Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 45
langa samveru í leik og starfi. Við
sendum fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur.
Anna Sigríður Indriðadóttir.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag
Við erum gestir og hótel okkar er
jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
(Tómas Guðmundsson)
Í dag verður Ingibjörg vin-
kona okkar lögð til hinstu hvílu
og langar okkur að minnast
hennar í fáeinum orðum.
Ingibjörg átti góða bernsku,
umvafin ástkærum foreldrum og
systkinum. Við kynntumst henni
í Goðheimunum, en Ingibjörg
flutti síðust okkar vinkvennanna í
götuna, þar sem við ólumst upp.
Hún var systir Eyþórs, sem var
einn besti vinur Ólafs bróður
Guðrúnar. Því var mikill sam-
gangur milli heimila okkar. Við
fengum fyrst að smakka kaffi og
ristað brauð með osti og sultu
heima hjá Ingibjörgu og á laug-
ardögum var boðið upp á skúffu-
köku og kryddbrauð heima hjá
Guðrúnu. Þær Ingibjörg og Guð-
rún voru bekkjarsystur í Voga-
skóla og sátu saman í unglinga-
deildinni og í byrjun
menntaskólans.
Við upplifðum saman ung-
lingsárin og gerðum margt
skemmtilegt. Við vinkonurnar
minnumst hennar með ferðút-
varp á öxlinni gangandi eftir Goð-
heimunum rétt eftir ferminguna,
það var flottasta fermingargjöfin
á þeim tíma. Ingibjörg var glæsi-
leg, skemmtileg og vinsæl. Eftir
annan bekk í MT fór Ingibjörg
frá okkur og í Húsmæðraskólann
á Laugarvatni og þaðan í hjúkr-
unarfræði. Vinskapurinn hélst
alla tíð þótt við æskuvinkonurnar
færum síðar ólíkar leiðir í lífinu.
Við hittumst reglulega gegnum
árin og sögðum frægðarsögur af
systkinum, börnum og barna-
börnum. Anna bjó á Englandi og
þegar hún kom í heimsókn var oft
hittingur, þar sem við áttum góð-
ar stundir saman. Við hlökkuðum
allar til eftirlaunaáranna því við
ætluðum að hittast oftar, spila
brids, ræða um bókmenntir og
listir og fara í gönguferðir. En líf-
ið er eins og hafið, það gefur og
það tekur.
Við vottum fjölskyldu Ingi-
bjargar okkar dýpstu samúð.
Við þökkum þér Ingibjörg fyr-
ir allar skemmtilegu samveru-
stundirnar. Hvíldu í friði kæra
vinkona.
Anna Sverrisdóttir og
Guðrún Angantýsdóttir.
Elsku Ingibjörg, hliðaramma
mín, amma gullmolanna okkar,
var tekin of fljótt frá okkur,
óvænt fráfall er alltaf erfitt fyrir
alla aðstandendur.
Amma Ingi-Ingibjörg eins og
yngsta skottan kallaði hana sá
ekki sólina fyrir henni og alltaf
var tími fyrir lestur og leik og
börnin öll sem eitt fengu óskerta
athygli frá henni. Amma hefði
fært fjöll fyrir þau ef það stæði í
hennar valdi og mikil tilhlökkun
var hjá henni að enn myndi bæt-
ast í hópinn hennar í mars nk.
Elsku Baldur minn og Sóldís,
minning hennar lifir í hjarta okk-
ar og ég veit að hún mun fylgjast
vel með og jafnvel hnippa í okkur
ef við stöndum okkur ekki, þar
kemur inn hjúkrunin og um-
hyggjan sem hún hafði fyrir öll-
um í kringum sig.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar og stórfjöl-
skyldunnar, höldum vel hvert ut-
an um annað.
Ástarkveðjur,
Valgerður Hjördís
Rúnarsdóttir, amma
og hliðaramma.
Fleiri minningargreinar
um Ingibjörgu Björgvins-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020
✝ Kristján ÞórÞórisson fædd-
ist í Reykholti í
Borgarfirði 28.
janúar 1932. Hann
lést á Landspít-
alanum 9. nóv-
ember 2020. For-
eldrar hans voru
hjónin Þuríður
Friðbjarnardóttir
húsfreyja, f. 18.
sept. 1900 á
Grímsstöðum í Mývatnssveit, d.
