Morgunblaðið - 19.11.2020, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 19.11.2020, Qupperneq 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 ✝ IngibjörgBjörgvins- dóttir fæddist í Reykjavík 24. des- ember 1956. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 4. nóv- ember 2020. Ingi- björg var dóttir hjónanna Björg- vins Jónssonar frá Eyrarbakka, f. 15. nóvember 1925, d. 23. nóvember 1997, og Ólínu Þorleifsdóttur frá Norðfirði, f. 17. mars 1927. Systkini Ingi- bjargar eru: Hansína Ásta, f. 1946, Þorleifur, f. 1947, Jón Björgvin, f. 1949, Eyþór, f. 1953, Sigurður, f. 1955, d. 1955 og El- Ingibjörg ólst upp á Seyð- isfirði fyrstu árin þar til fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur 1963. Hún gekk í Vogaskóla og fór í Húsmæðraskólann á Laug- arvatni þegar hún var 17 ára. Hún útskrifaðist úr Hjúkr- unarskóla Íslands og lauk síðan BS-gráðu í hjúkrunarfræði. Ingibjörg og Stefán bjuggu í Ed- monton í Kanada í fjögur ár og fæddist yngri sonur þeirra þar. Ingibjörg starfaði á Landspít- alanum alla tíð, lengst á Landa- koti og síðustu árin á Vífils- stöðum. Hún sinnti einnig stundakennslu í hjúkrunarfræði um árabil. Útför Ingibjargar fer fram í dag kl. 13 frá Lindakirkju að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Streymt verður frá útförinni. Slóð á streymið: https://youtu.be/zMM-HTiGiTY .Einnig má finna virkan hlekk á streymið á: https://www.mbl.is/andlat ín Ebba, f. 1961. Ingibjörg giftist Stefáni Baldurssyni 3. janúar 1981, þau skildu. Þau eign- uðust tvo syni: 1) Brynjar, f. 17. nóv- ember 1978, kvænt- ur Tinnu Jóhönnu- dóttur og eiga þau eina dóttur saman. Fyrir á Tinna einn son, stjúpson Brynj- ars. 2) Baldur Freyr, f. 19. jan- úar 1982, sambýliskona hans er Sóldís Dröfn Kristinsdóttir og eiga þau eina dóttur saman. Fyrir á Sóldís eina dóttur, stjúp- dóttur Baldurs. Baldur á tvö börn frá fyrra sambandi. Elsku mamma. Aldrei hefði ég getað ímyndað mér þegar ég tal- aði við þig um daginn að það yrði í síðasta skipti sem ég myndi heyra í þér. Þú saknaðir barna- barnanna, fannst aðeins of langt síðan þú hafðir hitt þau síðast, og þú hlakkaðir svo til að sjá þau seinna í vikunni. Kveðjustundin þín rann því miður upp áður en af þessu með barnabörnunum gat orðið. Ég veit ekki hversu oft ég hef ætlað að tala við þig síðustu daga til að leita ráða eða spjalla. Það var alltaf hægt að leita til þín með allt á milli himins og jarðar og alltaf gaman að hitta þig og sjá. Þú varst alltaf svo óendanlega góð við okkur öll og elskaðir svo innilega að nýta tímann með okk- ur – sonum þínum, tengdadætr- um og barnabörnunum öllum. Og við elskuðum sömuleiðis að nýta tímann með þér. Minning þín lifir áfram hjá okkur öllum. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson) Takk fyrir allt elsku mamma. Brynjar. Elsku Ingibjörg. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin, að þú hafir þurft að kveðja þenn- an heim svona skyndilega, eins lífsglöð og hress og þú varst. Þú varst besta tengdamamma sem hægt er að hugsa sér, tókst mér og Darra strax opnum örmum og komst fram við mig eins og ég væri dóttir þín. Það var hægt að leita til þín með hvað sem er, þú varst alltaf til staðar og dekraðir bæði við barnabörnin og okkur fullorðnu börnin þín. Ég stend mig enn að því að bíða eftir að þú komir við hjá okkur eða að koma heim og sjá þig óvænt þar, enda var ekki óalgengt að þú kíktir á barnabörnin og héldir þeim fé- lagsskap þar til við Brynjar kæmum heim úr vinnu. Það er erfitt og sárt að hafa þig ekki lengur í lífi okkar á sama hátt og áður, en þú munt ávallt lifa í minningum okkar. