Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 ✝ Pétur BjörgvinMatthíasson fæddist á Siglufirði 8. nóvember 1950. Hann lést 13. des- ember 2020 á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja. Foreldrar Péturs voru Matt- hías Jóhannsson og Jóna Vilborg Pét- ursdóttir. Systkinahóp- urinn var stór en þau voru níu talsins. Jóhann Örn Matthíasson, hann lést 20. ágúst 2012, Elísabet Kristjana Matthíasdóttir, Hjördís Sigurbjörg Matthíasdóttir, Hall- dóra Sigurjóna Matthíasdóttir, Matthildur Guð- munda Matthías- dóttir, Stella María Matthíasdóttir, Kristján Jóhann Matthíasson og Braghildur Sif Matthíasdóttir Pétur ólst upp hjá foreldrum sín- um á Siglufirði og dvaldi einnig á tímabilum hjá ömmu sinni Sigurbjörgu og nafna sínum á eyrinni á Ak- ureyri. Útför hans fór fram í kyrrþey. Klettur Þó gangan sé löng og brekkan sé brött við bröltum það oftast saman. Stundum var sorg en oftar var mjög gaman. Frá mínum fyrstu skrefum og ekki ég það efa til nú til dags þú oft bjargaðir mér úr dimmum holum lífs míns. Þú varst mín hetja og bróðir fyrir mér varstu allt. Nú harmur er mikill með söknuð og sorg í hjarta. Ég hugsa um daga liðna bjarta frá æsku til dagsins í dag þú vekur í hjarta mér lag hvern einasta dag um ferðirnar okkar. Nú kveð ég þig bróðir með kveðju þú ferð til meistara nafna þíns Péturs við hliðið og ég veit að þar verður ekki biðin löng heldur verður tekið á móti þér með englasöng. Guð blessi þig bróðir í þinni hinstu för. (K.J. Matt.) Kristján Jóhann Matthíasson. Pétur Björgvin Matthíasson Með nokkrum orðum viljum við hjónin minnast kærs bróður og mágs. Af óviðráðanlegum aðstæð- um gátum við ekki verið við- stödd útför hans 19.desember sl., en með hjálp tækninnar gátum við fylgst með fallegri athöfninni í Landakirkju. Ég var á fimmta ári þegar ég man fyrst eftir okkur Ragnari, en þá bjó fjölskyldan á Veg- bergi, Skólavegi 32, um árið 1943. Fjölskyldan var þá í stöð- ugum húsnæðisvandræðum og voru flutningar tíðir. Á stuttum tíma, eftir að flutt var frá Veg- bergi, var búið í risi á Breiða- bliki (gamla gagnfræðaskólan- um), á Hótel Bergi í tveimur herbergjum í um tvo mánuði, þaðan á Geirseyri (verbúð) í nokkra mánuði og síðan á Skildingaveg 8, þar sem búið var til 1948 þangað til faðir okkar keypti íbúð í London, Miðstræti 3. Ragnar fór ungur til sjós og minnist ég þess að hann var á strand-ferðaskipinu Heklu um tíma, síðan á togaranum Elliða- ey VE, sem sigldi m.a. með fisk til Þýskalands og Bretlands. Við yngri systkinin nutum góðs af, því að í örlæti sínu færði hann okkur mörg „gullin“, sem gladdi okkur allverulega því slíkt var ekki almennt í boði á þessum tíma. Eitt dæmi um hve Ragnar var örlátur og kærleiksríkur er frá veru hans í Ástralíu. Hann og nokkrir norrænir félagar hans og samstarfsmenn, höfðu keypt aðgöngumiða á Ólympíu- leikanna í Melbourne 1956. Þeir voru á leið frá Queens- land þegar einn félaginn veikist heiftarlega og var honum kom- Ragnar Jóhannesson ✝ Ragnar Jó-hannesson fæddist 30. júní 1932. Hann lést 10. desember 2020. Útför Ragnars fór 19. desember 2020. ið fyrir á sjúkra- húsi í Sydney, í New South Wales. Ragnar gat ekki hugsað sér að skilja þennan fé- laga sinn eftir ein- an svo hann bauðst til að líta til með honum meðan á sjúkrahúslegunni stóð. Þetta dæmi lýsir vel hvern mann hann hafði að geyma og er aðeins eitt af mý- mörgum dæmum um hjartalag hans. Minningin um síðasta fund okkar og Ragnars er okkur af- ar kær, en það var á Hraun- búðum 22. ágúst 2019. Við fór- um í snögga ferð til Eyja, ásamt syni okkar Jóhannesi Al- bert, og heimsóttum m.a. Ragnar, sem þá var í