Morgunblaðið - 19.11.2020, Side 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020
Þetta er efnismikið rit í stórubroti og einstaklega vel aðheiman búið af hálfu Sögu-félags; mynd á bókarspjaldi
upphleypt munstur úr Sjónabók
Ragnheiðar Jónsdóttur biskups-
maddömu frá 17. öld. Breiðar spássíur
eru fyrir minni myndir með meginmáli
en ritið er ríkulega myndskreytt og
prentað á vandaðan pappír; leturstærð
hagfelld augum. Ritinu er skipt í kafla
eftir tímabilum að frátöldum inngangi
og lokaorðum.
Milli kafla eru
fallega upp-
settar myndir
eða leiðbein-
ingar um til-
tekin fyrirbæri
heimilisiðnaðar
undir fyrir-
sögninni „Úr
handraðanum“.
Bókin er læsileg og ítarleg en það er
skoðun þess sem þetta skrifar að nafn-
laus ritrýni þar sem margir koma að
endanlegum texta dregur jafnan úr
stílþrifum og persónulegri framsetn-
ingu höfundar.
Hvað er heimilisiðnaður? Halldóra
Bjarnadóttir sem um áratugi var áber-
andi frumkvöðull á þessum vettvangi
skilgreinir hann: „[Það sem] lands-
menn vinna á hvaða tíma árs sem er til
eigin afnota, úr þeim efnum sem til
falla í landinu sjálfu. Í öðru lagi það
sem framleitt er til eigin afnota eða til
sölu, úr innlendu eða útlendu efni,
þann tíma ársins, sem ekki er annað
arðvænlegra að vinna“ (23). Þetta var
allt saman handverk þótt verk-
smiðjuframleiðsla styrkti framleiðsl-
una, einkum ullarvinnsla. Heimilis-
iðnaður er auk þess handverk sem
„byggist á gömlum rótum og gamalli
menningu“ (43).
Heimilisiðnaðarfélag
Íslands var stofnað 1913
og voru stofnendur 34,
að meirihluta karlmenn
og fyrsti forseti var
kjörinn Jón Þórarinsson
fræðslumálastjóri (49).
Félagið var afsprengi
breyttra samfélags-
hátta. Í gamla bænda-
samfélaginu var sjálfs-
þurftarbúskapur
markmiðið og hvert
heimili var einnig vinnu-
staður og átti að vera
sjálfu sér nægt í sem flestu. Ótal frá-
sagnir eru til um vinnuhörku, ekki síst
við tóskap á haustmánuðum. Gömul
vinnubrögð voru á hverfanda hveli í
kaupstöðunum, fólki fækkaði í sveitum
og 1930 voru þéttbýlisbúar orðnir fleiri
en bændur og búalið – þótt margir
bæjarmenn ættu raunar skepnur sér
til búdrýginda. Forkólfa heimilisiðn-
aðar dreymdi um að starfsemi þeirra
stuðlaði að félagslegum stöðugleika
um leið og menn hefðu hagrænan
ávinning af starfseminni (54); atvinnu-
leysi var landlægt víða um land yfir
vetrarmánuðina. Síðar voru stofnuð
heimilisiðnaðarfélög á Akureyri 1915,
ennfremur á Seyðisfirði, Norðfirði,
Ísafirði og Fáskrúðsfirði (75). Sam-
band félaganna var stofnað 1919 (74)
og frá 1928 hófst þátttaka í norrænu
samstarfi (126). Félagið hefur átt sam-
vinnu við byggðasöfnin sem risu hvert
af öðru eftir seinna stríð til að safna
munum sem notaðir voru við gamalt
verklag, við Þjóðminjasafnið, Árbæj-
arsafn, Þjóðdansafélag Reykjavíkur,
stofnað 1951, kvenfélög og húsmæðra-
skóla. Eftir seinna stríð má að sumu
leyti segja að tíðarandi hafi breyst til
óhagræðis fyrir félagið; hugtakið „ein-
nota“ festir rætur um 1965 (161). Frá
1952 hefur félagið notið fjárstyrks úr
ríkissjóði (169). Félagið festi kaup á
Laufásvegi 2 árið 1971 en seldi þá eign
2007 og keypti nýtt húsnæði við Net-
hyl 2E þar sem félagið er enn til húsa
og rekur skóla sinn.
