Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Lokað 24.-27. des. Opnum aftur 28.des. www.spennandi-fashion.is Gleðileg jo´l kaeru viðskiptavinir Hafið það notalegt yfir ha´ti´ðirnar! Söfnum í neyðarmatarsjóð til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn Guð blessi ykkur öll Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hlutfall rjúpnaunga var mjög lágt í afla rjúpnaskyttna í haust, sam- kvæmt greiningu á vængjum af veiddum rjúpum. „Þetta endur- speglar líklegast lélega viðkomu rjúpunnar í sumar frekar en mikil og hröð afföll ungfugla nú í haust,“ segir dr. Ólafur Karl Nielsen, vist- fræðingur og rjúpnasérfræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands, í bréfi til rjúpnavina. Þar gerði hann grein fyrir stöðu aldursgreininga þann 22. desember sl. Þá hafði hann fengið 1.409 rjúpnavængi til greiningar frá veiði- tímanum 2020. Hann gerði ráð fyrir að fá um 1.000 vængi til viðbótar. Marktæk sýni voru komin fyrir Norðausturland og Austurland. Af meðfylgjandi töflu sést að ungahlut- fallið er lægst á Vestfjörðum þar sem það var 2,2 ungar á kvenfugl en hæst á Vesturlandi, Norðaust- urlandi og Suðurlandi þar sem það var 3,6 ungar á kvenfugl. Meðaltalið yfir landið var 3,2 ungar á kvenfugl. Samanburður við hlutfall unga í veiði á árunum 1995-2019 sýnir að ungahlutfallið árið 2020 er með því daprasta sem sést hefur síðustu 26 árin. Ólafur hvetur veiðimenn sem eiga eftir að skila öðrum væng af veidd- um rjúpum að senda vængina til Náttúrufræðistofnunar Íslands. Nafn veiðimanns og hvernig er hægt að hafa samband við hann þarf að fylgja með auk upplýsinga um í hvaða landshluta rjúpurnar voru veiddar. Hægt er að skila vængjum til NÍ í Urriðaholti í Garðabæ eða í Borgum við Norð- urslóð á Akureyri. Eins er hægt að senda vængina í böggli til NÍ þann- ig að viðtakandi greiði sendingar- kostnað. Heimild: Náttúrufræðistofnun Íslands Ungahlutfall í rjúpnaveiði 2020 Staðan 22. desember Landshluti Fullorðnir Ungfuglar Samtals % ung- fuglar Ungar á kvenfugl Vesturland 69 125 194 64% 3,6 Vestfi rðir 26 28 54 52% 2,2 Norðvesturland 63 82 145 57% 2,6 Norðausturland 177 321 498 64% 3,6 Austurland 166 237 403 59% 2,9 Suðurland 41 74 115 64% 3,6 Samtals 542 867 1.409 62% 3,2 Vísbending um lélega afkomu rjúpunnar  Mjög lágt hlutfall unga var í rjúpnaveiði í haust Starfsmönnum Hölds – Bílaleigu Ak- ureyrar hefur fækkað um 60 frá síð- ustu áramótum. Þetta segir Stein- grímur Birgisson, forstjóri fyrir- tækisins, í samtali við Morgunblaðið. Segir hann að faraldri kór- ónuveiru sé þar um að kenna en tekjufall bílaleig- unnar er talið vera í kringum 35% á þessu ári. Höggið er þó ekki nægilega mikið til að hægt sé að nýta styrki stjórnvalda. „Við höfum ekki getað nýtt neina leið frá því í vor, hvorki uppsagnarstyrki né hlutabóta- leið. Tekjufallið okkar er ekki nægi- lega mikið þótt það sé um 1,8 millj- arðar, en „aðeins“ 32% þannig að við lendum í raun milli skips og bryggju,“ segir Steingrímur og bætir við að höggið hafi verið mest í útleigu bif- reiða. „Það er fyrst og fremst bíla- leigan sem hefur hrunið en við erum sömuleiðis með bílasölu, dekkjaverk- stæði, útleigu á fasteignum og bíla- verkstæði. Þetta hefur áhrif á allt en hvergi eins mikið og í ferðaþjónust- unni,“ segir Steingrímur. Til að bregðast við ástandinu var farið í hagræðingaraðgerðir. Þannig hefur starfsmönnum fækkað úr 250 um síðustu áramót í 190 í dag. „Okkur hefur fækkað um 60 frá síðustu áramótum. Mest munar um fækkun á Reykjanesi og í Reykjavík þar sem höggið er mest þótt það sé auðvitað eitthvað um allt land. Auk þess höfum við hagrætt í öllum horn- um, lækkað laun og selt eignir til að fara í gegnum þennan pakka með okkar frábæra starfsfólki.