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og að þú hafir tekið svona virkan þátt í lífi okkar Brynjars og barnanna. Elsku besta Ingibjörg, ástar- þakkir fyrir allt. Tinna. Það er óskaplega erfitt að setj- ast niður og skrifa minningarorð um Ingibjörgu systur mína. Hún var hraust og í góðu formi þegar lífið endaði snögglega. Þegar Ingibjörg fæddist bjó fjölskyldan í Reykjavík, á Fjólu- götu 19b. Hún fæddist á aðfanga- dag jóla árið 1956 og eru það því eftirminnileg jól fyrir okkur fjög- ur eldri systkinin að fá litla sæta systur í jólagjöf. Síðar bættist önnur systir í hópinn og urðum við því sex systkinin. Ég er þakk- látur fyrir að við höfum alla tíð staðið saman og átt gott systk- inasamband. Ingibjörg varð okkur strax af- ar kær. Það fór aldrei mikið fyrir henni hvorki sem barni né full- orðinni konu. Hún var alla tíð yf- irveguð, skapgóð og hlý en ákaf- lega ákveðin og vissi alltaf hvað hún vildi. Mér er minnisstætt þegar hún var fimm ára og langaði mikið í hjól sem fékkst í Kaupfélaginu á Seyðisfirði, en þar áttum við þá heima. Þetta var fallegt rautt DBS-hjól. Ég var á síldarbátnum Dalaröst upp á hálfan hlut á móti Denna vini mínum. Ég átti því aur fyrir hjólinu og fór og keypti handa henni, það mátti vart á milli sjá hvort okkar var ánægð- ara. Það var gott að eiga heima á Seyðisfirði. Þar eignaðist Ingi- björg góða vini og átti góð æsku- ár. Árið 1963 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Ingibjörg fór í hús- mæðraskólann á Laugarvatni og lærði síðan hjúkrun. Síðar fór hún í framhaldsnám í öldrunar- fræðum. Hjúkrun hefur verið ævistarf Ingibjargar systur minnar og ég veit að hún var fær og vel liðin í sínum störfum. Allt- af þegar upp komu veikindi í stórfjölskyldunni höfum við get- að leitað ráða hjá henni og Ey- þóri bróður okkar sem er læknir. Það var síðan fyrir einu og hálfu ári að Eyþór greindist með hvít- blæði. Þá reyndist Ingibjörg vera hæfust okkar systkina til að gefa honum stofnfrumur. Þau voru í Svíþjóð í júlí og ágúst á þessu ári í þessum tilgangi og gekk það vel. Ingibjörg giftist Stefáni Bald- urssyni og eignuðust þau tvo syni, þá Brynjar og Baldur. Fjör- uga og flotta stráka sem eru löngu búnir að gera þau að afa og ömmu. Stefán og Ingibjörg skildu og eftir það bjó hún ein með strákana sína þar til þeir fluttu að heiman. Ingibjörg var ákaflega hamingjusöm og flott amma og var hún nýbúin að frétta að von væri á nýju barna- barni. Þegar við Inga bjuggum í Ghana kom mamma ásamt Ingi- björgu og Stefáni í heimsókn til okkar. Þessi ferð var ógleyman- leg, við ferðuðumst talsvert um landið og skoðuðum. Ingibjörg mín var mjög stolt af sinni myndarlegu fjölskyldu og geislaði af lífsgleði, hamingju og stolti. Þannig geymi ég minning- ar um yndislega systur. Stórt skarð er nú höggvið í ákaflega samheldinn systkinahóp. Missir mömmu, Brynjars, Baldurs, maka þeirra og barna er þó mest- ur. Við Inga sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Þorleifur Björgvinsson. Ingibjörg systir mín og mín besta vinkona varð bráðkvödd 4. nóvember á besta aldri. Hún er búin að vera hluti af mínu lífi alla ævi og við vorum svo mikið sam- an að ég veit ekki hvernig ég á að takast á við að missa hana. Ég