Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 55
SVÍÞJÓÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnukonan Svava Rós Guð- mundsdóttir er tilbúin að taka næsta skref á sínum ferli en hún verður ekki áfram í herbúðum sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad á næstu leiktíð. Svava Rós, sem er 25 ára gömul, mun yfirgefa sænska félagið um áramótin þegar samningur hennar rennur út í Svíþjóð en hún gekk til liðs við Kristianstad frá Röa í Nor- egi í nóvember 2019. Hún er uppalin hjá Val á Hlíðar- enda en gekk til liðs við Breiðablik árið 2015 og varð Íslandsmeistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili í Kópavoginum. Hún á að baki 103 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað 26 mörk en hún skoraði sex mörk og gaf nokkrar stoðsendingar til við- bótar í sextán leikjum með Kristi- anstad á nýafstaðinni leiktíð. Erfið ákvörðun „Það var mjög erfið ákvörðun að yfirgefa Kristianstad, sérstaklega þar sem liðinu gekk virkilega vel á síðustu leiktíð og leikur í Meistara- deildinni á komandi keppnis- tímabili,“ sagði Svava Rós í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef verið í viðræðum við önn- ur lið og mér fannst þetta fínn tíma- punktur til þess að taka næsta skref á mínum ferli. Beta [Elísabet Gunn- arsdóttir] er frábær þjálfari og hún hefur gert þvílíkt mikið fyrir mig ásamt Bjössa [Birni Sigurbjörns- syni] aðstoðarþjálfara og öllum hin- um í þjálfara- og starfsteymi Kristi- anstad. Það var því virkilega erfitt að þurfa að hringja í þau og segja þeim að ég yrði ekki áfram hjá liðinu. Að sama skapi átti ég mjög góð samtöl við bæði Betu og Bjössa. Þau skildu og virtu mína ákvörðun, þótt þau hafi kannski ekki verið neitt sér- staklega sátt í fyrstu. Mér stóð til boða að vera áfram hjá Kristianstad en mér fannst sjálfri kominn tími til þess að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Svava en hún á að baki 24 A-lands- leiki þar sem hún hefur skorað eitt mark. Sóknarkonan hélt út í atvinnu- mennsku í janúar 2018 þegar hún gekk til liðs við norska úrvalsdeild- arfélagið Röa en hún segir mikinn mun á því að spila á Íslandi og í Sví- þjóð. „Breiðablik og Valur eru frábær lið og bestu liðin á Íslandi í dag, það er klárt mál. Ég get alveg tekið undir það upp að vissu marki að þessi lið séu svipuð að styrkleika og sum lið í sænsku úrvalsdeildinni. Þau gætu hæglega strítt mörgum liðum í deildinni en munurinn á deildunum, það er að segja þeirri ís- lensku og sænsku, er gríðarlega mikill. Hérna úti eru allir leikir virkilega erfiðir og bilið á milli liðanna í Sví- þjóð er mun minna en á Íslandi. Þú ferð ekki inn í neinn leik vitandi það að þú sért að fara vinna nokkuð þægilegan sigur. Þú getur mjög auðveldlega tapað á móti botnliðum sænsku úrvalsdeildarinnar, jafnvel þó að liðið þitt eigi fínasta leik. Eins eru æfingarnar í Svíþjóð meira krefjandi en á Íslandi að því leyti að þú ert að æfa með leik- mönnum sem eru komnir lengra en heima. Þá eru líka fleiri leikmenn komnir lengra í Svíþjóð en á Íslandi og ég finn það sjálf að ég hef bætt mig mikið sem leikmaður á þessum þremur árum í Svíþjóð og Noregi.