Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Reglulega er kannaðhvernig guðsóttiþróast á landinu og í sambærilegum löndum. Kirkjurækni er mæld, fylgni ungdóms við fermingar, hjú- skapur með kristilegu ívafi eða með atbeina yfirvalda. Og svo er „úrtak“ spurt og niður- stöður bornar við eldri athug- anir. Heldur virðist fækka í hópnum hér sem fylgir þeim sið sem friðsamleg sátt varð um á Þingvöllum fyrir þúsund árum að gilda skyldi. Á miðju því tímabili sem síðan er liðið ýtti þróun á meginlandinu undir aðra skipan á kristni- haldi. Það má merkilegt heita að átök hafi verið meiri við þau skil, þegar tvær kristnar kirkjudeildir tókust á en þegar heiðnir virtust ætla að verja sinn sið fyrir kristnum. Og það sýnir lifandi áhuga að önnum kafinn seðlabankastjóri setur á bók eftirtektarverða hlið at- burða og aðalleikara fyrir nærri 500 árum. Trúarþörf mannsins er enn rík, þótt hávaðinn sé annar. Á þessum þúsund árum og öðr- um ámóta tíma frá fæðingu Krists, hafa ótal svör fengist við leit mannsins að hinstu rökum tilverunnar. En í kjöl- far óteljandi dýrmætra svara sem vantaði, vakna enn fleiri. En að auki hafa alla tíð blasað við svör, tær og lýsandi sem fræ efasemdanna hafa ekki náð að festa rót í. Jólin hafa frá þeirra fyrstu tíð sótt vissu um inntak sitt og tilgang þangað. En seinustu ár og jafnvel mannsaldra hefur þróast góð sátt á Vesturlöndum og víðar í hinum kristna heimshluta að þjóðir geti átt samleið við að fagna eða njóta jóla. Hver og einn finnur leið til að ýta undir helgi þeirra og boðskap án yfirgangs meirihluta við hina eða eftir atvikum stífni eða óþarfa ögrun. Því hefur verið haldið fram, þó meira í gamni en alvöru, að leiti menn senni- legs úrtaks venjulegra borg- ara, sem skilað gæti óvæntri en á þeirri stundu ótvíræðri niðurstöðu væri þetta tilvalið: „Úrtakið er statt í þrjátíu þús- und feta hæð. Skyndilega tek- ur vélin, með nærri 300 far- þega innanborðs, að hristast ógurlega og þjóta frá hlið til hliðar og upp og niður. Könnun sem gerð væri á því augnabliki myndi sýna að trúfesti við al- mættið væri í toppi skalans.“ Það er vitað að ólíkir atburð- ir hafa áhrif á fólk, til góðs eða ills, vissu eða efasemda. Á veirutíð, sem staðið hefur lengi, þvert á væntingar, hefur mikið gengið á í tilfinningalífi fólks. Þegar horft er eina öld um öxl sést keimlíkur óboðinn gestur gera sig heimakominn og sýnir ekki fararsnið. Þá var Kötlugos, frostavetur og spánska veikin. Óvinnandi fylking. Hvaða úrræði boðuðu vísindamenn þá? Ekki gátu þeir skorað á menn að þvo hendur í heitu vatni með ótelj- andi sáputegundum. Ekki var tækt að fjölfalda andlitsgrímur til að hægja á smiti. Læknar mæltu með því fólk gætti þess að verða ekki kalt. En hvern- ig? Þetta var yfirgengileg kuldatíð. Húsin voru fæst fall- in til að tryggja hita. Ein- angrun þeirra lítil sem engin. Rennandi vatn inn í hús var nýjung sem var skammt á veg komin. Aðrir heilbrigðisþættir á heimilum voru ólíkir því sem nú þykir sjálfsagt. Sjúkrarými voru fá, aðbúnaður og meðul takmörkuð og flest heimilin við auman kost þegar hundruð og þúsundir voru bundnir við rúm eða á leið í gröfina, sem var enn einn vandinn. Miðað við íbúafjölda þá og nú má telja dánartölur í þúsundum og unga fólkið stóð síst betur að vígi. Jafnvel óvenjulegustu hetjur þurftu að gefast upp fyrir ofurefli og ógnum. Spurningin um hvers vegna Guð hefði yfirgefið börnin sín hlýtur að hafa verið nærri víða. En jafnvíst er að margur hefur sett traust sitt þangað og með því gefið voninni færi og styrkt baráttuþrekið. Við verstu að- stæður í lok blóðugrar heims- styrjaldar hafði verið kosið um fullveldi hinnar fámennu og fá- tæku þjóðar. Það þurfti kjark þá til að leggja á djúpið. En 91% þjóðarinnar sagði já við stóru spurningunni. Gísli Jónsson menntaskólakennari sagði í Lýðveldiskverinu: „Tæpri viku fyrir kosning- arnar ræddi sr. Haraldur Níelsson opinskátt um þær af prédikunarstóli. Texti hans var Lúkas 12, vers 32: „Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknast að gefa yður ríkið.““ Og Gísli rifj- ar upp: „Í Dómkirkjunni steig Jón Helgason biskup í stólinn. Hann minntist þeirra manna sem lifðu, vöktu, störfuðu og börðust. Og ekki gleymdi hann hinum látnu né þeim kynstrum sem skömmu áður höfðu yfir dunið. Þótti við hæfi, er hann fór með dýrkveðið bænavers föður síns, Helga Hálfdan- arsonar: Nauðabárum bæg þú, herra, burtu fári skæðu hrind, harmatárin heitu þerra, hjartasárin mæddra bind. Drottinn hár, á hverri tíð hagstæð árin gefðu lýð; banaljár er beittur slær oss, bættu þrár og himni fær oss. Við eigum þúsund sinnum öflugri viðspyrnu nú.“ Gleðileg jól. Gleðileg jól STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Skemmtun Krakkarnir á leikskólanum Rofaborg fengu skemmtilega heimsókn á aðventunni. Út af svolitlu urðu jólasveinar Morgunblaðið/Eggert Brosið Krakkarnir á leikskólanum Furuskógum í Fossvogsdal brugðu á leik daginn sem litlu jólin voru haldin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjóðminjasafnið Gömlu jólasveinarnir mættu á safnið og nokkrir krakkar fengu að horfa á. Söng þeirra var svo streymt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.