Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 ✝ Jónína Guð-mundsdóttir fæddist 6. júlí 1929 á Núpum í Ölfusi. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 10. nóv- ember 2020. Foreldrar hennar voru Markúsína Jónsdóttir, f. 19. mars 1900, d. 8. des- ember 1994, og Guðmundur Steindórsson, f. 18. apríl 1906, d. 2. febrúar 1965. Systkini Jónínu voru María, f. 1931, d. 1974, Steindór f. 1933, d. 2010, og Guðrún, f. 1935, d. 2007. Jónína giftist annan í jólum 1953 Guðmundi Hjartarsyni, f. 20. febrúar 1925, d. 19. maí 2006, frá Auðsholtshjáleigu í Ölfusi. Börn þeirra eru: 1) Markús, f. 1953, d. 1954. 2) Sigþrúður, f. 1954, d. 1955. 3) Jóhann, f. 1957, d. 1959. 4) Sigrún, f. 1960, gift Jóni Halldóri Gunnarssyni, son- ur Sveinungi, f. andvana 2004, þau eru búsett í Hafnarfirði. 5) Jóhanna, f. 1963, gift Ölveri hefðbundna skólagöngu þess tíma í Hveragerði. Eftir að skólagöngu hennar lauk um fermingu vann hún á æskuheim- ili sínu vegna veikinda föður síns. Ung að árum gegndi hún ýmsum störfum utan heimilisins, þar á meðal í mötuneyti og í slát- urhúsi á Selfossi. Jónína og Guð- mundur hófu búskap á Egils- stöðum 1952 með foreldrum Jónínu og bjuggu þar til ársins 1956 en það ár keyptu þau jörð- ina Grænhól í Ölfusi. Þar bjuggu þau og stunduðu blandaðan bú- skap, byggðu upp húsakost og ræktuðu landið til ársins 2001 er þau brugðu búi og fluttu á Sel- foss. Jónína tók virkan þátt í fé- lagsstarfi í sínu nærumhverfi og ber þá helst að nefna kvenfélagið Bergþóru í Ölfusi og prjóna- klúbb Rauða krossins eftir að hún flutti á Selfoss. Jónína bjó á heimili sínu fram á síðasta dag en síðastliðin tvö ár sótti hún dagdvöl í Árbliki á Selfossi. Jónína verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju í dag, fimmtudaginn 19. nóvember 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Útförinni verður streymt á slóðinni https://promynd.is/jonina Hægt er að nálgást virkan hlekk á: https://www.mbl.is/andlat Bjarnasyni, börn Jónína Ásta, f. 1984, gift Má Ing- ólfi Mássyni, dætur þeirra Freyja Katr- ín, f. 2010, og Edda María, f. 2014; Elv- ar Már, f. 1989, unnusta Unnur Þórisdóttir, sonur þeirra Örvar Þór, f. 2019; og Júlía Brá, f. 2001, þau er öll búsett á Selfossi. 6) Guðbjörg, f. 1969, gift Sigvalda Guðmunds- syni, börn Matthías, f. 2001, og Katla, f. 2004, þau eru búsett á Selfossi. 7) Steindór, f. 1970, var kvæntur Lísu Lottu Björns- dóttur, sonur þeirra Hjörtur Elí, f. 1994, hann er búsettur á Reyð- arfirði. Steindór er kvæntur Klöru Öfjörð Sigfúsdóttur, synir þeirra Almar Öfjörð, f. 2004, og Auðunn Öfjörð, f. 2006, þau eru búsett á Selfossi. Jónína fluttist ársgömul að Egilsstöðum í Ölfusi þar sem hún ólst upp hjá foreldrum sín- um og systkinum. Hún stundaði Elsku mamma. Þú kvaddir okkur um hádeg- isbil á sólríkum og fallegum vetr- ardegi. Höldum að þú hafir ekki alveg lagt í þennan vetur. Þú gafst okkur öllum tækifæri til að kveðja. Þú leyfðir okkur eigin- lega að fylgja þér til dyra eins og þú gerðir alltaf. Við verðum þér ævinlega þakklát fyrir allt það góða sem þú gafst okkur. Fyrst og fremst fyrir kærleiksríka, örugga og yndislega æsku. Hug- ur okkar leitar til baka til áranna á Grænhól þar sem þið pabbi bjugguð okkur gott heimili. Þar unnuð þið