áhrifaþáttum heilsu. Menntun eykur þannig bæði efna- hagslega og félagslega velsæld. Mikilvægi skólagöngu Fyrir utan bein áhrif á menntun er skólagangan sjálf þýðingarmikil. Skólaumhverfið er næst á eftir heimili barna mikilvægasta um- hverfi þeirra. Fræðsluskylda á Ís- landi er til 18 ára aldurs og gegna leik-, grunn- og framhaldsskólar mikilvægu uppeldis- og félagsmót- unarhlutverki sem verður að standa vörð um í gegnum þennan heims- faraldur. Með skólastarfi getum við tryggt einhvern stöðugleika við krefjandi aðstæður þar sem daglegu lífi er viðhaldið og er að einhverju leyti fyrirsjáanlegt. Í skólum gefst einstakt tækifæri til að jafna stöðu nemenda og skapa aðstæður sem efla andlega og líkam- lega heilsu og bæta félagslega líðan allra barna og ungmenna. Þar fer fram stór hluti af félagsmótun nem- enda, vinna við að efla sjálfsmynd og rækta góð samskipti við aðra. Skólar skapa börnum og ungmennum að- stæður til heilbrigðra lifnaðarhátta með því að efla færni þeirra í sam- skiptum, byggja upp sjálfsmynd þeirra, færni í að taka ákvarðanir, setja sér markmið og hafa stjórn á streitu. Þar er lögð rík áhersla á já- kvæðan skólabrag og að heilsuefl- andi áherslur skóla nái yfir holla næringu, hreyfingu, hvíld, fræðslu um svefn, hreinlæti, öryggi, seiglu og kynheilbrigði. Áskoranir á tímum farsóttar Mikilvægt er að hafa í huga þær áskoranir sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir. Mikil endur- skipulagning hefur átt sér stað á námi og kennslu í skólum landsins og skiptir máli að fólk og stofnanir fái þann stuðning sem þarf til þess að leysa úr þeim áskorunum sem þau standa frammi fyrir. Viðbragðs- áætlanir eru nú sem fyrr mikilvægar til að tryggja samfellu í skólastarfi og standa vörð um áætlanir sem þegar eru til staðar er varða barna- verndarmál, eineltismál og fleira. Þegar öllu er á botninn hvolft kemur ekkert í staðinn fyrir stað- nám barna og unglinga hvort sem er í leik-, grunn- eða framhaldsskólum. Mikil áhersla hefur verið lögð á að skólastarf barna í leik- og grunn- skólum raskist sem minnst en ekki má gleyma að nemendur í fram- haldsskólum eru líka börn sem sam- félaginu ber að standa vörð um. Því þarf að forgangsraða menntun og staðnámi barna og ungmenna á öll- um þessum skólastigum. Liður í því er að veita stuðning inn í skólakerfið hvort sem snýr að búnaði, húsnæði, þrifum, umhverfisaðstæðum eða mannauði með það fyrir augum að sem minnst röskun verði á skóla- starfi miðað við opinberar sóttvarnir á hverjum tíma. Lokunum skóla ætti ekki að beita nema sem allra síðasta úrræði. Til þess að forðast það þurfa allir að hjálpast að; yfirvöld, skóla- stjórnendur, kennarar, foreldrar og við öll. Við erum jú öll almannavarn- ir. Eftir Ölmu D. Möller » Lokunum skóla ætti ekki að beita nema sem allra síðasta úrræði. Til þess að forðast það þurfa allir að hjálpast að; yfirvöld, skólastjórnendur, kennarar, foreldrar og við öll. Við erum jú öll almannavarnir.Alma D. Möller Höfundur er landlæknir. Lýðheilsa – mikilvægi menntunar og skólagöngu Í dag eru 250 ár liðin frá fæðingu Bertels Thorvaldsens mynd- höggvara og sann- arlega við hæfi að fagna þessum tíma- mótum. Bertel Thor- valdsen lifir enn í minningu margra, enda var hann stór- kostlegur listamaður sem naut meiri frægð- ar um víða veröld en flestir aðrir af íslensku bergi brotnir. Ferill hans var einstakur og vert er að minnast hans. Ættaður úr Skagafirði Móðir Bertels, Karen Dagnes, var frá Jótlandi og faðir hans, Íslending- urinn Gottskálk Þorvaldsson, var fæddur að Reynistað í Skagafirði. Dr. Kristján Eldjárn, þjóðminja- vörður og síðar forseti Íslands, benti á, að listhneigðar hafi mjög gætt hjá ættmennum Gottskálks. Er þar meðal annarra nefndur til sögu Guð- brandur Þorláksson, biskup á Hól- um, sem móðir Gottskálks, Guðrún Ásgrímsdóttir, föðuramma Bertels, var komin af. En Guðbrandur biskup tók sjálfur þátt í að myndskreyta Biblíuna sem hann gaf út árið 1584, þá fyrstu á íslensku. Mótandi íslensk áhrif Margt skýtur þannig stoðum und- ir, að listræn æð Bertels sé runnin frá hinum íslensku ættmennum hans. Umskiptin sem orðið hafa frá fyrri tíð eru mikil. Saga Gottskálks leiðir