Starfsemi heimilisiðnaðarfélagsins
var einkum ferns konar, að halda nám-
skeið til að kenna ákveðin vinnubrögð
eða til að fitja upp á nýjungum, að gefa
út alls konar fræðsluefni, að halda sýn-
ingar og taka þátt í starfi norrænu
systurfélaganna og frá 1951 til 98 að
reka verslun, Íslenskan heimilisiðnað.
Uppistaðan í versluninni
var löngum ullarvarn-
ingur, bæði handunninn
og verksmiðjufram-
leiddur. Um skeið voru
verslanir við Laufásveg
2 og í Hafnarstræti 1-3,
en búðinni við Lauf-
ásveg var lokað 1983. Þá
var farið að halla undan
fæti í búðarrekstrinum
(186). Saumanámskeið
voru mjög vinsæl, eink-
um á kreppuárunum og
fram að seinna stríði,
„hjálp til sjálfshjálpar“. Árið 1931 voru
fluttar inn rúmlega 600 saumavélar
(139) og þær urðu vinsælar á heimilum
landsins. Hin síðari ár hafa námskeið
um íslenska þjóðbúninginn verið eftir-
sóknarverð og eftir hrunið 2008 snar-
jókst þátttaka í hefðbundnum sauma-
námskeiðum. Félagar urðu líklega
flestir á níutíu ára afmæli félagsins eða
um 800 talsins (261).
Heimilisiðnaður í gamalli merkingu
orðsins hefur snarminnkað en starf-
semi reist á gömlum gildum og þjóð-
legum menningararfi fer nú fremur
fram á vinnustofum eða verkstæðum
nema prjónaskapur, ekki síst á lopa-
peisum. Hugtökin heimilisiðnaður,
listiðnaður og hönnun eru oft í sam-
floti.
Tímaritinu Hug og hendi var ýtt úr
vör 1966 og var eins konar flaggskip
félagsins með fjölbreyttu efni ár hvert
síðan að árinu 1998 frátöldu (239).
Ekki er samræmt í ritinu hvernig heiti
tímaritsins er fallbeygt, stundum er
bara fyrra nafnorðið og þágufallið
hendi sést ekki.
Hvaða áhrif hefur félagið svo haft?
Það hefur vissulega staðið vörð um
fornar hefðir í handverki, einkum
kvenna, og gefið út merkilegt fræðslu-
efni, bjargað verðmætum menningar-
minjum; ætli Íslenska sjónabók beri
þar ekki hæst. Listiðnaðarmenn hafa
sótt í smiðju Heimilisiðnaðarfélagsins
og öfugt. Líklega er borin meiri virð-
ing nú fyrir handverki en var við upp-
haf 21. aldar. Hitt er síðan harla ljóst
að heimilisiðnaður á undir högg að
sækja á hraðfleygri öld snjalltækja
þegar orð eins og ,spuni’ og ,vefur’
hafa allt aðra merkingu í huga ungs
fólks en forðum var. En á öld sjálf-
bærni ætti landið að rísa ef hugur
fylgir máli.
Sagnfræði
Handa á milli - Heimilisiðnaðarfélag
Íslands í hundrað ár bbbbn
Eftir Áslaugu Sverrisdóttur.
Sögufélag 2020. Innbundin, 303 bls;
samantekt á ensku, viðaukar, skrár um
heimildir, myndir, nöfn og efnisorð.
SÖLVI
SVEINSSON
BÆKUR
Að búa og hlúa að sínu
Áslaug Sverrisdóttir
Ævisaga Ellerts B.Schram er lipurlegaskrifuð og skemmti-leg aflestrar. Frá-
sögnin öll er skipuleg, textinn
efnisríkur og lesandinn verður
nánast ósjálfrátt förunautur sögu-
manns, sem átt hefur viðburðaríka
og skemmtilega
ævi. Æskudag-
arnir í Vesturbæ
voru skemmti-
legir og gáfu
tóninn fyrir
fjörugt framhald
með fótbolta í
aðahlutverki. Og
íþróttirnar móta
fólk og kenna
því margt, sbr.
orð Ellerts sem virðast vera eins-
konar leiðarstef fyrir lífið: „Við
lærum ekki bara að tapa og sigra
heldur líka góða framkomu og
virðingu fyrir öllum sem taka þátt,
inni á leikvellinum og í starfinu
öllu hver svo sem sigurinn hlýt-
ur.“
Um langa tíð hefur Ellert B.