dagvist- un. Við áttum ekki von á því að hann myndi þekkja okkur en það var öðru nær; hann fagnaði okkur með brosi á vör. Við dvöldum hjá honum í um tvo tíma, sem voru mjög ánægju- legir því hann geislaði af fjöri og gladdist yfir gömlum minn- ingum. Hann kvaddi okkur með lagi frá Tahítí. Við vottum eiginkonu og af- komendum hans okkar innileg- ustu samúð. Sævar og Emma. Við Kristín unn- um saman í 21 ár í Borgartúni 36 á ár- unum 1988-2009. Hún var yngsta dóttir ferðafrömuðarins Guð- mundar Jónassonar og sá um markaðsmál hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Okkur varð strax vel til vina þrátt fyrir 20 ára aldursmun og við áttum svo sannarlega eftir að upplifa ýmislegt saman. Mér eru sér- staklega minnisstæðar ferðir á ferðakaupstefnurnar í Berlín og London og ekki síst til Færeyja Kristín Guðmundsdóttir ✝ Kristín Guð-mundsdóttir fæddist 11. nóv- ember 1945. Hún lést 16. desember 2020. Útför Kristínar fór fram 22. desem- ber 2020. og Grænlands. Á þessum tíma þekkt- ust allir sem unnu í ferðaþjónustunni og í raun vorum við eins og ein stór fjöl- skylda. Systurnar Signý og Kristín spiluðu þar stórt hlutverk og voru ómissandi á allar uppákomur. Við átt- um alla tíð gott og farsælt samstarf og oftast á ferðasýningum erlendis deildum við saman herbergi eða íbúð. Það var alltaf stuð og stemning og mikið hlegið! Kristín var vinsæl og vinmörg, glaðlynd og fylgin sér. Hún og Willi voru höfðingjar heim að sækja og bar húsið þeirra vott um smekkvísi Kristínar sem var allt- af svo vel tilhöfð og smart. Fjöl- skyldan var henni mikilvæg en ég gleymi aldrei þeim degi þegar þau misstu yngsta barnið sitt í hræðilegu slysi. Ég veit að Gunn- ar Örn hefur tekið á móti móður sinni með opinn faðminn og sínu bjarta brosi í sumarlandinu. Það er huggun harmi gegn að vita af þeim sameinuðum að nýju. Kristín átti við mikla vanheilsu að stríða undanfarin ár en ég vona að heimsókn mín til hennar hafi vakið gamlar minningar hjá henni, a.m.k. yljaði það mér um hjartarætur að rifja upp gömlu góðu tímana okkar saman. Hún og minn gamli vinnustaður munu alltaf eiga stað í hjarta mínu. Elsku Willi, Signý, Eðvarð, Stefanía og fjölskyldur, ég votta ykkur samúð mína, minning um einstaka konu mun lifa með okk- ar áfram. Svo legg ég aftur á öræfin hvít, úr ástvináog systkina faðmi þig slít, þá byrði mun létt verð́að bera, flýg með þig byggðum og fjöllum á hvörf, fyrir mér liggja þá yndisleg störf, allt þér í öllu að vera. (Páll Ólafsson) Steinunn Guðbjörnsdóttir. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Þorbergur Þórðarsson Elís Rúnarsson Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, AÐALHEIÐUR BENEDIKTA ORMSDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar laugardaginn 19. desember. Hanna Björg Halldórsdóttir Jón Ormur Halldórsson Auður Edda Jökulsdóttir Ingibjörg Halldórsdóttir Hermann Jónasson Halldór Þormar Halldórsson Hanna Björnsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Okkar ástkæra ÍRIS DRÖFN KRISTJÁNSDÓTTIR andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 10. desember 2020. Útför hefur farið fram. Hjartans þakkir til starfsfólks á Báruhrauni fyrir umönnun og kærleika. Þökkum samúð og vinarhug. Ástvinir og fjölskyldur hinnar látnu Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURLIÐI GUÐMUNDSSON rafvirkjameistari, Boðaþingi 8, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 20. desember. Ríkey Guðmundsdóttir Theodór Gísli Sigurliðason Elin Højgaard Sigurður R. Sigurliðason Anna Heichelheim, barnabörn og aðrir aðstandendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.