Morgunblaðið - 24.12.2020, Side 11

Morgunblaðið - 24.12.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Lokað 24.-27. des. Opnum aftur 28.des. www.spennandi-fashion.is Gleðileg jo´l kaeru viðskiptavinir Hafið það notalegt yfir ha´ti´ðirnar! Söfnum í neyðarmatarsjóð til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn Guð blessi ykkur öll Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hlutfall rjúpnaunga var mjög lágt í afla rjúpnaskyttna í haust, sam- kvæmt greiningu á vængjum af veiddum rjúpum. „Þetta endur- speglar líklegast lélega viðkomu rjúpunnar í sumar frekar en mikil og hröð afföll ungfugla nú í haust,“ segir dr. Ólafur Karl Nielsen, vist- fræðingur og rjúpnasérfræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands, í bréfi til rjúpnavina. Þar gerði hann grein fyrir stöðu aldursgreininga þann 22. desember sl. Þá hafði hann fengið 1.409 rjúpnavængi til greiningar frá veiði- tímanum 2020. Hann gerði ráð fyrir að fá um 1.000 vængi til viðbótar. Marktæk sýni voru komin fyrir Norðausturland og Austurland. Af meðfylgjandi töflu sést að ungahlut- fallið er lægst á Vestfjörðum þar sem það var 2,2 ungar á kvenfugl en hæst á Vesturlandi, Norðaust- urlandi og Suðurlandi þar sem það var 3,6 ungar á kvenfugl. Meðaltalið yfir landið var 3,2 ungar á kvenfugl. Samanburður við hlutfall unga í veiði á árunum 1995-2019 sýnir að ungahlutfallið árið 2020 er með því daprasta sem sést hefur síðustu 26 árin. Ólafur hvetur veiðimenn sem eiga eftir að skila öðrum væng af veidd- um rjúpum að senda vængina til Náttúrufræðistofnunar Íslands. Nafn veiðimanns og hvernig er hægt að hafa samband við hann þarf að fylgja með auk upplýsinga um í hvaða landshluta rjúpurnar voru veiddar. Hægt er að skila vængjum til NÍ í Urriðaholti í Garðabæ eða í Borgum við Norð- urslóð á Akureyri. Eins er hægt að senda vængina í böggli til NÍ þann- ig að viðtakandi greiði sendingar- kostnað. Heimild: Náttúrufræðistofnun Íslands Ungahlutfall í rjúpnaveiði 2020 Staðan 22. desember Landshluti Fullorðnir Ungfuglar Samtals % ung- fuglar Ungar á kvenfugl Vesturland 69 125 194 64% 3,6 Vestfi rðir 26 28 54 52% 2,2 Norðvesturland 63 82 145 57% 2,6 Norðausturland 177 321 498 64% 3,6 Austurland 166 237 403 59% 2,9 Suðurland 41 74 115 64% 3,6 Samtals 542 867 1.409 62% 3,2 Vísbending um lélega afkomu rjúpunnar  Mjög lágt hlutfall unga var í rjúpnaveiði í haust Starfsmönnum Hölds – Bílaleigu Ak- ureyrar hefur fækkað um 60 frá síð- ustu áramótum. Þetta segir Stein- grímur Birgisson, forstjóri fyrir- tækisins, í samtali við Morgunblaðið. Segir hann að faraldri kór- ónuveiru sé þar um að kenna en tekjufall bílaleig- unnar er talið vera í kringum 35% á þessu ári. Höggið er þó ekki nægilega mikið til að hægt sé að nýta styrki stjórnvalda. „Við höfum ekki getað nýtt neina leið frá því í vor, hvorki uppsagnarstyrki né hlutabóta- leið. Tekjufallið okkar er ekki nægi- lega mikið þótt það sé um 1,8 millj- arðar, en „aðeins“ 32% þannig að við lendum í raun milli skips og bryggju,“ segir Steingrímur og bætir við að höggið hafi verið mest í útleigu bif- reiða. „Það er fyrst og fremst bíla- leigan sem hefur hrunið en við erum sömuleiðis með bílasölu, dekkjaverk- stæði, útleigu á fasteignum og bíla- verkstæði. Þetta hefur áhrif á allt en hvergi eins mikið og í ferðaþjónust- unni,“ segir Steingrímur. Til að bregðast við ástandinu var farið í hagræðingaraðgerðir. Þannig hefur starfsmönnum fækkað úr 250 um síðustu áramót í 190 í dag. „Okkur hefur fækkað um 60 frá síðustu áramótum. Mest munar um fækkun á Reykjanesi og í Reykjavík þar sem höggið er mest þótt það sé auðvitað eitthvað um allt land. Auk þess höfum við hagrætt í öllum horn- um, lækkað laun og selt eignir til að fara í gegnum þennan pakka með okkar frábæra starfsfólki.