Morgunblaðið - 24.12.2020, Side 57

Morgunblaðið - 24.12.2020, Side 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁBÆR NÝ JÓLA TEIKNIMYND JÓLAMYNDIN 2020 Hallelúja! Það er kominbíómynd í bíó sem gerðvar fyrir hvíta tjaldið enekki flatskjái. Að vísu fór hún beint í streymisveituna HBO Max um leið og bíó í Bandaríkjunum og get ég vel ímyndað mér að leik- stjórinn Jenkins hafi verið ósátt við þá ákvörðun Warner Bros. En hvað um það, Undrakonan er snúin aftur og er það vissulega vel. Fyrri myndin um undrakonuna Díönu Prince, Amasónuna sem ákvað að setjast að í mannheimum, var skemmtileg og naut aðsóknar langt umfram vonir. Það sem heillaði við hana var hin kvenlæga saga, saga um sterkar konur, og töfrandi nær- vera Gal Gadot, ísraelsku leikkon- unnar sem er líkt og sköpuð fyrir hlutverkið. Hafa margir líkt því leik- aravali við valið á Christopher Reeve í hlutverk Súpermanns fyrir rúmum 40 árum. Þegar Reeve birtist í bláa gallanum árið 1978 var engu líkara en hann hefði sprottið fullskapaður úr höfði skapara ofurmennisins. Árið er 1984 með öllum sínum herðapúðum, sítt-að-aftan- hárgreiðslum, skrykkdansi, eróbikki og spilasölum. Díana starfar sem sérfræðingur í fornminjum við Smithsonian-safnið í Washington og syrgir enn unnusta sinn Steve þó tæp 70 ár séu liðin frá því hann fórn- aði lífi sínu fyrir mannkynið. Díana vingast við nýjan starfsmann safns- ins, Barböru Mínervu, sem er létt í lund og vingjarnleg en þó einmana og vinalaus. Á borð hennar hefur borist furðulegur steinn og kemur í ljós að þar fer óskasteinn úr heimi guðanna. Sá sem heldur á honum fær ósk sína uppfyllta en missir á móti annað dýrmætt í eigin fari. Díana og Barbara átta sig ekki á mætti steinsins sem uppfyllir óskir þeirra. Díana á þá ósk heitasta að Steve snúi aftur en Barbara óskar sér þess að verða eins og Díana, þ.e. fögur, dáð og vinsæl. Það kemur Barböru því nokkuð á óvart þegar hún öðlast til viðbótar ofurmannlega krafta en verður sífellt fjandsam- legri í hegðun. Svikahrappur nokkur að nafni Max Lord stelur nokkru síð- ar steininum og óskar sér þess að verða sjálfur steinninn. Nú rætast óskir allra þeirra sem snerta Lord og hann verður máttugasti maður heims. Leiðir það til mikils glund- roða og stefnir í þriðju heimsstyrj- öldina þegar Undrakonan tekur mál- in í sínar hendur. Skrúfað upp í 11 Ekki er hægt að gera miklar kröfur um gáfulegan söguþráð eða fléttu í myndum á borð við þessa enda sögu- hetjan Amasóna úr heimi goðsagna. Nei, krafa er fyrst og fremst gerð til þess að myndin sé skemmtileg, góð afþreying með gríni, hasar og flott- um brellum. Og það er Wonder Woman 1984 vissulega þó hún sé í lengra lagi, tvær og hálf klukku- stund. Myndin hefst á löngu atriði þar sem Díana er sem ung stúlka að keppa við fullorðnar Amasónur á eyjunni Þemiskíru en lærir þá lexíu að það borgar sig aldrei að svindla. Þessi langi inngangur kemur sögu- þræðinum lítið við að öðru leyti en því að minna á guðdómlega tilvist söguhetjunnar og að hún er óaðfinn- anleg bæði á sál og líkama. Er svo stokkið til ársins 1984, í litríka versl- anamiðstöð þar sem ræningjar fá að kenna á sannleikssvipu og ógnar- kröftum Undrakonunnar. Minnir þetta atriði ekki lítið á eldri ofur- hetjumyndir, m.a. um fyrrnefndan Súpermann frá árinu 1978. Glæpa- mennirnir eru tuktaðir til og færðir laganna vörðum. Á sjónvarpsskjám birtist svo svikahrappurinn Max Lord, leikinn með tilþrifum af Pedro Pascal, og lofar fólki gulli og græn- um skógum fjárfesti það í olíufyrir- tæki hans. Fljótlega kemur í ljós að um svikamyllu er að ræða og að Max er í vondum málum, á ekki bót fyrir rassinn á sér. Hann dregur Barböru á tálar, stelur óskasteininum og þá færist fjör í leikinn. Barbara kemur Max til verndar þegar Díana/ Undrakonan fer að sækja að honum og babb er þá komið í bátinn því ósk Díönu veldur því að kraftar hennar fara þverrandi. Þó ástin blómstri sem aldrei fyrr hjá Díönu og Steve gerir hún sér grein fyrir því að þeim er ekki ætlað að unnast og að hún þarf að fórna ástinni til að bjarga mannkyninu, nema hvað. Grætur Gadot þá söltum tárum á meðan tón- list Hans Zimmer er skrúfuð upp í 11. Já, þetta er hálfgerð sápuópera í grunninn. Allt er sumsé keyrt í botn eins og verða vill í ofurhetjumyndum og sjaldséð rómantík fær sæmilegt pláss í sögunni milli slagsmálaatriða. Stóri gallinn er hins vegar lokahluti myndarinnar þar sem væmni og tölvuteiknað kattarkvendi, Cheetah, taka völd. Sá ég því kvikindi einhvers staðar líkt við kettina í Cats og er það ekki fjarri lagi. Díana reynist á endanum barna- lega einföld í sýn sinni á mannkynið á tímum Ronalds Reagans, gráðugra verðbréfabraskara og kjarnorku- vopnakapphlaups. En þá er gott að muna að þetta er allt saman byggt á teiknimyndasögum um fullkomna gyðju sem má ekkert aumt sjá frekar en starfsbróðir hennar Súpermann. Hvað sem göllum myndarinnar líður þá skemmti rýnir sér einkar vel í nær tómum bíósal á miðjum laugar- degi. Það var gott að komast aftur í bíó eftir langt hlé og sjá ofurhetju svífa um á breiðtjaldi við dúndrandi tónlist Zimmers. Jú, vissulega er Wonder Woman 1984 væmin, ýkt, oft fáránleg og barnslega einföld en hún er líka skemmtileg, hrífur mann með sér í hasaratriðum, rómantík og líka örvæntingu andstæðinga hetjunnar sem eru í senn illgjarnir og brjóst- umkennanlegir en ekki tvívíðar per- sónur eins og svo oft vill verða í ofur- hetjumyndum. Wonder Woman 1984 er sannar- lega jólamynd, mikið sjónarspil og góð skemmtun. Nú mega jólin koma fyrir mér. Undrakonan bjargar jólunum Ósigrandi Gadot í hlutverki Undrakonunnar. Wonder Woman 1984 er skemmtileg blanda af ævintýri og sápuóperu. Sambíóin, Smárabíó, Laugarás- bíó, Borgarbíó og Háskólabíó Wonder Woman 1984 bbbmn Leikstjóri: Patty Jenkins. Handrit: Patty Jenkins, Geoff Johns og Dave Callaham. Aðalleikarar: Gal Gadot, Chris Pine, Kristen Wiig og Pedro Pascal. Bandarík- in, 2020. 151 mínúta. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.