“ Skemmtilegur bónus Kristianstad átti frábært tímabil, hafnaði í þriðja sæti sænsku úrvals- deildarinnar á síðustu leiktíð, og leikur í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins á kom- andi keppnistímabili. „Það er vissulega svekkjandi að fá ekki að taka þátt í Meistaradeildinni með Kristianstad. Ég er ekki að ein- blína á lið sem spila í Evrópukeppni og það er ekki skilyrði eða neitt slíkt. Tímabilið í þessum sterkustu deildum Evrópu er líka í fullum gangi og því óljóst hvaða lið leika í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. Það væri skemmtilegur bónus að semja við lið sem spilar í Meist- aradeildinni en við sjáum hvernig þetta þróast. Samningur minn við Kristianstad rennur út um áramótin og ég á von á því að mín mál skýrist mjög fljótlega eftir það,“ sagði Svava Rós Guðmundsdóttir enn- fremur í samtali við Morgunblaðið. Tilbúin að taka næsta stóra skrefið á ferlinum  Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir er á leið í sterkari deild í Evrópu Ljósmynd/Issa Sjostedt Sókn Svava Rós Guðmundsdóttir hefur gert það gott með Kristianstad í Sví- þjóð undanfarin tvö ár en hún hóf atvinnumannsferilinn með Röa í Noregi. ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 Mér sýnist að starfshópurinn sem KSÍ skipaði til að skoða leng- ingu tímabilsins og fjölgun leikja í úrvalsdeild karla í fótbolta hafa komist að góðri niðurstöðu. Það er raunhæft að lengja tímabilið með því að bæta við fimm umferðum þar sem efstu liðin annars vegar og neðstu liðin hins vegar mætast innbyrðis. Betra en að fækka liðum úr tólf í tíu og spila þrefalda umferð. Eða fjölga í fjórtán og spila tvöfalda umferð. En mér finnst miður að um- ræðan hafi aðeins snúist um úr- valsdeild karla. Það er ekki síður ástæða til að lengja tímabilið í úr- valsdeild kvenna. Ísland stendur mun betur að vígi í kvennafótbolta en í karlafót- bolta, miðað við aðrar þjóðir í Evrópu, og það á að leita allra leiða til að viðhalda þeirri stöðu. Á meðan Ísland fær færri lið en áður í Evrópumótum karla frá árinu 2022 vegna slaks árangurs fær Ísland fleiri lið en áður í Meistaradeild kvenna 2021 vegna góðs árangurs. Því þarf að fylgja eftir. Rétt eins og hjá körlunum á að vera auðvelt að hefja keppni hjá konunum í byrjun apríl og leika fram í miðjan október. Sennilega auðveldara ef eitthvað er. Þar er hægt að enda tímabilið á nákvæmlega sama hátt og lagt er til hjá körlunum og bæta við fjórum umferðum. Leika 22 um- ferðir í stað 18 á þann hátt að fimm efstu liðin mætist innbyrðis á lokasprettinum, sem og fimm neðstu liðin. Vonandi ber hreyf- ingunni gæfa til að framkvæma þessar breytingar samhliða á báðum deildum. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Aron Einar Gunnarsson landsliðs- fyrirliði í knattspyrnu skoraði stór- brotið mark þegar hann innsiglaði sigur Al-Arabi, 3:1, á Al-Kharai- tiyat í katörsku úrvalsdeildinni í gær. Aron skaut af 60 metra færi yfir markvörð heimaliðsins og í net- ið. Sigurinn var gríðarlega mik- ilvægur fyrir Aron og Heimi Hall- grímsson þjálfara en liðin voru jöfn og neðst fyrir leikinn. Al-Arabi fleytti sér upp í níunda sæti af tólf liðum með sigrinum en þetta var aðeins annar sigurinn í fyrstu tíu umferðum deildarinnar. Aron skoraði af 60 metra færi Sigur Aron Einar Gunnarsson fagnar markinu magnaða í gær. Tryggvi Hrafn Haraldsson knatt- spyrnumaður frá Akranesi er