“ Aðspurður segist hann hæfilega bjartsýnn fyrir næsta ár. „Maður er alveg þokkalega bjartsýnn á að hægt verði að opna landið þegar líður á vor- ið. Það verða þó engin læti í sumar, það er alveg ljóst. Miðað við fregnir af bóluefni mun þetta dragast eitt- hvað fram eftir ári,“ segir Stein- grímur sem kveðst eiga von á því að það taki nokkur ár að byggja ferða- þjónustuna upp að nýju. Þá megi gera ráð fyrir því að hún muni ekki ná fyrri hæðum fyrr en árið 2024. aronthordur@mbl.is Hafa sagt upp 60 manns á einu ári  Mikil hagræðing vegna tekjufalls Steingrímur Birgisson Tímaritið Faxi, sem málfunda- félagið Faxi gefur út, fagnaði 80 ára afmæli 21. desember sl. Tíma- ritið á óslitna útgáfusögu og hafa útgefendur frá upphafi fylgt stefnu sem sett var fram á fyrstu forsíðu blaðsins um að leggja áherslu á menningar- og framfaramál á Suð- urnesjum, segir í tilkynningu. Málfundafélagið Faxi var stofn- að af valinkunnum Keflvíkingum 10. október 1939, aðeins tæpum mánuði eftir byrjun seinni heims- styrjaldarinnar. Þegar á fyrsta starfsári vaknaði áhugi Faxafélaga á því að efna til blaðaútgáfu til að skapa vettvang fyrir skrif og um- ræður. „Þau 541 tölublöð sem gefin hafa verið út af Faxa eru ein haldbær- asta sögulega heimildin um Suð- urnesin síðustu 80 árin og má finna þau á stafrænu formi á timarit.is. Þannig hefur Suðurnesjamönnum, og þeim sem vilja fræðast um Suð- urnesin, verið tryggt aðgengi að þessum heimildum,“ segir m.a. í tilkynningu frá málfundafélaginu. Faxi Haraldur Helgason, formaður Faxa, tekur við nýjasta Faxa frá Svan- hildi Eiríksdóttur ritstjóra og Eysteini Eyjólfssyni, formanni blaðstjórnar. 80 ára útgáfa mál- fundafélagsins Faxa Nánast allar kirkjur landsins bjóða upp á einhvers konar streymisþjón- ustu yfir hátíðarnar, að sögn Péturs G. Markan, samskiptastjóra Bisk- upsstofu. Hann mælir með því að fólk leiti sína hverfiskirkju uppi á Facebook þar sem flestar sóknir bjóða upp á streymisþjónustu þar, sama hvort um ræðir aftansöng, bænastund eða söngstund. Streymt verður frá helgistundum á vef Morgunblaðsins, mbl.is, í kvöld. „Það stórkostlega við þennan Covid-tíma er að kirkjan hefur tekið alveg ótrúlegt stökk í að tæknivæða sig,“ segir Pétur. „Við hvetjum fólk til að leita uppi sína hverfissókn,“ bætir hann við. Þá verður helgistund með biskupi Íslands sjónvarpað klukkan hálfníu í kvöld á RÚV. Einnig verður hátíð- armessu með biskupi sjónvarpað klukkan ellefu á jóladag, einnig á RÚV. „Kirkjan hefur aldrei verið jafn virk í fjarþjónustu,“ segir Pétur. Hann telur að fjarþjónustan sé komin til að vera þótt að sjálfsögðu muni starfsfólk þjóðkirkjunnar taka vel á móti fólki í kirkjum landsins þegar faraldrinum lýkur. Í kvöld klukkan sex verður messu frá Dómkirkjunni útvarpað hjá Rík- isútvarpinu eins og vant er. Flestar kirkjur í streymi Morgunblaðið/Eggert Dómkirkja Eins og venjulega verð- ur messu Dómkirkjunnar útvarpað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.