Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 VIÐTAL Andrés Magnússon andres@mbl.is Magnús L. Sveinsson, lengi formað- ur Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur (VR) og forseti borgarstjórnar, hefur skrifað bók sem kallast „Af moldargólfi í ólgusjó verkalýðsmála“. Sá titill segir raunar heilmikla sögu um lífshlaup Magnúsar, en það má eiginlega kalla hann þriggja alda mann. Hann ólst upp á þröngu og köldu heimili austur á Rangárvöllum, þar sem voru moldargólf alls staðar nema í baðstofunni, vatnið sótt í læk- inn og löng leið í kaupstaðinn. Kjörin voru kröpp og hver dagur lífsbarátta á fátæku og barnmörgu heim- ili. Þaðan er óra- langur vegur í tæknivætt vel- megunarþjóð- félag nútímans, en Magnús fetaði hann allan og átti sinn þátt í því upp- byggingarstarfi. Að því leyti er saga hans saga ís- lensku þjóðarinnar, sem braust frá örbirgð til allsnægta á nokkrum ára- tugum. Fyrir ungt fólk kann það að virðast aftur í grárri forneskju, en Magnús L. Sveinsson man það allt og lýsir af eigin reynslu og yfirsýn, þekkingu og innsæi. Hann skrifar fjörlega frá eigin brjósti og kemur víða við, enda var hann lengi í hring- iðunni miðri og gefur fágæta og skýra innsýn í flókna atburðarás þess þegar þjóðin kemst til manns og Reykjavík breytist úr bæ í borg. – En hvernig er að vera þriggja alda maður? „Ég trúi því nú varla sjálfur hvern- ig allt hefur breyst á þessum tíma og ég trúi því varla sjálfur hvað maður upplifði sem lítill strákur. Ég vil nú taka fram að foreldrar mínir töluðu aldrei um að þau væru fátæk; þau fóru vel með peninga. En foreldrar þeirra bjuggu við sára fátækt, sér- staklega föðurfólkið, hún í koti á Rangárvöllum og hann að róa frá Eyrarbakka og ekkert til matarkyns nema mjólk úr kúnni, þessari einu. Þessar blessaðar kynslóðir, konur og karlar, sem á undan okkur fóru, mikið óskaplega hefur þetta fólk lagt mikið á sig og lifað erfiða daga. En það undi þessu og mesta furða hvað þetta fólk var glatt.“ Verði ljós – Hver er minnisstæðasti atburð- urinn þegar þú lítur aftur? „Það var þegar Jón bróðir minn, sem var elstur, fékk þá hugmynd að setja upp vindmyllu, eins og við höfð- um séð við skólann okkar á Strönd. Hann talaði pabba og mömmu inn á þetta og pabbi ræddi þetta við vin sinn Ingólf Jónsson, þá kaupfélags- stjóra á Hellu, og hann gekk í að út- vega hana. Þetta var heilmikið fyrir- tæki, það þurfti að steypa undir og það var enginn rafvirki, heldur stóð Jón bróðir í því, 15 ára gamall, að draga leiðslurnar inn, tengja við geyminn og aftur við ljósaperuna. Ég gleymi aldrei spennunni, þegar allt þetta var tilbúið, þegar við stóð- um öll inni í baðstofunni á Uxahrygg og pabbi fór út að setja vindmylluna af stað. Svo sáum við ljósið kvikna á ljósaperunni. Það var ótrúlegt. Og erfitt fyrir ungt fólk í dag að gera sér þetta í hugarlund.“ Verkalýðsbaráttan Stærsti hluti bókarinnar snýst þó um störf Magnúsar eftir að hann er kominn í borgina, þar sem hann gaf sig að bæði stjórnmálum og verka- lýðsmálum, en hann starfaði hjá Verzlunarmannafélaginu í rúm 40 ár, þar af formaður í 22 ár. Hann var í borgarstjórn í 20 ár og forseti borgarstjórnar í níu ár. Þar kennir margra grasa, en ekki er þó síst fróð- legt að lesa um þá gerbreytingu sem orðið hefur á kjörum launafólks á þeim tíma, en einnig þær fórnir sem launþegar þurftu að færa, jafnvel fyr- ir réttindum sem nú þykja sjálfsögð. „Þegar ég var hjá VR var vinnu- markaðurinn og þjóðfélagið að breyt- ast mjög ört. Eins og sést kannski á því að þegar ég byrjaði að vinna fyrir félagið 1960 voru