mun ylja mér við góðar minning- ar um það sem við brölluðum saman, spjallið um allt milli him- ins og jarðar og brosa gegnum tárin. Vorið 1961 fékk Ingibjörg að fara til ömmu Ingibjargar í Neskaupstað og vera í nokkra daga. Þegar hún kom aftur heim á Seyðisfjörð var ég í vöggu í svefnherberginu. Hún var mjög hissa þar sem hún vissi ekki að það væri von á barni og henni fannst algjör óþarfi að fá litla systur. Seinna þurfti hún að deila herbergi með litlu systur og gekk á ýmsu hjá okkur enda fjögur og hálft ár á milli okkar. Á unglings- árunum urðum við bestu vinkon- ur og höfum verð mjög samrýnd- ar alla tíð og hluti af sjálfri mér er horfinn. Við hringdum hvor í aðra nánast daglega og stundum oft á dag og hittumst oft í viku. Gengum saman Kópavogsdalinn og nutum þess að vera úti og spjalla um börnin okkar, barna- börnin og hvað við ætluðum að bralla næst. Við fórum í ferðalög til Tenerife sem var okkar uppá- haldsstaður á Græna hótelið sem var orðið gult í febrúar þegar við fórum síðast með bræðrum okk- ar, mágkonum, Gumma mínum og Toggu systur hans. Þar áttum við frábæran tíma sem mun ylja okkur um ókomna tíð. Í sumar fórum við til Svíþjóðar með Ey- þóri bróður okkar og Ágústu konu hans. Við systur vorum saman í litlu herbergi eins og þegar við vorum litlar og áttum dýrmætar stundir. Í haust ákváðum við að fara í borgarferð á Hótel Selfoss þar sem við kæm- umst ekki til útlanda og það sem við skemmtum okkur vel. Nú för- um við ekki fleiri ferðir fyrr en við hittumst í sumarlandinu, elsku Ingibjörg mín. Ég er oft búin að taka upp símann og ætla að hringja og þá átta ég mig á að þetta er ekki draumur, því miður. Ingibjörg systir mín var mikil mamma og amma og naut þess að fá barnabörnin í heimsókn og gistingu. Hún var svo hamingju- söm með lífið og fjölskylduna og við hlökkuðum til að eldast sam- an og ætluðum margt að bralla. Elsku Binni, Baldur og fjölskyld- ur, guð gefi ykkur styrk í sorg- inni. Ástarkveðja, Ebba. Elskuleg mágkona mín Ingi- björg Björgvinsdóttir varð bráð- kvödd 4. nóvember og eftir situr sorgin en jafnfram þakklæti fyrir að hafa fengið að vera samferða henni í lífinu. Kynni okkar okkar Ingibjarg- ar spanna áratugi eða allt frá því að ég og Eyþór bróðir hennar fórum að vera saman. Við Ingi- björg vorum jafnaldrar og áttum því margt sameiginlegt, einnig erum við báðar hjúkrunarfræð- ingar að mennt og höfðum því margt um að tala þegar við hitt- umst. Áhugi okkar á hjúkrun og málefnum heilbrigðiskerfisins voru gjarnan okkar aðalumræðu- efni enda alltaf mikið um að vera á þeim vettvangi. Ingibjörg var farsæll og vel metinn hjúkrunarfræðingur, hún vann lengst af á Landakoti, bæði fyrir og eftir sameiningu Landa- kots og Borgarspítala en nú síð- ustu ár á Vífilsstöðum. Einnig vann hún á krabbameinsdeild Landspítala um tíma. Hún naut sín í vinnunni og sagði oft að hún hlakkaði til að fara í vinnuna, bæði að hitta sjúklingana og sjá hverning þeim liði en einnig að hitta vinnufélagana. Ættingjar voru henni þakklátir og fékk hún ósjaldan hrós í mín eyru frá þeim sem og sjúklingum. Ingibjörg útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla Íslands en nokkrum árum síðar fór hún í frekara nám og úrskrifaðist með BSc-próf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands. Hennar aðal- starfsvettvangur var að hjúkra sjúklingum, hún var einnig deild- arstjóri og kenndi hjúkrunar- nemum í öldrunarhjúkrun. Hún