“ Aðspurður segist hann hæfilega bjartsýnn fyrir næsta ár. „Maður er alveg þokkalega bjartsýnn á að hægt verði að opna landið þegar líður á vor- ið. Það verða þó engin læti í sumar, það er alveg ljóst. Miðað við fregnir af bóluefni mun þetta dragast eitt- hvað fram eftir ári,“ segir Stein- grímur sem kveðst eiga von á því að það taki nokkur ár að byggja ferða- þjónustuna upp að nýju. Þá megi gera ráð fyrir því að hún muni ekki ná fyrri hæðum fyrr en árið 2024. aronthordur@mbl.is Hafa sagt upp 60 manns á einu ári  Mikil hagræðing vegna tekjufalls Steingrímur Birgisson Tímaritið Faxi, sem málfunda- félagið Faxi gefur út, fagnaði 80 ára afmæli 21. desember sl. Tíma- ritið á óslitna útgáfusögu og hafa útgefendur frá upphafi fylgt stefnu sem sett var fram á fyrstu forsíðu blaðsins um að leggja áherslu á menningar- og framfaramál á Suð- urnesjum, segir í tilkynningu. Málfundafélagið Faxi var stofn- að af valinkunnum Keflvíkingum 10. október 1939, aðeins tæpum mánuði eftir byrjun seinni heims- styrjaldarinnar. Þegar á fyrsta starfsári vaknaði áhugi Faxafélaga á því að efna til blaðaútgáfu til að skapa vettvang fyrir skrif og um- ræður. „Þau 541 tölublöð sem gefin hafa verið út af Faxa eru ein haldbær- asta sögulega heimildin um Suð- urnesin síðustu 80 árin og má finna þau á stafrænu formi á timarit.is. Þannig hefur Suðurnesjamönnum, og þeim sem vilja fræðast um Suð- urnesin, verið tryggt aðgengi að þessum heimildum,“ segir m.a. í tilkynningu frá málfundafélaginu. Faxi Haraldur Helgason, formaður Faxa, tekur við nýjasta Faxa frá Svan- hildi Eiríksdóttur ritstjóra og Eysteini Eyjólfssyni, formanni blaðstjórnar. 80 ára útgáfa mál- fundafélagsins Faxa Nánast allar kirkjur landsins bjóða upp á einhvers konar streymisþjón- ustu yfir hátíðarnar, að sögn Péturs G. Markan, samskiptastjóra Bisk- upsstofu. Hann mælir með því að fólk leiti sína hverfiskirkju uppi á Facebook þar sem flestar sóknir bjóða upp á streymisþjónustu þar, sama hvort um ræðir aftansöng, bænastund eða söngstund. Streymt verður frá helgistundum á vef Morgunblaðsins, mbl.is, í kvöld. „Það stórkostlega við þennan Covid-tíma er að kirkjan hefur tekið alveg ótrúlegt stökk í að tæknivæða sig,“ segir Pétur. „Við hvetjum fólk til að leita uppi sína hverfissókn,“ bætir hann við. Þá verður helgistund með biskupi Íslands sjónvarpað klukkan hálfníu í kvöld á RÚV. Einnig verður hátíð- armessu með biskupi sjónvarpað klukkan ellefu á jóladag, einnig á RÚV. „Kirkjan hefur aldrei verið jafn virk í fjarþjónustu,“ segir Pétur. Hann telur að fjarþjónustan sé komin til að vera þótt að sjálfsögðu muni starfsfólk þjóðkirkjunnar taka vel á móti fólki í kirkjum landsins þegar faraldrinum lýkur. Í kvöld klukkan sex verður messu frá Dómkirkjunni útvarpað hjá Rík- isútvarpinu eins og vant er. Flestar kirkjur í streymi Morgunblaðið/Eggert Dómkirkja Eins og venjulega verð- ur messu Dómkirkjunnar útvarpað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.