saman alla tíð sem eitt. Þú gekkst í nánast öll störf bæði innan dyra sem utan. Þú hlúðir að öllu lífi, hvort sem það voru blómin inni í stofu eða dýrin í sveitinni stór og smá. Þú áttir stórt hjartasár, elsku mamma. Börnin þrjú sem þú ólst og misstir. Harmur sem þið pabbi báruð alla tíð í hljóði. Það hefur verið þung byrði að bera. Þegar pabbi veiktist alvarlega fyrir tæpum fimmtíu árum og varð frá að hverfa í nokkra mán- uði sýndir þú enn og aftur úr hverju þú varst gerð. Við systk- inin kornung og bústofninn ekki lítill en stefnan var alltaf sú sama, áfram veginn og enga upp- gjöf að finna. Þú varst okkur einstök móðir umfram allt og sýndir fjölskyld- um okkar fágæta umhyggju allt til síðasta dags. Við eldhúsvask- ana okkar liggja litríkar borðtu- skurnar þínar og minna á þig. Það verður notalegt að taka brátt fram jólaskrautið því þar leynast margar gersemarnar frá þér. Við trúum því að nú séuð þið pabbi sameinuð á nýjan leik og sjáum við ykkur eiginlega fyrir okkur saman úti við. En það var þín hinsta ósk, inni á sjúkrahúsi, að komast út og hreyfa þig. Það var svo mikið þú, elsku mamma, allt- af áfram veginn. Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Guðbjörg, Sigrún, Jóhanna og Steindór. Þegar ég kom í heiminn þá varðst þú amma. Þegar kom að því að gefa mér nafn kom ekkert annað til greina en að ég fengi nafnið Jónína. Ég er svo heppin að hafa átt tvær yndislegar ömm- ur og báðar hétuð þið Jónína og mér þykir vænt um að hafa fengið nafnið ykkar. Þú varst sveitastelpa og þið afi voruð bændur af lífi og sál. Mjög stór hluti minna æskuminninga tengist sveitinni og veru minni hjá ykkur á Grænhól. Það var alltaf nóg að gera og mörg verk sem þurfti að sinna en í minning- unni fékk ég alltaf að vera með og var aldrei fyrir ykkur afa. Vissu- lega fékk ég þó ekki að gera hvað sem var og fann að það var passað vel upp á mig. Ég fékk ýmis hlut- verk eftir aldri og þroska og stundum þurfti ég líka bara að finna mér verkefni á meðan þið sinntuð skylduverkum og það var góður skóli og ég man ekki eftir að mér hafi leiðst. Þú bjóst yfir svo mörgum góð- um kostum, þú varst alltaf traust, yfirveguð, hlý og góð og bjóst yfir mikilli þolinmæði. Ég man til dæmis aldrei eftir að þú hafir skammað mig þótt það hafi örugglega þurft á köflum. Ég hef séð þetta sama í kringum mínar dætur, alltaf leið þeim vel í kring- um þig og það var alltaf sama hlýja viðmótið þótt fyrirferðin á þeim hafi stundum verið mikil. Þær tala alltaf fallega um ömmu langömmu eins og þær kölluðu þig alltaf og þegar það stóð til að hitta fjölskylduna spurðu þær hvort þú yrðir ekki örugglega þar. Þú náðir þeim áfanga að verða 91 árs. Það var mikill gleðidagur 6. júlí 2019 þegar við fögnuðum stórafmæli þínu, 90 ára, í full- komnu sumarveðri. Það sem ég var stolt af þér, þú svo glæsileg og barst það sko ekki með þér að vera búin að ná þessum flotta aldri. Það var líka svo merkilegt með þig að þú virtist eldast hægar en aðrir. Svo gerðist það bara svona allt í einu, alveg eins og hjá mömmu þinni, að þú varðst aðeins eldri, minnið fór aðeins að bresta en gleðin fór ekki langt og þú gerðir nú bara grín að því þegar minnið stóð sig ekki eins og skyldi. Á þessu óvenjulega ári 2020 urðu faðmlög