sat í stjórn hjúkrunarráðs Land- spítala sem fulltrúi öldrunarsviðs spítalans. Ingibjörg var mjög vönduð manneskja sem búin var miklum mannkostum, góðsemi og dugn- aði. Hún var vinur vina sinna og vildi hjálpa og styðja þar sem þess þurfti. Þessum góðu eigin- leikum fengum við Eyþór bróðir hennar að kynnast í sumar þegar hún af sinni einstöku fórnfýsi og óeigingirni ákvað að gefa bróður sínum stofnfrumur ef það mætti verða til að lækna hann af krabbameini. Hún sagðist vera svo glöð að hafa verið nægilega lík honum til að geta gefið honum stofnfrumur. Þessi ferð til Lundar í Svíþjóð í sumar var ógleymanleg fyrir margra hluta sakir og þrátt fyrir alvarlegar kringumstæður gát- um við Ingibjörg skemmt okkur vel þegar ég tók að mér að gefa henni nauðsynlegar undirbún- ingssprautur í nokkra daga fyrir frumugjöfina og mæta með henni í undirbúningsrannsóknir. Ekki minnkaði fjörið hjá okkur þegar Elín Ebba systir hennar bættist í hópinn og var með okkur. Við átt- um öll góðan tíma saman sem mun lifa með okkur í endurminn- ingunni. Ingibjörg var svo hress og kát í sumar og var byrjuð að minnka við sig vinnu og hlakkaði til að geta sinnt barnabörnunum enn betur. Ömmuhluverkið var henn- ar stærsta hlutverk enda elskaði hún ekkert meira en að geta ver- ið með barnabörnunum og að- stoðað syni sína og fjölskyldur þeirra ef með þurfti. Synir hennar Brynjar og Bald- ur og fjölskyldur þeirra sjá nú á eftir yndislegri móður, tengda- móður og ömmu og sendi ég þeim mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hennar verður nú sárt sakn- að en minningarnar um ljúfa og góða konu munu lifa með okkur. Guð blessi minningu Ingi- bjargar Björgvinsdóttur. Ágústa Benný Herbertsdóttir. Elsku Ingibjörg, fallega frænka okkar. Skyndilegt fráfall þitt er svo sárt, en það er huggun harmi gegn hvað þú lifðir lífinu vel. Þú varst svo skapgóð og dagfar- sprúð, léttlynd, kát og skemmti- leg. Hláturinn þinn bjarta heyr- um við enn. Upp úr stendur samt blíðan þín og mildin mikla sem einkenndi þig alla tíð. Minningarnar eru svo margar. Okkur systrum fannst til dæmis ekki leiðinlegt að njósna um þig þegar þú passaðir okkur í Lind- arhvamminum í den. Þú varst inni í stofu að kyssa sætan strák og skal engan undra því þú varst algjör fegurðardís. Oftar en ekki hristuð þið Ebba, litla systir þín, Apollo-kok- teil en það þýddi að þá var Holly- wood-ferð handan við hornið. Amma og afi voru að sjálfsögðu ekki heima en sá gamli hefði lík- lega spólað heim á núll einni ef það hefði hvarflað að honum að dætur hans neyttu áfengis. Barnapíunni, Ingibjörgu litlu, var mútað til að þegja en til þess þurfti að ykkar mati u.þ.b. hálft glas af Apollo. Ár er á milli Bjögga bróður og Binna elsta sonar þíns. Þeir ólust upp í sama hverfi og urðu bestu vinir. Í ófá skipti komst þú í Lind- arhvamminn til mömmu þar sem þið láguð í grasinu og sleiktuð sólina. Á meðan busluðu Bjöggi og Binni í vatnsbala eða hlupu í gegnum vatnsúðara. Árin liðu og alltaf hélst vinátta frændanna sem síðar lögðu land undir fót, fóru til Kanada og lærðu afbrota- fræði og fóru líka í Lögregluskól- ann. Ykkur mömmu fannst ekki leiðinlegt að skreppa saman vest- ur um haf til að heimsækja tilvon- andi laganna verði. Við munum líka þegar þú rifj- aðir upp skemmtilega sögu af Baldri þínum þegar hann var smápolli. Þegar stórfjölskyldan kom í heimsókn á Hlíðarveginn til ömmu og afa þá var alltaf veisla. Afi