Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 L augarnar í Reykjaví k Jólasund SUNDK ORT ER GÓ Ð JÓL AG JÖF Lengdur opnunartími y fir jól og áramót Nánar á w w w.itr.is til að styðja við Skólahreysti svo íþróttalífið blómstrar á Þórshöfn.    Listagjöf Listahátíðar 2020 rat- aði alla leið til Þórshafnar rétt fyrir jólin við mikinn fögnuð þiggjenda en þrjú heimili fengu þjóðþekktan lista- mann til sín heim í stofu. Það var sjálfur Páll Óskar Hjálmtýsson, sem söng sig inn í hjörtu viðstaddra eins og honum einum er lagið, allt í öruggri Covid-fjarlægð, og hefur þetta framtak Listahátíðar mælst vel fyrir. Rjúpurnar ómissandi á jólum Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir ÚR BÆJARLÍFINU Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Rjúpur telja margir ómissandi hluta af jólunum, ekki síst á Þórs- höfn, þar sem stutt er í veiðilendur og sjálfsagt þykir að rjúpnailmur fylli heimilin á aðfangadagskvöld. Flestir veiðimenn hafa náð í jóla- matinn og gæta almennt hófs í veið- inni,“ sagði Albert Sigurðsson en hann var að taka niður rjúpurnar sínar sem búnar eru að hanga úti í nokkrar vikur til að ná rétta jóla- bragðinu. Sonurinn Ingvar Smári bíður spenntur eftir jólunum og að hans dómi er rjúpnasósan langbest.    Dýpkunarframkvæmdir hafa staðið yfir í Þórshafnarhöfn og kom- ið er nú að lokum þess áfanga sem ákveðinn var í vor. Á næsta ári er fyrirhuguð dýpkun á athafnarsvæði uppsjávarskipa í 9,5 m sem er afar brýnt vegna stærðar þessara skipa og mikil umsvif jafnan í höfninni á háannatímanum. Hjá Ísfélaginu á Þórshöfn hefur verið hefðbundin bolfiskvinnsla allt frá lokum haust- vertíðar sem var einstaklega góð en hér líkt og annars staðar er vonast eftir loðnuvertíð eftir tveggja ára loðnubrest.    Jólasíldin frá Ísfélaginu hefur runnið út og sjaldan verið vinsælli en félagið hefur gefið öllum sem vilja fötur af þessu góðgæti og um- búðirnar eru líka jólalegar og fal- legar. Jólasíldin er unnin úr síldar- afla þegar líður að lokum vertíðarinnar og starfsfólkið dekrar við hana þar til hún endar á jóla- borðinu.    Nemendur í Grunnskólanum á Þórshöfn urðu sigurvegarar í Hreyfiviku á vegum Ungmenna- félags Íslands og Kristals, sem efnt var til síðastliðið vor. Þá voru kenn- arar í grunnskólum landsins hvattir til að bjóða nemendum í brennibolta og auka framboð á skemmtilegri hreyfingu og voru þá langflestir við- burðir skráðir á Þórshöfn. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu voru verðlaunin ekki afhent fyrr en í lok nóvember en þau voru ávísun á 100.000 krónur frá Kristal og UMFÍ og skyldi sigurvegarinn gefa vinn- inginn til góðgerðarfélags að eigin vali. Nemendur grunnskólans í sam- ráði við kennara ákváðu að gefa Vel- ferðarsjóði Þingeyinga verðlaunaféð með von um að það kæmi sér vel í aðdraganda jóla.    Ungmennafélag Langnesinga rekur öflugt starf á heimaslóðum og þar eru ungir og efnilegir krakkar sem eru félaginu til sóma. Í byrjun desember fékk félagið kennara frá Knattspyrnuakademíu Norðurlands og var þátttaka mjög góð en einnig er heimafólk með reglulegar íþróttaæfingar fyrir krakkana. Í nóvember gaf UMFL öllum grunn- og leikskólanemendum fjölnota grímur þar sem grímuskylda var um tíma í skólum. Fullorðnir gátu einn- ig keypt andlitsgrímu með merki UMFL og var framtaki félagsins vel tekið. Grunnskólinn á Þórshöfn hef- ur fengið góðar gjafinu frá félaginu Jólin Ingvar Smári Albertsson, 6 ára, býr á Þórshöfn og hlakk- ar til að fá rjúpur í jólamatinn. Stefnt er að því að fjölga íbúðum, efla stafræna stjórnsýslu og upplýs- ingagátt hjá Akraneskaupstað á næstunni. Þetta var staðfest með viljayfirlýsingu í vikunni en undir hana rituðu Ásmundur Einar Daða- son, félags- og barnamálaráðherra, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, Soffía Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Leigufélagsins Bríetar, og Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Í húsnæðisáætlun Akraneskaup- staðar kemur fram að töluverð þörf sé fyrir aukið framboð af leigu- húsnæði á Akranesi fyrir mismun- andi félagshópa. Á það við um leigu- íbúðir á almennum markaði, félagslegt leiguhúsnæði, leigu- húsnæði fyrir einstaklinga og fjöl- skyldur undir tekju- og eign- armörkum, fyrir fatlað fólk og aldraða. Verkefnið á að verða til þess að varpa frekara ljósi á raunhúsnæð- iskostnað þeirra sem búa á vaxtar- svæðum en stunda vinnu á höfuð- borgarsvæðinu. Viljayfirlýsingin felur í sér sjö mismunandi verkefni sem unnið verður að næstu mánuðina. Undirskrift Skrifað var undir viljayfirlýsingu á Akranesi í vikunni. Ætla að fjölga leigu- íbúðum á Akranesi  Stafræn stjórnsýsla verði efld frekar Skipulagsstofnun hefur gefið álit á mati Háafells ehf., dótturfélags Hraðfrystihússins-Gunnvarar, á framleiðslu á 6.800 tonnum af laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Er fyrir- tækið að breyta úr eldi regnboga- silungs sem það hefur þegar heim- ild fyrir yfir í lax. Háafell er fyrst þeirra fiskeldis- fyrirtækja sem stefna að eldi á laxi í Ísafjarðardjúpi, eftir að veitt var svigrúm í áhættumati vegna erfða- blöndunar til að ala þar lax sem svarar til 12 þúsund tonna lífmassa. Arctic Fish og Arnarlax eru einnig í umhverfismatsferli. „Það er gleðilegt að þessum áfanga sé náð og að álitið frá Skipu- lagsstofnun liggi fyrir. Við höfum verið lengi í umsóknarferli í Ísa- fjarðardjúpi og umhverfismats- ferlið fyrir laxinn hefur verið krefj- andi og tekið langan tíma. Nú einhendum við okkur í leyfisveit- ingaferlið sem ég á ekki von á öðru en gangi hratt og vel,“ segir Krist- ján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri HG. Hann reiknar með að hægt verði að hefja eldi á laxi ekki síðar en vorið 2022. Vegna ákvæða í áhættumatinu um lokun innsta hluta Djúpsins færði Háafell áform sín á fram- leiðslusvæði utar en heldur því opnu að ala ófrjóan innan línunnar. Skipulagsstofnun bendir á að áhættumat erfðablöndunar taki ekki til áa með litlum laxastofnum og því telur hún að eldið geti haft nokkuð eða talsvert neikvæð áhrif á villta laxastofna. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjókvíaeldi HG stundaði lengi þorskeldi í kvíum í Álftafirði. Einu skrefi nær eldi í Djúpinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.