Morgunblaðið - 19.11.2020, Page 49

Morgunblaðið - 19.11.2020, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 49 Leitað er að öflugum leiðtoga í starf forstjóra Íslandspósts Forstjóri stýrir daglegum rekstri Íslandspósts, mótar stefnu í samstarfi við stjórn og ber ábyrgð á að ná settum markmiðum með því öfluga starfsfólki sem hjá fyrirtækinu starfar. Hann stuðlar að stöðugum umbótum og gegnir lykilhlutverki í aðlögun póstþjónustu að síbreytilegu rekstrarumhverfi. Forstjóri kemur fram fyrir hönd fyrirtækisins og ber ábyrgð á samskiptum við atvinnulífið og opinberar stofnanir eftir því sem við á, svo sem vegna mála er varða rekstur og stöðu fyrirtækisins og samskipti við hagsmunaðila hér heima sem erlendis. Fjölmörg tækifæri og áskoranir eru framundan hjá fyrirtækinu. Við leitum að öflugum leiðtoga sem býr yfir framsýni og krafti til að leiða Íslandspóst áfram inn í framtíðina. FORSTJÓRI ÍSLANDSPÓSTS Menntunar- og hæfnikröfur • Víðtæk reynsla af stjórnun og rekstri • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking eða reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður • Leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum • Færni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 1. desember nk. Íslandspóstur gegnir veigamiklu hlutverki í því að tengja fólk, fyrirtæki og samfélög með því að miðla mikilvægum upplýsingum, gögnum og vörum til allra landsmanna. Íslandspóstur starfar á grundvelli laga um póstþjónustu og er með starfsstöðvar víðsvegar um landið, auk þess að vera í traustri samvinnu við póstfyrirtæki um allan heim. Íslandspóstur er með jafnlaunavottun og eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um starfið. Atvinnuauglýsingar 569 1100 Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi hagvangur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.