skyndilega óæskileg en þú sagðir að alltaf hefði flensan komið og það væri engin undantekning núna og svo knúsaðir þú mig bless. Eins mikið og við pössuðum öll upp á þig þá er ég svo innilega þakklát fyrir þessi síðustu knús sem þú gafst. Kveðja Minningin er mild og góð, man ég alúð þína, stundum getur lítið ljóð, látið sorgir dvína. Drottinn sem að lífið léði, líka hinstu hvílu bjó, dýrð sé yfir dánarbeði, dreymi þig í friði og ró. (Bjarni Kristinsson) Elsku amma mín, Guð geymi þig. Takk fyrir allt. Þín nafna, Jónína Ásta Ölversdóttir. Látin er góð og eftirminnileg kona, Jónína Guðmundsdóttir húsfrú og bóndi frá Grænhól í Ölf- usi. Hún var gift frænda mínum Guðmundi Hjartarsyni bónda, en þau hófu búskap þar árið 1956. Ég minnist þess með virðingu og þakklæti að hafa verið fyrsti kúa- smalinn hjá þeim hjónum aðeins 9 ára gamall. Jónína var einstak- lega dugleg kona og góð húsmóð- ir, gekk í öll verk hvort sem það var innandyra eða utan. Hún stóð eins og klettur við hlið mannsins síns í öllum verkum. Jónína reyndist mér ákaflega vel, um- hyggjusöm og hlý með góðan húmor. Það voru mikil forréttindi fyrir ungan dreng að komast í sveit og upplifa allt það sem sveitalífið hafði upp á að bjóða. Að fá að umgangast dýrin, sinna þeim og strjúka er einstök minning sem aldrei gleymist. Í eitt sinn þegar Jónína bað mig um að sækja eggin út í hænsnakofa mætti mér grimmur hani sem ég hræddist, en Jónína kenndi mér að umgang- ast hann. Þannig væri það með öll dýrin, með nærgætni og tillitsemi væri hægt að nálgast þau og eiga sem bestu vini. Á þessum árum var heyskapur mest unninn með höndunum og vélum sem hestar drógu. Um helgar komu vinir og vandamenn að hjálpa til við hey- skapinn og gat þá orðið nokkuð margt um manninn, mig minnir að það hafi verið hátt í fimmtán manns í flekknum þegar mest var. En það vafðist ekkert fyrir Jónínu að gefa öllum góða hressingu að afloknu verki. Þá gleymi ég ekki ferðunum niður á engjar eða í for- irnar, vel útilátið nestið hjá Jónínu og stundum rjúkandi kakó. Ógleymanlegt. Það virtist allt leika í höndunum á henni og vera henni svo auðvelt. Í veikindum Guðmundar gekk hún í öll verk og kláraði sig af því nokkuð örugg- lega. Þá hafði ég á orði við hana hvort þetta væri henni ekki erfitt, svaraði hún þá að bragði nei nei, þetta þarf að gera. Minningin um Jónínu er góð, hún var kjarnorku- kona sem skilaði sínu fullkomlega. Mig langar með þessum fátæk- legu orðum að þakka Jónínu fyrir allt sem hún gerði fyrir mig í þau fimm sumur sem ég dvaldi hjá þeim hjónum. Var mér góð leið- sögn og gott veganesti inn í lífið. Ég og fjölskylda mín vottum öll- um börnum, tengdabörnum og af- komendum öllum innilegrar sam- úðar og biðjum góðan Guð að varðveita minningu hennar. Björn Ingi Gíslason. Elsku besta amma, það er erfitt að kveðja þig á þessum skrítnu tímum en núna vitum við að þú ert á góðum stað, komin til afa upp í himnaríki. Amma var hjartahlý og bros- mild kona sem tók alltaf vel á móti okkur þegar maður kom í heim- sókn. Allar fallegu og dýrmætu minningarnar úr Sóltúninu fagra eru ómetanlegar en í Sóltúni var mikill gestagangur og amma tók alltaf vel á móti öllum með faðm- lagi og bros á vör. Oft þegar mað- ur kom í heimsókn voru heimsins bestu