Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 hér saman. Ég viðurkenni að ég væri ekki eins hamingjusöm og slök ef fjöldinn hefði bara mátt vera 10 í heildina yfir jólin. Við hefðum þá þurft að skipta okkur upp á aðfangadag. Við erum vel meðvituð um aðstæðurnar og það sem er í húfi fyrir okkur og aðra. Þannig að við reynum bara að sýna aðgát og vera skynsöm. Ekk- ert okkar vill smitast, smita aðra eða þykir sóttkví heillandi, svo við gerum okkar besta til að halda daglegu lífi að mestu óbreyttu,“ segir Sigrún. Hún segir undirbúning jólanna hafa gengið vel. Til að takmarka ferðir út í búð voru allar jólagjafir flytja inn rétt fyrir jólin 2018. Sig- rún átti þá eina önn eftir í mast- ersnámi sínu í sálfræði og keyrði nær daglega yfir Hellisheiðina þann veturinn. Ekkert okkar vill smitast Elsta dóttir Sigrúnar býr nokkrum götum frá á Selfossi og ein stjúpdóttir hennar líka. Á heimili Sigrúnar eru að jafn- aði 9-14 manns undir sama þaki. Frá því að faraldurinn skall á seg- ist hún hafa verið í því að reikna fram og til baka leyfilegan fjölda í samkomutakmörkunum. „Ég er mjög þakklát fyrir klausuna sem leyfði okkur að vera Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Jólin verða með öðruvísi brag en við eigum að venjast og ekki þarf að fjölyrða um ástæðu þess. Sótt- varnayfirvöld beindu því til al- mennings að búa til sína „jóla- kúlu“, að halda ekki fjölmennari jólaboð en fyrir 10 manns. Fyrir margar fjölskyldur verður þetta dálítið flókið og ein þeirra býr á Selfossi. Sigrún Elísabeth Arnardóttir sálfræðingur á 10 börn á aldrinum 5 til 24 ára, 3 stjúpbörn, 5 tengdabörn, 6 barna- börn og 2 fósturbörn, alls 27 manns í nánustu fjölskyldu. Eru þá afar og ömmur og frændur og frænkur ekki talin með. Ekkert boð milli jóla og nýárs Sigrún segist þó prísa sig sæla með að þríeykið ákvað að börn fædd 2005 og síðar teldust ekki með í fjöldatakmörkuninni. Elstu börnin eru flutt að heiman og í dag, aðfangadag, ná þau að vera níu saman, eldri en 15 ára, og átta börn. „Við höfum alltaf verið saman á aðfangadag og náum einnig að vera saman núna þessi jól. Við er- um því bara glöð og þakklát yfir að fá að njóta jólanna saman,“ segir Sigrún. Hins vegar nær ekki öll stór- fjölskyldan að hittast í jólaboði á milli jóla og nýárs, líkt og hefð er fyrir á mörgum heimilum. Í því boði hefðu verið minnst 27 manns. „Við verðum bara að fresta boð- inu fram í janúar eða fram að næstu fjöldatilslökun. Við munum þá vonandi geta slegið upp einni veglegri fjölskylduveislu þar sem 10 fjölskyldumeðlimir okkar eiga afmæli í janúar og febrúar. Því verða næg tilefni til að fagna,“ segir hún. Sigrún bjó ásamt fjölskyldu sinni lengst af á bænum Eyjanesi í Hrútafirði. Fyrir tveimur árum flutti hún til Selfoss og keypti þar gistiheimili undir allan hópinn. Gera þurfti smávægilegar breyt- ingar á húsnæðinu og náðist að keyptar á netinu og sendar heim, að undanskilinni einni gjöf. Talað hefur verið um hugguleg náttfata- jól í þetta árið, og það á svo sann- arlega við á heimili Sigrúnar. „Við fórum að ræða það í gamni við eldhúsborðið hvort fjölskyldan ætti nú ekki að verða sér úti um eins jólanáttföt. Áður en við viss- um af vorum við farin að leita að vefverslun sem ætti eins náttföt í öllum stærðum á okkur. Óvart varð jólanáttfatabrandarinn að veruleika,“ segir Sigrún að end- ingu og hlær, en eins og meðfylgj- andi myndir bera með sér tekur fjölskyldan sig mjög vel út í nátt- fötunum góðu. Jólakúlan reiknuð fram og til baka  Nánasta fjölskylda Sigrúnar Arnardóttur er 27 manns  Jólaboðinu frestað fram á nýtt ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólakúlan Sigrún Arnardóttir, efst til vinstri, ásamt hluta af fjölskyldunni, öll komin í jólanáttfötin. Á gólfinu fremst sitja Máney Birta og Fanney Sandra með Myrru Venus og Líam Myrkva í fanginu. Fremst á sófanum sitja Sóley Mist og Jasmín Jökulrós. Fyrir aftan þær eru bræðurnir Skjöldur Jökull, Bæron Skuggi, Frosti Sólon og Eldon Dýri. Aftast með Sigrúnu eru Perla Ruth, sem á von á sér í vor, og Helga Sóley. Þrír tengdasynir voru fjarverandi en þeir fengu líka eins jólanáttföt og allir hinir. Fjölskyldan nær að fagna jólunum saman í dag en jólaboð stórfjölskyldunnar verður að bíða til nýs árs. Móðir Sigrún við vegglistaverk eft- ir Helmu Þorsteinsdóttur, með nöfnum allra 10 barna hennar. Ingvar Þóroddsson, BS-nemi á þriðja ári í rafmagns- og tölvuverk- fræði við rafmagns- og tölvuverk- fræðideild Háskóla Íslands (HÍ), hlaut nýverið styrk úr Minningar- sjóði Þorvalds Finnbogasonar stúd- ents. Frú Vigdís Finnbogadóttir, systir Þorvalds, afhenti styrkinn í aðalbyggingu HÍ. Sjóðurinn styrkir árlega efnilega nema í verkfræði við HÍ til fram- haldsnáms í verkfræði. Sá sem er með hæstu meðaleinkunn eftir ann- að ár í grunnnámi hlýtur styrkinn hverju sinni. Ingvar lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 2018 og hlaut m.a. mennta- verðlaun HÍ fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi og eftir- tektarverðan árangur í listum og félagsstörfum. Hann hóf nám við HÍ sama ár. Ingvar hefur tekið þátt í félagsstarfi skólans og situr í ný- sköpunar- og frumkvöðlanefnd Stúdentaráðs HÍ. Minningarsjóðurinn var stofn- aður á 21 árs afmæli Þorvalds þann 21. desember 1952. gudni@mbl.is Hlaut styrk til fram- haldsnáms í verkfræði F.v.: Jón Atli Benediktsson, Magnús Örn Úlfarsson, Ingvar Þóroddsson, Sig- urður Magnús Garðarsson, Ástríður Magnúsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.