lagði svo ríka áherslu á, þegar maður var að kveðja, að allir kysstu ömmu bless. Einu sinni sem oftar voruð þið Baldur að kveðja eftir eina slíka veislu og afi sagði við Baldur: Ætlarðu ekki að kyssa ömmu þína bless, Baldur minn? Baldur svaraði um hæl: Af hverju gerir þú það bara ekki sjálfur? Þið Ingibjörg systir voruð mikið saman. Og auðvitað var Ebba oftast með. Þið Ebba voruð jú eins og tvíburar. Þessi þrenn- ing brallaði margt saman og stundum fékk Gummi Ebbu að vera með. Þið ferðuðust saman og Tenerife var í miklu uppá- haldi. Þar var nú spilað mikið og hlegið. Þú hafðir svo gaman af því að spila. Ykkur Ingibjörgun- um fannst mest gaman að spila kasínu. Löngum stundum sátuð þið úti á svölum að kvöldlagi og spiluðuð kasínu, ásökuðuð hvor aðra fyrir svindl, strídduð hvor annarri og hlóguð hjartanlega. Ingibjörgu systur finnst ekkert gaman að spila kasínu við neinn nema þig. Hún ætlar að spila kas- ínu við þig á himnum þegar þar að kemur. Elsku Ingibjörg frænka, margs er að minnast. Þú elskaðir syni þína og fjölskyldur þeirra takmarkalaust og varst þeirra stoð og stytta alla tíð. Elsku amma, Binni, Baldur, Tinna, Sól- dís og barnabörnin öll, við vottum ykkur dýpstu samúð okkar. Far vel, frænka. Góðu lífi var lifað. Ingibjörg, Anna Sólveig og Björgvin Ingvabörn Ingibjörg Björgvinsdóttir var hjúkrunarfræðingur af lífi og sál og naut þess að starfa með fólki. Hún var áhugasöm og fagleg i starfi sínu með sjúklingum en lét sig einnig samstarfsfólk sitt varða. Við störfuðum saman á deild L-3 á Landakoti um árabil. Það var góður tími og hópurinn á deildinni afar samheldinn. Þegar þeim kafla lauk héldum við áfram þrettán úr hópnum að vera sam- an og stofnuðum lestrarfélag sem hittist mánaðarlega og hefur gert það óslitið síðustu fimmtán ár. Ingibjörgu prýddu margir góðir kostir. Hún var glögg fag- manneskja, vönduð og traust. Hún var líka glettin og kom oft með ný og áhugaverð sjónarhorn þegar rætt var um bækur í lestr- arfélaginu. Þess eigum við eftir að sakna. Hún var fjölskyldukona og það var gaman að fylgjast með gleði hennar yfir barnabörnunum. Þau og synirnir hafa misst mikið. Andlát Ingibjargar bar brátt að og er mikið áfall. Við fyrrver- andi samstarfskonur hennar og vinkonur viljum þakka fyrir ára- Ingibjörg Björgvinsdóttir HINSTA KVEÐJA Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt þú varst kölluð á ör- skammri stundu í huganum hrannast upp sorg- arský. Fyrir mér varst þú hugmynd hins göfuga og góða svo falleg, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Guð geymi þig elsku systir og mágkona. Jón og Halldóra (Dóra). Okkar elskulega, JÓRUNN ÞORGERÐUR BERGSDÓTTIR frá Hofi í Öræfum, lést þriðjudaginn 17. nóvember á Hraunbúðum. Bjarni Jónasson Jónas Bjarnason Margrét Pálsdóttir Valgerður Bjarnadóttir Björgvin Björgvinsson Bergþór Bjarnason Francheteau Olivier Francheteau Bjarnason Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR HEIÐAR GUÐMUNDSSON jarðvinnuverktaki, lést á líknardeild Landspítalans, Kópavogi, 12. nóvember. Útförinni verður streymt í gegnum facebookhópinn Jarðarför Guðmundar Heiðars þriðjudaginn 24. nóvember klukkan 13. Kristín Lára Magnúsdóttir Kolfinna Guðmundsdóttir Guðmundur Bjarnason Sigrún Guðmundsdóttir Tómas Kristjánsson Sólveig Guðmundsdóttir Hilmar Ingi Ómarsson Þórir Guðmundsson Ragnhildur Bergþórsdóttir og fjölskyldur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.