Schram verið áberandi maður í ís-
lensku þjóðlífi, verið alþing-
ismaður, í forystustörfum í
íþróttahreyfingunni og ritstjóri á
DV. Frá mörgu á ferli sínum hef-
ur Ellert áður sagt, til dæmis í
viðtölum og blaðapistlum, svo fátt
í bókinni kemur endilega á óvart.
Áhugavert er að fræðast um al-
menna afstöðu Ellerts til manna
og málefna. Hann er kreddulaus
og fer jafnan þá leið sem heilbrigð
skynsemi býður. Hreinn og beinn
og stendur með sjálfum sér! Velur
frelsi í stað fjötra og talar máli
þeirra sem eiga undir högg að
sækja. Leitar að stystu leiðinni í
mark, án þess þó að gefa afslátt af
sannfæringu sinni. Nýtur þess að
eiga samskipti við allskonar fólk,
kynnast aðstæðum þess og lífi.
Gleði og lífsforvitni: þetta er
nokkuð sem skín alls staðar í gegn
í bókinni. Þar má líka finna fjölda
frásagna af eftirminnilegu fólki,
góðum tilsvörum og spaugilegum
atvikum; smámyndir sem gefa líf-
inu gildi.
Á síðari hluta ferils síns hafði
Ellert vistaskipti í stjórnmálum og
fór fram undir merkjum Samfylk-
ingar. Greinir í því sambandi frá
því að afstaða sín til málefna hafi
breyst og hann verið sannfærður
um að skipta yrði kökunni jafnar.
Slík hreinskilni er til eftirbreytni
og eins þegar Ellert greinir frá
ýmsu í sínu persónulega lífi, feil-
sporum og öðru sem betur hefði
mátt fara. Ellert er saga gæfu-
manns, góð bók og vel skrifuð!
Morgunblaðið/Ásdís
Sögumaður „Ævisaga Ellerts B. Schram er lipurlega skrifuð og skemmti-
leg aflestrar. Frásögnin öll er skipuleg, textinn efnisríkur og lesandinn
verður nánast ósjálfrátt förunautur sögumanns,“ skrifar rýnir.
Ævisaga
Ellert bbbmn
Eftir Ellert B. Schram.
Björn Jón Bragason skráði.
Skrudda 2020. Innb., 272 bls.
SIGURÐUR BOGI
SÆVARSSON
BÆKUR
Saga gæfumanns
Hljóðleikhús Þjóðleikhússins hefur
göngu sína í kvöld kl. 20 með flutn-
ingi á völdum brotum úr Skugga-
Sveini eftir Matthías Jochumsson í
leikstjórn Benedikts Erlingssonar.
Í kvöld og næstu fjóra fimmtudaga
verður boðið upp á útvarpsleikrit í
beinni frá Kristalsal Þjóðleikhúss-
ins. Um er að ræða menningar-
sögulega merk verk, bæði íslenska
klassík og eldri verk sem lítið eða
aldrei hafa verið leikin hérlendis.
Útsendingin verður á vef og
Facebook-síðu Þjóðleikhússins.
„Skugga-Sveinn eftir þjóðskáldið
Matthías Jochumsson var fyrst sett
á svið í Reykjavík árið 1862 og
varla hefur nokkurt íslenskt leikrit
verið leikið oftar hér á landi. Verk-
ið er alþýðlegur gamanleikur með
söngvum og efnið hjátrú, ótti við
hið ókunna, ást og hatur,“ segir í
tilkynningu. Þar kemur fram að að
Karl Olgeir Olgeirsson sjái um tón-
listarstjórn. Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir leikur titilhlutverkið, en eins
og fram kom í Morgunblaðinu um
helgina mun hún á næsta leikári
leika sama hlutverk í uppfærslu
Leikfélags Akureyrar í samstarfi
við Þjóðleikhúsið sem Marta Nordal
leikstýrir. Meðal annarra leikara í
flutningi kvöldsins eru Hilmir Snær
Guðnason sem túlkar Grasa-Guddu,
Örn Árnason sem leikur Jón sterka
og Ketil skræk og Hildur Vala
Baldursdóttir sem leikur Ástu en
leikstjórinn verður sögumaður.
Valin brot úr Skugga-Sveini flutt í beinni
útsendingu frá Kristalsal Þjóðleikhússins
Morgunblaðið/Golli
Sveinn Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur
Skugga-Svein í beinni í kvöld kl. 20.