Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 Löngum hafa verið áhöld umfjölda jólasveinanna. Elstu heimildir geta ekkert um fjölda, svo eru þekktar gamlar vísur, segja þá „einn og átta“ eða vísa til hins sama með því nefna að „níu dög- um fyrir jól“ þá komi þeir til manna.    JólasveinavísurJóhannesar úr Kötlum frá árinu 1932 hafa hins vegar orðið til þess að við göngum út frá því að þeir séu þrettán, enda fá börnin í skóinn í þrettán daga fyrir jól, sem er óræk sönnun þess.    Svo eru þeir til sem halda þvífram að jólasveinarnir séu 63 og er það ekki endilega gert af al- góðum hug í garð þeirra sem talan vísar til.    Hér áður fyrr voru jólasveinarprakkarar og jafnvel fól sem tóku ófrjálsri hendi það sem þeir komust yfir. Í seinni tíð hafa þeir sem betur fer tekið sig á og færa nú börnum gjafir en hrekkja þau ekki.    Þessir 63 eru líka stundum gjaf-mildir og jafnvel umfram það sem góðu hófi gegnir. Og þeir hafa líka með tímanum þróast æ meira í þá átt, þó að þeir hafi að vísu ekki byrjað sem hrekkjalómar eins og hinir sem koma úr fjöllunum.    Vandinn er þó sá að gjafmildiþessara 63 er aðeins önnur hlið peningsins. Hin hliðin minnir meira á jólasveinana áður en þeir tóku framförum, því að ólíkt jóla- sveinum nútímans þurfa þessir 63 að sækja gjafirnar óháð vilja þeirra sem í raun gefa. Þess vegna verða þeir, ólíkt alvörujólasvein- unum, að gæta mjög hófs í gjaf- mildinni. Ólíkar gjafir jólasveinanna STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Umferðin fer vaxandi á götum höfuðborgarsvæð- isins þegar nær dregur jólum. Samkvæmt reglu- legum mælingum á lykilmælisniðum Vegagerðar- innar jókst umferðin nokkuð í seinustu viku frá vikunni þar á undan eða um átta prósent á milli vikna. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er þó engu að síður mun minni en hún var á sama tíma fyrir ári og er samdrátturinn í seinustu viku samanborið við sömu viku í fyrra rúmlega ellefu prósent. Bent er þó á í umfjöllun Vegagerðarinnar að í þessari sömu viku í fyrra jókst umferðin mikið. Veðurfar hafi þó alla jafna nokkur áhrif á þessum árstíma sem geri samanburð erfiðan. Sjötta vikan í röð þar sem umferðin eykst „Þegar aftur er horft til síðasta árs er þetta er heldur meiri samdráttur en varð í síðustu viku, en þegar horft er til umferðarinnar innan ársins er tilhneigingin klárlega sú að umferð er að aukast jafnt og þétt og er þetta sjötta vikan í röð þar sem umferð eykst á milli vikna,“ segir þar ennfremur. Umferðin að aukast jafnt og þétt  Helstu umferðarmælar Vegagerðarinnar sýndu 8% aukningu í síðustu viku Morgunblaðið/Sigurður Bogi Á ferðinni Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst nokkuð í síðustu viku, enda jólin að bresta á. Hæstiréttur hefur dæmt að bændum á upprekstrarsvæði Þverárréttar sé heimilt að nýta þann hluta afréttar sem telst nú eign bæjarins Króks í Norðurárdal í Borgarfirði. Í dómn- um felst einnig að bændum er heim- ilt að safna fé af afréttinum og reka til réttar um land Króks. Sneri Hæstiréttur við dómi Landsréttar. Ágreiningur hefur staðið um málið í allmörg ár. Upprekstrarfélag Þver- árréttar keypti land framan afrétt- argirðingar árið 1924 af þáverandi eiganda Króks en samningum var ekki þinglýst og hefur Hæstiréttur í fyrri dómi komist að þeirri niður- stöðu að eignarhald félagsins hafi fallið niður um miðja síðustu öld. Núverandi eigandi jarðarinnar stundar skógrækt á jörðinni og vegna ágangs sauðfjár gerði hann ágreining um ýmis mál við Borgar- byggð sem tók við réttindum upp- rekstrarfélagsins. Borgarbyggð fór í mál og krafðist þess að réttur bænda til beitarafnota af umþrættu landi verði viðurkenndur. Jarðareigand- inn höfðaði gagnsök í málinu og krafðist þess að bændum væri óheimilt að safna fé sem rennur af fjalli að hausti á land Króks og reka það til réttar um land jarðarinnar. Héraðsdómur dæmdi Borgar- byggð í vil en Landsréttur sneri þeim dómi. Nú hefur Hæstiréttur komist að svipaðri niðurstöðu og héraðsdómur. Telur Hæstiréttur sýnt fram á að fjárbændur hafi nýtt landið til beitarafnota fyrir fjölda fjár í að minnsta kosti tæpa öld í góðri trú um heimild til þess. Hafi sú nýting átt sér stað allt til dagsins í dag og hefði hefðartíminn þannig löngu verið fullnaðar þegar núver- andi eigandi jarðarinnar hóf að ve- fengja rétt Borgarbyggðar til ítaks- ins. helgi@mbl.is Halda beitarrétti vegna hefðar  Deilt um afrétt á Holtavörðuheiði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Göngur Bændur mega áfram reka fé til réttar um land Króks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.