11. febr. 1932 í Reykholti, og
Þórir Steinþórsson, bóndi í
Álftagerði við Mývatn, síðar
skólastjóri og bóndi í Reyk-
holti, f. 7. maí 1895 á Gaut-
löndum í Mývatnssveit, d. 5.
júní 1972 í Reykholti. Seinni
kona Þóris og stjúpmóðir
Kristjáns var Laufey Þórmund-
ardóttir frá Bæ í Bæjarsveit, f.
4. des. 1908, d. 11. des. 1999.
Systkini Kristjáns eru Jón, f.
22. sept. 1920, d. 5. des. 2001,
Steingrímur, f. 15. júlí 1923, d.
16. sept. 2002, og Steinþóra
Sigríður, f. 3. apríl 1926, d. 8.
des. 2013. Systur Kristjáns,
samfeðra, eru Sigrún, f. 19.
des. 1936, d. 17. júní 2017, og
Þóra f. 8. febr. 1944.
Kristján ólst upp á mann-
mörgu heimili í Héraðsskól-
Guðjón Þór Guðmundsson,
barn: Þórir, f. 1991. 2) Þor-
gerður, f. 27. jan. 1956, í sam-
búð með Sigurði St. Jörunds-
syni. Maki I: Ragnar Hilmir
Ragnarsson, d. 2020 (skildu),
barn: Anna Katrín, f. 1979.
Maki II: Þórhallur Eiríksson
(skildu), barn: Auður Karítas,
f. 1985. 3) Kristín Þóra, f. 28.
mars 1957, maki: Rolf Sörby
(skildu), börn: Sólveig, f. 1978,
og Davíð, f. 1979. Barnsfaðir:
Georg Ólafur Gunnarsson, d.
2016, barn: Katrín Ólöf, f.
1995. Þau Kristján og Auður
skildu. Kristján kvæntist 17.
des. 1960 seinni konu sinni,
Aðalheiði Helgadóttur kenn-
ara, f. 10. maí 1939, d. 28. maí
2003. Foreldrar hennar voru
Sigríður Sigurðardóttir og
Helgi Guðjón Guðmundsson.
Barn Kristjáns og Aðalheiðar:
4) Steinþór, f. 7. júlí 1961, d.
23. maí 2015, börn: Aðalheiður
Rósa, f. 1978, móðir hennar er
Helga Ester Snorradóttir, Guð-
rún Tinna, f. 1987, og Kristján,
f. 1992, d. 2018, móðir þeirra
er Dagbjört Þórunn Þráins-
dóttir. Barnsmóðir: Erla Hann-
esdóttir, f. 14. febr. 1935. For-
eldrar hennar voru Hannes
Hannesson og Sigríður Jóns-
dóttir. Barn Kristjáns og Erlu:
5) Sif, f. 7. ágúst 1961, gift
Trausta Þór Ósvaldssyni, börn:
Svanhildur Erla, f. 1995 og Ós-
vald Jarl, f. 1995.
Útför Kristjáns fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 19. nóv-
ember 2020.
anum í Reykholti.
Hann stundaði
nám við Reykholts-
skóla, útskrifaðist
frá Samvinnu-
skólanum í Reykja-
vík árið 1950.
Starfaði síðan hjá
Landsbanka Ís-
lands, Heildverslun
Eggerts Kristjáns-
sonar og Pósti og
síma. Hann rak
einnig eigin bókhaldsskrifstofu
í Reykjavík. Frá 1979 var hann
skrifstofustjóri hjá Sakadómi
Reykjavíkur til ársins 1994. Á
yngri árum stundaði hann
ýmsar íþróttir af kappi og
varð m.a. Íslandsmeistari í
bringusundi. Einnig spilaði
hann fótbolta með Þrótti.
Kristján var búsettur í Reykja-
vík eftir að hann lauk námi, en
síðustu 4 árin bjó hann á
Skjóli.