pönnukökur tilbúnar beint af pönnunni og aldrei fórum við svöng heim þar sem hún bauð allt- af upp á alls kyns kræsingar og lostæti. Eitt það dýrmætasta eru allar sögurnar sem hún sagði okkur um gömlu dagana og sögurnar frá Grænhól en hún hafði svo gaman af því að segja okkur þegar raf- magnið kom og þegar hún gekk sem lítil stelpa yfir Ölfusá á ís til Eyrarbakka. Eftir að afi dó hélt hún upp á jólin hjá fjórum börnunum sínum til skiptis ár hvert og alltaf var gaman þegar hún var hjá okkur. Amma var dugleg að prjóna vettlinga og sokka fyrir okkur fyr- ir veturinn. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku amma okkar, guð geymi þig um ókomna tíð. Þín barnabörn, Júlía Brá, Elvar Már, Matthías, Katla, Hjörtur, Almar og Auðunn. Jónína Guðmundsdóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA SIGURBJÖRNSDÓTTIR, fyrrv. leikskólastjóri, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki sunnudaginn 1. nóvember. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 20. nóvember klukkan 14. Vegna samkomutakmarkana verður athöfnin einungis fyrir nánustu aðstandendur. Útförinni verður streymt frá Facebook-síðu Sauðárkrókskirkju og á slóðinni https://youtu.be/MrZsrcaCVnQ Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási. Björn Sverrisson Sigurbjörn Björnsson Bára Jónsdóttir Sverrir Björn Björnsson Sonja Margrét Halldórsdóttir Pétur Ingi Björnsson Regína Jóna Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN ÞORVALDSSON frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 7. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 20. nóvember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir afhöfnina. Athöfninni verður streymt á: promynd.is/thorarinn Anna Kristín Elísdóttir Bergþór Þórarinsson Gunnar Þórarinsson Reynir Þórarinsson Ólöf Guðmundsdóttir Sigríður Gróa Þóarinsdóttir Axel Gunnarsson Oddur Valur Þórarinsson Sigubjörg Gróa Vilbergsdóttir og afabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURVIN GUÐBJARTSSON frá Bolungarvík, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði fimmtudaginn 12. nóvember. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 21. nóvember klukkan 11. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://www.youtube.com/watch?v=5Gu-XqoLRmM Þórey Kristín Guðbjartsdóttir Reynir Snæfeld Stefánsson Guðbjartur Guðbjartsson Sigurður Bjarki Guðbjartsson tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskulegur bróðir minn, TÓMAS ELLERT ÓSKARSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Mörkinni mánudaginn 16. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Þórir H. Óskarsson Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, STEINUNN INGIGERÐUR STEFÁNSDÓTTIR bókasafnsfræðingur, lést fimmtudaginn 12. nóvember á hjúkrunarheimilinu Mörkinni í faðmi fjölskyldunnar. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimer-samtökin. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 24. nóvember 2020 klukkan 15. Í ljósi aðstæðna eru einungis boðsgestir viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni: www.sonik.is/steinunn Sigurður Valtýsson Berglind Skúladóttir Sigurz Bryndís Kara Sigurðardóttir Stefán Ingi Sigurðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.