um 2.000 félagar í því, en þegar ég hætti árið 2002 voru þeir orðnir 30.000. Í upphafi var VR frekar veikburða félag og átti alls ekki upp á pallborðið hjá þeim sem öllu vildu ráða í verkalýðshreyfing- unni, en það varð öflugasta verka- lýðsfélag landsins. Um leið var það framsæknasta verkalýðsfélag lands- ins, óhrætt við að horfast í augu við raunveruleikann og að tefla fram nýj- ungum með hagsmuni félaganna að leiðarljósi en ekki einhvern pólitískan leikaraskap. Það segir sig sjálft að á þessum rúmum fjórum áratugum urðu gríðarlegar þjóðfélagsbreyt- ingar sem verkalýðshreyfingin þurfti að að laga sig að. Þar var VR alltaf í fararbroddi. Ekki aðeins í hinum hefðbundnu kjaramálum, heldur ekki síður hvað varðar stóraukna þjón- ustu félagsins við félagana.“ – En það kostaði fórnir? „Við þekkjum það að öll þessi rétt- indi, sem samið hefur verið um, kost- uðu baráttu og þrautseigju, það kom ekkert af sjálfu sér. Fólk man það til dæmis sjaldnast að baráttan fyrir stofnun Atvinnuleysistryggingasjóðs árið 1955 kostaði sex vikna verkfall lægst launaða fólksins, verkakvenna og verkamanna í Reykjavík og Hafn- arfirði. Þetta fólk bjó flest við efna- leysi en fórnaði sex vikna launum til að fá þetta fram. Þeirrar baráttu njótum við nú í öryggi og bættum lífskjörum allra, vinnuveitenda sem launþega. Samt var það svo að upphaflega átti verslunar- og skrifstofufólk ekki aðeild að sjóðnum. Það kostaði annað verkfall.“ – Það hefur þó mjakast áfram? „Jú, mikil ósköp. Það sjáum við bara af lífskjörunum, sem eru með þeim bestu í heimi. En það er samt mikið óunnið enn, eins og við sjáum á launabili kynjanna. Á sínum tíma voru sett lög sem áttu að tryggja launajafnrétti, en samt hafa síðan margsinnis verið sett lög sem bein- línis koma í veg fyrir að launabilinu sé eytt. Með margendurtekinni lagasetningu um skerðingu á lágum launatöxtum hafa vinnuveitendur í síauknum mæli yfirborgað karlana, en eftir sitja konurnar á lágum töxt- um. Það er meginorsök launabilsins milli kynjanna og þar bera stjórn- völd mesta ábyrgð.“ – Hvað finnst þér brýnast af því sem eftir stendur? „Brýnasta verkefnið nú, rétt eins og áður, er að horfa til þeirra sem bágast eiga. Það er verkefni sem kemur okkur öllum við. Hér hefur auk þess bæst við fólk erlendis frá, mikið í lægst launuðu störfin, sem oft á sér ekki málsvara. Okkur ber sérstök skylda til þess að gæta hagsmuna þess og þar gegna stéttarfélögin ríku hlutverki. Það snýst þó ekki um það eitt, heldur einnig að auðvelda þessu fólki að koma undir sig fótunum, komast í álnir og til að bjarga sér sjálft. Þar mætti til dæmis huga að því að auðvelda fólki að eignast eigið heimili. Borgin á ógrynni leiguhús- næðis, en af hverju er aðeins leigt út, af hverju má ekki selja fólki þetta sama húsnæði á góðum kjör- um?“ Lærdómarnir – En hvaða lærdóma hefur þú dregið af þessu viðburðaríka lífs- hlaupi? „Lærdómarnir eru fleiri en ég fæ talið, en það situr í mér það sem for- eldrar mínir kenndu mér og á alltaf við: Sýnið réttlæti og sanngirni við annað fólk, segið alltaf satt og verið heiðarleg og hjálpfús við alla. Það eru jafngóð heilræði nú sem þá.“ Horfum til þeirra sem bágast eiga  Magnús L. Sveinsson í viðtali vegna útgáfu endurminninga  Kröpp kjör í uppvexti hjá þriggja alda manni  Æviverkið var verkalýðsbarátta og stjórnmál en þau eru honum enn hugleikin Morgunblaðið/Árni Sæberg Verkalýðsleiðtogi Magnús L. Sveinsson með bókina í sólstofunni á heimili sínu í Breiðholti. Bókarkápumyndina gerði Árni Elvar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.