Kristján kvæntist 30. júní
1956 fyrri konu sinni, Auði
Steinþórsdóttur, f. 24. ágúst
1938. Foreldrar hennar voru
Steinþór Ásgeirsson og Þor-
gerður Þórarinsdóttir. Börn
Kristjáns og Auðar: 1) Anna
Þuríður, f. 16. júní 1954, maki:
Jaime Tebé Morera (skildu),
barn: Íris, f. 1977. Barnsfaðir:
Góður vinur og föðurbróðir
Þurýjar minnar synti síðasta
sprett þessa lífs hinn 9. nóv-
ember sl. – hafði verið ræstur
til brottferðarinnar nokkru
fyrr, en aðdragandinn talsvert
lengri.
Í heimsóknum til hans, í
Lönguhlíð og Skjól, var samt
gamli góði Diddi ekki svipur
hjá sjón.
Óminnisgyðjan búin að vefja
hann örmum fyrir allmörgum
árum, en framhjá henni unnt að
ganga með því að ræða um
löngu liðna tíð, m.a. árin hans
góðu í Reykholti.
Þar ólst hann upp með kapp-
sömum systkinum sínum, svo
mjög að borgfirskir áhorfendur
íþróttamóta sáu raungerast í
Reykholtsbræðrum, Jóni,
Steingrími tengdapabba og
Kristjáni, hendinguna þekktu
úr Völuspá „bræður munu berj-
ast“.
Það var víst meira en dálítið
leiðinlegt hjá þessum strákum
að tapa.
Ég geri þó ráð fyrir að á
fyrsta íþróttamótinu, sem ég sé
að Kristján var meðal kepp-
enda, 10 ára gamall sumarið
1942, hafi allt farið fram með ró
og spekt, 50 metra sundi
drengja með frjálsri aðferð.
Góður kunningi minn síðar,
Reykhyltingurinn Birgir Þor-
gilsson (14 ára) sigraði, Steini
tengdapabbi (18 ára) varð ann-
ar, og Diddi þriðji. Allir áttu
þessir kappar eftir að setjast á
skólabekk hjá Jónasi frá Hriflu
í Samvinnuskólanum, en ég
held að tveimur áratugum síðar
eða svo hefðu þeir Birgir og
Steini ekki náð gulli úr sund-
fimum greipum sundkappans
Kristjáns Þórissonar. Því miður
hef ég ekki nákvæmar upplýs-
ingar um glæstan sundferil
hans, og verð því að stikla á
stóru.
Á sundmóti Ægis árið 1946
vann hann, þá keppandi Skóla-
félags Reykhyltinga, 100 m
bringusund drengja, vann sömu
grein á Sundmeistaramóti Ís-
lands árið eftir, og árið 1950
sigraði hann í 400 m bringu-
sundi karla á Sundmeistara-
móti Íslands í Hveragerði, og
keppti þá fyrir Ungmennafélag
Reykdæla.
Skemmtileg tilviljun að í
beinu framhaldi í frétt Vísis af
sigri hans á mótinu stendur að í
50 m bringusundi telpna hafi
Auður Steinþórsdóttir úr KR
borið sigur úr býtum. Ekki hef
ég hugmynd um það, en e.t.v.
skutust þarna í Hveragerði ein-
hverjar amorsörvar, en hitt veit
ég að fjórum árum síðar kvænt-
ist Kristján vinur minn ungri
stúlku sem heitir einmitt Auður
Steinþórsdóttir.
En aðeins meira um sundfer-
ilinn. Á Íslandsmeistaramóti
1952 vann Kristján gullverð-
laun í 200 m bringusundi karla,
bætti árangur sinn í sömu
grein með sigri á sundmóti Ár-
manns sama ár, og árið 1954
vann hann 200 metrana á af-
mælismóti Ármanns, og vann
þá í annað sinn verðlaunabikar,
gefinn í minningu Kristjáns
Þorgrímssonar.
Árið 1954 setti hann nýtt Ís-
landsmet í 500 m bringusundi.
Afrekaskrá þessi gæti verið
mun lengri, en auk fjölmargra
sundkeppna um árabil stóð
hann í marki Þróttar á Reykja-
víkurmóti í knattspyrnu 1953,
og þjálfaði KR-inga í sund-
knattleik árið 1960.
En eins vil ég geta, sem okk-
ur Borgfirðingum þótti vænt
um, að lengst af, og kannski
alla tíð, keppti Kristján undir
nafni Ungmennafélags Reyk-
dæla.