hugann að aðstæðum í þjóð- félagi okkar á hans tíma, 18. öldinni. Til að hljóta háskólamenntun, stunda listnám eða öðlast iðn- menntun var þá vænlegast, oft eini kosturinn, að leita til Kaup- mannahafnar. Gottskálk var ekki nema 16 ára, þegar hann fór þangað að læra tréskurð árið 1757. Með sama skipi fóru út tvö eldri systkini hans, Ari til að læra silfursmíði, og systir þeirra Ólöf, sem sneri fljótlega heim aftur. Svo mikla áherslu lagði séra Þorvaldur á velferð barna sinna, að hann sendi þau öll til Kaup- mannahafnar til að mennta sig. Gekk hann mjög nærri sér fjárhagslega til að þetta mætti verða. Sú áhersla, þær fórnir, sem séra Þorvaldur færði til þess að búa börn sín sem best und- ir lífið með staðgóðri menntun, minna okkur á að hlúa vel að mennt- un þeirrar uppvaxandi kynslóðar sem okkur er trúað fyrir. List- irnar sem auðga svo ríkulega mannlífið og vekja sífellt með ungum og eldri gleði, verðum við einnig að hafa í há- vegum. Menntavegurinn: Iðnnámið lagði grunninn Vitað er að myndlist kynntist Ber- tel fyrst í gegnum föður sinn. Sú snilld sem hann sýndi í teikningu fleytti honum aðeins 11 ára gömlum inn í Listaakademíuna í Kaup- mannahöfn. Þar var honum veitt sú staðgóða undirstöðumenntun í list- inni sem leiddi hann til Rómar, mið- stöðvar lista- og menningar á hans tíð. Það voru æðstu verðlaun Lista- akademíunnar í Kaupmannahöfn, gullmedalían, sem gerði Albert Thorvaldsen kleift að komast til Rómar. Eftir 6 lærdómsrík ár í Róm hillti undir að hann þyrfti að hverfa heim aftur. Þar voru menn aftur á móti sammála um að hans biði fátt annað en að höggva legsteina. Þá gerðist kraftaverkið, honum auðn- aðist að ljúka við og slá í gegn með listaverkinu „Jason með gullreyfið“. Framtíð hans á vængjum högg- myndalistarinnar var tryggð. Dvöl Thorvaldsens í Róm stóð í 40 ár. Hann rak stórar vinnustofur með tugum listamanna og listnema sem vildu njóta leiðsagnar hans. Lista- verk hans dreifðust út um álfuna og vestur um haf – og vöktu hvarvetna aðdáun. Listaafrek Bertels Þegar í vændum var að sigursæll Napóleon kæmi til Rómar var Thor- valdsen falið að skreyta Quirinale- höllina, sem átti að verða aðsetur keisarans. Bjó hann til á undra- skömmum tíma lágmyndina Innreið Alexanders í Babylon, sem margir hafa talið taka öllum lágmyndum fram. Eitt skýrasta merkið um stöðu Thorvaldsens í heimi höggmynda- listarinnar var að Vatíkanið fól hon- um, þótt hann væri Lútherstrúar, að gera veglegt minnismerki um Píus páfa 7. til að setja upp í Péturskirkj- unni. Mörg þekktustu verka Thor- valdsens eru tengd trú og kirkju. Skírnarfonturinn í Dómkirkju Reykjavíkur er eitt þeirra og kom til Íslands 1839. Hann sýnir á framhlið Jóhannes skíra Jesú í ánni Jórdan; á vinstri hlið Maríu með þá Jesú og Jó- hannes á unga aldri; á hægri hlið er Jesú að blessa börnin; og á bakhlið eru þrír englar yfir tileinkun Thor- valdsens til „ættarlandsins Íslands“ höggvinni í marmarann. Þegar horft er á hin heillandi verk Thorvaldsens kallar það fram í hug- ann, hve sá boðskapur sem þeir fluttu hefur öldum saman haft mik- ilvæg jákvæð áhrif í íslensku þjóðlífi. Ekki síst þegar á móti hefur blásið. Örvað kærleika, þolgæði, sanngirni, heiðarleika, umburðarlyndi og trú- festi, svo nokkuð sé nefnt. Öll eru hin kristnu gildi til þess fallin að bæta samskipti okkar mannfólksins. Þau fela í sér eiginleika sem við þurfum á að halda, til að geta notið lífsins vel. Gleðjumst nú öll – í aðdraganda 250 ára afmælis myndhöggvarans Alberts Thorvaldsens – yfir því að hafa átt, ásamt Dönum, svo frábær- an listamann. Við gleðjumst yfir því sem hann áorkaði og yfir þeirri ræktarsemi sem hann sýndi Íslandi. Og ekki þykir okkur minna til hans koma fyrir það sem sagt er, að hann hafi aldrei ofmetnast og umgengist alla jafnt. Ræktarsemi Thorvaldsens verður seint fullþökkuð. 250 ára fæðingarafmæli Bertels Thorvaldsens myndhöggvara Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur » Bertel Thorvaldsen lifir enn í minningu margra, enda var hann stórkostlegur listamað- ur sem naut meiri frægðar um víða veröld en flestir aðrir af ís- lensku bergi brotnir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.