geng- inn til liðs við Valsmenn og hefur samið við þá til þriggja ára. Tryggvi skoraði 12 mörk í 17 leikj- um fyrir ÍA í úrvalsdeildinni í ár og hefur alls skorað 25 mörk í 72 leikj- um fyrir liðið í deildinni. Hann lék um skeið með Halmstad í Svíþjóð og spilaði með Lilleström í Noregi frá byrjun október og til loka tíma- bilsins. Þar gerði hann fjögur mörk í tíu leikjum og hjálpaði liðinu að endurheimta sæti sitt í norsku úr- valsdeildinni. Tryggvi samdi við Valsmenn Ljósmynd/Skagafréttir Hlíðarendi Tryggvi Hrafn Haraldsson er kominn til Vals. Bjarki Már Elís- son átti stórleik fyrir Lemgo þeg- ar liðið heimsótti Hannover-Burg- dorf í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik í gær. Bjarki gerði sér lítið fyrir og skoraði tíu mörk úr tólf skotum og var markahæsti leikmaður Lemgo í 31:23-tapi liðsins. Tvö marka Bjarka komu af vítalínunni en ís- lenski landsliðsmaðurinn var með rúmlega 83% skotnýtingu í leikn- um. Dani Baiijens var næstmarka- hæsti leikmaður Lemgo í leiknum með fjögur mörk en Hannover- Burgdorf leiddi með fjórum mörk- um í hálfleik og var sterkari aðilinn allan leikinn. Bjarki er næst- markahæsti leikmaður deild- arinnar með 102 mörk í fimmtán leikjum en liðsfélagi hans í íslenska landsliðinu, Viggó Kristjánsson leikmaður Stuttgart, er þriðji markahæstur í deildinni með 101 mark í fjórtán leikjum. Bjarki er á sínu öðru tímabili með Lemgo í Þýskalandi en hann skoraði 216 mörk í deildinni á síðustu leiktíð og endaði sem markahæsti leikmaður hennar eftir að ákveðið var að hætta keppni í 1. deildinni í apríl vegna kórónuveirufaraldursins. Íslendingar berjast á toppnum Bjarki Már Elísson Alex Þór Hauksson, fyrirliði Stjörnunnar og miðjumað- ur 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, er á leið til Svíþjóð- ar en Garðabæjarfélagið staðfesti í gær að það hefði samþykkt tilboð Öster í hann. Öster leikur í sænsku B- deildinni og hafnaði þar í fjórða sæti á nýliðnu keppnis- tímabili. Liðið er frá borginni Växjö í suðurhluta Sví- þjóðar og átti sitt blómaskeið seint á tuttugustu öldinni þegar það vann sænska meistaratitilinn fjórum sinnum frá 1968 til 1981. Alex hefur verið í sívaxandi hlutverki hjá Stjörnulið- inu eftir að hann kom inn í það sautján ára gamall fyrir nokkrum árum. Hann lék 16 af þeim 17 leikjum sem Stjarnan lék í deildinni á síðasta tímabili og skoraði í þeim tvö mörk og hef- ur alls leikið 72 leiki í efstu deild og skorað í þeim fimm mörk. Hann er 21 árs gamall og hefur leikið þrjá A-landsleiki og 18 leiki með 21-árs landslið- inu þar sem hann leikur væntanlega í úrslitakeppni EM í marsmánuði. Alex Þór semur við Öster Alex Þór Hauksson Sara Sif Helgadóttir handknatt- leiksmarkvörður er komin aftur til Fram eftir lánsdvöl hjá HK en hún hefur leikið með Kópavogsliðinu frá haustinu 2019. Handbolti.is greindi frá þessu í gær og var með staðfestingu á skiptunum frá Guð- mundi Árna Sigfússyni, aðstoðar- þjálfara kvennaliðs Fram, og Hall- dóri Harra Kristjánssyni, þjálfara HK. Sara hefur verið aðalmark- vörður HK en Fram missti lands- liðsmarkvörðinn Hafdísi Renötu- dóttur til Lugi í Svíþjóð. Sara í markið hjá Fram Ljósmynd/HK Fram Sara Sif Helgadóttir hefur verið í láni hjá HK undanfarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.