Eftir að Diddi kvæntist
seinni konu sinni, henni Allý,
og við Þurý byrjuðum að vera
saman tókst með okkur öllum
einlæg vinátta.
Þær voru vinkonur áður, og
við Diddi smullum vel saman.
Gagnkvæmar heimsóknir fastur
liður í tilverunni, margt sér til
gamans gert og í ýmsu pælt.
Minnumst við margra gleði-
stunda í áranna rás, og söknum
mjög þessara góðu vina.
Við Þurý sendum dætrum
Didda, fjölskyldum þeirra og
öðrum aðstandendum einlægar
samhryggðarkveðjur og minn-
umst heiðursmannsins Krist-
jáns Þórs Þórissonar með virð-
ingu og þökk, manns sem hvar-
vetna var tekið eftir vegna
fágaðrar framkomu og glæsi-
leika.
Óli H. Þórðarson.
Kristján Þór
Þórisson
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
PETREA AÐALHEIÐUR GÍSLADÓTTIR
frá Hóli, Ólafsfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku
fimmtudaginn 12. nóvember.
Anna Linda Aðalgeirsdóttir Grétar Leifsson
Hildur Bryndís Aðalgeirsd.
Erla Aðalgeirsdóttir Jóhann Freyr Pálsson
Vignir Aðalgeirsson Jónína Símonardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur
og bróðir,
ÞORMAR VIGNIR GUNNARSSON
húsasmiður / ljósmyndari,
lést á heimili sínu fimmtudaginn
12. nóvember.
Helena Benjamínsdóttir
Sólrún Líf Guðrún Von
Telma Rut Mikael Bjarki
Gunnar Þórisson Vilborg Þorgeirsdóttir
Þórir Gunnarsson
Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR J.N. INGÓLFSSON
málarameistari,
Fornastekk 3, Reykjavík,
sem lést 10. nóvember, verður jarðsunginn
frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn
23. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna verða einungis
nánustu ættingjar viðstaddir.
Útförinni verður streymt á vefslóðinni: www.sonik.is/sigurdur,
einnig er hægt að nálgast útsendingu á mbl.is/andlat.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktar- og líknarsjóð
Oddfellow.
Þorsteinn V. Sigurðsson Hrefna G. Magnúsdóttir
Ingólfur Sigurðsson
Sigríður Þóra Þorsteinsdóttir Pétur Þór Guðjónsson
Fanney Rut Þorsteinsdóttir Bjarki Heiðar Sveinsson
Rakel Ósk Jóelsdóttir Jónas Birgir Jónasson
Magnús Hlífar Jóelsson
Kristín Nordal Ingólfsdóttir
Fredrik Ingólfsson
Kristófer, Sunneva, Pétur, Tristan, Eva, Natalía, Logi,
Viktoría og Lovísa
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ESTER HJALTALÍN,
Heiðarbrún 43, Hveragerði,
lést á líknardeild Landspítalans
mánudaginn 2. nóvember.
Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju föstudaginn
20. nóvember klukkan 14 að viðstöddum nánustu ættingjum.
Streymt verður frá athöfninni á slóð www.ebkerfi.is/streymi
Dagbjartur Tómasson
Ólafur Róbert Dagbjartsson Jónína Jónsdóttir
Sandra Dís Dagbjartsdóttir Ásgeir Einarsson
Bjarni Dagur Dagbjartsson Birna Björt Eyjólfsdóttir
Þorlákur Máni Dagbjartsson Elva Rún Erlingsdóttir
Jón Logi Dagbjartsson
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
STEINÞÓRA JÓHANNESDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 10. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 24. nóvember klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur
viðstaddir athöfnina.
Streymi frá jarðarförinni verður aðgengilegt samdægurs á
mbl.is/andlat á slóðinni https://youtu.be/VsAx3EQka
Erla Gunnarsdóttir
Petrína Ólafsdóttir Finnur Guðmundsson
Jón Steinar Ólafsson Praiya Kanisarn
Salómon Þórarinsson Jóna Björg Kristinsdóttir
Sigurlaug Þórarinsdóttir Leifur Þór Ingólfsson
Jóhannes B. Þórarinsson Sigríður Elín Júlíusdóttir
Sigrún Guðný Jóhannesdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn